Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1992 Tímiiin MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: T(minn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Ttmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Norrænt samstarf og „persónuleg utanríkisstefna“ Norrænt samstarf stendur á gömlum merg. Norður- landaráð var stofnað árið 1952 og samstarf hafíð á grundvelli sameiginlegrar löggjafar landanna. Skyld menning og lífshættir mótuðu ekki síst þetta samstarf í upphafí. Árið 1962 var samstarfinu komið í form bindandi milliríkjasamnings með Helsinki-sáttmálanum. Enn var samstarfið þróað áratug síðar, eða árið 1971, með stofnun ráðherranefndarinnar. Hún fól í sér nokkurs konar framkvæmdavald fyrir Norðurlöndin sameigin- lega. Þetta samstarf er og hefur verið afar mikilvægt fyr- ir okkur íslendinga. Of langt væri upp að telja það hag- ræði sem við höfum haft af því í beinum fjármunum, en óbeini ávinningurinn er jafnvel enn meiri. Afnám vegabréfaskyldu milli Norðurlandanna, sameiginlegur vinnumarkaður, gagnkvæm félagsleg réttindi á Norðurlöndunum sem íslenskir námsmenn hafa m.a. notið í þúsundatali: allt er þetta ávöxtur nor- ræns samstarfs, sem ótrúlega margir aðilar hér á landi telja sig umkomna að gera lítið úr og afflytja á flestan máta. Norðurlandasamvinnan hefur verið í umræðu nú síðustu dagana, vegna tveggja gjörólfkra atburða. Sá ánægjulegi er það að bókmenntaverðlaun Norður- Iandaráðs falla nú íslenskum rithöfundi í skaut. Fríðu Á. Sigurðardóttur eru hér færðar innilegar hamingju- óskir af því tilefni. Hún er verðugur fulltrúi íslands á norrænum vettvangi. Bókmennta- og tónlistarverð- launin eru afar mikilvæg fyrir íslenska listamenn, sem fá með þessari verðlaunaveitingu möguleika til þess að láta að sér kveða á víðari vettvangi. Hitt tilefnið er það að utanríkisráðherra íslands hefur í fjölmiðlum fjaílað um „persónulega utanríkis- stefnu“ hvað varðar norrænt samstarf. Hún er í því fólgin að baltnesku ríkin Eistland, Lettland og Litháen eigi nú þegar að fá fulla aðild að Norðurlandaráði. Sjálfsagt er að þróa samstarf við þessi ríki og að- stoða þau eftir megni á sinni erfiðu göngu í kjölfar ný- fengins frelsis. Hins vegar er full ástæða til þess að staldra nú við og sjá með hverjum hætti samskiptin við Norðurlöndin koma þeim best að gagni. Norrænt samstarf er meira heldur en Norðurlandaráðsþing og umræður og ályktanir þingmanna. Það byggist, eins og sagt var hér í upphafi, á milliríkjasamningum um margvísleg gagnkvæm réttindi. Full aðild þessara ríkja að Norðurlandaráði mundi til dæmis þýða fulla aðild að norræna vinnumarkaðnum. Það er engin ástæða til þess að flana að ákvörðunum í þessu efni, en reyna að aðstoða þessar þjóðir á allan hátt og byggja upp gott samstarf við þær á traustum grunni. Allra síst er ástæða til þess fyrir utanríkisráðherra íslands að fjalla um þessi mál prívat og persónulega, án þess að undir- byggja sínar ályktanir á norrænum vettvangi. Orð ut- anríkisráðherra sjálfstæðra þjóðlanda eru tekin alvar- lega, og ógrundaðar yfirlýsingar eru til ills eins í mál- um sem við viljum leiða til lykta á farsælan hátt. Atli Magnússon: „Samok við almennings- frelsið“ Sjöundi áratugurinn var mikil frelsistíð. Gömlu nýlenduveldin drógu niður fána sína hér og hvar um Afríku og Asíu, sum þeirra með diplómatíu og glæsibrag, önnur með semingi og eftir langvinnar illdeilur. En margar þjóðir urðu frjálsar og ný ríki fæddust og menn höfðu það á tilfinningunni að senn gæti þeim ekki fjölgað meir. Svo hefur ekki reynst, og enn höfum við séð ný ríki verða til — ekki eitt og eitt, heldur í kippu á einum og sama degi eða því sem næst. Það liggur því mikið frelsi í lofti nú, og ekki bara það frelsi, sem hér er rætt um, heldur er sem allt hafi skrikað á undirstöðunum og ekkert sé víst til að halda stund- inni lengur, sem menn þó höfðu talið að mundi vara jafn lengi og fjöllin. Efnahagskerfm ummynd- ast hratt, eins og hafísfláki á reki, og vandi um ísrennurnar að rata út á hinn lygna sjó. Flokkafylgi er orðið ótryggt þing. Menn eru hættir að hneykslast á nekt og hverskyns bersögli. Hefur þjóðfélag okkar nokkru sinni „frjálsara" verið? Sjálfsagt má færa rök að því. Líklega er sannurinn sá að ekki er annað helsi eftir en það helsi, sem mönnunum er svo lagið að leggja á sig sjálfir. Þetta helsi er auðvitað breytilegt frá einum tíma til annars, en hvernig birtist það einmitt nú? Lesandinn mun þegar sjá hvert verið er að beina þessum pistli og einhver spyr afar ósnortinn: Ja, hvenær er maður frjáls?" Það má heyra notalegan ropa offyllinnar á eftir spurningunni. ,JVlyndir á sandi“ En samt skal þetta skoðað og því hér og nú, að á fjörur vorar rak á dögunum nýja bók Matthíasar Við- ars Sæmundssonar bókmennta- fræðings, „Myndir á sandi". Matt- hías Viðar hefur margt ritað um menningarefni, sem ýmsum þykir meðal þess fremsta er á því sviði sést á prenti hér og að mínu áliti tvímælalaust. Hér á eftir er tekinn traustataki hluti þáttar úr bókinni, er fellur beinlínis að ofannefndu efni, þótt Matthís fjalli um það í öðru samhengi í bók sinni en hér er gert. Skírskotun þess, „samok“ nútímans við „almenningfrelsið“, ætti að vera svo almenn að ekki komi að sök. Matthías segir: Hin „alltumsmjúg- andi forvitni“ „Er einstaklingurinn ekki að minnka um þessar mundir? Hann treystir sífellt sjaldnar á eigin dómgreind, spyr æ færri spum- inga og trúir einlægt að óreyndu. Eins og kunnugt er var presturinn handhafi sannleikans öldum sam- an; nú á tímum hafa sérfræðingar af ýmsu tagi lagt hald á hann — þeir vita betur en einstaklingurinn hvað honum er fyrir bestu. Þegar öll kurl koma til grafar er samfélag okkar engu frjálsara en áður var; skipulag þess er reist á ísmeygi- Iegu ofbeldi sem nærist á vanmátt- í FTI ••• • • g fá ,, S MS 4N| arkennd einstaklingsins frammi fyrir eigin tilvem. Það er eins og líf manneskjunar hafi verið kubbað sundur af félagslegu valdi sem læt- ur sér ekkert mannlegt óviðkom- andi; hvílubrögð, lífsviðhorf, til- finningar, daglegir siðir — allt er þetta skilgreint, flokkað og fært til bókar í formi talna og nafna. Mark- mið þessarar alltumsmjúgandi for- vitni er stjórnun, sem ýmist er sýnileg eða ósýnileg, mjúklát eðá nærgöngul; hún er lýðræðisleg, líkamlegu ofbeldi er ekki beitt fyrr en í nauðir rekur. Þessi stýring hefur ekkert andlit og birtist sjald- an í boðum og reglugerðum; engu að síður nær hún inn á sífellt fleiri svið mannlegs lífs. Áður fyrr var samfélaginu haldið saman með hugtaki laganna; heimsmynd fólks var lögfræðilegs eðlis, líf þess laut andstæðu hins löglega og ólöglega — mörkin voru skýr og afdráttar- laus. Þessi andhverfa hefur með tímanum vikið um set fyrir ann- arskonar andstæðu. Sífelldur línudans Nú á dögum lifir einstaklingurinn í sífelldum línudansi á mörkum hins eðlilega og óeðlilega. Sið- ferðileg viðmið í dularklæðum vís- inda hafa leyst boð og bönn af hólmi. Sé vikið frá viðurkenndri meðalhegðun er stutt í siðferði- lega fordæmingu. Skiptir þá engu þótt ekki sé brotið í bága við lög eða vellíðan fólks; talað er um sjúklegan, óheilbrigðan verknað. Oftast eru menn samtaka um að líta fram hjá þeim, sem fer út af laginu, eins og fyrir ábendingu kórstjóra. Segja má að líkamleg kúgun fyrri tíma hafi vikið fyrir hugsunarlegri útilokun, sem er öllu öflugra stjórntæki; einstak- lingurinn getur með engu móti komist undan henni. Hann á í höggi við háskalegan andstæðing hvert augnablik lífs síns, megi marka sérfræðinga samtímans; hið óeðlilega hótar að hremma hvem þann sem ekki fer að fyrir- mælum um rétta hegðun og hugs- un. Þó er hver maður í raun frávik frá öllum hinum og á því stöðugt á hættu að vera lokaður úti, sem er mun verra en að vera settur inn. Með öðrum orðum, hið óeðlilega er stanslaus hótun sem hver og einn verður að lifa með: Afheitaðu sjálfum þér, komdu ekki í ljós nema þú viljir hverfa, tilvera þín er því aðeins þolanleg að þú bælir sjálfan þig, lifir samkvæmt mínum skilmálum sem felast í þögn, til- vistarleysi! Valdboðin leiftra af sprota kórstjórans, en í raun er kórinn mykjuskán hvata, tilfinn- inga og hugsana, þar sem sérfræð- ingar ala af sér þarfir fyrir nýja sér- fræðinga; til saman starfa þeir að hægfara umsköpun mannsins í sína mynd — því að við verðum öll sérfræðingar í óeðli annarra. Þá rennur upp öld eftirlitsmannsins og einstaklingurinn verður ekki til nema sem blygðunarefni í úreltri skáldsögu." Fólk í flauelsviðjum Svo segir Matthías Viðar Sæ- mundsson, en hið tilvitnaða er tekið úr þættinum „Markaður, ríki, bókmenntir". Freisting væri að gera fleiru nærgöngulu og tíma- bæru efni bókarinnar skil, sem tengist náið því er hér er rætt. Al- ræðisríkið, sem Orwell sá fyrir í „1984“, verður með öðru sniði en í sögunni er Iýst, og höfundur bók- arinnar „Myndir á sandi" víkur að á öðrum stað. Viðjar þess verða flau- elsviðjar, viðjar „samoks við al- menningsfrelsið".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.