Tíminn - 17.12.1991, Page 10

Tíminn - 17.12.1991, Page 10
10 Tíminn Þriðjudagur 17. desember 1991 Guttormur Þorsteinsson Löndum, Stöðvarfirði Fæddur 3. apríl 1906 Dáinn 3. október 1991 Þann 3. okt. síðastliðinn lést góðvin- ur okkar hjónanna, hann Guttormur frá Löndum. Guttormur var fæddur í Löndum þann 3. apríl 1906. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Þorsteinn Kristjánsson frá Löndum og Guð- laug Guttormsdóttir frá Stöð. Gutt- ormur var úr hópi sex systkina og eru tvö þeirra á lífi. Framan af dvald- ist hann mikið inni í Stöð hjá afa sín- uin og ömmu og einnig hjá móður- bróður sínum Benedikt, en þeir voru miklir mátar. í Löndum var bæði stundaður búskapur og sjósókn. Var trilluútgerð veigamikill þáttur í bú- skapnum og voru þeir saman í út- gerð Guttomur og Kristján bróðir hans. Hinn 4. nóvember árið 1934 var happadagur í lífi Guttorms, en þá gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína Fanneyju Sigríði Ólafs- dóttur frá Skála, Beruneshreppi. Fanney er dóttir hjónanna Ólafs Bjömssonar frá Hálsi, Búlands- hreppi, og Stefaníu Antoníusardótt- ur frá Berunesi. Reyndist Fanney manni sínum alla tíð traustur og umhyggjusamur lífsförunautur. Fanney og Guttormur eignuðust tvo syni, þá Benedikt kvæntan Olgu Jónsdóttur, búsett á Norðfirði, og 01- af, kvæntan Kristrúnu Guðnadóttur, búsett á Stöðvarfirði. Fjölskyldan var samhent og voru barnabörnin auga- steinar afa og ömmu. Snemma kviknaði áhugi Guttorms á tónlist og hljóðfæraleik. Hefur dvölin í Stöð ef til vill ýtt undir þá hæfileika sem með honum bjuggu. Fékk hann um tíma tilsögn í orgel- leik hjá séra Vigfúsi Þórðarsyni presti í Heydölum. Þá hleypti hann heim- draganum og fór suður til Reykjavík- ur og var einn vetur við orgelnám hjá Páli ísólfssyni. Snéri Guttormur aft- ur í heimasveit sína og gerðist organ- isti og kórstjóri við Stöðvarkirkju. Var hann þar samfleytt frá árinu 1928 og vel yfir hálfa öld. Þessi þjónusta Guttorms var hans hjartans mál, líf og yndi, sem hann stundaði af kost- gæfni og næmri tilfinningu. Þá stofnaði Guttormur einnig fyrsta karlakórinn á Stöðvarfirði og stjóm- aði honum um alllangt skeið. Á sam- félagið hinum látna mikið að þakka fyrir þetta mikla og fórnfúsa starf, sem unnið var af brennandi áhuga. Allir, sem kynntust Guttormi, fundu og mátu það góða hugarþel og þá umhyggju sem hann bar til þessa fallega staðar Stöðvarfjarðar og fólksins sem þar bjó. Fylgst var náið með afla og útgerð og þeim skipum sem fóru inn eða út fjörðinn, fram hjá Löndum. Guttormur var gefinn fyrir að til- einka sér nýjungar og þekkingu á þeim. Hann eignaðist eina fyrstu dráttarvélina sem kom í sveitina. Hann var einnig með þeim fyrstu til að koma sér upp vindrafstöð og súg- þurrkun. Hann var laghentur maður og smíðaði m.a. bæði hús og báta. Guttormur var mikill náttúruunn- andi og fór reglulega í gönguferðir sér til ánægju og heilsubótar. Þá var hann einnig veðurglöggur mjög og fylgdist grannt með veðri. Eftir áramótin síðustu fluttust þau hjónin á Dvalarheimili aldraðra í Neskaupstað. Var það sökum veik- inda Guttorms, en hann naut góðrar aðhlynningar hjúkrunarfólksins þar. Núna þegar Guttormur hefur kvatt þetta líf, kemur upp í huga okkar hvað það var yndislegt að fá að kynn- ast honum. Það var alltaf jafn mikil tilhlökkun sem kviknaði í brjóstum okkar, þegar við lögðum af stað aust- ur til að heimsækja þau hjónin. Það var eins og að koma heim eftir langa fjarveru. Þá áttum við saman stundir sem aldrei gleymast. Settist Gutt- ormur gjaman við orgelið og við rauluðum saman; það var hreint ótrúlegt hvað þessi aldni maður var fimur í fingrunum. Elsku Fanney og fjölskylda, innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guttorms Þor- steinssonar. Silla og Hlynur Þéttbýlismyndun á bökkum Ölfusár: SAGA SELFOSS W KOMIN A ÞRYKK í þessari viku er að koma út fyrsta bindið af Sögu Selfoss, sem Guð- mundur Kristinsson, bankagjald- keri og fræðimaður, hefur skráð. Bókin kemur meðal annars út í til- efni af 100 ára afmæli brúar yfir Ölfusá. Selfossbær gefur bókina út. í þessu bindi er sögð saga Selfoss alla tíð frá því að höfuðskepnurnar tóku að mynda landið og fram til 1930, þegar þéttbýli á Selfossi tók að myndast. Bókin skiptist í 27 megin- kafla, er 320 blaðsíður að stærð og prýdd 184 ljósmyndum, sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Bókin er til sölu á bæjarskrifstofum Selfoss þessa viku og fram til 13. desember á sérstöku kynningar- verði, en eftir það fæst hún í al- mennum bókabúðum. SBS-Selfossi Fulltrúar gefenda, læknar, starfsfólk og stjórnarmenn Borgarspít- alanans við Cusa-tækið. Borgarspítalinn: Nýtt skurð- lækningatæki í síðasta mánuði var Borgarspítal- anum formlega afhent nýtt skurð- lækningatæki, Cusa-tæki svokallað, sem einkum er notað við höfuð- og lifraraðgerðir. Það leysir af hólmi eldra tæki, sem Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauða krossins gaf fyrir nokkrum árum. Það var Kvennadeildin í félagi við Velunnara Borgarspítalans, sem stóð að kaupunum og nutu fullting- is nokkurra fyrirtækja. Nýja tækið brennir fyrir æðar um leið og það sker og þannig missir sjúklingurinn minna blóð en áður við uppskurð. Árni Sigfússon, stjórnarformaður Borgarspítalans, veitti tækinu við- töku. Timamynd: Ámi Bjama Ný verslun við Óðinstorg: Parket og hurðir s.f. Opnuð hefur verið ný verslun fyrir parket, hurðir og stiga við Óðinstorg. Áhersla verður lögð á að selja gegnheilt parket, m.a. úr viðartegundum frá Afríku, S-Ameríku og Ástralíu, sem sumar hverjar hafa ekki sést áður hér- lendis. Eigendur verslunarinnar eru ívar Atlason og Orri Vilbergsson. Tímamynd: Ámi Bjama Veitingasalurinn Skrúður, Hótel Sögu: Búið að leggja á jólahlaðborðið Hótel Saga býður upp á jólahlað- borð í veitingasalnum Skrúði nú í desembermánuði. Á hlaðborðinu verður úrval al- þjóðlegra og þjóðlegra rétta, svo sem sfidar-, svínakjöts- og hangi- kjötsrétta. Með réttunum af jólahlaðborði Hótel Sögu verður boðið upp á nýja Beaujolais-vínið, framleitt úr berja- uppskeru síðasta sumars. Feðgarnir Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson leika ljúfa tónlist í Skrúði á kvöldin frá 6. desember. Jólahlaðborð Skrúðs á Hótel Sögu. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 13. tll 19. desember or I Lyfjabergi og Ingólfsapóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknis- og iyfjaþjónustu eru gefn- arf síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sím- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavikur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum Id. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. simi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og heigidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vi^anabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir I sima 21230. Borgarspítalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lytjabúðir og læknaþjónustu emgefnar i slm- svara 18888. Ónæmisaögeröirfyrirfullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavikur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Garöabær: Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarijarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn' á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Aila daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspítall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunartækningadeild Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspitalinn I Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifllsstaðaspítali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspítali Hafnarflröl: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlíö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraös og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Kefiavik-sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Neyðarsími lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavík: Lögreglan slml 15500, slökkvilið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið sími 3333.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.