Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1992 Rætt við Friðrik Guðna Þórleifsson, tónmenntakennara og skáld, sem missti sjónina fyrir ári síðan, en hlúir að innra Ijósi. Hann yrkir sem áður, leikur á hljóðfæri og sinnir músíkkennslu Viö tölvuna, sem lengi kom aö miklu gagni. Því miöur hefur sjóninni hrakaö svo aö hann hefur nú aöeins takmörkuö not af henni. Tlmamyndir Árni Bjarna Friðrik Guðni Þórleifsson er vígður tónlistinni í tvö- földum skilningi. Hann helgaði sig ungur tónlistar- námi og gerðist tónlistar- kennari og fann sér síðar ævifélaga, sem sömuleiðis er tónlistarmaður og tón- listarkennari. Um árabil störfuðu þau að músík- kennslu í Rangárvalla- sýslu og það voru góð ár, þótt erfið væru á ýmsan hátt. Víða skorti á að að- staða væri fullnægjandi og þau urðu um síðir að hverfa til Reykjavíkur, vegna þess að kuldinn í illa upphituðum félags- heimilum og skólum var farinn að ganga nærri heilsu Friðriks. Þau voru enn að koma undir sig fót- unum í borginni, þegar þau urðu fyrir áfalli sem margur teldi eflaust eitt hið þyngsta: á skömmum tíma missti Friðrik Guðni sjón- ina — á vart tveimur árum. Hvernig menn bregðast við slíkum örlögum er mjög misjafnt. Við rædd- um nú á dögunum við Friðrik Guðna um líf sem vissulega hefur nú breytt um formerki. Einnig tón- listina, og skáldskap, sem ekki er ofsagt að honum sé hugleikinn, því hann hefur gefið út fimm Ijóða- bækur og kom sú nýjasta út á síðasta hausti: „Kór stundaglasanna“. Við hitt- um hann að Grettisgötu 56 a, en þar er heimili þeirra hjónanna í Reykja- vík, þótt hann kalli að þau hafi þar aðeins vetursetu. Á sumrin og á hátíðum eru þau austur í Rangárvalla- sýslu þar sem þau eiga sér hús er heitir að Kára- tanga. „Káratangi er í landi Steinmóðar- bæjar í Vestur- Eyjafjallahreppi," segir Friðrik, „en á Steinmóðarbæ er konan mín, Sigríður Sigurðar- dóttir, borin og barnfædd. Þegar við höfðum verið við kennslu á Hvolsvelli í eitt ár, talaðist svo til milli hennar og föður hennar að hann gæfi okkur hálfan hektara úr landi jarðarinnar. Þar reistum við okkur hús, sem skyldi vera aðsetur okkar meðan við þjónuðum Ran- gæingum í tónlistinni. Þetta land var í jaðri á bletti, sem Káratangi heitir, og því lá beint við að húsið héti þessu nafni. Þarna höfum við átt okkur aðsetur frá hausti 1975, og sóttum þaðan vinnu fram og aftur um sýsluna, en að jafnaði fór kennslan fram á níu stöðum í sýsl- unni. Börnin gátu varla hreyft fingurna Við kenndum að vísu ekki á nema fjórum eða fimm stöðum, en þetta voru mikil ferðalög. Oft skorti á að nægilega væri kynt og síðasta vet- urinn kastaði tólfunum, því þá var maður að kenna fimm eða sex stundir á dag í húsum þar sem var fimmtán eða sextán stiga frost. Blessuð börnin gátu varla hreyft fingurna. Viö þetta tók sig upp liðagigt, sem ég hafði fundið til sem unglingur, og ég fór að vakna krepptur af verkjum undir vorið. Engin ástæða var til að ætla að þetta mundi breytast, og því var ekki um annað að gera en að hætta og flytja í bæinn. Við fluttum 1987 og hér höfum við svo verið við kennslu síðan, konan mín í Folda- skóla en ég í Ölduselsskóla. Veður skipast í lofti Já, það var á árinu 1989 að ég tók að verða þess var að ekki var allt með felldu með sjónina. Ég fann að það var komið fram eitthvert dautt svæði. Fyrst kenndi ég gler- augunum um þetta, en það kom í ljós að ég var engu betur settur með ný gleraugu. Ég fór því til augnlæknis og sagði honum hvað mér fyndist vera að gerast. Þetta var í janúar 1990. Hann biður mig að koma til sín á sjónstöðina á Landakotsspítala, því hann vildi skoða mig betur og sagði að þá mundi verða hægt að segja með vissu hvað að væri. Nei, það hafði ekki hvarflað að mér að þarna kynni að vera um æxli að ræða eða neitt slíkt. Ég mæti á tilsettum tíma og hann mælir sjónsviðið og segir að því búnu: ,Ja, Friðrik minn, það er bara ekkert að þér í augunum. Það er eitthvað fyrir aft- an þau sem er að þjá þig. Tveimur dögum seinna er ég kominn í skoðun til Johns Benedikz og dag- inn eftir var ég sendur í heilasneið- mynd. Enn tveim dögum seinna er ég kominn í ítarlegar rannsóknir á Landsspítalanum, þar á meðal hormónarannsóknir, því menn héldu að sú gæti verið rótin. Loks komast menn að því að hér er ekki heiladinglinum um að kenna, heldur sé eitthvað að sjóntauginni og þar með fer ég í höfuðuppskurð. Það var þann fyrsta mars 1990. Þegar ég er opnaður, kemur í ljós að hér er æxli fyrir og það liggur inni í sjálfú sjóntaugavíxlinu, þ.e. þar sem sjóntaugarnar ganga hvor í gegnum aðra. Slíkt æxli var von- laust að fjarlægja, nema skera sundur sjóntaugina og þar með væri ég blindari en allt sem blint er. Það náðist sýni af æxlinu og þar með var skurðinum lokað. Rann- sóknir á æxlinu sýndu að það var góðkynja og nú var tekið til bragðs að reyna að drepa það með geisla- meðferð. Henni lauk þann 19. nóv- ember. En því miður hefur sjón- inni farið æ hrakandi síðan og mest frá því í febrúar á sl. ári. Fram að því var ástandið svipað. Ég rataði um allt og gat sest undir stýri, ef því var að skipta, og farið milli bæja. En svo var ég dæmdur „lögblindur", sem þýðir blinda á því stigi að viðkomandi má ekki framkvæma neitt sem krefst fullrar sjónar. Lengi gat ég farið í bíó og lesið í stækkunarvél á skermi, en svo var búið með það. Já, í febrúar í fyrra tók mér að hraka verulega og við þetta situr, og læknarnir eru ráðþrota og segjast ekki vita dæmi annars eins. Von mín er sú að einn daginn hafí þetta versnað uns það ekki getur versnað meir og að þá fari þetta að batna. Nú er svo kom- ið að sú glæta, sem ég sé, er varla teljandi. Þetta er að mestu leyti myrkur, svo ekki sér handa skil. Tími breytinga Ég hef brugðist við þessum um- skiptum með því að halda mínu striki eins og ég hef getað. Ég hef kennt og sinnt því svo vel sem unnt er. Þá hef ég fengið aðstoðar- mann með mér í kennslustofu og það er mér sagt að sé ekki aðeins sigur fyrir mig, heldur fatlaða líka í almennum skilningi. Það hafði ekki þekkst áður í grunnskóla að kennari fengi slíka hjálp. Þá lærði ég blindraletur á ritvél og tölvu og það hefur gengið all vel. Þannig reynir maður að laga sig að þessu eins og hægt er, þótt skrambi erfítt sé, sérstaklega þegar maður hefur verið að vona að þetta færi að batna, en það gerist ekki, heldur versnar ástandið. Það má segja að ég sjái mun dags og nætur, en meira er það ekki. Mér hefur verið styrkur að Biindrafélaginu og sjón- stöð þess, og nú er ég farinn að læra atferli hins daglega lífs. Ég er að byrja á blindraletursnámskeiði og þeir hafa stutt mann og veitt þann styrk sem þeir geta. Já, held- ur fínnst mér þeir ásæknir og hvetjandi en hitt. Þetta er tími breytinga hjá mér og enn hef ég ekki lært að beita heyrninni eins og hægt er, það verður að þroskast smám saman. Ég hlusta nú mikið á útvarp og alltaf á gömlu Gufuna. Úr því fæ ég dægradvöl, sem ég áður hafði úr bókum. Svo hlusta ég á upptökur sem blindrabókasafnið lætur í té. Og ekki má ég gleyma að konan mín les inn á segulband fyrir mig. Við þessar nýju aðstæður er mað- ur skyndilega kominn i þjóðfélags- hóp, sem maður áður hafði engan skilning getað sýnt. Nú er maður orðinn hluti af honum. Maður átt- ar sig á því núna hve ótrúlega kjarkaður sá maður er, sem gengur einn niður Laugaveginn með hvít- an staf. Manni verður svo margt Ijóst er varðar ferli þessa fólks, sem maður áður hafði ekki leitt hugann að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.