Tíminn - 17.12.1991, Page 6

Tíminn - 17.12.1991, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 17. desember 1991 Tíminn MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð f lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 EES dæmt ógilt Þau tíðindi hafa orðið að dómstóll Evrópubandalagsins hefur neytt þess réttar síns að „leiðbeina" framkvæmda- stjórn bandalagsins um mörk valdsviða innan Rómar- sáttmálans, sjálfrar stjórnarskrár Evrópubandalagsins. Framkvæmdastjórnin er háð tilteknum valdmörkum samkvæmt dómsálitinu. Evrópudómstóllinn hefur fjallað rækilega um samn- ing EFTA-ríkja og Evrópubandalags um evrópskt efna- hagssvæði. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að sitthvað í EES- samningnum sé andstætt Rómarsáttmál- anum, m.a. það að þrengja að formi til valdastöðu sjálfs Evrópudómstólsins með stofnun sérstaks EES-dómstóls. Þessi viðkvæmni Evrópudómstólsins fyrir sínu eigin valdi er að vísu furðuleg, því að fyrirhugaður EES- dóm- stóll er í raun ekki annað en útibú frá Evrópudómstóln- um eins og skipan hans ber með sér, þar sem Evrópu- bandalagið tryggir sér meirihluta í dómnum. Andstaða Evrópudómstólsins í þessu tilviki er þó ekki aðeins vitni um viðkvæmni fyrir sinni eigin valdastöðu, þetta er ekki eintómur hégómaskapur dómaranna sem hér er að brjót- ast út, þótt sá mannlegi veikleiki kunni líka að segja til sín, heldur verða pólitíkusar beggja vegna samninga- borðsins að skilja hvað leyft er og bannað. Samkvæmt áliti Evrópudómstólsins er framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins bannað að gera neins konar „tilslakanir“ í samningum um EES, ef minnsti grunur er um að það verði EFTA-ríkjum í hag. Utanríkisráðherra hefur brugðist svo við áliti Evrópu- dómstólsins að það sé vitnisburður um hversu „hagstæð- ur“ EES-samningurinn sé íslendingum og öðrum EFTA- ríkjum á kostnað Evrópubandalagsins. Sú fullyrðing hans fer þó fyrir lítið þegar hugað er að framhaldinu, þótt ekki komi annað til. Álit dómstólsins er krafa til fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins um að taka samn- inginn til endurskoðunar. Sú endurskoðun getur ekki af hans hálfu miðað að öðru en að jafna út „ávinning" sem EFTA-ríkin eiga að hafa haft af samningnum. Slíkt gæti allt eins endað á þann veg að jafnvel íslenskir samnings- fíklar yrðu að viðurkenna uppgjöf í stað ávinnings. Nú verða íslenskir stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir, að fyrirliggjandi samningsdrög um EES eru dæmd ógild. Samningur sá, sem ríkisstjórnin he|ur ákveðið að undirrita og leggja fyrir Alþingi til staðfestingar, er ónýtt Plagg. Hvað er þá framundan í EES- málinu? Skoðun á því verður að miðast við þá stöðu sem upp er komin, að framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins á ekki um annað að velja en herða kröfur sínar um að evrópska efnahags- svæðið aðlagist ákvæðum Rómarsáttmálans enn frekar. Hvaða íslenskur stjórnmálamaður er tilbúinn til þess að verða við þess háttar kröfum? Nú kann svo að fara að íslenska ríkisstjórnin forherði sig, þótt samningsferli þriggja missera og taumlaus áróð- ur hennar fyrir árangri samningsins sé léttvægt fundið. En ætlar íslenska þjóðin að láta eins og ekkert hafi skeð, eða ætla alþingismenn að loka augunum fyrir þessum hápunkti samningsklúðursins? Tímabært er að Alþingi láti EES- málið til sín taka af þeirri alvöru sem staða þess krefst. Hollusta og eftirláts- semi við samningsþráhyggju einstakra valdamanna og sérhagsmunaafla er Alþingi ósamboðin. Liggur ekki beinast við að taka upp viðræður við EB um viðskipta- samninga og láta EES lönd og leið? VÍTT OG BREITT Spörum kaup verkalýðsins Langt er um liðið síðan Dagsbrún- arkarlar hafa tekið fram verkfalls- vopnið, en nú beita þeir því af stakri hógværð til að minna á að þeir eiga tilverurétt í þessu þjóð- ríki. Þeir eru að reyna að ýta við vinnuveitendum til að fá að tala um einhverja lúsarlega kaup- hækkun og svo hafa þeir einhverj- ar áhyggjur af vöxtum. En það kemur auðvitað ekki til mála að eyða tíma og orðum í karlatötrin, því þjóðarheill er í veði að erfiðisfólk fái engar kjara- bætur. Sérstaklega er mikils um vert að halda launagreiðslum til þeirra niðri, því eins og hvert mannsbarn veit virkar hver hung- urlús sem hann Gústi í lestinni og Stína í ormatínslunni fá í kaup- hækkun á þjóðarhag með þeim hætti, að þau sprengja upp allt verðlag og vexti, og þjóðarinnar bíður ekkert annað en óáran og basl, ef kaup verkalýðsins hækkar um agnarögn. Það var líka gerð þjóðarsátt við launþegahreyfinguna um að hún tryggði þjóðarhag með því að heimta ekkert, fá ekkert, og bráð- um að éta ekkert. Með því er framtíð fyrirtækjanna tryggð og launafólk í landi tekur með gleði á sig að spara fjárvana útgerðum að sjá af svosem 1.5 milljarða króna útgjöldum í tekju- skatt. Styrkar stoðir En guði sé lof að til eru þeir, sem sem fá fyrir salti í grautinn án þess að leggja efnahagslífið í rúst þegar þeir bera sig eftir björginni. Einn af fyrrum máttarstólpum aðila vinnumarkaðarins fékk úr- skurð um svolitla kjarabót um það bil sem Dagsbrúnarmenn hjá Flugleiðum hófu þriggja sólar- hringa vinnustöðvun. Hæstiréttur kvað upp þann dóm að fyrrum formaður Vinnuveit- endasambands íslands fái kaup á við tylft Dagsbrúnarkarla mörg ár aftur í tímann og öll sín æviár og konu sinnar. Þetta fæst allt án þess að gera handtak hjá fyrirtækinu sem borgar kaupið. Það fyrirtæki svallar aftur á móti í uppbótum og niðurgreiðslum og geymslukostnaði og margvíslegri arðgæfri meðferð búvara. Þá lenti fyrirtækið á venjulegu bygginga- og fjárfestingafylliríi og á að nota fremd ríkisrekinna fagurra lista til að lina timburmennina. Úrskurður Hæstaréttar um kaup- ið sýnir glöggt um hvað aðilar vinnumarkaðarins eru að deila. Það gefur auga leið að það gengur alls ekki að borga Dagsbrúnar- körlum og öðru láglaunafólki hærra kaup, ef takast á að standa í skilum við forstjóra fyrirtækjanna og rísa undir bílakostnaði þeirra og öðrum sporslum. Sérgæðin Eiginlega er það mesta furða að Hæstiréttur þurfi að dæma í jafn borðliggjandi málum eins og þeim að forstjórum fyrirtækja á heljar- þröm ber að sjá glæsilega far- borða. Það er svo margt sem ekki er kært til Hæstaréttar og gengur sinn gang án nokkurs úrskurðar. Tekjuskattur er t.d. færður milli starfsstétta án þess að nokkur sála mjamti kjafti. Og auðvitað halda allir einnig að laun forstjóra og annarra þeirra, sem betur mega sín, séu ekki frá neinum tekin. Allt hefur sínar björtu hliðar í efnahagslífinu. Þannig eykur kaup og uppsetning á 25 sturtuklefum fyrir fimm manns hagvöxtinn all- vel og kemur þeim, sem selja og setja upp sturtuklefa, einkar vel. Má raunar segja að þar sé ekki mikið í lagt, miðað við að reisa stórvirkjun sem engin þörf er á að fá orku frá, þótt bætt sé við smá- hóteli sem engin þörf er heldur fyrir og settir í það fimm sturtu- klefar fyrir hvern dvalargest, auk góðrar sameiginlegrar hreinlætis- aðstöðu. Það má Landsvirkjun eiga að aldrei setur fyrirtækið sig úr færi að auka hagvöxt hvar sem því verður við komið. Það er aðeins eitt sem varast ber í velferð forstjóraveldisins, sem er að hinn almenni Iaunþegi nái þeim kjörum sem stundum eru kölluð mannsæmandi. Þá er þjóð- arsáttin í voða og efnahagurinn á hverfanda hveli og alls kyns verð- bólgusprengingum er hótað. En bruðl og sérgæði auka hag- vöxtinn og mikið andaði maður Iéttar þegar ríkisstjórnin ákvað að renna á rassinn með fyrstu efna- hagsaðgerðina og á eftir að liggja flöt í forinni með þær allar. Sú fyrsta, sem Friðrik Soph. og hinir strákarnir heyktust á, var að leggja virðisaukaskatt á laxveiði. Sá sérgóði aulaháttur er í ætt við úrskurö Hæstaréttar um for- stjórakaup. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.