Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. janúar 1992 Tíminn 7 komin nokkur fíðlukennsla og lúðrasveitin var eitthvað að baksa, auk þess sem söngdeild var að fara af stað og fleira má nefna. Þannig má laða fram góðan tónlistar- mann, í stað þess að sá, sem látinn er læra á píanó, en hentar það hljóðfæri ekki, verður í besta lagi aðeins máttlítill dútlari heima við. Fjórar gerðir tónlistarhæfi- leika ,Jú, það er satt. Við dóttir okkar, Hjálmfríður Þöll, höfum nokkuð gert af því að flytja tónlist á veit- ingastöðum saman, því hún er ekki síður tónlistarlega sinnuð en við foreldrarnir: lærði í tíu ár á básúnu og er með fjögur stig á pí- anó. Þetta byrjaði þannig að við vorum með danshljómsveit fyrir austan, ég lék á hljómborð en hún söng. Svo slitnaði upp úr hljóm- sveitarsamstarfinu, eins og gengur, og þá stakk ég því að henni hvort við ættum ekki að koma bara fram tvö, fiytja dinnermúsik. Hún var þá orðin sautján ára og röddin farin að þroskast skemmtilega, svo mér virtist þetta alveg upplagt. Og það varð úr. Við höfum komið nokkuð víða fram, en þó með hléum. Þetta er enn einn þátturinn í músíklífinu á heimilinu. Já, tónlistin er alltaf nálæg og hægt að leita til hennar með ýmsu móti. Það var einhvern tíma sagt að sá sem ætti sér húsaskjól og kjötsúpu og soðningu þyrfti ekki að kvíða morgundeginum, og eins mætti víst segja að sá, sem getur stöðugt verið í félagi við tónlist og skáldskap, þurfi þess ekki heldur. En ég vil koma því að hér í lokin að stefna núverandi ríkisstjórnar finnst mér þess eðlis að það muni þurfa í meira lagi ramman kveð- skap og magnaða tónlist til þess að Iifa hana af.“ AM Því er oft haldið fram að það séu mismunandi manngerðir sem lað- ast að t.d. strengjahljóðfærum og svo að blásturshljóðfærum á hinn bóginn. Þetta má satt vera. Einu sinni las ég bók þar sem tónlistar- hæfileikum var skipt niður í fjóra þætti eða „element". Eitt var lag- línu- elementið, annað hið hljóm- ræna, þriðja hið hrynræna og loks tilfinningin fyrir hraða og styrk, eða hið „dýnamíska". Þessi „ele- ment“ eru missterk. Einhver kann að hafa sterkt hrynrænt element og er sífellt að banka taktinn, svo ekki skeikar sekúndubroti — en hann trommar alltaf í sama styrk, því hann vantar það dýnamíska. Sá næsti hefur sterka tilfinningu fyrir laglínu og blæbrigðum, hefur sem sagt bæði gott laglínu og dýnam- ískt „element", en á bágt með tempóið, því það hrynræna er veikt. Þessir þættir skipta máli við hvaða hljóðfæri hæfa fólki best, t.d. eintóna hljóðfæri eða hljóm- borðshljóðfæri eða hvort því falli best að syngja." Feðginin leika saman FRIÐRIK GUÐNI: „Einkum leik ég á hljómboröshljóðfærin, þótt ég leiki á ýmis hljóöfæri önnur, en þaö veröur tónlistarkennari aö geta. “ „Stundum er maður sískrifandi" Já, það er rétt, ég hef lengi ort og bækumar mínar eru nú orðnar fimm, en þá er ógetið um kver sem ég gaf út og heitir „44 jólavísur". Fimmta fmmorta bókin mín kom út í haust og hún heitir „Kór stundaglasanna". Þótt ég segi sjálf- ur frá, hefur hún fengið mjög góð- ar viðtökur. Það er þó ekki aðeins þess vegna, sem ég vil koma því að hér, að mér finnst bókmennta- gagnrýni hafa fleygt mikið fram. Mér finnst ég ekki hafa fengið jafn vandaða og vel gmndaða gagnrýni um bók eftir mig áður. Ég finn að gagnrýnandinn hefur lagt sig fram um að lesa bókina allt fram til þess að hann nær þeim sáttum við hana að hann geti skrifað af einhverju skynsamlegu viti um hana. Áður hefur maður rekið sig á að menn hafa kastað nokkuð höndunum til, flett í gegnum bókina og látið fyrsta stemningarandblæinn ráða hvort þeir skrifa neikvæða eða já- kvæða umsögn. Úr verður oft mis- skilningur og meining höfundar- ins fer forgörðum. Misskilningur gagnrýnandans er það eina sem eftir stendur. Að einhverju leyti kemur þetta til af þeim ósið að menn gefa allt út á hálfum öðmm mánuði síðast á árinu. Gagnrýnin verður að koma í einum grænum og menn verða að Iesa eins og maskínur einhver ókjör. Úr verða oft heldur vond mál. Já, já, vissulega yrki ég áfram þegar andinn kemur yfir mig, sem getur gerst á öllum tímum. Hann kemur fyrirvaralaust: þegar maður er nývaknaðúr á morgnana, seint á kvöldin, í baðinu eða á salerninu eða í bflnum á Ieið í vinnu. Hitt er svo misjafnt hvenær maður vinnur úr þessu. Stundum er maður sí- skrifandi, en leggst svo í dvala þess á milli. Nú, og svo á ég smásagna- safn sem enginn vill gefa út, að minnsta kosti ekki enn. Ég bíð bara eftir að fá íslensku bók- menntaverðlaunin — þá fara út- gefendur að horfa til manns og þá mundi ég sletta í þá smásagnasafh- inu til að byrja með! „Nóg músík í unga fólkinu" Ég kenni núna í Ölduselsskóla, eins og ég áður sagði. Já, það er nóg af músík í unga fólkinu, eins og það er nóg músík í kettinum ef það er stigið á skottið á honum. En til þess þarf að stíga á skottið. Mús- íkkennslan í landinu fékk mikla vítamínsprautu 1974, þegar ríkið fór að greiða helming á móti sveit- arfélögunum af kostnaðinum við tónlistarskólana. Þá varð mikil gróska í músíkkennslunni, sem varði þar til þetta hefur nú verið skorið niður og sveitarfélögin orð- in helsti ábyrgðaraðilinn. Þetta hefur komið illa niður á ýmsum minni skólunum, sem er afleitt. Stærri skólarnir virðast aftur á móti dafna eftir sem áður, því þá hafði tekist að byggja upp og koma á nokkuð traustan grundvöll. Plató sagði fyrir 2500 árum að það væri óhugsandi að ala upp ungt fólk svo það yrði hæft til samfélagslegrar ábyrgðar, nema veita því þá kennslu í fögrum listum sem hægt er. Þetta er jafn satt enn í dag og engir eiga meiri þátt í þessu en tónlistarskólarnir. Við höfum veitt því athygli, sem stöndum í þessu, að tónlistarnám verður jafnframt ansi drjúgur skóli í mannasiðum. Það er skóli í virðingu fyrir náunga okkar og viðfangsefnum hans, skóli í vinsamlegri framkomu og jákvæðri og í fordómaleysi. Þegar bam sest upp á svið fyrir framan píanó og spilar lítið lag, sem hvorki er sinfónía né rokk, en þó skyldara því fyrrnefnda, læra börn- in, ekki síst þau sem í salnum sitja, að bera virðingu fyrir viðfangsefn- unum og krefjast sömu virðingar af öðrum. Þau læra að hlusta af virðingu og síðar yfirfærist þetta á daglegt líf. Þau hlusta af meiri skynsemi á andmælanda sinn, hvort sem hann er vitleysingurinn í bekknum, stelpan eða strákurinn sem þau eru skotin í o.s.frv. Það hafa líka margir sagt við okkur að tónlistarskólanemendur fari að skera sig úr á mannamótum fyrir kurteisi. Draumur minn er sá, þótt hann sé víst fjarlægur, að hverju mannsbarni megi auðnast einhver tónlistarmenntun og hún þannig að manneskjan geti sest niður hve- nær sem tilefni gefst og leikið sitt uppáhaldslag á sitt uppáhalds- hljóðfæri. Aö finna sitt hljóðfæri ,úá, uppáhaldshljóðfæri. Mitt uppáhaídshljóðfæri er raunar bíandaður kór, en barnakór uppá- haldshljóðfæri konu minnar. Við höfum lagt mikla rækt við kór- starf. En slík hljóðfæri eru auðvit- að ekki fyrir hendi á hverjum bæ og því eru það hljómborðshljóð- færin sem ég leik einkum á, þótt ég geti leikið á mörg hljóðfæri önnur, því það verður tónlistar- kennari að geta. Ég stundaði ann- ars nám í kóratónlist í Hannover í Þýskalandi þar sem við Sigríður vorum við framhaldsnám í eitt ár, 1971-72. Vissulega er það misjafnt hvaða hljóðfæri hentar hverjum og ein- um, og stundum getur það kostað verulega fyrirhöfn að finna það. Barn, sem fær rangt hljóðfæri að glíma við, nær litlum sem engum árangri og gjarna er kveðinn upp sá úrskurður að það sé ómúsík- alskt með öllu. Þá er oft verr farið en heima setið. Ég skal segja þér sögu af þessu. Einn af góðum nem- endum okkar, sem nú er kominn á þrítugsaldur, hafði um sjö ára ald- ur verið látinn læra á ýmis hljóð- færi. Fyrst fékk hann blokkflautu, sem var honum sem hvert annað óskiljanlegt kynjaáhald. Þá tók við orgel og hann látinn kroppa í það, sem skiiaði engum minnsta ár- angri. Ekki var gefin upp öll von og honum nú fenginn gítar, en það fór sömu leið. Það var þó hann sjálfur, sem ekki vildi gefast upp, og aftur gaf hann sig fram í tónlist- arskólanum eitt haustið enn. Þá var rétt búið að ráða blásturshljóð- færakennara og honum boðið að reyna sig hjá skólalúðrasveitinni. Júl Ég vil prófa það!“ sagði dreng- urinn. Ekki var hann fyrr búinn að bera hornið upp að munninum en allt opnaðist fýrir honum. Hann hafði loks fengið hljóðfærið, sem hann þurfti til þess að hans mús- íkalítet kæmi fram. Mest hef ég þó kannske gaman af að segja þér að er hann þarna hafi fundið sína leið, kom svo margt annað eins og af sjálfu sér. Hann er ágætur harm- onikkuleikari og sá eini úr skólan- um hjá okkur, sem stundað hefur slagverksnám hjá FÍH. Einmitt af þessum ástæðum þarf tónlistar- skóladeild að geta boðið upp á nokkra fjölbreytni. Því stigi vorum við um það bil að ná fyrir austan, þegar við hættum þar. Þar var þá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.