Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP AUÐVITAÐ „Suðuríandsbraut 12 Oðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. W ' Vslt Áskriftarsími Tímans er
NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorfiusinu v Tryggvc.gotu .yff. 2882_2 MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 686300
LAUGARDAGUR 28. DES. 1991
Formenn ríkisstjórnarflokkanna íhuga aö bæta slæma ímynd
ríkisstjórnarinnar meö því aö færa ráðherra til milli ráðuneyta:
Davíð og Jén íhuga að
stokka stjórnina upp
Sú kann að fara að ráöherrar í núverandi ríkisstjóm færi sig til milli
ráðuneyta á næsta árí. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra, hafa staðfest í samtali við fjölmiðla að
um slík stólaskipti hafi veríð rætt í Viðey þegar ríkisstjómin var mynd-
uð. Davíð segir í samtali við Vikuna að vel komi til greina að ráðherrar
færí sig til milli ráðuneyta á næsta ári og segist sjá ýmsa kosti við slík-
ar breytingar.
Það er ekki óalgengt erlendis að
breytingar séu gerðar á rikis-
stjórnum á miðju kjörtímabili.
Nægir í því sambandi að benda á
Bretland og Frakkland, en þar er
þetta mjög algengt fyrirbæri í
stjórnmálum. Markmiðið með
slíkum breytingum er tvíþætt.
Annars vegar að fá ferskari svip á
ríkisstjórn sem á í vanda og nýtur
kannski takmarkaðs trausts meðal
almennings. Hins vegar getur
„ráðherrahoppið", eins og það er
stundum kallað, haft það að mark-
miði að leysa innri vandamál í rík-
isstjórnum. Þá er nýr maður sett-
ur í ráðuneyti sem staðið hefur
styr um.
„Ráðherrahopp" hefur verið fátítt
fýrirbæri í íslenskum stjórnmál-
um, en þó ekki óþekkt. Sjálfstæð-
isflokkurinn stokkaði upp sitt ráð-
herralið haustið 1985 í fyrri ríkis-
stjórn Steingríms Hermannsson-
ar. Þá var tilgangurinn að koma
nýkjörnum formanni flokksins,
Þorsteini Pálssyni, í ráðherrastól.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna
hafa staðfest að þegar núverandi
ríkisstjórn var mynduð í Viðey hafi
verið rætt um þann möguleika að
færa ráðherra til milli ráðuneyta á
miðju kjörtímabili. Jón Baldvin
sagði í sjónvarpsþætti nýlega að
rætt hafi verið um að hann og Jón
Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, skiptu um sæti. Hann
sagði að þessi breyting væri ekki
tímabær nú og vildi ekki segja
hvenær hún yrði tímabær.
Davíð Oddsson ræddi um þetta
mál í viðtali við Vikuna sem kom
út í gær. Þar segir forsætisráð-
herra: ,Arið 1992 gætu hins vegar
orðið breytingar innan ríkisstjórn-
arinnar. Rætt var um það þegar
stjórnin var mynduð að stuðla að
vissri hreyfingu innan hennar á
meðan hún sæti. Hér á ég við að
núverandi ráðherrar kynnu að
færst til innan stjórnarinnar,
sennilega þannig að ráðherrar úr
sama flokki skiptu um ráðuneyti.
Til þess gæti komið á næsta ári.
Líka kemur til greina að skipta um
menn og fá alveg nýja menn inn í
stjórnina. Það verður þó varla fyrr
en á þar næsta ári. Sjálfur tel ég að
jafnan eigi að koma til álita að
skipt sé um ráðherra í ríkisstjórn á
miðju kjörtímabili. Sá háttur er
hafður á í ýmsum ríkjum og þykir
gefast vel. Þannig fást nýjar víddir
inn í stjórnarsamstarfið sem hlýt-
ur að vera æskilegt þótt ekki kæmi
annað til. Mér finnst sjálfsagt, að
öðru jöfnu, að gefa nýjum mönn-
um tækifæri til að spreyta sig í rík-
isstjórn, jafnvel þótt þeir sem þar
eru standi sig ágætlega."
Ekki er talið að umræður um
þessar tilfærslur séu hafnar að
neinu marki innan stjórnarflokk-
anna. Líklegt er að verði hug-
myndir flokksformannanna að
veruleika verði um miklar tilfærsl-
ur að ræða, jafnvel að nýir menn
setjist í öll ráðuneytin nema for-
sætisráðuneytið. Með þessu myndi
ríkisstjórnin fá nýtt og ferskara út-
lit og hugsanlega aukið fylgi hjá
þjóðinni, en hún þarf einmitt á því
að halda um þessar mundir. Jafn-
framt gæfist tækifæri til að leysa
ýmis innri vandamál sem stjómin
á við að glíma í dag. Vandamál sem
skapast hafa vegna einharðrar
stefnu Þorsteins Pálssonar í sjáv-
arútvegsmálum myndu hugsan-
Iega leysast svo dæmi sé tekið.
Hægt yrði að gera ýmsar breyting-
ar í húsnæðismálum sem ekki er
hægt að gera í dag vegna andstöðu
Jóhönnu Sigurðardóttur. -EÓ
Akranes:
Afkastamikil brugg-
verksmiðja afhjúpuð
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Akranesi gerði á aðfaranótt Þor-
láksmessu upptæka afkastamikla
og fullkomna bruggverksmiðju í
bflskúr á Akranesi og í kjölfarið var
maður handtekinn grunaöur um
bruggina og sölu á landa.
Verksmiðjan var í herbergi í bíl-
skúrnum og var að sögn lögreglu
haganlega fyrir komið þar. Ásamt
tækjunum gerði lögreglan upptæka
um 70 lítra af eimuðum landa og um
500-600 lítra af gambra, sem er óei-
maður landi. Talið er að starfsemin
hafi verið búin að ganga í 2-3 mán-
uði, en ekki eru taldar líkur á að
manninum hafi tekist að selja teij-
anlegt magn. Maðurinn sem stund-
aði hruggunina, hefur viðurkennt að
hafa bruggað og selt landann og en
hann var færður í fangageymslur, en
var síðan sleppt þar sem máliö er nú
að fullu upplýst og bíður þess að
verða sent til ríkissaksóknara.
Að sögn rannsóknardeildar Akra-
neslögreglunnar er þetta lang-
stærsta bruggmál sem upplýst hefur
verið þar í bæ í mörg ár.
Engin kreppa í jólaverslun
Samkvæmt upplýsingum Tímans
lögðu mjög margir leið sína ■
Kringluna fyrir jólin. Jóna Vem-
harðsdóttir, starfsmaður Kringl-
unnar, segir ansi mikla „traffik"
hafa verið og mikið um að vera.
Hún telur að álíka margir og í fyrra
hafi komið í Kríngluna eða jafnvel
heldur fieiri. Til marks um það er
að bflastæðin yfirfylltust.
Jón Ásbergsson, forstjóri Hag-
kaupa, segist ánægður með jóla-
verslunina. Hann segir umtalað
kreppuástand ekki hafa komið fram
í jólasölunni. Jón telur að jólaversl-
un í Kringlunni hafi almennt verið
mjög góð og segir hljóðið vera gott í
þeim kaupmönnum sem hann hefur
talað við. Hann tekur fram að opið
hafi verið tvo sunnudaga í desem-
bermánuði og sennilega hafi aldrei
verið jafnmikil aðsókn í Kringluna
fyrir jól eins og í ár.
Ekki náðist í Jón Sigurbjörnsson,
forsvarsmann Laugavegssamtak-
anna, en starfsmaður Úra- og skart-
gripaverslunar Jóns og Óskars telur
jólaverslunina við Laugaveginn hafa
gengið mjög vel og segist ekki hafa
heyrt annað. Hann tekur fram að
það hafi verið sérstaklega góð
stemning á Laugaveginum á Þor-
láksmessu.
-js
Yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík stunda nú almenna föggæslu í borginni. Á myndinni má sjá þá
Guðmund Guðjónsson yfirlögregluþjón og Ómar Smára Armannsson aðstoðaryfirlögregluþjón á
gangi á Laugaveginum í gær. Timamynd pjetur.
Nýbreytni hjá lögreglunni í Reykjavík:
Yfirmennirnir á götunni
Nú geta vegfarendur átt von á því
að sjá æðstu yfirmenn lögreglunnar
í Reykjavík á götum úti við almenn
lögreglustörf, en nú stendur yfir
tilraun á vegum lögreglunnar, sem
miðar að því að bæta tengsl þeirra
við hinn almenna borgara og að
bæta ímynd hennar hjá skattgreið-
endum. Tilraunin felst í því að yfir-
menn Iögreglunnar, að undanskild-
um lögregiustjóranum stunda nú
almenn löggæslustörf.
„Við erum að breyta til, prófa nýjar
áherslur og reyna að fá okkur sem
að vinnum innistörfin í meiri
tengsl, bæði innbyrðis við hinn
óbreytta lögregluþjón og við hinn
almenna borgara. Það má segja að
við sem erum hærra settir innan
lögreglunnar erum að reyna að
nálgast fólkið í borginni og hafa við-
brögð almennings verið mjög já-
kvæð.“sagði Guðmundur Guðjóns-
son annar tveggja yfirlögregluþjóna
hjá Lögreglunni í Reykjavík í sam-
tali við Tímann.
Allir yfir- og undirmenn, að undan-
skildum lögreglustjóra, sem hingað
til hafa nær einungis unnið inni-
störf sinna nú almennum löggæslu-
störfum einhvern hluta dags. Með
breytingu þessari fjölgar um tugi
lögregluþjóna á götum úti, en kem-
ur þó til með að koma niður á öðr-
um störfum yfirmannanna. Verkefn-
ið er tilraun sem hófst þann 10. des-
ember til að bæta tengsl yfirmanna
lögreglunnar við hinn almenna
borgara og einnig vonast yfirstjóm
lögreglunnar til að tengsl yfirmanna
við hinn almenna lögregluþjón
verði betri fyrir bragðið. Þeir lög-
reglumenn sem að um ræðir koma
úr öllum deildum lögreglunnar. Að
sögn Guðmundar Guðjónssonar
vonast þeir til að tilraunin takist vel,
en ekki er Ijóst hve lengi hún stend-
ur. -PS