Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.01.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1992 „Guð hefur þó verið í Skarfanesi“ Frá jarðskjálftunum á Suðurlandi árið 1896, eftir séra Olaf Olafsson Lengi hafa menn átt von á að yfir ríði nýr Suðurlandsjarðskjálfti, en reynsla aldanna bendir til að um það bil öld líði á milli þess- ara hamfara. A kom- andi hausti verða 95 ár liðin frá síðasta skjálfta. Hér birtum við frásögn séra Ólafs Ól- afssonar í Amarbæli af skjálftanum 1896, og mega menn geta sér til um hvílík ósköp hafa á gengið og reynt að hugleiða hvemig nú- tíma mannvirki mundu standast eldraunina. „Jarðskjálftamir 1896 hófust að kvöldi dags, hér um bil stundu eftir náttmál, hinn 26. dag ágústmánaðar. Allir á heimili mínu voru háttaðir. Ég var að byrja að gleyma mér. En þá heyrði ég allt í einu mikinn og þung- an dyn úr austurátt eða landnorðri. Flaug mér í hug að ferðamenn væru að koma og rækju marga lausa hesta heim slétt og hart túnið; yrði ég því þegar að fara á fætur og láta vinna gestum þessum beina. „Brotsjóir" En — í sama augnabliki skall jarð- skjálftabylgjan á bænum og skalf þá allt og nötraði. Bærinn lék allur á reiðiskjálfi og brast og brakaði í hverju tré. Var sem allt væri ofan að ríða. Allt heimilisfólkið hentist í einum svip fram úr rúmunum og vissi eig- inlega enginn hvað hann átti af sér að gera meðan hrinan var sem hörðust. En þegar þessum ósköpum létti, þá fór hver maður að klæða sig; enginn vissi hvort langt eða skammt yrði að bíða næstu bylgju. Bærinn í Amarbæli var stór og myndarlegur, en orðinn gamall, fú- inn og ekki til írambúðar. Var það hveijum manni sýnilegt að hann myndi ekki af bera marga slíka „brot- sjói“. Stór og væn skemma var fyrir aust- an baðstofuna; hana taldi ég sterk- asta bæjarhúsið. í þessa skemmu flúðu konur og böm þá um nóttina og ég tróð mér þar líka niður í ein- hverju horninu. Þangað skreið til mín ung og falleg stúlka úr Reykja- vík. Hún var fyrir innan fermingu þá og vildi vera sem næst prestinum ef kominn skyldi vera dómsdagur. Piltar mínir lágu um nóttina í hey- böggum uppi í húsagarði og bám sig karlmannlega. Yfirleitt bám allir sig vel og hreystilega og enginn mælti æðmorð. Kirkjan var nýaðgerð og nýmáluð öll að innan og því vildi ég draga í lengstu lög að flytja í hana, en að því rak þó fyrr en ég bjóst við. Svo leið nú fyrsta hrakningsnóttin. Morguninn eftir, nálægt dagmálum kom annar kippur allmikill. Að hon- um afstöðnum var mér það Ijóst að bærinn var þegar orðinn óbyggileg- ur, veggir spmngnir og máttarviðir bilaðir. Þessir tveir kippir, hinn 26. og 27. ágúst, vom langharðastir að austan og ofan á Suðurlandsundirlendinu, á Rangárvöllum, í Landsveit og Gnúp- veijahreppi. Og stefna jarðskjálftans var auðsjáanlega í vesturátt — líklegt að endahnúturinn myndi verða á vesturjaðri undirlendisins, í Ölfusi og Flóa, eins og oft að undanfömu. En auðvitað var þetta þá í þoku og ósjálfráður gmnur heldur en nokkur vitneskja. Tjónið í þessum tveimur kippum var ákaflega mikið á Landi og Rang- árvöllum í Hreppum og víðar. Þannig má nefna að í Landsveit, sem er fremur lítill hreppur, gjörféllu eða því sem næst 28 bæir af 35 sem í sveitinni vom. í Flóa og ölfusi var tjónið fremur lítið; margir flýðu samt um stund bæi sína og uggur og kvíði var í öll- um þorra manna. Eftir mánaðamótin ágúst og september fluttu samt margir inn í bæina aftur í þeirri von að allt hið lakasta væri afstaðið. Heimilisfólk mitt var líka eftir þessi mánaðamót komið aftur í rúm sín í baðstofunni, en ekki var það með mínum vilja þó að ég léti það hólkast. Ég var í kirkjunni með konu og böm og tvær stúlkur; gmnurinn um að ekki væri allt búið var ríkur í huga mínum. Ég vildi ekki flytja í gamla bæinn og ekki byrgja skepnur í hús- um, t.d. kýr, fyrr en vika væri af sept- ember að minnsta kosti. Og þetta var lán mikið. Fyrir það hélt ég 24 kúm lifandi, sem allar hefðu drepist, hefðu þær verið byrgðar í fjósi, því að það féll allt í flór niður enda á milli. Nótt sem enginn gleymdi Svo kom nóttin milli 5. og 6. sept- ember, nótt, sem ég hygg að allir muni til æviloka sem hana lifðu á vesturhluta jarðskjálftasvæðisins. Þá kom kollhríð jarðskjálftanna í Flóa og Ölfusi. Laugardagskvöldið 5. september sat ég nokkm eftir náttmál uppi á bað- stofulofti hjá piltunum mínum og var að rabba við þá meðan þeir vom að borða og hátta. Fóm þeir allir úr hverri spjör, því að þeir komu mjög votir frá vinnu. Um kl. 10 fór ég út í kirkju til að sofa. Ég lagðist niður að norðan- verðu í kórnum; þar lágum við hjón- in með yngri drenginn á milli okkar. Ég fór ekki úr neinu, eins og vant var, og tók ekki af mér skóna. Mig langaði til að sofna, en tókst það ekki. Mér var óvenju órótt og leið eitthvað illa. Ég byrgði mig niður og Ias bænir mínar. En allt kom fyrir ekki. Þannig lá ég all langa stund, uns loks kom að því að mér fannst svefninn ætla að koma, ég væri að byrja að gleyma mér. Þá — allt í einu skall á kirkjunni óttalegur jarðskjálftakippur, svo að hún lék öll á reiðiskjálfi. Við stukkum öll upp og út, sem í kirkjunni vomm. Þóttumst við eiga fótum okkar fjör að launa. En þegar út kom sáum við að komið var svarta myrkur, sótsvört þoka og sá varla handaskil. Ég gekk upp hlaðið. Þar var þá kom- ið allt fólkið úr baðstofunni, að mestu allsnakið upp úr rúmunum. Hafði það brotið alla glugga vestan á baðstofunni og skriðið þar ÚL Nú vom sendir menn inn aftur til að fleygja út öllum rúmfötunum og fatnaði. Síðan klæddist fólkið og fór- um við öll í kirkjuna. Meðal þeirra, sem komust út um gluggana allsnaktir, var fjósakarlinn minn. Ég rakst á hann í myrkrinu með tóbaksfjölina mína og tóbaks- járnið í fangi sér. Ég vék eitthvað orð- um að honum, að hann hefði ætlað að bjarga þessum tækjum með sér. „Já, húsbóndi góður,“ sagði karl, „þó að himinn og jörð forgangi, þá ætla ég að passa það sem mér er trúað fyr- ir.“ Mér þótti svarið gott hjá ekki vitr- ari manni. Nú bjuggumst við öll um í kirkj- unni, og fómm enn að reyna að sofa, en suma af piltunum sendi ég út í hverfi til að vita hvernig þar liði. Svo smáleið nóttin þangað til um það bil kl. 2. Þá kom lokahríðin, og þeim ósköpum, sem þá gengu á, er ekki unnt að lýsa. Þá flýðum við öll úr kirkjunni og höfðumst við úti á túni, þangað til birtan kom. í þessum voðalega kipp hmndi hvert einasta hús á prestssetrinu í Arnarbæli, nema kirkjan. Það hafði komið fyrir einu sinni áður, 1706. í raun og sannleika er lítt mögulegt að Iýsa með orðum því, sem á gekk í Mið-Ölfusinu þessa nótt, einkum um það leyti, sem hinn mikli, nýi hver myndaðist. En til þess að gefa mönn- um einhverja hugmynd um það, skal ég taka hér upp stutta lýsingu á þessu sem birtist í „Þjóðólfi“ örfáum dög- um seinna: „Óttinn og hörmungin um nóttina varð enn meir fyrir það, að svarta- myrkur var á og blindþoka. Ölfúsá mddist fram með ógurlegum ofsa, eftir því sem næst varð komist um 16 feta há. Hugðum vér sem við hana búum, að hún í myrkrinu væri að koma yfir oss gínandi og mundi sópa öllu burt, sem lífs hefði komist úr jarðskjálftanum. — Dunumar og brestirnir í jörðunni bergmáluðu úr einum hnúk í annan, svo að sums staðar heyrðist ekki mannsins mál, þótt menn stæðu hver hjá öðmm, og alla nóttina var sem jörðin léki á þræði. — Fólkið stóð úti um jörðina í hópum og fól sig guði. Þráðu menn þá ekki annað meira en að birta tæki af degi. Mátti það furðulegt heita, að ístöðulítið kvenfólk missti ekki vit- ið.“ Töldu Suðurlands- undirlendið vera að sökkva Þessi lýsing er alveg rétt það sem hún náði. En við þetta vil ég því bæta, að þessa nótt skeði það á einum bæ í Ölfúsinu, að gamall maður lítilsigld- ur hvarf frá heimilisfólkinu út í myrkrið og þokuna og fannst ekki fýrr en birta tók, en þá dauður úti í kofa, hafði af hugarhrelling grandað sér sjálfur. Tveir greindir bændur sögðu mér á eftir, að þeir hefðu þessa nótt verið sannfærðir um það með sjálfum sér, að Suðurlandsundirlendið væri að sökkva í sjó af eldsumbrotum djúpt í jörðu. Var í mínum augum síður en svo að þetta væri einfeldnislega til getið. Allur fénaður í Amarbælishverfinu, það er að segja kýr og hross, sem alls var talsvert á annað hundrað, kom allt í hópum heim á tún, var eins og að leita trausts og hælis hjá mönn- unum. En ekki héldu veslings skepn- umar kyrm fyrir, heldur vom þær um nóttina á sífelldum hlaupum fram og aftur um öll hverfistúnin, hestar hneggjandi en kýr baulandi. Óvenju mikið fuglaglugg var alla þessa nótt, en stærð fuglahópanna sáum við ekki. Það var því líkast sem einhver ókyrrð væri í allri náttúr- unni. Þegar birta tók og við sáum til Ölf- usár, kom í ljós að farvegur hennar milli Amarbælis og Kaldaðamess var stórkostlega breyttur. Stórar og gamlar eyrar vom horfnar, en ann- arsstaðar, þar sem áður var meira og minna dýpi, vom komnar nýjar eyr- Áhrif jarðskjálftans bárust vlöa. Hátíö verslunarmanna I Reykja- vík stóö sem hæst er skjálfinn þann 25. ágúst kom, og truflaöi hann gamaniö. Myndin er frá þessari umræddu hátlö. ar. Vom þetta minjar flóðöldunnar miklu, sem mðst hafði fram árfar- veginn um nóttina með þeim gný og glumrugangi, sem varla verður með orðum útmálað. Það var hörmuleg sjón að Iíta yfir valinn þegar birta tók, hervirki þess- arar hræðilegu nætur. Allur þessi stóri og myndarlegi bær lá í einni kös og því líkast sem hrært hefði verið í sumum húsunum. En mér verður það alla ævi í minni, hve bjartur og dýrlegur sá sunnu- dagsmorgunn var, sem rann upp eft- ir þessa dimmu þrautanótt. AJlt var vafið himneskri fegurð og blíðu. Og hvað mig sjálfan snerti þá fannst mér velt af mér þungri byrði, síðasti kipp- urinn hafði verið lokahríðin. En þó var nú ekki allt búið enn. Hinn 10. sepL kom seinasti kippur- inn, sem nokkuð kvað að. En hann var vægur í Ölfusinu, samanborið við þá, sem á undan voru gengnir. Þó kollvarpaði hann karlmönnum, sem stóðu við slátL Þessi kippur gekk mest yfir austur- hluta Flóans, sérstaklega Hraungerð- ishrepp. Féllu þar 35 bæjarhús og 43 fénaðarhús. í þeim jarðskjálfta fórust og hjónin á Selfossi, hrundi baðstof- an yfir þau. Hræðilegt ástand Það var hræðilegt ástand í Árnes- og Rangárvallasýslum eftir að þessi refsiengill jarðskjálftanna hafði lokið umferð sinni yfir Suðurlandsundir- lendið. Tvær blómlegustu sýslur landsins lágu flakandi í sárum, kom- ið nærri hausti og vetri, slætti ekki lokið og bæði menn og skepnur vant- aði skýli yfir höfuð sér. Það var því síst tiítökumál, þótt margir horfðu með kvíða fram til ókomna tímans. All lengi framan af var mönnum ókunnugt hve umfangsmikið tjónið var í heild sinni í báðum sýslum. Það var ekki fyrr en seinna að mögulegt var að saftia skýrslum um tjónið og meta það til fjár, að svo miklu leyti, sem unnt var. Svo taldist mönnum til á eftir, að tjónið, sem hver einstakur jarð- skjálftadagur gerði, hefði verið sem næst á þessa leið: 26. ágúst féllu 517 bæjarhús og 1326 fénaðarhús, alls 1843 hús. 27. ágúst féllu 64 bæjarhús og 89 fénaðarhús, alls 153 hús. 5. september féllu 483 bæjarhús og 685 fénaðarhús, alls 1168 hús. 6. september féllu 207 bæjarhús og 232 fénaðarhús, alls 439 hús. 10. september féllu 39 bæjarhús og 50 fénaðarhús, alls 89 hús. Alla þessa jarðskjálftadaga féllu þá 1309 bæjarhús, 2383 fénaðarhús eða samtals 3692 hús. Þeir tveir hreppar, sem harðast urðu úti í húsahruni sem og öðru, voru Landmannahreppur í Rangárvalla- sýslu og Ölfushreppur í Ámessýslu. í Landmannahreppi voru 35 bæir; 28

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.