Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. janúar 1992 :bl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Starfsfólk Landakots býst við hópuppsögnum. Læknaráðsformenn allra Reykjavíkur- spítalanna senda út sameiginlega viðvörun vegna niðurskurðar í spítalaþjónustunni: lrJá, ég held að það sé óvanalegt að við komum allir saman til fundar, enda lítum við svo á að það séu óvenjulega alvarlegir hlutir í gangi. Sú umræða sem fram fer innan spít- alanna held ég að hafi aldrei verið í eins mikilli alvöru og einmitt núna,“ sagði Jóhannes M. Gunnarsson, for- maður læknaráðs Borgarspítalans. Það óvenjulega hefur gerst að for- menn læknaráða allra þriggja stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að hinn mikli niðurskurður, sem að er stefnt á rekstrarfé sjúkrahúsanna, hljóti óhjákvæmilega að leiða til svo mikils samdráttar í þjónustu að hreint öngþveiti muni af hljótast. Svo miklum samdrætti verði ekki mætt nema með lokun sjúkradeilda. Fækk- un sjúkrarúma muni einkum bitna á sjúklingum á biðlistum og öldruðum. Eins og fram hefur komið verða óhjá- kvæmilega verulegar breytingar á starfsemi Landakotsspítala í kjölfar niðurskurðar sem gert er ráð fyrir í nýsamþykktum fjárlögum, hvort sem af sameiningu spítalans við Borgar- spítala verður eða ekki. Fram- kvæmdastjóm spítalans hélt fund í gærdag tií að ákveða til hvaða ráða yrði gripið. Starfsfólk á Landakoti er mjög órólegt og telur ljóst að niður- staðan verði stórfelldur samdráttur í starfsemi Landakotsspítala og hóp- uppsagnir komi í kjölfar þess. Fram- kvæmdastjómin mun hafa tekið ákvörðun í gær. Hverjar þær em fékkst ekki uppgefið í gærkvöld. Þær verða hins vegar opinberaðar á fundi með fulltrúum starfsmanna eftir há- degi í dag. Að sögn Sifjar Knudsen, trúnaðarmanns sjúkraliða, hafa sjúkraliðar Landakots ráðgast við lög- menn um viðbrögð við hópuppsögn- um. Álit þeirra sé að sjúkraliðar og aðrir fastráðnir starfsmenn eigi rétt á biðlaunum ef störf þeirra við sjúkra- húsið verða lögð niður. Jóhannes M. Gunnarsson bendir á það að Reykjavíkurspítulunum þrem sé ætlað að skera niður kostnað sem gæti numið á bilinu frá 700 til 1.000 milljónir króna á þessu ári. Þar af seg- ir hann hlut Borgarspítalans í kring- um 200 milljónir. „Okkur sýnist það deginum ljósara að ekki geti hjá því farið að það komi niður á þjónust- unni, því svo mikið bmðl hefur ekki verið á spítulunum." Ekki er fjarri lagi að þessi áætlaði niðurskuður nemi íkringum 10% afheildarrekstr- arkostnaði þessara þriggja spítala. Auk þess sem þama er um hátt hlut-' fall að ræða, segir Jóhannes nú óvenju lítið svigrúm til niðurskurðar því hinn mikli niðurskurður sem nú er áætlaður komi í kjölfar flats niður- skurðar sem gerður var í tíð síðustu ríkisstjómar, m.a.s. tvisvar (fyrst 2% og síðar 4%). í sinni sameiginlegu yfirlýsingu vekja læknaráðsformennimir athygli á að þótt þessir spítalar geti ekki vikið sér undan að sinna bráðveikum sjúk- lingum þá hljóti þjónustan við þá að versna. Fækkun sjúkrarúma muni samt einkum bitna á hópum eins og sjúklingum á biðlistum og öldruðum. Þá muni álagið enn aukast þegar geta sjúkrahúsanna utan Reykjavíkur til að sinna mikið veikum sjúklingum minnkar og fleimm þeirra verði því vísað á sjúkrahúsin í Reykjavík. Það ástand muni enn versna með vorinu þegar minni sjúkrahúsin fara að loka vegna sumarleyfa. Fækkun sjúkrarúma bætir hvorki heilbrigði þjóðarinnar né fækkar þeim sem þurfa aðhlynningar með, segja læknaráðsformennimir. Niður- skurður á einum stað í heilbrigðis- kerfinu valdi því oftast auknum kostnaði annars staðar og spamaður- inn verði því oft enginn í heildina lit- ið. Á hvað eða hvar niðurskurðar- hnífnum verði beitt á Borgarspítalan- um sagðist Jóhannes ekki enn geta greint frá. En innan spítalans hafi ver- ið leitað allra spamaðarleiða. Hver einasti yfirmaður spítalans hafi fengið tilmæli um að skila spamaðartillög- um til framkvæmdastjómar sjúkra- hússins. Þar komi fram ýmsir athygl- isverðir hlutir sem leitt geti til um- talsverðs spamaðar. Úr þessu verði síðan unnar tillögur fyrir stjóm sjúkrastofnana Reykjavíkur sem taka muni endanlega afstöðu til þeirra - HEI Þýska skipið Gerd Schepers kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun. Skipið losar þar salt. Tímamynd Ámi Bjama LEITAÐ ÁNÁR- ANGURS Frá Slgurði Boga Sævarssynl, fréttarítara Tfmans á Selfossl. Um 40 björgunarsveitarmenn gengu fjörur í nágrenni Þorláks- hafnar í gær og leituðu brasilísks sjómanns sem tók út af þýska skip- inu Gerd Schepers eina og hálfa sjó- mflu úti fyrir Hafnarnesi við Þor- lákshöfn í fyrrakvöld. Það vom björgunarsveitarmenn úr Þorlákshöfn og frá Stokkseyri og Eyrarbakka sem leituðu. Þá kom þyrla Landhelgisgæslunnar til að- stoðar og leitaði hún um morguninn og aftur síðdegis. Maðurinn hafði ekki fundist þegar Tíminn fór í prentun. Þýska skipið er í saltflutn- ingum hér á landi. Það losaði salt í Þorlákshöfn í fyrradag og fyrirhugar að losa salt Hafnarfirði og Rifi. Skip- ið var í Hafnarfirði í gær. 0DYR, LIPUR, RUMG0ÐUR 0G SPARNEYTINN SUNNY, SJÁLFSKIPTUR EÐA 5 GÍRA Hreint öngþveiti mun af hljótast Marinós rleytið í i veitingast um gærkvöid. Eins og kunnugt er auglýsti veitingamaðurinn eftlr stúlkum til slíkra starfa og málið fékk taisverða ijölmiðlaumQöllun. Veitingamaðurinn sagði Tíman- um í gær að 17 stúlkur hefðu sótt um og tvær verið ráðnar. Blaða- og fréttamenn voru mættir á staðinn í gærkvöid. Þá var enginn kvenkyns starfs- maður mættur til vinnu, hvað þá ber að ofan. Veitingamaður- inn vildi engar myndatökur á staðnum og virtist kunna illa nærveru ijölmiðlafólksins, sem pantaði sér pitsu — að sjálf- sögðu. PlNISSAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.