Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 13
12 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1992 Laugardagur 25. janúar 1992 Tíminn 13 Citroén BX Evasion I venjulegri akstursstiiiingu. Citroén BX 4x4 Estate reynsluekið við „séríslenskar“ aðstæður: Með aldrif og fjöðrun sem dugar vel í ófærum í Citroen BX 4x4 Evasion sameinast gamalreynd bílatækni, sér- kenni Citroén og algildar evrópskar viðmiðanir um notagildi og þægindi og þegar á heildina er litið var viðkynning viö þennan bíl með ágætum. Þegar litið er á vagninn verður ekki hægt að segja annað en hann er ansi fallegur álitum og smekk- legur, hvort sem er að utan eða innan. Citroén BX er raunar tals- vert algengur hérlendis og hefur verið um margra ára skeið í fólks- bílsútgáfunni, en Evasion bíllinn eða skutbíllinn er sjaldgæfari og kannski að það sé ástæða þess að undirrituðum finnst hann fallegri fyrir augað. Svo spillir ekki fyrir að hann hefur óneitanlega meira notagildi í skutútgáfu. Aðal þessa bíls er fjórhjóladrifið og fjöðrunin, sem hæfa hvort öðru vel: Aldrifið er ekki sídrif eins og algengast er, heldur er bílnum ekið við venjulegar að- stæður í framhjóladrifi en þegar leiðir gerast torfarnar er skipt í fjórhjóladrif með litlum rofa sem komið er fyrir á milli sætanna. Jafnframt kviknar aðvörunarljós í mælaborði sem gefur til kynna hvort bíllinn sé í aldrifi. Gerist ökuleiðir nú enn torfærari er stöng á milli sætanna þar sem hægt er að hækka bílinn á fjöðr- unum upp í það að verða allt að því eins háfættur og ferlegustu torfærubílar. Tímamenn reynsluóku bílnum í hlýindakaflanum um síöustu helgi við nokkuð misjafnar að- stæður. Fyrst var ekið í borgarum- ferð, síðan á þjóðvegum með bundnu slitlagi, malarvegum og að síðustu var farið um Gjábakka- hraun milli Þingvalla og Laugar- vatns, en þar voru vegir miður góðir auk þess sem miklar og þungar fannir voru á veginum. Með þessu fékkst gott yfirlit yfir aksturseiginleika og getu vagns- ins. í þéttbýli er Citroén BX Evasion ósköp notalegur og auðveldur í umgengni. Hann er með vökva- stýri og leggur vel á og því ekkert mál að komast í eða úr þröngum stæðum. Útsýni er gott úr öku- mannssæti til allra átta og öll stjórntæki við höndina að evr- ópskum hætti. Innrétting er afar smekkleg og falleg og sætin fyrir- tak. Hins vegar mætti finna að því að gírstöngin er dálítið ónákvæm og svona eins og „gúmmíleg". Mælaborðið er hefðbundið: Hraðamælir og snúningsmælir eru venjulegar klukkuskífur, eng- in digital- eða Citroénsérviska þar. Þessir tveir mælar eru beint af augum ökumanns. Hins vegar er staða stýrishjólsins ekki eins brött eins og algengast er og ef haldið er um stýrið samkvæmt aksturs- kennslubókinni — eins og klukk- una vanti 10 mín. í tvö — þá þrengir að sýn ökumanns að efri hornum mælaborðsins, ekki þó að aðalmælunum tveim sem fyrr eru nefndir. Auk hraða- og snúningshraða- mæla eru eldsneytismælir og mælir sem sýnir olíustöðu á vél, en fyrir allt annað eru aðvörunar- Ijós. Stefnuljósum, flautu og aðal- Ijósum er stjórnað með sama stilknum vinstra megin á stýris- leggnum og til hægri er stilkur fyrir framrúðuþurrku og rúðu- piss. Miðstöð og loftræstingu er stjórnað með þrem snúnings- hnöppum beint fram undan gír- stönginni og hún virkar vel. Neyð- arljósum, afturrúðuþurrku, hita og þokuljósi að aftan er stjórnað með fjórum rofum til sinnar hvorrar handar við mælaborðið. Mælaborð og innrétting er hvort tveggja afar smekkiegt og útsýni er gott úr ökumannssæti til allra átta. Þá eru tvö hólf til hægri í mæla- borðinu hvort öðru stærra. Auk þess er öskubakki og lítið lokað hólf fyrir smámynt, vasar fýrir kort og fleira á hurðunum. Bíllinn er ekki fæddur með út- varpi. Hins vegar er mjög auðvelt að koma því fyrir því að allar lagn- ir fyrir útvarp ásamt fjórum hátöl- urum eru í bílnum. Þá eru tilbún- ar milli framsætanna innstungur fyrir tvenn stereoheyrnartól og tenging fyrir kælibox eða eitthvert raftæki er þar einnig. Allar rúður eru rafdrifnar og auk þess er bíll- inn búinn fjarstýrðri samlæsingu og hægri útispegillinn er rafstýrð-. ur. Það fer vel um farþega í aftursæt- inu og ef mikið þarf að flytja, er Hann er ansi hár Citroön BX 4x4 Evasion billinn I hæstu stööu. Hann kemst ansi langt enda með drifi á öllum og læstu mismunadrifi að aftan. Tímamyndir: —sá hægt að fella það niður í tvennu lagi, annars vegar tvo þriðju þess og hins vegar einn þriðja. Skut- hurðin opnast vel og hátt, svo hátt að hæstu menn eiga ekki á hættu að reka höfuðið í hana. Tímamenn kunna því vel að geta ráðið því hvort ekið er í aldrifi eða aðeins í framdrifi. Skipta má í og úr aldrifinu á ferð og þarf stund- um aðeins að slaka á vinnslunni til þess að það tengist eða afteng- ist, en fyrrnefnt ljós í mælaborð- inu sýnir það á áberandi hátt. Vélin er 1905 rúmsentimetra 107 hestöfl. Hún togar ágætlega á lág- um snúningi sem reyndist mikill kostur í vondu færi þegar miklu skiptir að geta ekið hægt. Raunar væri gott að hafa í svona bíl einn skriðgír sem grípa mætti til við erfiðar aðstæður. Nokkuð heyrist í vélinni inni í bílnum í akstri und- ir álagi. Þá hvein nokkuð í topp- grindinni sem fylgir bílnum og vegdynur, sérstaklega á malarvegi, er nokkur, en reynslubíllinn hafði raunar ekki verið ryðvarinn um- fram verksmiðjuryðvörnina svo það getur verið ástæðan. Fjöðrunarkerfið er kafli út af fyr- ir sig: í venjulegri akstursstillingu er Citroén BX eins og venjulegur fólksbíll hvað varðar hæð undir lægsta punkt. Þá er önnur hærri akstursstilling en til viðbótar er hæsta stilling sem ágæt er til að bjarga sér út úr snjóskafli eða annarri ófæru. í henni fjaðrar bíllinn hins vegar ekkert og verð- ur eins og traktor. í snjóskafl mikinn á niðurgröfn- um veginum í Gjábakkahrauni ók- um við bílnum í hærri aksturs- stillingunni. Snjórinn var blautur og þungur og í honum gamalt traðk eftir torfærutröll. Þegar bíllinn loks stöðvaðist og gróf sig niður þar til hann sat á vömbinni, var ekkert mál að setja í hæstu stöðu og bakka út. Við fórum heldur gassalegar í skaflinn í næsta sinn og þá dugði ekki að setja í hæstu stöðu og bakka. Bíll- inn var fastur og við skóflulausir. Hvað var nú til ráða? Jú, setja í lægstu stöðu og láta hann draga hjólin upp eins og flugvél og setja síðan undir þau, setja aftur í hæstu stöðu og bíllinn er laus. Gott mál! Citroén BX reyndist af- bragðsgóður í ófærðinni, en það skal hins vegar tekið fram að hann er ekki jeppi og því ekki rétt að beita honum sem slíkum bíl og böðlast áfram dags daglega, held- ur ber að líta á hann sem fólksbíl sem getur ef í nauðir rekur komist allan skrattann ekki síður en venjulegur jeppi, gerist þess þörf. í heild er Citroén BX Evasion 4x4 19 athyglisverður bíll og ágætur kostur fyrir þá sem eru að hug- leiða kaup á aldrifsbíl af þessari stærð. Verðið er hagstætt og kost- irnir umfram flesta aðra slíka eru vitanlega fjöðrunarkerfið og að geta tekið hann úr aldrifinu þegar þess gerist ekki þörf. -sá Ný útgáfa af Lödu Samara kom til landsins í vikunni. Þetta er fjögurra dyra stallbakur og á þessari mynd, sem var tekin af bílnum í tolli á miðvikudag, er ekki annað að sjá en skottið fari Samörunni bara nokk- uð vel. í þessari fyrstu sendingu af stallbaknum eru frekar fáir bflar, en það má búast við bflnum á almennan markað á næstunni. -ÁG PARIS-DAKAR RALLIÐ: Þrefaldur sig- ur Pajero Mitsubishi nældi sér heldur betur í rós í hnappagatið á dögunum, þegar þrír Pajero jeppar höfnuðu í þremur efstu sætunum í París-Dakar rall- inu. París-Dakar rallið er lengsta og eitt það erfiðasta sem haldið er í heimin- um, en það spannar meira en 3.200 kflómetra vegalengd með viðkomu í Pajero jeppar frá Mitsubishi lentu í fyrsta, ööru og þriðja sæti f Par- sjö Iöndum. Þátttakendur aka meðal annars þvert yfir Sahara eyðimörk- ina og það segir sig sjálft að þær gríðarlegu hitasveiflur sem eru á milli dags og nætur í eyðimörkinni reyna bæði á bfla og ökumenn. Aðal- keppinautur Mitsubishi Pajero, Toy- ota Landcruiser hafnaði í fjórða sæti, en Toyota hefur hingað til haft mjög sterk ítök á jeppamarkaðinum í eyðimerkurlöndum Norður Afríku. -ÁG HVERNIG BILL HENTAR ÞER? 5 dyraskutbíll 4WD kr. 1.155.000.-.stgr. NISSAN / / / / 0DYR, LIPUR, RUMG0ÐUR 0G SPARNEYTINN SUNNY, SJÁLFSKIPTUR EÐA 5 GÍRA Sja dyrn hlabbakur kr. 890.000.-.stgr. 4ra dyra stallbakur kr. 972.000.-.stgr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.