Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 1

Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 1
Laugardagur 22. febrúar 1992 38. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Steingrímur Hermannsson vísar á bug ummælum Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, að aðgerðir fyrri ríkisstjórnar til bjargar sjávarútveginum hafi aukið á vandann: Fáránlegt að fara gjaldþrotaleiðina Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vísar því alfarið á bug að aðgerðir síðustu ríkisstjómar til bjargar sjávarút- vegsfyrírtækjum hafi aukið á vandann þegar til lengrí tíma er litið. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar tveggja formanna nefndar sem vinnur að því að endurskoða sjávar- útvegsstefnuna, fullyrti þetta í samtali við Ríkisútvarpið. Þröstur sagði að mun betra værí að iáta fyrirtæki sem ekki bera sig fara á hausinn. Steingrímur sagði sérkennilegt að Þröstur Ólafsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kron, skuli telja það æskilegt að sjávarútvegsfyrirtæki hringinn í kringum landið verði gerð gjaldþrota í stórum stíl og mæti þann- ig sömu örlögum og það fyrirtæki sem hann sjálfur stýrði og setti á hausinn. „í október 1989 var haldinn mikill fundur hjá samtökum fiskvinnslu- stöðva. Þá var því lýst yfir að fá eða engin fyrirtæki myndu hefja rekstur eftir áramótin nema til kæmu opin- berar aðgerðir. Ég er sannfærður um að ef þá hefði ekkert verið gert hefðu meira en 30% fiskvinnslustöðva farið á hausinn. Það er ómælanlegt hvað áhrif það hefði haft á þjóðarbúið, bankana, ríkissjóð, byggðarlögin og einstaklinga,“ sagði Steingrímur. „Menn verða að gæta að því að rekstrarstaða sjávarútvegsins ákvarð- ast ekki síst af aðgerðum ríkisvaldsins. Steingrímur Hermannsson alþingismaöur. Árið 1987 var genginu haldið föstu í 20% verðbólgu sem kippti öllum starfsgrundvelli undan rekstri út- flutningsfyrirtækja. Það er sannfær- ing mín, og ég vísa þar m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar, að aðgerðimar sem gripið var til árið 1989 hafi borið mjög góðan árangur. Það er enginn vafi á því að árið 1990 voru þessi fyrir- tæki mörg hver að rétta úr kútnum. Fyrirtækin hefðu hins vegar þurft að hafa svona starfsgrundvöil lengur. Vextir hefðu áfram þurft að vera lágir og afli sömuleiðis meiri. Ég trú því ekki að menn ætli að fara þessa últra hægrileið að grisja í at- vinnulífinu með gjaldþrotum. Áhrif slíkrar leiðar á bankakerfið yrðu skelfileg. Fiskeldið fór á hausinn í Noregi sem leiddi til þess að norska ríkið varð að veita milljörðum til Þjóðarsáttarforsendur bresta sé það látið viðgangast að sveitarfélög geti hækkað gjöld sín: Ábyrcjð getur snúist upp í ábyrgðarleysi bankakerfisins. Ég óttast að svipað yrði uppi á teningnum hér ef menn ætla að láta tugi eða hundruð sjávar- útvegsfyrirtækja hér á landi fara á hausinn. Ég tel að það hafi verið gerð mistök í hagstjórninni í vor þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þá versn- aði rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna mikið. Ég kenni ríkisstjóminni að sjálfsögðu ekki um minni afla, þó deila megi um hvort það hafi verið rétt að draga svo mjög úr afla eins og gert var. Hækkun vaxta var forkastanleg að- gerð við þessar aðstæður og sömu- leiðis þær álögur sem lagðar vom á sjávarútveginn, en þær em ríflega 600 milljónir. Afar lítið hefúr orðið úr þeim aðgerð- um sem sjávarútvegsráðherra boðaði. Þær hafa ekki átt upp á pallborðið hjá forsætisráðherra. Við þessar aðstæður hefði þurít að draga úr siglingum með ferskan fisk og fá meira unnið hér heima. Ég minni á tillögur verkalýðs- hreyfingarinnar í því sambandi. Vitanlega fara ýmis fyrirtæki á haus- inn. Stjórnvöld em hins vegar ábyrg fyrir því að skapa eðlilegan rekstrar- gmndvöll. Ef hann er til staðar þá er lítið hægt að gera við því þó einstök fyrirtæki verði gjaldþrota," sagði Steingrímur. -EÓ Sjá einnig viðtöl við Halldór Ásgríms- son alþingismann og Sverri Her- mannsson, bankastjóra Landsbank- ans, á blaðsíðu 2. „Ef ganga á frá kjarasamningum með svipuðum hætti og gert var í febrúar 1990 verður ekki hjá því komist að sveitarfélögin eigi aðild að þeim með skuldbindandi yfirlýsingu um hófsemi í gjaldtöku eða þá, ef ekki vill betur til, að sett verði lög sem takmarka möguleika sveitarfé- laganna til gjaldtöku," segir Guð- mundur Gylfi Guðmundsson, hag- „Júróvisjónlag“ íslands valið í dag. Skiptar skoðanir á úr- slitalögunum níu: Bráðskemmti- leg eða bara hund- leiðinleg Tíminn bað nokkra valinkunna ís- lendinga að spá í hvaða iag yrði val- ið til keppni um lag ársins í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Skoðanir eru mjög skiptar eins og sjá má á blaðsíðum 8 og 9. fræðingur ASÍ, í grein í Vinnunni. Þar rekur hann hvernig sveitarfélög- in hafi nú enn aukið skattheimtu sína að raunvirði. „Ef það er látið viðgangast að aðilar eins og sveitar- félögin geti hækkað gjöld sín í skjóli lágrar verðbólgu, bresta forsendur samninga ASÍ og atvinnurekenda á þeim nótum sem febrúarsamning- arnir 1990 voru. Við slíkar aðstæður snýst ábyrgð launþegasamtakanna í andhverfu sína og verður ábyrgðar- leysi." Guðmundur Gylfi segir að sveitarfélögin séu í raun einu stóru aðilarnir í þjóðfélaginu sem sköruðu fremur eld að sinni köku heldur en að þau legöu fram sinn skerf til þess sáttmála sem gerður var með kjara- samningunum í ársbyrjun 1990. Guðmundur Gylfi bendir m.a. á að lækkandi verðbólga hafi komið sveitarfélögunum sérstaklega til góða vegna þess hve stór hluti skatt- tekna þeirra sé greiddur eftir á. Þeir rýrni því minna en áður. Vegna þess væri eðlilegt að þau minnkuðu skattlagningu sína og létu skatt- greiðendur njóta arðs af verðhjöðn- un. Því miður sé sú ekki raunin, þvert á móti. Frá því kjarasamning- arnir voru gerðir 1990 hafi sveitarfé- lögin haldið uppteknum hætti og aukið skattbyrðina. Þeim tilmælum hefur verið beint til verkalýðsfélaga, sem ná yfir sveit- arfélög þar sem hækkun gjalda hef- ur átt sér stað, að þau mótmæli þeim og noti áhrif sín til að hnekkja hækkununum. Guðmundur Gylfi birtir saman- burð á hækkun útsvars og fast- eignagjalda meðalfjölskyldu í kaupstöðum landsins 1992. Og einnig hve miklu meira meðalfjöl- skyldan þarf að greiða í þessi gjöld. á hverjum stað umfram meðalfjöl- skyldu í Reykjavík. í íjós kemur að Vestmannaeyingar hafa hækkað þessa skatta mest milli ára, um 13,7%, en þeir eru þó „aðeins“ komnir tæplega 4% (6.770 kr.) fram úr Reykjavík í gjaldtöku. Það er hins vegar Eski- fjörður sem lengst gengur í álagn- ingunni, 18,2% fram úr Reykjavík. Fjölskylda með meðaltekjur og íbúð þarf að borga 32.150 kr. meira á Eskifirði en í Reykjavík. Mosfells- bær er næstur á eftir, þá Neskaup- staður, Hveragerði og Stykkis- hólmur. En í ölum þessum bæjum er skattbyrði fjölskyldunnar meira en 30.000 kr. umfram fjölskyldu í Reykjavík. - HEI Varðskipið Ægir í slipp Varðskipið Ægi tók eins og kunnugt er niðri í Hestfirði í fyrra- dag, þegar skipið var að aðstoða rækjuveiðiskip þar. Rifa kom á botn skipsins og komst sjór í olíugeyma þess. Ægir kom til hafnar í Reykjavík í fyrrakvöld og var sett í slipp í gær þar sem Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, skoðaði skemmdir skipsins í gærmorgun. Hann sagði í samtali við Tímann að skemmdirnar hefðu verið minni en hann ætlaði. Þetta hefði ekki mikil áhrif á starfsemi gæslunn- ar því skipið hefði hvort sem er átt að vera í höfn alla næstu viku. Skipið er ekki tryggt og mun því tjónið lenda á gæsl- unni eða ríkissjóði. Sjópróf fara fram eftir helgina. Á mynd- inni má sjá Birgi Valsson, háseta á Ægi, skoða skemmdir á Skipinu. -PS/Tímamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.