Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1992 Nýr Escort og nýr Orion frá Ford kynntir í febrúar: Evrópsk innrás? Leifur Þorleifsson í Bílasmiönum. mjög varasamt, því þegar menn bóni bfl í sterku sólskini sé sú hætta fyrir hendi að rispa lakkið, sem er við- kvæmt eftir að hafa hitnað í sólinni. Hann bendir á að hringmyndaðar rispur, sem sjást vel í lakki margra bfla þegar ljós fellur á þá, stafi af þessu. Þess vegna sé mikilvægt að hafa þann flöt, sem er verið að bóna, ávallt í skugga sólar, og best sé að bóna bfla innandyra. Bfleigendur skyldu einnig hafa í huga að nota bónið rétt. Menn skyldu varast að taka fyrir of stóran flöt í einu og alls ekki bera bón á all- an bflinn og þurrka það síðan af. Hið rétta er að taka fyrir lítinn flöt í einu og bera bónið á hann þar til að það fer að þorna í tuskunni. Eftir það má fara að vinna bónið niður. Það á ekki að bóna í hringi, heldur eftir lögun bflsins. Þannig á til dæmis að bóna vélarhlíf frá enda tij enda, en skott- lok þvert yfir. Límið yfír skrámar! Það er vinsælt á vetuma að fara í svokallaðar vélþvottastöðvar og þvo þar bflinn sjálfur. En getur það skað- að bflinn að þvo hann á þennan hátt og keyra síðan beint út í hitastig undir frostmarki? „Vélþvotturinn er allt í lagi,“ segir Leifur. „Menn verða bara að muna að líma með límbandi fyrir allar skrár, þegar þvegið er að vetrarlagi. Þegar vatnið er einu sinni komið inn í skrámar, fer það ekki þaðan, vegna þess að sýlenderinn er alveg lokaður og það kemst ekki í burtu. Við fáum allt of margt fólk hingað til okkar með bfllykla sem það hefúr brotið inni í frosnum skrám." -Ac Um miðjan næsta mánuð hyggst For- dumboðið á íslandi, Globus hf., kynna tvo nýja bfla: Ford Escort og Ford Orion. Um nánast sömu bfla er að ræða hvað varðar tæknibúnað og REGNIÐ FÝK- UR BURT Hollráð og grundvallaratriði um umhirðu og þrif bíla: I umhkypm,atium unduhmar vikur hafa verið óvenju leiðinleg aksturssldfyrði á götum höfuð- borgarinnar vegna tjöru og salts, sem spænist upp úr maJbikinu, smyrst framan á rúður og byrglr ökumönnum útsýni. Þegar svo er komið, þýðir Lítið að hafa rúðu- þurrkumar á hröðustu stiliingu, heldur verða menn að fara með tjöruleysl eða sápu á framrúðuna tfl þess að losna við óþverrann. Fyrir viku gerði bflaprófunarmað- ur Tímans tilraun með efnið Rain- x. Þetta efni var borið á aflar rúður viðkomandi bfls, eftir að þær höfðu verið hreinsaðar með tjöruleysi. Meðferð þess er svipuð og bóns: það er borið á rúðuna, l&tiö standa og síðan nuddað af með þurri tusku. Arangurinn reyndist vontun framar og fyrstu dagana þurfti iítíð að nota rúðuþurrkumar í akstri, því regndropamlr hreinlega fuku af rúöunni. Útsýni úr bflnum var snöggtum faetra, en þess ber að gæta að þurrkubiöðin stijúka efnið smám saman af róöunni, þannig að faest er að hreinsa hana að nýju eftir 10-15 daga, og bent aftur á hana þetta efhl eða annað sam- bæriiegt. -ÁG .....................— Meö vatn og sápu aö vopni hönnun, að því undanteknu að Orion er stallbakur, en Escort er, eins og hingað til, ýmist hlaðbakur eða skut- bfll. Á ýmsu hefur gengið með evrópska Fordinn. Þegar best lét, í kringum 1965, var tegundin Ford algengasta bflategund á Islandi og margir minn- ast þess er bflaleiga ein keypti á einu bretti eitthvað um 50 Ford Cortina frá Englandi. En það var ekki bara bfla- leigan, sem vildi eiga Cortinu, heldur var hún í harðri samkeppni við Volks- wagen-bjölluna sem var gríðarlega vinsæll bfll. Escort- og Orion-bflarnir, sem verða kynntir í næsta mánuði, verða mjög vel búnir bflar og skemmtilegir, eins og margir kannast við sem hafa leigt sér slíka bfla á ferðalögum um Evr- ópu. Þeir verða búnir 1600 rúmsenti- metra vélum, sem eru 90-108 hestöfl og með fimm gíra gírkössum. Þá fást þeir einnig sjálfskiptir, en sjálfskipt- ingin er hin byltingarkennda CTX- sjálfskipting, sem sagt hefur verið frá sandur loðandi við tjöruna, t.d. eftir felguþvott. Þrif á vél koma í veg íyrir bilanir Það er ekki nóg að halda yfirbygg- ingu bflsins hreinni; til þess að forð- ast bilanir þarf vélin að vera hrein líka. Sé vélin þakin óhreinindum, binst raki í þau og það má til dæmis rekja verulegan hluta bilana í raf- kerfi til raka. Það er staðreynd að með því að halda vélinni hreinni og um leið þurri, má koma í veg fyrir verulegan hluta þeirra bilana, sem að öllu óbreyttu kæmu upp. Best er að úða sápu eða tjöruleysi yfir vélina og láta löginn vinna á óhreinindun- um í tíu til fimmtán mínútur, en þvo síðan vélina með vatni og nettum bursta, eða vatni úr slöngu undir þrýstingi. Bónið ver ekki lakkið Því hefur verið haldið á lofti, að með því að bóna bfla sem mest og oftast verji menn lakkið best fyrir skemmdum. Þetta er hins vegar al- rangt og í sumum tilfellum getur utanáliggjandi bón safnað í sig tjöru og annarri drullu úr malbikinu. Leifur Þorleifsson fullyrðir að menn noti bflabón á alrangan hátt hér á landi. „Bónið er til þess að halda uppi litnum og gljáanum í lakkinu og ekki annars. Að halda því fram að bónið myndi einhverja húð, sem ver lakkið fyrir skemmdum, er rangt," segir hann. Hann bendir einnig á að hérlendis ofnoti menn bflabón og bóni mun oftar en þörf krefur, kannski einmitt vegna þess að þeir trúa því að bónið verji lakkið. Þá sé það viðtekin venja að fólk rjúki til að bóna bflana sína á góðviðris- dögum á sumrin. Leifur segir þetta Notið ekki skítuga þvottakústa Þegar verið er að þrífa lakkið sjálft, er hægt að nota margs konar sápu- efni, t.d. „Færeyinginrí' sem fæst hjá ESSO, Uirbo 200 sem fæst hjá OLÍS, grænsápu og jafnvel upp- þvottalög. Það má hins vegar vara sig á því að skemma ekki lakkið þeg- ar verið er að þvo. Við það er best að nota venjulegan svamp og menn skulu forðast að nota tjörumengaða þvottakústa á plönum bensínstöðv- anna, því fyrir utan óhreinindin, sem þeir bera í sér, er oft á tíðum hér í Tímanum. Bflamir verða einnig fáanlegir með 1300,1400 og 1800 vél- um og með mjög mismunandi búnaði ytra sem innra, sem verulega geta skipt máli fyrir endanlega útkomu þess hvers konar bfl eigandinn fær í hendur. Þannig getur útkoman orðið sú að tveir bflar, sem heita sama nafn- inu, eigi í raun orðið fátt sameigin- legt. Iflokki meðalstórrafjölskyldubflaer mjög hörð samkeppni um markaðinn, og með tilkomu innrásar Ford Escort og Orion hlýtur hún enn að harðna, því auk allra japönsku tegundanna er að koma nýr Volkswagen Golf, sem beðið er með talsverðri eftirvæntingu, og svo er Hyundai frá Kóreu einnig á leiðinni. —sá Eitt af því, sem ræður líftíma bfls, er hvernig hirt hefur verið um lakkið á honum. Það eru til ótal mörg efni á markaðinum, sem eiga að bæta lakkið og verja það skemmdum. Þrátt fyrir allt auglýsinga- skrum er besta vörnin jafnframt sú einfaldasta — vatn og sápa. Þaö er ekki nóg aö vera meö gott bón. Efmyndin prentast vel, sjást skemmdirnar í lakkinu sem koma þegar lakkiö er bónaö heitt og nuddaö í hríngi. Tlmamyndir: Ámi Bjarna Ford Orion er laglegur fjölskyldubíll, sem kynntur verður á íslandi á næstunni. Ford Escort er afsama meiöi og Orion, en hlaðbakur. Tæknibúnaöur er nánast sá sami. Leifur Þorleifsson, eigandi verslun- arinnar Bflasmiðurinn við Bflds- höfða, segir að menn fari í gmnd- vallaratriðum rangt að hvað varðar umhirðu bfla. „Það er í raun ekki til nema ein aðferð til þess að verja lakkið á bflnum fyrir skemmdum, og hún er að þvo hann,“ segir Leifur. Hann bætir því við að menn geti notað, og noti, ýmis hjálparefni til þess að auðvelda sér þrifin, en gmndvallaratriðið sé að þvo bflinn reglulega og gera það á réttan hátt til þess að skemma ekki lakkið. Tíminn hefur spurt fagmenn í sprautuvinnu og lakkhirðu með hvaða hætti sé best að vernda lakkið á bflnum. Þeim ber öllum saman um að þrif með vatni og sápu séu gmnd- vallaratriði og að menn verði jafn- framt að gæta þess að skemma ekki lakkið þegar verið er að þvo það. Undir þetta tekur Leifur. Hann mæl- ir með því að bflar séu þvegnir um það bil einu sinni í viku yfir vetrar- tímann, en sjaldnar á sumrin þegar minna er af tjöm og salti á götun- um. En það er ekki nægilegt að þvo bflinn að utan. Til þess að forðast ryðmyndun í brettum og hjólskál- um er nauðsynlegt að sápuþvo hjól- skálarnar að innan og helst að skúra þær einnig. Sérstaklega þarf að huga að brotinu á brettaköntunum: þar safnast ævinlega fyrir óhreinindi og salt, sem þarf að fjarlægja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.