Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 4
4Tíminn Laugardagur 28. desember 1991 Verð flugelda lægra að raungildi en í fyrra. Söluaðila greinir á um markaðshlutdeild: Hundrað milljón króna slagur í flugeldasölu Flugeldasölur í Reykjavík opna í dag og um leið byijar stutt en snörp bar- átta um markaðinn, sem lýkur að mestu um áramót. Ef salan á landsvísu verður svipuð í ár og í fyrra má búast við að flugeldasalar velti yfir hundað milljónum á þeim fimm dögum sem eftir eru til áramóta. Innflutningur á flugeldum, blysum, kökum, sólum og öðru áramótapúðri nam rúmlega ell- efu hundruð tonnum í fyrra og við það bætist síðan framleiðsla Flugeldaiðj- unnar í Garðabæ. Söluaðilar eru ekki sammála um hvemig þessi áramóta- kaka, sem flugeldasalan er, skiptist. Hjá Landsbjög segjast menn flytja inn 60-70%, en K.R.- ingar draga þessar staðhæfingar í efa. „Auðvita er þetta slagur um fólk, eins og í öllum viðskiptum" segir Lúðvík S. Georgsson, hjá flugelda- sölu Knattspynufélags Reykjavíkur. „Það sem einkennir þetta er hvað tíminn er stuttur. En þetta er allt í iagi á meðan menn beita heiðarleg- um aðferðum. Það er það sem skiptir rnáli." Lúðvík segist gera ráð fyrir að K.R. flytji inn nálægt fjórðungi allra flugelda, blysa og kaka, sem flutt eru inn til landsins. Hann segir að hjálparsveitir skáta séu með nálægt helmingi og björg- unarsveitimar með nálægt fjórð- ungi. „Svo eru minni aðilar, sem taka einhver prósent af söiunni hjá öllum, en þetta eru þessir þrír stóru aðilar," segir Lúðvík. „Þetta mannsson. „Einstaka vörur hækka en aðar lækka á móti, þannig að það má segja að þegar á heildina er litið verði þetta óbreitt. Verðið á fjölskyldupökkunum verður til dæmis það sama og í fyrra." Hjá K.R. búast menn einnig við svipuðu verði. Flugeldar fluttir inn frá Kína hækka óverulega í inn- kaupsverði, en það er miðað við gengi dollars. Flestir aðrir flugeld- ar em fluttir inn í gegn um Þýska- land, en gengi marksins gagnvart krónunni er að segja má það sama og í fyrra. Dæmi um verð á K.R.- flugeldum, er svo kallaður spari- pakki á 2.000 kr„ bæjarins besti á kr. 2.900 og pakki 4, sem er veglg- egur fjölskyldupakki á kr. 4.900. em tölur sem er mjög auðvelt að Verslunin Ellingsen selur flug- stafesta með því að skoða innflutn- ingsskýrslur hjá Hagstofúnni. Þetta em réttar tölur miðað við síðasta ár. Skátarnir segjast vera með 70% og hafa sagt það í tíu ár, en opinberar tölur segja annað.“ Sú breyting hefur orðið á flug- eldamarkaðinum frá því í fyrra að Hjálparsveitir skáta og Flugbjörg- unarsveitirnar selja nú sameigin- lega flugelda, eftir að þessar björg- unarsveitir sameinuðust undir merki Landsbjargar. Landsbjörg verður líklega stærsti söiuaðilinn fyrir þessi áramót, með um 60-70% af markaðinum, segja menn þar á bæ. Breytingin á flugeldasölunni í kjölfar sameiningarinnar veður þó ekki ýkja mikil, því fyrir hana keyptu flugbjörgunarsveitirnar, flugelda, blys og annað áramóta- púður í heildsölu frá skátunum. Bjöm Hermannsson hjá Lands- björg vildi ekki gefa upp áætlaða veltu Landsbjargar af flugeldasölu þetta ár, en verði sala svipuð og í fyrra má reikna með að veltan verði nokkum vegin óbreitt, því verð flugelda hækkar ekki. „Við seljum okkar vöm á sama verði og í fyrra,“ segir Bjöm Her- elda, blys, sólir, kökur og annað áramótapúður fyrir þessi áramót sem endranær. Að söng Rangars Engilbertssonar hjá Ellingsen, lækka flugeldar raunvemlega í verði á milli ársins í ár og ársins í fyrra, þar sem verðlag hefur hækk- að á árinu. Ellingsen selja fjöl- skyldupakka, með svipuðu inni- haldi og í fyrra á sama verði, þ.e. frá 1.500 kr. upp í 5.000 kr. Þá selja þeir rakettur á verðinu frá 25 kr. upp í 2.500 kr. og handblys frá 100 krónum upp í 1.800. S.V.D. Flugeldar í Hafnarfirði em þriðji stóri innflutningsaðilinn á flugeldum og blysum. Þetta er fyr- irtæki fjögurra bjögunarsveita inn- an Slysavarnarfélags íslands, sem sjá um innflutning fyrir allar deild- ir S.V.Í. Björgunarsveitirnar útbúa sína fjölskyldupakka sjálfar, en dæmi um verð hjá björgunarsveit- inni Fiskakletti í Hafnarfirði em tvær tegundir fjölskyldupakka á 2.600 og 3.500 krónur. Fiskaklett- ur hóf sölu á flugeldum og blysum í gær og að sögn talsmanna þar er verðið ívið hærra en í fyrra, en lægra ef litið er á þróun verðlags. -ÁG Flugeldasalan fyrir áramótin hófst í morgun og hér em starfsmenn að leggja síðustu hönd á undirbún- inginn í einni af útsölum hjálparsveitanna. Tlmamynd: Aml Bjama. Mjólkurverkfall yfirvofandi Pétur Sigursson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar, segir í samtali við Tímann að mjólk- urfræðingar boði verkfall frá og með miðnætti sl. nótt. Ef af verður stendur verkfallið í næstu sex sólar- hringa, þ.e. til 3. janúar 1992. „Ef við lítum á Reykjavík þá verður ekki tekið á móti mjólk og það verður ekki unnin mjólk og ekki pökkuð mjólk þessa 6 daga. Það þýðir að héðan fara engar vömr út úr húsi nema þær sem okkur tekst að pakka í dag, föstudag", segir Pétur. Pétur telur að það takist að ná upp í það magn sem þarf í neyslu fram á mánudag eða þriðjudag. Það verður keyrt út á mánudag og þriðjudag, en Ríki heims keppast við að viðurkenna fyrrum Sovétlýðveldi: Sendiráð Sovét. nú sendiráð Rússlands Sendiráö íslands í Moskvu hefur samkvæmt fyrhrmæiuni frá Jóni BaJdvin llannibalssyni, utanríkis- ráðherra, tllkynnt utanríkisráðu- neyti Rússlands aö það lfti svo á að Rússland sé arftaki Sovétríkj- anna. í tiikynningu frá ráðuneyt- inu er bent á að ísland hafi komið fram við Rússland sem sjálfstætt og fullvalda ríki með gerð nýs við- skiptasamnings fyrr í þessum mánuði. Ríkisstjómin mun á næstunni viðurkenna önnur fyrr- um lýðveldi Sovétríkjanna. Þá hefur Jóni Baldvin Hanni- batssyni verið tilkynnt en sendi- ráð Sovétríkjanna á ísiand verði sendiráð Rússlands að minnsta kosti þar til hið nýja samveldi fymim Sovétlýðvelda hefur kom- íð sér saman um hvernig utanrík- Ísþjónustu þess verður háttað. Rðti heims keppast nú við að við- urkenna íymim lýðveldi Sovét- ríkjanna og Íýsa því jafnframt yfir aö þau líti á Rússland sem arftaka Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi. Þjóðverjar lýstu þessu yfir fljót- lega eftir að Gorbatsjov sagðí af sér embætti. Hollendingar lýstu því sama fyrír hönd Evrópubanda- lagsins þar sem þeir sitja nú í for- sæti. Bandaiagið mun og viður- kenna sjálfstæði Úkraínu og Ar- meníu nú á næstunni. Lýðveldin tvö hafa að sögn veitt viðhlýtandi tryggingar fyrir því að þau full- nægJ þeim sldlyrðum sem EB set- ur viöurícenningu, um mannrétt- indi og þess háttar. Kína hefur viöurkennt bæði sjálfstæði iýðveldanna og Rúss- land sem arftaka Sovctríkjanua á alþjóðvettvangi. Kína á sæti í Ör- yggisráöi Sameinuðu þjóöanna. Kúba hefur og viðurkennt öD fyrr- um lýðveldi Sovétríkjanna. Að síðustu hafa Japanir viður- kennt sjálfstæði fyrrum Sovétiýð- velda og Rússiand sem arflaka Sovétríltianna. REUTER/-aá. magnið dugir ekki lengur en þenn- an tíma og þá verður mjólkurlaust í búðum. „Það kemur til með að verða skortur á ýmsum afurðum á laugardag eða strax eftir helgi. Ég held að fólk hafi yfirleitt ekki áttað sig á að verkfall er að skella á“, er álit Péturs. Pétur segir að búast megi við að farið verði að hamstra, en hvað mik- ið verður hamstrað er óljóst. Hann telur það þó öruggt að skortur verði á ýmsum vörutegundum á laugar- daginn, en mjólk og rjómi koma alla vega aftur í verslanir á mánudaginn. „Það mun „dekka“ nokkum veginn þörfina yfir áramótin, en þó ekki al- veg“, segir Pétur. Kolbeinn Magnússon, bóndi á Stóra- Ási, segir í samtali við Tím- ann að verkfallið hafi fyrst og fremst áhrif á stærri kúabúin. Kolbeinn er með 22 kýr og segist ekki þurfa að hella niður mjólk í 6 daga verkfalli. „Það em margir sem sleppa í viku, ég tel meiri hluti kúabænda", segir Kolbeinn. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum, segir í samtali við Tímann að mjólkurverkfall komi illa við sig ef af verður. „Við emm héma bræður í félagsbúi með rúmlega 50 kýr og höfum pláss fyrir fjögurra daga mjólk. Ef það verður ekkert farið að losna um þetta á laugar- dagskvöldið munum við taka laug- ardagsmjólkina í annan tankinn og nota hana í kálfa og slíkt, en reyna að sleppa með hinn tankinn þar til þessu líkur“, segir Guðmundur. -js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.