Tíminn - 17.12.1991, Page 13

Tíminn - 17.12.1991, Page 13
Þriðjudagur 17. desember 1991 Tíminn 13 Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum (1.680 Ijósbúnaði til götulýsingar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk. Tilboðin veröa opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. janúar 1991, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Eiginmaður minn Arngrímur Bjarnason fyrrverandi aðalfulltrúi lést f Landspítalanum 15. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar Ásta Friðriksdóttir ■\ y Keflvíkingar Ákveðið hefur verið að hafa bæjarmálafundi kl. 18.00 alla mánudaga til jóla. Allir velkomnir. Framsóknarfélögln. Keflvíkingar Skrifstofa framsóknarfélaganna að Hafnargötu 62, sími 11070, verður opin mánu- daga 17-19, miðvikudaga 17-19 og laugardaga 14-16. Muniö bæjarmálafundina. Hafnfirðingar Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, slmi 51819, verður opin á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Allir velkomnir. _ .___ Framsóknarfélogin i Hafnarfirði. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, eropin mánud.- fimmtud. kl. 17.00-19.00. Slmi43222. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Sími 22547. Fax 22852. Borgarnes - Opið hús i vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 f Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til viðtals ásamt ýmsum fulltrúum í nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Simi 71633. Framsóknarféiag Borgamess. Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður I Jólahappdrættinu 24. desember n.k. Munið að greiða heimsenda glróseðla. Framsóknarflokkurinn Jólaalmanak SUF Eftirtalin númer hlutu vinning í jólaalmanaki SUF: 1. vinninguralmanak nr. 1397 2. vinningur almanak nr. 5731 3. vinningur almanak nr. 2569 4. vinningur almanak nr. 5681 5. vinninguralmanak nr. 5469 6. vinningur almanak nr. 5652 7. vinningur almanak nr. 1177 8. vinninguralmanak nr. 1484 9. vinningur almanak nr. 3895 10. vinningur almanak nr. 1655 11. vinningur almanak nr. 4832 12. vinningur almanak nr. 240 13. vinningur almanak nr. 5363 14. vinningur almanak nr. 2114 15. vinningur almanak nr. 1912 16. vinninguralmanak nr. 666 Þökkum stuðnlnglnn. 17. vinningur almanak nr. 5794 18. vinningur almanak nr. 1579 19. vinningur almanak nr. 753 20. vinningur almanak nr. 1841 21. vinningur almanak nr. 1371 22. vinningur almanak nr. 3109 23. vinningur almanak nr. 4694 24. vinningur almanak nr. 3317 25. vinningur almanak nr. 1067 26. vinningur almanak nr. 4668 27. vinninguralmanak nr. 1530 28. vinningur almanak nr. 2671 29. vinningur almanak nr. 545 30. vinningur almanak nr. 99 31. vinningur almanak nr. 5240 32. vinningur almanak nr. 470 Samband ungra framsóknarmanna Jólaglögg SUF Föstudaginn 20. desember stendur SUF fyrir jólaglöggi á flokksskrifstofunni, Hafft- arstræti 20, 3. hæð, kl. 20.30. Dagskrá: Formenn ungliðahreyfinga stjómmálaflokkanna flytja ávörp f stíl að eigin vali. Sigurður Pétursson, Sambandi ungra jafnaðarmanna Davíö Stefánsson, Sambandi ungra sjálfstæðismanna Kolbeinn Proppé, Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins Siv Friðleifsdóttir, Sambandi ungra framsóknarmanna Komið með jólapakka á 500 krónur. Mætum öll. Framkvæmdastjóm SUF Læknirinn lifði þreföldu lífi — og það reið honum að fullu! Hann Norman Lewiston, frægur og virtur prófessor í barnalækningum við Stanford University, varð ekki langlífur, lést úr hjartaslagi aðeins 52 ára. Og það varð svo sem enginn hissa þegar í Ijós kom hvað hann hafði lifað fyrirhafnarsömu lífí. Hann skdldi nefnilega eftir sig þrjár ekkjur, a.m.k.! Norman giftist Diönu árið 1960. Þau bjuggu í Paio Alto í Kaliforn- íu og börnin þrjú eru uppkomin. Árið 1985 giftist hann svo Katy og 1989 gekk hann svo upp að altar- inu með Robyn. Félagar hans voru vissir um að hann hefði skil- ið í hvert skipti sem hann fékk sér nýja konu og reyndar héldu síðari konurnar það líka þegar hann sýndi þeim virðulega pappíra sem áttu að sanna það. Nú hefur runnið upp fyrir þeim ljós að hann hljóti að hafa falsað þá. Lækninum tókst að halda þessu tvöfalda — eða öllu heldur þre- falda — lífi sínu leyndu og það þó að hann gerðist svo djarfur að kaupa hús fyrir sig og Katy í að- eins 15 mílna fjarlægð frá heimili hans og Diönu. Heimili hans og Robyn var þó í 800 mílna fjar- lægð. Og svo vann hann myrkr- anna á milli. Eftir á að hyggja kemur konun- um þrem saman um að það hafi gert feluleikinn auðveldari að Norman hraut svo óskaplega að hann stansaði ekki í hverju hjónarúmi nema smástund, síð- an sagðist hann ætla að sofa á spítalanum svo að konan hefði svefnfrið. En hann át allar mál- tíðir með „konunni" sinni eftir því sem við var komið og þær eru búnar að bera saman bækur sínar um það að a.m.k. einu sinni hafi hann borðað þrjár þakkargerðar- máltíðir! Það er ekki furða þó að öll þessi fyrirhöfn hafi tekið á heilsuna og starfsbræður hans segja að það hafi verið verulega af honum dregið síðustu dagana sem hann lifði. Samt grunaði Katy ekki neitt þegar hann sagði skilið við hana síðasta kvöldið og sagðist vera á leið á sjúkrahúsið, hann væri verulega þreyttur. En þegar hjúkrunarkona hringdi í hana næsta dag og færði henni fréttirnar, að Norman hefði látist á heimili konu sinnar, komst allt upp. Konurnar þrjár fóru fljótlega að bera saman bæk- ur sínar og kemur saman um að Norman Lewiston hafi verið hreint fyrirmyndar heimilisfaðir. Nú á áreiðanlega eftir að upp- hefjast mikið rifrildi um arfinn sem er verulegur. En mestar áhyggjur hafa konurnar þrjár af því að kannski séu ekki öll kurl komin til grafar ennþá, kannski leynist fleiri eiginkonur einhvers staðar í grenndinni! Robyn gerðist þríðja kona Normans 1989 eftir að hann hafði sýnt henni skilnaöarpappíra. Norman Lewiston var búinn að vera giftur Diönu síðan 1960 og átti með henni þrjú uppkomin böm. 1985 giftist læknirinn Katy sem segir hann hafa veríð fyrír- myndar eiginmann. Hana hefði kannski mátt gruna að eitt- hvað væri bogið við hjónabandið þegar hann skildi hana eina eftir á brúðkaupsnóttina!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.