Tíminn - 25.01.1992, Síða 19

Tíminn - 25.01.1992, Síða 19
Laugardagur 25. janúar 1992 Tíminn 19 Romaine Lauridsen sagöi aö þaö minnsta, sem hægt væri aö gera fyrir vini sfna, væri aö losa þá við makann. heppilegri leið til að losna við leiðin- legan eiginmann. En Paula var ekki á því. Þannig var málum farið að Paula hafði ekki átt neitt þegar þau Tom gengu í hjónaband, en hann aft- ur verið sæmilega stæður. Þau höfðu gert með sér sáttmála um að við skilnað héldi Tom eignum sínum óskertum. Paula vildi því ekki bara losna við eiginmanninn, hún vildi líka krækja í eigur hans. Romaine sagði að hún hefði verið viðstödd þegar Paula bað bróður sinn um að drepa Tom. Hann hló í fyrstu og tók uppástungunni fjarri. En þegar Paula bauðst til að greiða honum 25 þúsund dollara fyrir við- vikið, fóru að renna á hann tvær grímur. Málið fór smám saman að komast á rekspöl. Romaine sagði að Paula hefði afhent sér 200 dollara til að festa kaup á riífli, sem notaður skyldi til að myrða Tom. Hún kvaðst hafa keypt riffilinn og fengið systkinun- um hann í hendur. Bæði Romaine og Robert bar sam- an um að þáttur þeirra beggja í morðinu hefði verið að leggja á ráð- in og aðstoða við undirbúning þess og framkvæmd. Þrálátur orðrómur hafði verið í gangi í bænum um að þær Paula og Romaine hefðu lengi átt í ástarsam- bandi og það væri aðalástæðan fyrir því að Tom skyldi rutt úr vegi. En Romaine neitaði því eindregið. Sagði að þær hefðu að vísu verið mjög góð- ar vinkonur, en samband þeirra hefði aldrei náð lengra en það. Vel greitt fyrir akstur Við yfirheyrslu játaði Robert Seml- er að hafa verið með í ráðum varð- andi morðið. Hann sagðist hafa keyrt Ricky Chartier að bústaðnum rúmum mánuði áður en morðið var framið, í þeim tilgangi að skjóta KROSSGÁTA o -» O CO fc- <c| 3 pc u. xlai B «r iC $c — pH'ol fc- 10 a B t- ct <x| ~z. v~> XL — 3 E O vu 3 [z| ES 7 HHHE BE Ori 5 E V. |5c|v?Hcf:P<cl jUI □HE3BE SQ BCRl BB 'O E B a HE □□HB V4Í 2 - E 5 'X 2 3 E l'zl <zrHi «x| 1 <3:1 ~Z-\ 2l|<x| JZ k E B H □ HHE HS z U- B EDH CHq in r—• Tj 3 B ~L > — BBBB H B Ul > u E CC 1 -■v3|ul-|vo|<IT I - (C i 3 E u- * ju|-i|=.[oM.<|o| ts c- I HH £ÐE B 132 D Tom. En þá urðu þeir að hætta við að drepa hann, þar sem annar maður var með honum í bústaðnum. Robert sagðist síðan hafa ekið Ricky aftur að bústaðnum þann 11. nóv- ember 1988. Ricky fór út úr bílnum og Robert beið eftir honum í rúmar 20 mínútur. Þegar Ricky kom aftur, sagðist hann hafa skotið Tom Peter- son, en ekki vita hvort hann hefði gengið af honum dauðum. Á leiðinni aftur til bæjarins hittu þau Romaine. Hún tók við rifflinum og setti hann í skottið á bifreið sinni. Síðan skildi leiðir. Robert játaði einnig að hafa fengið greitt fyrir að hafa ekið Ricky til bú- staðarins. Hann sagðist hafa fengið 10 þúsund dollara af tryggingafénu sem Paula fékk eftir mann sinn. Mörg vitni báru að um það leyti, sem Tom Peterson var myrtur, hafi þeir báðir, Robert og Ricky, verið að stæra sig af því að senn kæmu þeir höndum yfir mikið fé og gefið í skyn að þess hefði verið aflað með heldur vafasömum aðferðum. Paula neitar En það kvað við annan tón þegar Paula kom fyrir réttinn. Hún harð- neitaði að hafa átt nokkum þátt í dauða manns síns. Hún sagði hin þrjú hafa staðið að því og tilgangur- inn hefði meðal annars verið að koma sök á sig. Paula játaði að hafa staðið í ástar- sambandi við Romaine, en því hefði lokið fyrir löngu. Hún sagði að Romaine hefði hótað því að segja Tom frá því að samband þeirra vin- kvennanna væri ekki beinlínis plat- ónskt og einnig að Romaine hefði ít- rekað hafið máls á því að koma þyrfti Tom fyrir kattamef til þess að þær gætu tekið upp þráðinn að nýju. Aðspurð hvort hún hefði ekki feng- ið Romaine peninga til þess að kaupa riffilinn, sem var notaður við morð- ið, sagði hún það vera af og frá. Hún viðurkenndi að hafa síðar fengið vitneskju um að bróðir hennar hefði skotið Tom, en sagði að Romaine, Ricky og Robert hefðu ein staðið að undirbúningi og framkvæmd morðsins. Hún sagðist telja að það hefði verið framið í þeim tilgangi að reyna að koma sök á sig og þannig þvinga sig til að taka aftur upp sam- bandið við Romaine. Einnig sagði hún að þremenningamir hefðu gert ráð fyrir að fá hlutdeild í arfinum eft- ir Tom. Vinargreiði Síðan var Romaine kölluð til vitnis. Hún hélt fast við fyrri frásögn. Hún neitaði alfarið að hcila staðið í ástar- sambandi við Paulu, þær hefðu ein- ungis verið vinkonur og hún hefði tekið þátt í morðinu til þess eins að losa góða vinkonu úr slæmu hjóna- bandi. Paula hélt staðfastlega við það að hún væri alsaklaust fómarlamb óprúttins fólks, sem hefði myrt mann hennar. En það dugði henni skammt. Kviðdómur komst að þeirri niður- stöðu að hún væri sek um morð að yfirlögðu ráði og dómurinn, sem hún fékk, hljóðaði upp á ævilangt fangelsi. Romaine Lauridsen fékk 7 til ,20 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Tom Peterson. Robert Semler var dæmdur til að eyða næstu 7 til 15 ár- um innan veggja fangelsis. Ricky Chartier hlaut sömu refsingu og systir hans. Ævilangt fangelsi. v*?'s'0 TIL SOLU EINBÝLISHÚSIÐ SUNNUVEGUR 6, HAFNARFIRÐI Kauptilboð óskast í einbýlishúsið Sunnuveg 6, Hafnarfirði, samtals 556 m3 (206 m2) að stærð. Brunabótamat er kr. 13.010.000,- Húsið verður til sýnis sunnudaginn 26. janúar n.k. kl. 14-15 og miðvikudaginn 29. janúar n.k. kl. 15-16 og á öðrum tímum í samráði við Erling Hansson í síma 92- 41872. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vík. Tilboð merkt „Útboð nr. 3775/92“ skulu berast fýrir kl. 11:00 þriðjudaginn 4. febrúar 1992 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK Utboð Laugarvatnsvegur, Snorra- staðir — Laugardalshólar Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i lagningu 3,8 km kafla á Laugarvatns- vegi. Helstu magntölur: Fyllingar og neðra burðarlag 21.000 m3, fláafleygar, blönd- uð færsla 4.900 m3 og skeringar 8.000 m3. Verki skal að fullu lokið 27. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fýrir kl. 14:00 þann 10. febrúar 1992. Vegamálastjóri Þórshöfn Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á ÞÓRSHÖFN. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 3. febrúar 1992. Fjármálaráðuneytið, 23. janúar 1992. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 1992 kl. 8 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningamál; launakönnun. 3. Verktakamál: Ásmundur Hilmarsson; erindi, umræða. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viöhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 77 fullgildra félags- manna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trún- aðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðjudag- inn 4. febrúar 1992. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.