Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. desember 1991
Tíminn 19
Arngrímur Bjarnason
Fæddur 24. mars 1908
Dáinn 15. desember 1991
Allt frá því að ég man fyrst eftir mér
hefur Arngrímur átt ákveðinn sess í
mínum huga. Hann var þessi virðu-
legi frændi sem kunni svör og ráð
við flestu og var eiginlega hafinn yf-
ir gagnrýni. Eins konar höfuðsmað-
ur ættarinnar, sem hann var þó ekki
fæddur inn í heldur tengdist í gegn-
um hjónaband. Maður gat alltaf ver-
ið viss um að ráð hans væru óbrigð-
ul og mátti þá einu gilda hvert um-
ræðuefnið var. Nú er hann allur, á
-84. aldursári.
Amgrímur Jón Vídalín Bjarnason
fæddist 24. mars 1908 á Þórustöð-
um í Mosvallahreppi í Vestur- ísa-
fjarðarsýslu. Foreldrar hans voru
Bjarni Jónatansson, sem þá var
bóndi á Þórustöðum en fékkst síðar
við verkamannastörf á Flateyri, son-
ur Jónatans Þorleifssonar á Litlu-
Þúfu í Miklaholtshreppi á Snæfells-
nesi og Önnu Filippíu Jónsdóttur,
og Stefanía Arngrímsdóttir hús-
freyja á Þórustöðum og Flateyri,
dóttir Amgríms Vídalíns Jónssonar
bónda og skipstjóra í Hjarðardal ytri
í Önundarfirði og Laum Williamine
Margrethe Thomsen. Bjarni og Stef-
anía eignuðust 8 böm og var Am-
grímur fjórði í röðinni, en elstur
þeirra sem upp komust. Systkini
Amgríms vom: Dagrún, fædd 1903,
dáin 1929, Amgrímur, fæddur 1904
en Iést á fyrsta ári, Bergljót, fædd
1906, dó á þriðja ári, Bergljót, fædd
1910, Una Margrét, fædd 1911, Njáll
Bergþór, fæddur 1913 og Sólveig
Stefanía, fædd 1916. Auk þess átti
Amgrímur tvær hálfsystur og einn
hálfbróður.
Föður sinn missti Amgrímur þegar
hann var 13 ára og var hann þá tek-
inn í fóstur Ólafs Sigurðssonar
hreppstjóra á Flatéyri og konu hans,
Valgerðar Guðmundsdóttur hús-
freyju.
Árið 1927 fluttist Amgrímur til Ak-
ureyrar og hóf nám í Menntaskólan-
um þar. Hann lauk stúdentsprófi ut-
anskóla vorið 1933 og þá um haust-
ið innritaðist hann í læknadeild Há-
skóla íslands. Eftir fyrsta veturinn
varð hann þó að hverfa frá námi sök-
um fjárskorts, en lauk áður cand.
phil. prófi. Leiðin lá aftur til Akur-
eyrar þar sem Arngrímur fékkst
fyrst við kennslu og starfaði á lög-
fræðiskrifstofu. Síðla árs 1937 hóf
hann svo störf hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga, en því fyrirtæki léði hann
starfskrafta sína í tæp 50 ár. Hann
varð skrifstofustjóri hjá KEA í apríl
1947 og gegndi því starfi fram á mitt
ár 1971, en þá var hann ráðinn aðal-
fulltrúi og staðgengill kaupfélags-
stjóra. Árið 1979, þá 71 árs að aldri,
lét hann af störfum hjá Kaupfélag-
inu fyrir aldurs sakir. Starfskraftar
Amgríms vom þó langt í frá þormir
og hann var áfram í hlutastarfi við
sérstök verkefni hjá Kaupfélaginu til
nóvemberloka árið 1986. Þá átti
hann að baki tæplega hálfrar aldar
farsælan starfsferil hjá stærsta og
umfangsmesta fyrirtæki á Akureyri
og þótt víðar væri leitað.
Ekki veit ég hvort það var hin langa
vist hjá Kaupfélaginu sem gerði
Arngrím að samvinnu- og félags-
hyggjumanni, eða hvort hann valdi
sér þann starfsvettvang vegna lífs-
skoðana sinna, en það má einu
gilda. Hann hafði í æsku kynnst fá-
tækt og skorti, sem meðal annars
bannaði honum að stunda lang-
skólanám eins og hugur hans stóð
þó til, þannig að síst vantaði hann
skilning á kjömm og erfiðleikum
bágstaddra. Vafalaust hefur hvort
tveggja, æskan og uppeldið annars
vegar og starfið hins vegar, átt þátt í
að móta hans lífsviðhorf. Arngrímur
var alla tíð sannur samvinnumaður í
þess orðs vfðustu merkingu og gott
ef sú hugsjón varð ekki skarpari
með ámnum.
Á Iöngum starfs- og æviferli gegndi
Amgrímur fjölmörgum trúnaðar-
störfum. Hann átti m.a. sæti í sjó-
og verslunardómi Akureyrar í mörg
ár frá 1961, sat í stjórn Sjúkrasam-
lags Akureyrar óslitið frá 1962-1982,
var í nokkur ár fulltrúi í fram-
kvæmdanefnd leiguíbúða Akureyrar
og var endurskoðandi reikninga Út-
gerðarfélags Akureyrar og Akureyr-
arbæjar eftir að hann lét formlega af
störfum hjá KEA. Árið 1980 var
hann sæmdur riddarakrossi Hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf að fé-
lagsmálum.
Þrátt fyrir vestfirskan uppruna,
sem honum varð tíðrætt um, var
hann orðinn Akureyringur „par exc-
ellence", eins konar heimsborgari í
höfuðstað Norðurlands. Akureyri
var honum afar kær, það má segja að
þau hafi saman aldur alið Arngrím-
ur og Akureyri líkt og hríslan og
lækurinn, og hann mundi sannar-
lega tímana tvenna í sögu Akureyr-
ar.
Arngrímur var ákaflega bókhneigð-
ur maður, vel heima í bókmenntum,
bæði íslenskum og erlendum. Á
heimili þeirra Ástu, móðursystur
minnar, er mikið og gott bókasafn,
vafalaust eitt af því besta í einkaeign
hér á landi. Sem gestkomandi á
heimili þeirra kom það aldrei fyrir
að ekki fyndist einhver góð bók að
glugga í og sjaldan kom maður að
tómum kofunum hjá Arngrími, því
hann kunni skil á velflestu sem þar
gat að líta. Sjálfur fékkst hann dulít-
ið við ritstörf, a.m.k. á yngri árum.
Hann þýddi nokkrar skáldsögur og
sá um útgáfu á barnabókinni Ævin-
týri Fjallkonunnar árið 1942. Þá
þýddi hann fjölmargar smásögur og
greinar fyrir Samvinnuna á fimmta
áratugnum. Amgrímur var ágæt-
lega hagmæltur og víða í gestabók-
um leynast stökur sem hann kastaði
fram á góðum stundum.
Arngrímur var tvíkvæntur. Árið
1939 kvæntist hann Elínu Guðrúnu
Einarsdóttur, f. 1905, en þau slitu
samvistir árið 1958. Kjördóttir
þeirra er Ólöf Stefanía Arngríms-
dóttir, f. 20. júní 1945, hjúkrunar-
fræðingur á Akureyri, gift Baldri
Jónssyni yfirlækni. Sonur þeirra er
Arngrímur. Þann 24. ágúst 1958
gengu þau í hjónaband Arngrímur
og Asta Emilía Friðriksdóttir, f. 4.
janúar 1926. Hún starfar á skrifstofu
Sjúkrasamlags Akureyrar. Ásta var
þá liðlega þrítug ekkja og einstæð
móðir. Foreldrar hennar voru Frið-
rik Jónsson bóndi á Hömrum og
víðar í Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði, síðar búsettur á Akureyri, og
seinni kona hans, Steinunn Soffía
Stefánsdóttir hjúkrunarkona. Frið-
rik var Skagfirðingur í báðar ættir,
en Soffia var húnvetnsk að ætt. Böm
Arngríms og Ástu em: Guðríður
Þórhallsdóttir (dóttir Ástu af fyrra
hjónabandi, sem Amgrímur gekk í
föður stað), f. 17. september 1945,
meinatæknir í Mosfellsbæ, gift Hall-
grími Jónssyni, flugstjóra hjá Flug-
leiðum, og eiga þau þrjú böm:
Hrefnu, Ástu og Hallgrím. Stefán
Amgrímsson, f. 9. ágúst 1960, BA (
ensku og sagnfræði, lögreglumaður
í Reykjavík, kvæntur Kristbjörgu
Héðinsdóttur meinatækni og eiga
þau tvo syni, Þórð og Arngrím.
Á kveðjustund hrannast upp minn-
ingar um Iiðna tíma. Á æskuámm
mínum dvöldumst við bræðurnir
ásamt móður okkar oft um lengri
eða skemmri tíma á sumrin í Odd-
eyrargötunni hjá Ástu og Arngrími.
Frá þeim tíma eru aðeins ljúfar
minningar — þá var alltaf gott veð-
ur á Akureyri, sól og sumar og
Skátagilið var miðpunktur ærsla og
leikja. Nokkur sumur vomm við
Stefán Arngrímsson saman í sumar-
dvöl á Dagverðareyri við Eyjafjörð,
þar sem verkalýðshreyfingin rak
sumardagheimili. Ég minnist Arn-
gríms sérstaklega frá þeim ámm,
um 1965- 1970. f hugum okkar
krakkanna var enginn jafnmikill au-
fúsugestur og Arngrímur þegar
hann kom með timbur og nagla og
annað tilheyrandi til að við gætum
dundað okkur við smíðar. Og þá var
margur kastalinn reistur og rifinn
og endurbyggður. Alltaf með jöfnu
millibili hafði Arngrímur tíma til að
skjótast út að Dagverðareyri með
stórt og smátt sem gat glatt hugi
barnanna. Það vom líka ófóir bíltúr-
arnir sem við frændurnir fómm í
með Arngrími inn í Eyjafjörð, út
með Lögmannshlíð eða jafnvel út á
Dalvík. Alltaf gat Arngrímur fundið
upp á einhverju nýju og spennandi,
vel vitandi að lítið er ungs manns
gaman.
Tíðum fómm við saman í sumarfrí,
foreldrar mínir með okkur bræður
og Ásta og Arngrímur með Stefán.
Þær hafa líka orðið margar berja-
ferðirnar og reyndar er ekki langt
síðan ég átti þess kost að fara í berja-
mó með þeim hjónum. Því miður
urðu samverustundirnar afar fáar
meðan ég dvaldist erlendis lungann
úr níunda áratugnum, en á síðustu
þremur árum hef ég á stundum átt
erindi til Akureyrar og þá hefur Ieið-
in alltaf legið á Byggðaveginn, þar
sem þau Ásta hafa búið síðan 1979.
Ævinlega barst tal okkar Arngríms
að pólitík og viðfangsefnum líðandi
stundar. Fyrst eftir að ég fór að
hugsa um pólitík þótti mér nánast
sjálfgefið að Arngrímur væri fram-
sóknarmaður, enda Akureyri alltaf
mikill Framsóknarbær og Kaupfé-
lagið eins konar háborg samvinnu-
stefnunnar. í samtölum okkar hin
síðari ár varð mér smátt og smátt
Ijóst að svo einfalt var málið ekki.
Hann var að vísu sannur framsókn-
armaður, en umfram allt samvinnu-
og félagshyggjumaður, með fast-
mótaðar skoðanir, kunni góð skil á
réttu og röngu og lét menn hvorki
njóta né gjalda flokkspólitískrar
stöðu. í samræmi við sín lífsviðhorf
lét hann sig varða kjör annarra, sér-
staklega þeirra sem minna mega sín.
Hann taldi eins og margir að stjórn-
málamennimir hefðu brugðist
skyldu sinni í því efni að tryggja öll-
um sómasamleg lífskjör og þar væri
mikið verk að vinna. Ekki gat ég
fundið annað en að róttæk sjónar-
mið mín mættu skilningi og stund-
um beinum stuðningi. Margan dag á
ég í hugskoti mínu frá þessum sam-
verustundum öllum sem vert er að
rifja upp og þakka fyrir.
Það hefur stundum verið sagt í fjöl-
skyldunni að Arngrímur hefði mörg
Iíf — og ekki alveg að ástæðulausu.
Árið 1970 var honum vart hugað líf
þegar hann veiktist af nýmasjúk-
dómi og lá á Landakotsspítala um
nokkurra vikna skeið. Þá man ég eft-
ir því að þær vöktu til skiptis vfir
honum Þorbjörg móðir mín og Olöf
dóttir hans, báðar hjúkmnarfræð-
ingar. Þá vom það ungir sérfræðing-
ar, nýkomnir heim frá námi, sem
beittu nýrri tækni við að hreinsa
blóð og Árngrímur komst yfir hjall-
ann þann og síðan em liðnir tveir
áratugir. Frá þeim tíma kenndi Arn-
grímur sér tæpast nokkurs meins
fyrr en nýrnasjúkdómurinn tók sig
upp aftur fyrir um fimm ámm. Það
var svo snemma árs árið 1988 að
hann fór að fara til Reykjavíkur með
stuttu og reglubundnu millibili í
„gervinýrað" á Landspítalanum.
Síðla það sama ár fékk hann þó ný
tæki og síðan gat hann að mestu
sjálfur framkvæmt þær hreinsanir
sem gervinýrað sér um og hafði þá
útbúnaðinn til þess heima hjá sér.
Þá fór hann einungis í fáar eftirlits-
ferðir á ári til Reykjavíkur og var
feginn að vera laus við flandur milli
landshluta, því hann undi hag sín-
um best á Akureyri. Eftir því sem
hjúkmnarfólk hefur sagt sinnti
hann læknisverkunum af mikilli
kostgæfni eins og honum var lagin,
og aldrei þurfti að hafa áhyggjur af
því að hann gleymdi sér. Með því
móti gat hann verið heima allt þar
til hann var fluttur á Landspítalann
nokkmm dögum áður en hann hóf
ferðina inn í fegri heim og aldrei
missti hann meðvitund, en það var
eitt af því sem hann síst vildi, að
þurfa að lifa úr tengslum við um-
heiminn. Hann var sjálfsagt hvíld-
inni feginn.
Eftir sitjum við sem söknum sam-
ferðamanns. Sárast sakna eiginkona
og börn. Ég veit að ég mæli fyrir
hönd föður míns og okkar bræðra
þegar ég sendi Astu, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
systkinum hugheilar samúðarkveðj-
ur. Arngrímur Bjarnason er kvaddur
með virðingu og þökk. Blessuð sé
minning manns sem gaf.
Árni Þór Sigurðsson
Glúmur Björnsson
fyrrum skrifstofustjóri
Fæddur 9. febrúar 1918
Dáinn 14. desember 1991
Ég kynntist Glúmi Björnssyni fyrst
árið 1954 þegar ég sem ungur verk-
fræðingur byrjaði störf hjá raforku-
málastjóra. Hann hafði þá unnið þar
sem fulltrúi í nokkur ár. í upphafi
starfsferils míns unnum við saman
að ýmiskonar skýrslum og greinar-
gerðum um virkjanir og raforku-
mál.
Ég minnist þess að mér þótti
Glúmur skarpgreindur maður.
Hann var ákaflega fljótur að setja sig
inn í mál og hann átti mjög auðvelt
með að setja mál sitt fram á skýran
og greinargóðan hátt, jafnvel um
flókin viðfangsefni. Þetta vakti aðdá-
un mína og fleiri ungra manna sem
þá voru um það bil að hefja störf. Ég
man líka að hann gerði miklar kröf-
ur til sjálfs sín og okkar um ná-
kvæmni; ekki endilega í tölum,
nema efni væru til þess — sem ekki
var alltaf — heldur í hugsun og
tjáningu. Ruglingsleg hugsun og
ómarkviss framsetning voru eitur í
hans beinum. Hélt hann stundum
brýningarræður yfir okkur, sem
með honum unnum, um þetta, og
hafa bæði ég og fleiri margt af þeim
lært.
Síðar tók Glúmur við stjórn á bók-
haldi og skrifstofuhaldi hjá raforku-
málastjóra og Orkustofnun eftir að
hún tók við embætti hans 1967. Hjá
Orkustofnun starfaði hann til ársins
1981 er hann lét af störfum og fór á
eftirlaun; síðustu ár sín þar sem yfir-
maður Skrifstofu- og hagdeildar
stofnunarinnar.
Hjá raforkumálastjóra fékkst
Glúmur, einkum framan af, mikið
við gjaldskrármál rafyeitna. Síðar,
þegar bókhald varð stærri þáttur í
störfum hans, lét hann bókhaldsmál
rafveitna og raforkufyrirtækja mjög
til sín taka. Átti hann ríkan þátt,
stundum höfuðþáttinn, í að taka
upp ýmsar nýjungar hér á landi á því
sviði, sem fyrir löngu eru orðnar
óaðskiljanlegur hluti af bókhaldi
slíkra fyrirtækja og ýmsir yngri
menn eiga eríitt með að skilja að
ekki hafi verið hluti af því, að
minnsta kosti síðan á dögum Adams
og Evu. Svo sjálfsagðar þykja þær
nú.
í störfum sínum að gjaldskrár- og
bókhaldsmálum rafveitna beitti
Glúmur sömu skarpskyggninni og
sama skýrleika í hugsun sem ég
minntist á. Þessum störfum fylgdu
mikil samskipti við rafveitur um
þessi mál, þar sem sú skýra fram-
setning, sem honum var svo lagin,
naut sín vel. Þetta kom sérstaklega
fram í fjölmörgum erindum sem
Glúmur flutti á þingum og öðrum
samkomum Sambands íslenskra
rafveitna á þessum árum. Ég hygg
að hann hefði orðið afbragðskennari
ef hann hefði lagt kennslu fyrir sig.
Glúmur fylgdist af miklum áhuga
með hinni ævintýralegu þróun
tölvutækninnar nú á síðari hluta
þessarar aldar. Beitti hann sér fyrir
því að sú tækni var tekin upp í bók-
haldi raforkumálastjóra og síðar
Orkustofnunar, og notkun hennar
þar endurbætt jafnt og þétt eftir því
sem tækninni fleygði fram. Um það
leyti sem hann lét af störfum voru
einmenningstölvurnar að ryðja sér
til rúms. Glúmur kynnti sér þá
tækni af sama eldmóði og áhuga
sem stórtölvutæknina áður, og var
fljótur að átta sig á möguleikum
hennar, ekki síst fyrir minni rafveit-
ur. Beitti hann þeirri tækni mikið í
ráðgjafastörfum sínum eftir að hann
hætti störfum hjá Orkustofnun.
Glúmur var góðviljaður maður
sem vildi öllum vel. Man ég vel hve
annt hann lét sér um að leiðbeina
okkur nýliðunum í starfi og hvetja
okkur til dáða. Hann hafði ríka sam-
úð með þeim sem á einhvern hátt
stóðu höllum fæti og áttu erfitt með
að taka af fullum krafti þátt í lífs-
gæðakapphlaupi nútímans. Hann
var einnig tilfinninganæmur og
hrifnæmur; hafði yndi af skáldskap,
einkum ljóðum.
Ég rek hér ekki ættir Glúms eða
æviferil að öðru leyti. Það verður ef-
laust gert af öðrum sem eru betur til
þess hæfir.
Nú er leiðir skiljast, er mér í huga
þakklæti fyrir langt samstarf, sem
aldrei bar skugga á; fyrir leiðbein-
ingar og hvatningar af góðum hug
fram settar. Orkustofnun þakkar
langa og dygga þjónustu. Við Jóna
vottum konu Glúms frú Ingibjörgu
Sigurðardóttur, syni hans af fyrra
hjónabandi Stefáni Björnssyni,
börnum Ingibjargar af fyrra hjóna-
bandi og öðrum aðstandendum,
samúð okkar. Ég veit að ég mæli fyr-
ir munn allra starfsmanna Orku-
stofnunar er ég flyt öllum aðstand-
endum Glúms samúðarkveðjur
þeirra. Jakob Björasson
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum
í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur
dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aö vera vélritaðar.