Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 28. desember 1991
„Auðvitað vildi ég að
Tíminn lifði mig og alla
sem að honum standa“
Rætt við elsta starfsmann Tímans, Guðjón Einarsson skrifstofustjóra, sem starfað hefur við blaðið í 40 ár
Þann 17. mars nk. verða 75 ár liðin frá því að
Tíminn hóf að koma út. En það eru viðsjártímar
og um hríð hefur verið óvíst hvort blaðið lifi
það að fagna þessu afmæli. Þegar þetta er rit-
að er útgáfan aðeins ákveðin til hins 1. mars.
Er nær dregur áramótum nú er því vel viðeig-
andi að líta um öxl og hugsa til þeirra, sem
unnið hafa svo langt og gott starf í blaðsins
þágu. Elstur núverandi starfsmanna er Guðjón
Einarsson, skrifstofustjóri blaðsins, en hann
hefur starfað hjá því í fjóra áratugi, hóf störf 27
ára gamall. Við byrjum á að spyrja hann um
ætt og uppruna og tildrög þess að hann réð
sig að blaðinu.
„Ég er fæddur í Reykjavík 26.
apríl 1924 og foreldrar mínir
voru þau Einar Jónsson prentari,
sem var þekktur meðal tónlistar-
manna í Reykjavík á fyrri árum,
og Nína Sveinsdóttir leikkona,"
segir Guðjón. „Við vorum tveir
bræðurnir og gerðumst báðir
prentarar og músíkantar eins og
faðir okkar, svo þú sérð að það er
margt líkt með skyldum.
Já, ég hóf að læra prentiðn 1940
og lærði í Steindórsprenti hjá
föður mínum. Þar var ég fram
undir 1950, þegar farið var að ýta
á mig að ráða mig hjá prent-
smiðjunni Eddu. Það var aðdrag-
andinn að því að ég réðst til Tím-
ans, en þó var ég þá þegar farinn
að grípa í verkefni hjá blaðinu
sem íþróttaljósmyndari. Eftir að
ég byrjaði í Eddunni prentaði ég
á daginn en vann íþróttamyndir
að kvöldinu. Um þessar mundir
starfaði ég líka um tíma að
myndamótagerð í prentsmiðj-
unni. Þá voru enn sem oftar að
verða þáttaskil í prenttækni með
því að nota plastklisjur í staðinn
fyrir sink eða kopar. Þetta tók
Tíminn upp fyrstur af dagblöðun-
um, en þessi aðferð var bæði mik-
ið hreinlegri og fljótlegri. En
myndamótasmiðir brugðust illa
við henni í upphafi, fóru í mál og
sögðu mig, sem ekki var lærður
myndamótasmiður, vera að fara
inn á þeirra verksvið. En málið
féll á þá í Hæstarétti, því ég not-
aði engin kemísk efni við þetta.
Nú, en svo gat það ekki gengið
lengur að ég skipti mér svona á
milli starfa og menn sáu að ann-
að hvort varð ég að helga mig
prentinu að fullu eða ljósmynd-
uninni. Það síðara varð úr.
Á fcrð og flugi
Það var gaman að vera ljós-
myndari á þessum tíma, en þá var
enn ekkert sjónvarp komið og
blöðin ein um hituna. Um þessar
mundir vorum við Ólafur K.
Magnússon á Morgunblaðinu
stöðugt á ferðinni þar sem eitt-
hvað fréttnæmt var að gerast og
fólk beið eftir myndunum, eins
og sjónvarpsfréttum síðar. Með
okkur var ágæt samvinna, þótt
Ólafur væri mikið eldri í þessu,
en hann er elsti blaðaljósmyndari
landsins nú. Værum við á fund-
um þar sem stjórnmálamenn frá
Framsóknarflokki og Sjálfstæðis-
flokki áttust við, skutum við jafn
oft á alla ræðumenn. Munurinn
var bara sá að þegar við mynduð-
um andstæðinginn, létum við oft
blossann af „flassinu" nægja —
notuðum ekki filmu.
Jú, það gerðust mörg eftir-
minnileg atvik og eitt þeirra var
þá er Ella Fitzgerald kom hingað
1966. Flugvélin, sem hún kom
með, lenti á milli klukkan sjö og
átta um kvöld og fjöldi Ijósmynd-
ara, blaðamanna og útvarps-
manna var mættur. Ella Fitzger-
ald kom út um dyrnar á flugvél-
inni, kolsvört í svörtum pelsi og í
kolamyrkri. Ég var með eitt af
þessum stóru „flössum", sem þá
tíðkuðust, á lofti og hvernig sem
á því stóð, þá hélt Ella að þetta
væri hljðóðnemi. Hún gekk beint
til mín og fór að flytja ávarp inn í
flassið. Það varð auðvitað uppi
fótur og fit meðal útvarpsmann-
anna, sem þyrptust að með upp-
tökutæki sín. En ég þorði ekki að
taka niður „flassið" af ótta við að
trufla hana. Sem betur fer held ég
að ávarpið hafi þó komist að
mestum hluta til skila í útvarp-
inu og í blöðunum.
Kynni af heimspressunni
Ég varð umsjónarmaður ijós-
myndadeildarinnar á Tímanum
og í tengslum við það kom margt
eftirminnilegt fyrir. Eitt af því
gerðist þegar breski togarinn
Ross Cleveland fórst undan Arn-
arnesi í ísafjarðardjúpi í febrúar
1968 og aðeins einn maður
komst af, Harry Eddom. Hann lá
á sjúkrahúsinu á ísafirði og þar
sem fréttin vakti feiknaathygli í
Englandi, sendu blöð þar blaða-
menn og ljósmyndara hingað til
lands og eitt þeirra, The Sun,
bauð konu hans, bróður og for-
eldrum hingað til fundar við
skipbrotsmanninn. Þeir hjá Sun
töldu sig hafa einkarétt á frúnni,
Ritu Eddom, og gættu þess vand-
lega að engir aðrir kæmust nærri
henni. Á Keflavíkurflugvelli gekk
svo langt að þeir lokuðu hana
inni á klósetti svo keppinautarnir
kæmust ekki nærri henni. Þeir
sömdu við okkur á Tímanum um
Guöjón Einarsson: „Viö biö-
um uns hurðin opnaðist og
náöum ágætum myndurn."
Filippus prins landar laxinum við Konungsstreng í Laxá.