Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1992 Hörð deila milli Verslunarráðs íslands og Félags íslenskra stórkaupmanna um skipan fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Verslunarráð hvessir sig við stórkaupmenn Upp á yfírborðið er enn komin deila milli Félags íslenskra stór- kaupmanna og Verslunarráðs íslands og nú vegna tilnefningar Fé- lags stórkaupmanna á fulltrúa og varafulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs vcrslunarmanna. Verslunarráð íslands hefur sent FÍS bréf, þar sem félagið er beðið um að endurskoða tilnefningarnar. Að öðrum kosti muni Verslunarráð gera allt til að tryggja hagsmuni sína í stjórn sjóðsins — jafnvel gera nýjum fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins erf- itt fyrir í starfi hans þar. Það er Jóhann J. Ólafsson, formaður Versl- unarráðsins, sem skrifar undir bréfið, en hann er nú jafnframt full- trúi FÍS í stjórn lífeyrissjóðsins. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, hefúr ávallt verið samkomulag um að Félag ísl. stórkaupmanna þyrfti að leita samþykkis hjá Verslunarráði um tilnefningu manna í stjóm lífeyr- issjóðsins. Þegar Verslunarráð afsal- aði sér á sínum tíma fulltrúa sínum til VSÍ og iðnrekenda, hafi verið gert samkomuiag við FÍS um að fulltrúi og varafulltrúi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli vera tilnefnd- ur með samþykki Verslunarráðs. Nú beri hins vegar svo við að einhliða er ákveðið að tilnefna tvo menn í stjómina og séu þeir báðir úr Félagi íslenskra stórkaupmanna. Þessir fúlltrúar eru Birgir R. Jónsson, for- maður FÍS, og Kristján Einarsson, varaformaður FÍS, og taka þeir sæti í stjórn sjóðsins í byrjun apríl, en þá gengur Jóhann J. Ólafsson út úr stjóm sjóðsins. í bréfi Verslunarráðsins segir að ráðið muni, ef FÍS endurskoði ekki afstöðu sína, beita öllum tiltækum ráðum til að gæta hagsmuna sinna, jafnvel með því að gera þeim fulltrúa, sem tekur við, erfitt í starfi hans inn- an sjóðsins. Að sögn Vdhjálms felst í þeim orðum að þeir muni þá vísa til reglugerðar lífeyrissjóðsins, þar sem stendur að kjósa skuli fulltrúana í sjóðinn og það geri félagsmenn. Vilhjálmur segir að ráðið geti alls ekki sætt sig við þá fúlltrúa sem til- nefndir hafa verið og muni því láta til skarar skríða. Hann telur jafnframt að ekki sé um neina hótun að ræða. Þá tók hann fram að Verslunarráð væri tilbúið í viðræður til lausnar málinu um skipan stjórnar lífeyris- sjóðsins, en ekki hafi komið nein við- brögð frá FÍS-mönnum við því boði. Hverjir skipa stjórn lífeyrissjóðsins er mikið hagsmunamál fyrir báða að- ila, því sjóðurinn er ein stærsta pen- ingastofnun í landinu, en eign sjóðs- ins nemur um tuttugu milljörðum króna. Deilur þessar sem upp eru komnar núna eru beint framhald samskipta- slita milli FÍS og Verslunarráðs ís- Iands síðastliðið haust, en meðal annars höfðu FÍS og VÍ haft sameig- inlega skrifstofu. FIS taldi sig ekki eiga neina samleið með Verslunar- ráðinu og sleit því samskiptunum. Síðan hefur andað köldu á milli þeirra. Tíminn hafði samband við Birgir R. Jónsson, formann Félags ísl. stórkaupmanna og nýskipaðan aðalfulltrúa í stjóm lífeyrissjóðs verslunarmanna, en hann neitaði að tjá sig um málið. Á fimmtudaginn voru stofnuð sam- tök sem kölluð eru fslensk verslun og á Félag íslenskra stórkaupmanna aðild að þeim, ásamt Bílgreinasam- bandinu og Kaupmannasamtökun- um. Um er að ræða samtök um 1000 fyrirtækja og segir í stofnsamþykkt samtakanna að þeim sé ætlað að vinna að sameiginlegum hagsmun- um fyrirtækja í verslun. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs, segist ekki sjá að þessi samtök séu sett til höfuðs ráðinu og að ráðið hafi ekkert á móti samtök- um kaupmanna. -PS drjpar Keyptur hefur verið nýr bíll handa Halldóri Blöndal, enda var bifreiöin sem hann haföi til umráða áður orðin eldgöm- ul og handónýt, en það var Cherokee jeppi af árgerðinni 1987. Nýi bíliinn er Ford Explorer og kostar tæpar 3 milljónir króna. Ráðherra tefldl þó ekki á tvær hættur við bílakaupin, því þegar hann varð ráðherra réð hami aðstoð- armann sinn með tilliti til bíta- kaupanna. Aðstoðarmaðurinn hettJr Þórhallur Jósepsson og var áður bflaskríbent þeirra Moggamanna. Ætli hlutverki Þórhalls sé nú lokið? Krafa um feðradag Dropateljari heyrði að fyrir nokkru hefði Jafnréttisráði borist kæra frá einhveijum einstaklingum þar sem tefeáð var fyrir að á almanökum komi fram að einn dagur á ári er kallaður mæðradagur. Kæra mannanna fjallaði um að þeim fannst þeir misrétti beittir þar sem ekki væri dagur sem nefndur væri feðradagur og væri það skýlaust brot á jafn- réttislögum. Jafnréttisráð fjallaði um málið, en viti menn, ráðið vísaði því frá. Á að tengja Hvalfjarðargöng við vegakerfið með vegi sem liggur vestan við Akrafjall? Stefnir í deilur um Hvalfjarðargöng Deilur hafa risið um legu væntanlegra Hvalfjarðarganga. íbúar í Innri- Akraneshreppi eru mjög ósáttir við þá ákvörðun stjómar Spalar hf. að stað- setja göngin á Hnausaskersleið og leggja veg frá göngunum um Innri-Akra- neshrepp vestan megin við Akrafjall. Vegagerð ríkisins er nú að kanna kostnað við vegalagningu í tengslum við göngin. Ekki hefur endanlega ver- ið ákveðið hvemig göngin verða tengd við vegakerfið. Spölur, hlutafélagið sem hyggst leggja göng undir Hvalfjörð, gerði á síðasta ári samning við samgöngu- ráðuneytið um göngin. í samningn- um segir að Spölur hafi rétt til að velja göngunum þann stað sem er hagstæðastur en samgönguráð- herra verði að samþykkja staðsetn- inguna. Fyrr í þessum mánuði til- kynnti stjórn Spalar samgönguráð- herra að hún vildi að göngin yrðu lögð um Hnausaskersleið. Jafnframt spurði stjórnin hvort samgönguráð- herra gerði athugasemdir við ákvörðunina. Samgönguráðherra greindi ríkisstjórninni frá erindi Spalar og sagði eftir fundinn í sam- tali við Tímann að hann gerði engar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Spalar. I útvarpsþætti í vikunni sagði sam- gönguráðherra hins vegar að ekkert Foreldrafélag Laugarnesskóla: Mótmælir sparn- aóartillögunum Stjórn foreldrafélags Laugarnes- skóla hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt fram- komnum tillögum um sparnað í grunnskólum, fækkun kennslu- stunda og fjölgun í bekkjum. Stjórn félagsins telur fráleitt að selflytja nemendur milli skóla í hagræðing- arskyni, slíkt sé ekki aðeins hæpinn sparnaður í peningum talið, heldur valdi einnig rótleysi sem hafi áhrif þegar til lengri tíma sé litið. Stjórn foreldrafélagsins hvetur alþingis- menn og skólyfirvöld til að standa við nýsamþykkt grunnskólalög og standa vörð um velferð barna lands- ins. -PS væri búið að ákveða um vegalagn- ingu vegna ganganna. Ætíð hefur verið talað um að vegur yrði lagður vestan við Akrafjall ef Hnausaskers- leið yrði valin. Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar, sagði fyrr í vikunni í samtali við Tímann að hann Iiti svo á að búið væri að ákveða að fara Hnausaskersleið en eftir væri að ákveða hvernig göngin yrðu tengd vegakerfinu. Margir eru ósáttir við ákvörðun stjórnar Spalar. Ólafur Sigurgeirs- son, bóndi á Þaravöllum í Innri- Akraneshreppi, hefur haft forgöngu um að safna undirskriftum gegn staðsetningu ganganna á Hnausa- skersleið. Ólafur sagði að þessari leið fylgi mun meiri náttúruspjöll og röskun fyrir íbúa, en ef farin væri Kiðafellsleið. „Við sækjumst ekki eftir að fá hraðbraut í gegnum tún og önnur mannvirki. Við höfum bú- ið í þessum hreppi í friði og þannig viljúm við hafa það áfram. Við vilj- um ekki spilla þeirri fallegu náttúru sem hér er,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að sér þætti skynsam- legast að velja þá leið sem er styst, hefur í för með sér minnsta röskun fyrir íbúa og er ódýrust fyrir Vega- gerðina. Hann sagðist ekki sjá hag- ræðið í því að leggja göngin þannig að þau stefni á mitt Akrafjall, eins og þau gera ef Hnausaskersleið er valin. Ólafur sagði að íbúar frá allflestum bæjum í Innri- Akraneshreppi hefðu skrifað undir áskorunina. Undir- skriftirnar verða hafhentar sam- gönguráðherra fljótlega. Innri-Akraneshreppur er ekki hlut- hafi í Speli, félaginu sem hyggst leggja göngin, en næstu nágrannar hreppsins, Skilmannahreppur og Akranesbær, eru meðal hluthafa. Sjónarmið stjórnar Spalar er að með því að velja þá leið sem liggur utar í firðinum sé líklegra að meiri tekjur fáist af göngunum vegna ná- lægðarinnar við þéttbýlið á Akra- nesi. Þessi rök byggjast á því að veg- urinn liggi vestan megin við Akra- fjall. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri sagði að Vegagerðin væri þessa dag- ana að kanna hvaða leiðir kæmu til greina varðandi tengingu ganganna við vegakerfið og kostnað við hverja leið fyrir sig. Helgi sagði að ýmsar leiðir kæmu til greina. Hann vildi ekki svara því hvort Hnausaskersleið yrði dýrari fyrir Vegagerðina. Það færi t.d. eftir því hvort Grunnafjörð- ur verði brúaður. -EÓ Á myndinni má sjá þær tvær leiðir sem taldar voru koma til greina fyrir jarðgöng undir Hvalfjörð. Syðri leiðin nefnist Hnausaskersleið og þá leið vill Spölur fara. Sú leið þýðir að fara verður út í umfangsmikla vegagerð og eins og sjá má þarf að krækja fyrir Akrafjall ef Grunnafjörður verður ekki brú- aður. fbúar í Innri- Akranes- hreppi, sem liggur sunnanmeg- in við Akrafjall, eru ósáttir við að fá hraðbraut um hreppinn. L'elrir'. l'/tUvitn jifeifjaif Ttn^wiqai' © Hnausaskersleið © Kiðafellsleið Borgnesingar vilja ekki taka afstoðu til GATT Bæjarstjóm Borgamess hefur vísað frá tillögu fulltrúa Framsóknarflokks í bæjarstjórainni um stuöning við ályktanir bændasamtakanna í GATT-mál- inu. Kristín Halldórsdóttir, sem bar tillöguna fram, segir þessa afstöðu sér- kennilega í ljósl þess að Borgames byggir afkomu sína að stærstum hluta á úrvinnslu og dreifingu landbúnaðarvara. Tillaga Kristínar hljóðaði þann- ig: „Bæjarstjórn Borgarness lýsir yfir stuðningi við ályktun stjórnar Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda frá 6. janúar síð- astliðinn um drög Arthurs Dunkels frá 21. desember að nýju GATT- samkomulagi. Borgarfjarðarhérað er meðal helstu landbúnaðarhéraða íslands og Borgarnesbær byggir tilveru sína á úrvinnslu landbúnaðarvara. Það er því sameiginlegt hagsmuna- mál héraðsins og bæjarins að jafn- vægi í byggð haldist og öruggur grunnur undir atvinnulífi byggðar- lagsins í heild sé tryggður. Bæjar- stjórn Borgarness skorar á Alþingi og ríkisstjórn íslands að fara með fyllstu gát og taka fullt tillit til allra landsins barna áður en óafturkall- andi ákvarðanir eru teknar í svo mikilvægu máli sem þessu.“ Meirihluti bæjarstjómar, sem sjáifstæðismenn og alþýðuflokks- menn skipa, lagði til að tillögunni yrði vísað frá og var það samþykkt. Fulltrúi óháðra í bæjarstjórninni var trúr sinni sannfæringu og sat hjá. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.