Tíminn - 20.12.1991, Page 11

Tíminn - 20.12.1991, Page 11
JÓLABLAÐ 1991 11 Tíminn Guðmundur L. Friðfinnsson: Jólagestur Nminn af nýsoðnu hangiketinu lagði alla Ieið út í anddyri, og laufabrauðið, sem konumar þrjár höfðu gefið mér, lá í friðsælum stöflum inni í búri og var svo mikið, að ég hafði haft við orð, að varla þyrfti ég meira laufabrauð til aldamóta. Eiginlega var ég kominn í jólaskapið, enda Þorláksmessa með stilltu veðri og hæfilegum snjó, nákvæmlega eins og þeir vilja, sem kunna að biðja Guð um glæsilegt jólaveður, þótt ég sökum sveitamennsku og með tilliti til fugla og annars lífríkis, kunni vel við rauð jól, ef ekki verður jafnaður reikningurinn með hvítum páskum. Ég var búinn að undirbúa komu hinn- ar blessuðu hátíðar eftir því sem föng hrukku til. Ég hafði sett upp jólaskraut, sem mér fannst við hæfi, tylit grænum greinum bakvið myndir og víðar að nú- tímasið. Ég var einnig búinn að strjúka ryk af hillum og húsgögnum og þvo glugga, svo eitthvað sé talið. Marglit kertin, sem ævinlega gefa jólunum þennan nauðsynlega og sérstæða svip, þau voru innan seilingar. Einnig þau biðu þess í auðmýkt að hlýða fyrsta og dýrlegasta orði skaparans, sem sögur fara af: „Verði ljós“. Ég gekk úr stofunni inn í svefnherberg- ið og úr svefnherberginu fram f eldhús- ið. Þegar ég leit yfir fylltist ég þvílíkum hofmóði, að mér fundust handaverk mín harla góð. Fullur sjálfsánægju og stolts brosti ég mót ásýnd hins heilaga Þorláks. Hvert annað átti ég að brosa? Ég þurrkaði lftilfjörlega svitadropa af enninu og fannst ég eiga skilið að líta út og anda að mér fersku lofti, sem ég hef líka ævinlega talið besta heilsumeðal og fóðurbæti, sem völ er á. Það var farið að djarfa fyrir stjömum á himinhvelinu, því áliðið var dags. Fjöllin stóðu með hefðarsvip í lognværunni, sveipuð reykbláum möttli. örfíir snjó- tittlingar svifu hjá með tíðu vængjablaki en voru samstundis horfnir. „Þið fóið jólamatinn í fyrramálið", segi ég af gest- risni út í víðáttuna, hugðist reyndar inn- vinna mér vist í einhveijum afkima Himnaríkis með svo göfúgum verknaði. Já, Drottinn allsherjar hlýtur að sjá þetta við þig í einhverju" bætti ég við enn sjálfsánægðari en nokkru sinni fyrr. Að svo mæltu gekk ég út fyrir til að kasta af mér vatni. En því nauðþurftarverki hefur mér ávallt fundist skemmtilegt að sinna úti í ómengaðri náttúru, enda gróðurríki jarðarinnar heilnæmt til vaxtar og viðgangs. í þessu sambandi minnist ég orða nábúa rru'ns, sem að sumarlagi sýndi mér trjáplöntu unga en óvenju gróskumikla, sem hann kvaðst hafa vökvað morgun hvem með þessu náttúrulega lífsvatni. Ég var rétt byijaður að hugleiða rök til- verunnar og aðferðir til að viðhalda líf- ríkinu óspilltu í eðlilegu samræmi og þátt okkar misviturra manna í því tor- ræða sigurverki, þegar ég allt í einu mundi eftir ryksugunni. Nærri mátti nú geta að ekki væri allt búð, hugsaði ég, og allar heimspekilegar vangaveltur voru samstundis á bak og burt En þegar ryk- sugan var farin að dansa við eigin músík á gólfteppinu mínu og sjúga upp í sig af einstakri samviskusemi bæði sýnilegt og ósýnilegt kusk, var ég aftur sæmilega sáttur við og tilveruna og allt það bram- bolt sem þvf fylgir að vera manneskja. Ryksugan tilheyrir nútíðinni, og alltaf verður maður þó að lifa í núinu, hugsa ég. Hún mamma mín sandskúraði hins vegar baðstofugólfið, allar hurðir og þröskulda í bænum, jafnvel varinhell- una. Þetta fannst manni fínt í þá daga, og alltaf er yfir því einhver rómantík. En tímamir breytast og hér stend ég í hlýrri og vistlegri stofu með rósóttu ullarteppi á gólfi, sem blátt áfram ljómar af hrein- leika. Þó einhver afkimi Himnaríkis kunni að vera bæði með hljóðfæraslætti og söng, þá er ég hreint ekki farinn að sjá að gólfteppin þeirra þar efra taki þessu fram, hugsa ég og þurrka mér um nefið á táhreinum vasaklút, sem er ný- búinn að njóta fótækraþurrksins úti á snúru. Einmitt svona upphafinn í andlitinu opnaði ég eldhúshurðina og ætlaði nið- ur í kjallara, en þar átti ryksugan mín að halda jólin. Þá sá ég músina. Hún stóð þama á elshúströppunum eins og hver annar óboðinn gestur, sem gleymt hefúr að berja að dyrum en gengur bara óboð- inn inn. Þama stöndum við með svo sem tuttugu sentímetra millibili og gaumgæfum hvort annað án þess að segja svo mikið sem góðan dag. Þrátt fyrir einkar laglegan loðfeld, fannst mér hún ekki reglulega glæsileg. Augun voru eins og svartir, glitrandi títupijóns- hausar en hreint engin jólaaugu. Hún var með stóra kryppu upp úr bakinu og minnti hvað það snerti á gamlar konur úr löngu liðinni fortíð, sem alist höfðu upp við skort og síðan bognað enn meir við að ganga með þungar byrðar um lág- ar dyr með misjafhlega stórt bam í kvið- Gamansaga arholinu. Til viðbótar þessu öllu tíðum þurft að basla við drukkna eiginmenn, sem spýttu tóbakslegi út um allt, rifust og bölvuðu, en komust þó ekki hjálpar- laust í bólið. En þetta var nú mús og gekk með fimalangt skott til prýði og einkennis tegundinni. Svo var að sjá að þessum óboðna jóla- gesti litist heldur ískyggilega á húsbónd- ann, því ekki leið á löngu, þar til mýsla skaust bakvið ruslafötuna í hominu og var snör í snúningum og Iétt upp á fót- inn, sem gat gefið til kynna, að kannski væri takmörkun bameigna komin í tísku í músaheiminum. Fyrstu viðbrögð mín vom hins vegar þau, að ég klóraði mér heldur vand- ræðalega bakvið eyrað. Upphafning hug- ans var fokin út í veður og vind, og helgisvipurinn þvarr einnig á andliti mínu. Þess er ég fullviss, þótt ekki liti ég f spegil. Ég gleymdi auk heldur erindi mínu í kjallarann, þar sem ryksugan átti að hvíla í hátíðlegri ró um jólin. Ekki get ég sagt, að ég sé beinlínis hræddur við mýs til að mynda á borð við hunangsflugur og misfríða kóngulær. En þau kvikindi óttast ég engu minna en atómsprengjur og alla herkonunga heimsins samanlagt Enda þótt hun- Ösktini felagðmönnum borum, ötarföliöi os lanbömonnum öllum #leöilegm5óla og faröælö feomaníii árs meö þökk fnrir þab, öemeraö liöa Kaupfélag Suðurnesja angsflugur geti verið nógu fallega rönd- óttar, er allt annað en gaman að fá eitur- brodd þeirra annað hvort í efri vörina eða nefið. Um kóngulær er það hins veg- ar að segja, að margoft hafa þær gert mér fyrirsát f torgengum klettum á sól- ríkum sumardegi — glennt sig og skælt trýnið allsendis óforvarandi rétt við and- litið á mér, þannig beinlínis sýnt mér banatilræði á lymskulegan hátt, þar eð ég hef nærþví verið hrokkinn framaf. En hvað mýs snertir þá get ég ómögulega að því gert, að ffemur kýs ég mér annan félagsskap og verð að viðurkenna, að köld vindstroka fer niður alla hrygg- lengjuna við þá tilhugsun eina að þurfa að handleika mús berhentur. Þama stend ég eins og glópur með gleymda ryksugu í annarri hendinni - - staddur einhvers staðar á bilinu milli rökþrota hugsunar og hvarflandi leitar, sem þó von bráðar stefhir í einn punkt — verður að spumingu. Hvað get ég gert? Sannarlega hraus mér hugur við að fó slíkan gest alla leið inn í herbergin. Kannski laumaðist þetta músargrey upp f rúm til mfn á sjálfa jólanóttina. Hver vissi, hvað svona drósir tækju tíl bragðs? Þrátt fyrir æmar syndir hef ég aldrei drepið mús með hefðbundnum aðferð- um, þótt ég hafi veitt þær f boga af illri nauðsyn, jafnframt eitrað fyrir þær með efni, sem mér er sagt að leiði til blóðleys- is og þjáningalftils viðskilnaðar við fó- tæklegt músalíf, þótt vel geti verið, að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.