Tíminn - 20.12.1991, Side 5

Tíminn - 20.12.1991, Side 5
JÓLABLAÐ 1991 Tfminn 5 hans bilaði út við Fossá á Þelamörk og hann þurfti að sækja hjálp í bæinn. Og þetta skildist íslendingar voru fljótir að læra fáein orð í ensku og það mátti komast langt með einföldu yes og nó, handapati og einörðum vilja. Litlar vasaorðabækur voru viða til, en stund- um gat það vafist fyrir mönnum að finna orðin sem Bretamir sögðu á einn veg en virtust skrifa á allt annan. Á Dalvík bjó Elías Halldórsson, úr- smiður í Víkurhóli. Hinum megin göt- unnar og sjávarmegin, í húsinu Va- lenciu, hafði setuliðið í þorpinu aðset- ur. Einhverju sinni sem oftar var skipt um setulið í bænum, en ekki tókst bet- ur til en svo að það gleymdist að segja nýkomnu hermönnunum hvar konan bjó sem þvoði af þeim. í vandræðum sínum komu Bretamir ungu yfír göt- una til Elíasar í Víkurhóli og báðu hann ásjár. Elías átti það sameiginlegt með fjölmörgum löndum sínum að vera lítill kunnáttumaður í enskri tungu. Hann þóttist þó heyra að her- mennimir ungu voru að spyrja eftir einhverri „Iaddf'. Muldrandi fyrir munni sér „laddí, laddf', greip Elías orðabókina, blaðaði ótt og títt en fann hvergi þetta framandi orð. Þegar her- mennimir bentu honum loks á rétta staðinn sá Elías að orðið var skrifeð með allt öðmm hætti en gestir hans höfðu borið það fram. Þama stóð svart á hvítu „Iady“ og var þýtt sem hefðar- mær. Mjög hugsandi á svip, jafhvel svolítið ráðvilltur, leit úrsmiðurinn upp og sagði: „Hver getur það nú verið hér á Dalvík?“ Þrátt fyrir að yfirmönnum setuliðsins væri það mikið kappsmál að koma í veg fyrir árekstra milli landsmanna og hersins, þá gerðu þeir næsta lítið til að hafe ofan af fyrir liðsmönnum sínum þegar þeir áttu fri frá skyldustörfúm. Vafalítið mátti rekja þetta að einhverju leyti til rótgróinnar stéttaskiptingar á Bretlandseyjum, sem endurspeglaðist í hemum með slíkum hætti að gekk ffam af íslendingum. Sinnuleysi breskra foringja, sem vom nánast allir hástéttarmenn heima á Englandi, í garð undirmanna var af þessum toga spunnið. Guðir blönduðu ekki geði við dýr merkurinnar. Að vissu leyti má segja að yfirmennimir hafi verið fastir í gildru fomrar menningar og hefða. Þeir urðu að halda hinum óbreyttu ffá sér til að stéttaskiptingin riðlaðist ekki. Fyrsta hemámssumarið keyrðu leigubílstjórar á B.S.O. breskan her- lækni og þjón daglega á milli herbúð- anna í Hörgárdal og við Akureyri. Allar samræður við lækninn urðu að fara fram með tilstilli undirsátans; ef lækn- irinn vildi segja eitthvað við ökumann- inn talaði hann til þjónsins sem end- urtók orðin og át síðan upp svar bíl- stjórans. Kæmi það hins vegar fyrir að þjónninn væri fjarstaddur gat Iæknir- inn breski átt það til að verða hinn kumpánlegasti við leigubflstjórann. Tómlæti ensku foringjanna í garð undirmanna sinna og þjóna gat komið ffam á ákaflega ógeðfelldan hátt og snapvísir Akureyringar vom ekkert að liggja á hneykslunarsögunum. Eitt sinn hafði hinn rúmlega hálffertugi verslunarmaður Gunnar Thorarensen boðið breskum foringja á skauta út á Pollinn. ísinn var ótraustur upp við landið og þegar þeir vom að feta sig út á hann, fór þjónn Englendingsins nið- ur í gegn og stóð votum fótum upp undir hné í sjónum. Foringinn hélt áffam eins og ekkert hefði í skorist og þjónninn klöngraðist upp úr vökinni. Þegar þeir þrír vom komnir út á traustari ís, aðstoðaði þjónninn yfir- mann sinn við að komast í skautana og fékk síðan skipun um að bíða á ísnum þar til skautaferðinni lyki. Það var ekki fyrr en Gunnar hótaði að fara heim að þjónninn fékk að fara í land og úr blautum fötunum. í annað skipti hafði Jón Geirsson læknir boðið nokkrum Mjólkurbú Floamanna óskar starfsfólki og viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.