Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 28. desember 1991 Stórbruni á Þorláksmessu: Gífurlegt tjón er Harrastaðir brunnu Harrastaðir í Skerjafirði brunnu til kaldra kola síðari hluta Þorláks- messudags. Húsið, sem var timbur- hús brann á skömmum tíma og allt sem í því var eyðilagðist. Tvennt var á efri hæð hússins, þegar eldsins varð vart og komst það með naum- indum út. Þá var húsmóðirin á heimilinu stödd á tröppum úti. Gíf- urlegt tjón varð í eldinum og meðal annars eyðilagðist verðmætt safn smáprents, sem Friðrik Sigur- björnsson í Vísi hafði safnað, ásamt miklum fjölda málverka og annarra verðmæta. Ekki er Ijóst hvað brun- anum olli, en Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins og þegar Tíminn innti frétta þar á bæ, voru engin svör að fá þar enn. -PS Eins og sjá má er eyðileggingin gífurieg. Allt innbú brunnið og hver spýta brunnin í húsinu. Eins og sjá má eru fuilir bóka- skápar af brunnum bókum. Eyöileggingin er algjör. Tfmamynd PJetur. Vafalítið bíða landsmenn spenntir eftir áramótaskaupinu. Ágúst Guðmundsson, leiksstjóri: Það er auðvelt að gera grín að árinu „Það gekk mjög vei að fá efni í skaupið og þá væntanlega vegna þess hve margt hlægilegt gerðist á árinu. Þetta var mjög auðvelt ár til þess að gera grín að,“ sagði Ag- úst Guðmundsson, leikstjóri ára- mótaskaups Sjónvarpsins, í sam- tali við Tímann um skaup þessa áramóta. í skaupinu leika aðallega 12 val- inkunnir Ieikarar og leikkonur. Það eru þau Erla Ruth Karlsdóttir, Gísli Halldórsson, Guðfinna Rún- arsdóttir, Hilmar Jónsson, Hjálm- ar Hjálmarsson, Jóhannes Krist- jánsson, Júlíus Agnarsson, Magn- ús Ólafsson, Rúrik Haraldsson, Sigurveig Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Örn Árnason. Leik- mynd er eftir Gunnar Baldursson, tónlistina annast Magnús Kjart- ansson og upptöku stjórnar Andr- és Indriðason. Handritshöfundar eru ýmsir. „Ég held að þetta hafi tekist ágæt- lega,“ segirÁgúst. „Ég held að þeir sem unnu að þessu hafi skemmt sér ákaflega vel. En það er aftur spuming hvort áhorfendur verða jafn ánægðir með það. Okkur finnst það mjög fyndið.“ Tökur á áramótaskaupinu hófust um miðjan nóvember. „Það er svo mikil tæknivinna við svona lagað að það er varla hægt að gera það mikið síðar," segir Ágúst. - Er skaupið í einhverju frábrugð- ið skaupum síðari ára? „Nei, það er mjög í stíl við þau skaup sem hafa sést áður. Það er ekki reynt að brydda upp á neinum nýjungum varðandi formið," segir Ágúst. „Það sem skaup hafa hing- að til gert er að minna á atburði líðandi árs í spéspegli og það er það sem við gerum." - Og komið þið víða við? „Já, mjög.“ GS. Ágúst Guömundsson höfundur og leikstjóri áramótaskaups Sjón- varpsins. Hafsteinn Guðmundsson Tíunda fræðum Einn vandaðasti og virtasti útgef- andi landsins, Hafsteinn Guð- mundsson, eigandi útgáfunnar Þjóðsögu, hefur sent frá sér tíunda bindi af þjóðsögum og sögnum fræðaþulsins austfirska, Sigfúsar Sigfússonar. Að þessari útgáfu höfðu unnið þeir Óskar Halldórsson og Grímur M. Helgason sem báðir eru látnir. Að útgáfu tíunda bindis vann svo Helgi Grímsson, og tók þannig við af föður sínum, eins og Grímur heitinn hafði tekið við af Óskari þeg- ar á undirbúningi fimmta bindis stóð. Heildarútgáfan á fróðleik Sigfúsar Sigfússonar er þegar orðin mikil að bindi af Sigfúsar vöxtum þótt henni sé ekki lokið. Hefur verið staðið glæsilega að þessu verki bæði hvað bókarlega grein snertir og efnismeðferð. Þar hafa haldist í hendur hinn vandaði útgefandi og helstu menn á sviði þjóðfræða hverju sinni. Hefur hin- um afkastamikla austfirska fræða- þul verið mikill sómi sýndur með þessari útgáfu, sem jafnast á við ekk- ert minna en Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Sigfús Sigfússon var mjög merkilegur maður og sískrifandi um sína ævi. Hann hefur látið eftir sig mikinn auð þjóðfræða, en þau eru ekki skrifuð lengur. IGÞ Sigfús Sigfússon Flugeldar geta veriö skaðlegir Síðastliðin 13 ár hafa 15 ein- staklingar, þar af 12 karlar og 3 konur, fengið augnáverka af völdum flugelda. Þetta kemur fram í grein eftir þá Harald Sig- urðsson, Guðmund Viggóson og Friðbert Jónasson í nýút- komnu Læknablaði. í greininni kemur fram að aldursdreifing þeirra slösuðu var frá fimm til 67 ára. Aðeins voru þrír eldri en tvítugir, langflestir voru unglingar. Algengasta orsök áverkanna voru flugeldar, eða hjá sex ein- staklingum. Tívolíbombur, blys og hvellhettur deildu öðru sætinu en hvert þeirra um sig olli skaða hjá þremur einstak- lingum. í fjórtán tilvikum var áverkinn mar á auga, með blæðingu í forhólfi en átta höfðu einnig blæðingu í augn- botni. Einn fékk svo slæma holund á auga að fjarlægja þurfti það. Þeir sjö sem slösuðust á árun- um 1978-82 höfðu allir náð eðlilegri sjón við útskrift af sjúkrahúsi. Hins hafa sjö af átta sem slösuðust á árunum 1985- 1989 skerta sjón. Hjá einum þeirra þurfti að fjarlægja auga strax eftir slysið og einn hefur alblint auga. Báðir hlutu áverka vegna tívolíbomba. Ein áramót skera sig verulega úr hvaða varðar fjölda slasaða. Um áramótin 1987-88 slösuð- ust fimm einstaklingar alvar- Iega og þar af þrír vegna tívolí- bomba. í framhaldi af þeim at- burðum voru tívolíbombur bannaðar. í greininni segir, að það yrði örugglega til bóta að takmarka notkun flugelda enn frekar. Læknarnir þrír mælast einnig til þess að foreldrar fylgist vel með börnum þegar farið er með flugelda, blys eða sprengj- ur. Á þann hátt megi vissulega fækka alvarlegum augnárverk- um. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.