Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. janúar 1992 Tíminn 15 mest um fjórhjóladrifið, sem dreifir átakinu ýmist á fram- eða afturhjól, eftir því hvar átakið nýtist best. Ár- angurinn er sá að bíllinn liggur ótrúlega vel á vegi. Því miður gafst ekki tækifæri á að reyna Sunnyinn í hálku (vegna óvenjulegra hlýinda um miðjan mánuðinn), en niður- stöðurnar úr akstri í lausamöl Iof- uðu góðu. Það má taka ótrúlega snarpar beygjur á ótrúlega mikilli ferð á bílnum, án þess að hann skriki mikið til. Hér er alls ekki ver- ið að mæla með hraðakstri í beygj- um, sem bæði fara illa með bfl og veg, en þetta er gott dæmi um stöð- ugleika bflsins á vegi, sem kemur sér vel þegar á þvf þarf að halda. Nissan Sunny er með sjálfstæða gormafjöðrun á hverju hjóli. Fjöðr- unin er mátuleg fyrir minn smekk. Ekki ólík þeirri sem fyrst var kynnt í Primera, enda vafalaust á henni byggt. Stíf fjöðrunin er eitt þeirra atriða, sem gera það að verkum að manni finnst oft á tfðum að bfllinn sé evrópskur en ekki japanskur. Mætti heyrast minna í vélinni Hljóðeinangrunin er góð, með einni undantekningu þó, en sá galli var á þeim bfl, sem ég fékk til reynslu, að mér fannst heyrast full mikið urr frá vélinni inn í húsið á honum, þegar ekið var á háum snúningi. Vélarhljóðið myndi hæfa sportbfl vel, en ekki fjölskyldubfl af þessari stærðargráðu. Þetta er ekki stór galli, en þegar tekið er tillit til þess hversu vandaður frágangurinn er að öðru leyti, finnst manni að þetta atriði mætti betur fara, enda eflaust lítið mál að gera betur. Hvin- ur frá grófmynstruðum vetrardekkj- unum er hverfandi og sömu sögu er að segja um vindhvin þegar ekið er á mikilli ferð eða í miklum mótvindi. Þess ber að geta að bíllinn er á 14” felgum, sem er kostur í erfiðri færð og hækkar hann jafnframt upp. Sunnyinn er hannaður nýr frá grunni og ein af skrautfjöðrum bfls- ins er ný 1,6 1 16 ventla vél. Hún Sendum í póstkröfu Gottverð - Gæðaþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM Verslió hjá fagmanninum Bílavörubú&in FJÖÐRIN SKQFUNN2 -SÍII812944 Við getum þaggað niður í þeim flestum Hvað útbúnað snertir eru þessir bfl- ar nokkurn veginn sambærilegir; Lancerinn er að vísu með 1,8 1 vél, en á móti kemur að hún er ekki fjöl- ventla. Toyota Corolla XL 4 WD er líkt og Sunny með 1,6 1 16 ventla vél, en að auki beinni innspýtingu, sem skilar 105 hestöflum. Kominn á götuna kostar Toyotan tæpar 1.400 þúsund krónur. Verðsamanburður þessara þriggja bíla er Nissan Sunny ótvírætt í hag. Um annan saman- burð þori ég ekki að fullyrða, þar sem hinir tveir hafa ekki verið tekn- ir til kostanna á vegum Tímans. Þegar á heildina er litið, er óhætt að mæla með Nissan Sunny SLX 4WD. Ég hef þegar tæpt á því að mér finnst að betri hljóðeinangrun mætti vera á milli húss og vélar- húss. Við það mætti bæta tveimur smáatriðum. Annars vegar, að rými fyrir aftursætisfarþega mætti vera ögn meira og hins vegar finnst mér að takki, sem þarf að ýta inn til að ná svisslyklinum út, mætti vera staðsettur ofar, svo þægilegra sé að þrýsta á hann. Kostirnir eru hins vegar góð einangrun frá vegi, lftið vindgnauð í akstri, frábærir akst- urseiginleikar og góð fjöðrun, smekklegt útlit utan sem innan, ríkulegur búnaður og hagstætt verð. -ÁC Mælaborðiö er stílhreint og sportlegt. skilar 66 kílóvöttum, eða 90 hestöfl- um (bremsuhestöflum). Slaglengd- in er 88 mm, en með því að auka slaglengd stimplanna næst betra tog út úr vélinni og hún verður afl- meiri á lægri snúningi. Þetta hefur þá kosti í för með sér að ekki þarf að láta vélina snúast eins mikið til þess að fá ná afli út úr henni, sem aftur hefur í för með sér að ekki þarf jafn oft að skipta niður um gír til, þó hægt sé á ferðinni. Samkvæmt upp- lýsingum frá umboðinu eiga þessar vélar að baki langa þróunarsögu, en tíminn á eftir að skera úr um hvern- ig þær reynast. Þær eru búnar tveggja hólfa blöndungi og ekki frekar á eldsneyti, en eflaust má þakka fjölventlaútbúnaðinum það að einhverju Ieyti. Hagstæður verðsam- anburður Grunngerðir Nissan Sunny eru þrjár: fimm dyra skutbfll, fjögurra dyra stallbakur og þriggja dyra hlað- bakur. Flaggskip flotans er GTI hlaðbakur með 143 ha. 2 1 vél. Verð- ið á honum er nokkuð hagstætt, eða rúmlega 1.200 þúsund. Fjórhjóla- drifið er hægt að fá í skutbflinn og stallbakinn. Fyrir drif á öllum hjól- um þarf að greiða um 125 þúsund aukalega, en verðið á Sunnyinum er mjög hagstætt um þessar mundir. Sé til að mynda tekið mið af svipuð- um fjórhjóladrifsbílum kostar Mitsubishi Lancer 4 WD skutbfll um 1.300 þúsund, en Sunnyinn kostar aftur á móti tæp 1.140 þúsund. KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi Tökum notaða bíla upp í notaða Opið alla virka daga kl. 10.00 - 19.00 og laugardaga kl. 13.00 -17.00 Greiðslukjör til allt að 24 mánaða TILBOÐ VIKUNNAR! QMC Suburban '77, Okkur vantar notaða Renault og BMW á söluskrá Bílaumboðið hf Krókhálsi 1,110 Reykjavík Simi 686633 og 676833 Renault 21 Nevada’90 4x4 BMW 316 ’87, v. 750.000, rafm. i rúðum, centrallæs fallegur blll. 0.11., V. 1.280.000. BMW 316 '88, ek. 45.000, 4ra d., 5 g., v. 960.000 stgr. BMW 730i '87, ek. 42.000, leðurinnr., ABS-bremsur, rafm. i rúðum og læsing- um, álfelgur, stereogræj- ur o.fl., v. 2.400.000. BMW 320i Shadow Line '88, ek. 26.000, sóllúga, álfelgur, litaö gler, vökva- SL o.fl. V. 1.250.000. BMW 529i '86, kraftmikill Subaru Justy 4x4 ’90, ek. BMW 5181 SE ’88, v. M. Benz 190 E ’87, ek. Renault 21 GTS ’87. V. bill, sjálfsk., ABS-brems- aðeins 5.400, fjórhjóla- 1.390.000, sóllúga, centr- 67.000, sjálfsk., sóllúga 690.000. ur, splittað drif, rafm. I drifinn, v. 850.000 stgr. allæs, rafm. i rúðum o.fl. o.fl. V. 1.480.000. rúðum, o.fl., v. aðeins 1.050.000 stgr. Allir BMW og Renault bílar eru yfirfarnir fyrir veturinn N Piymouth Voyager '90, ek. 38.000, lúxusbill, v. aðeins 1.630.000. /wk kpv BMW 318 '91, ek. 12.000, sjálfsk., vökvastýri, rafm. i rúðum, skiðapoki, centr- allæs. o.fl., v. 2.050.000 stgr. Saab 900i 16 v. '90, ek. 36.000, sjálfsk., central- læs., vökvastýri o.fl., v. aðeins 1.160.000 stgr. otaðir bílar í miklu úrvali!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.