Tíminn - 22.02.1992, Síða 2
2 Tíminn
Laugardagur 22. febrúar 1992
Aðgerðir síðustu ríkisstjórnar til bjargar sjávarútveginum urðu að veruleika vegna samstöðu
Alþýðufiokks og Framsóknarflokks um þær, segir Halldór Ásgrímsson:
Aðgerðirnar forðuðu þjóð-
félaginu frá enn meira tjóni
Halldór Asgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir að ef síðasta
ríkisstjóm hefði ekki grípið til þeirra aðgerða í sjávarútvegsmálum sem hún
greip til haustið 1988 hefði ríkissjóður og þjóðfélagið allt orðið fyrir mun
meira tjóni en ef ekkert hefði veríð gert og fyrirtækin hefðu verið látin fara
á hausinn. Hann bendir á að Alþýðuflokkurinn hafi þá gengið úr ríkisstjóra
einmitt til þess að koma þessum aðgerðum í framkvæmd.
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, sagði í fyrradag
að aðgerðir síðustu ríkisstjórnar
hefðu aðeins aukið á vanda sjávarút-
vegsins en ekki leyst hann.
„Ummæli Þrastar eru afar undar-
leg. Þröstur er aðstoðarmaður Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Alþýðu-
flokkurinn stóð að þessum aðgerð-
um sem farið var út í árið 1988 sem
gerðist með samstöðu Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks. Sjálfstæðis-
flokkurinn fór þá út úr ríkisstjórn
og Alþýðubandalagið kom inn,“
sagði Halldór.
„Þeir sem gagnrýna þessar aðgerð-
ir tala oft eins og ekkert hefði tapast
ef Atvinnutryggingarsjóður hefði
ekki verið stofnaður. Það er Ijóst að
margir sjóðir sem ríkið á hefðu tap-
að miklu fé, eins og Fiskveiðasjóður
og Landsbanki íslands. Ég fullyrði
að ríkið hefði farið ennþá verr út úr
málinu ef ekki hefði veriö gripið til
þessara aðgerða. Þar að auki hefðu
mörg byggðarlög nánast farið í rúst
sem hefði skapað mjög mikil félags-
leg vandamál. Það má vel vera að
einhverjir séu þeirrar skoðunar að
það beri ekki að gera neitt til að
koma í veg fyrir að slík félagsleg
vandamál komi upp. Ég er mjög
ósammála því.“
Hvað á ríkisstjórnin að gera?
„Hún á í fyrsta lagi að skapa meiri
vissu um stjórnun fiskveiðanna. Þar
hafa skapast miklir möguleikar að
lagfæra rekstrargrundvöllinn með
hagræðingu og sparnaði. Það eru
margir sem hika við að eyða óviss-
unni sem nú ríkir um sjávarútvegs-
stefnuna vegna endalausrar um-
ræðu um auðlindaskatt. Ríkisstjórn-
in þarf að falla frá allri skattlagningu
sem lögð hefur verið á sjávarútveg-
inn. Það þarf að vinda sér í það að
fella niður aðstöðugjaldið á atvinnu-
vegina. Það þarf að lækka vexti.
Nauðsynlegt er að endurskoða stefn-
una í sambandi við útflutning á
ferskum fiski og sömuleiðis þarf að
endurskoða starfsemi Verðjöfnunar-
sjóðs sjávarútvegsins, en í honum
eru nú um 3 milljarðar. Auk þess
þarf að leita Ieiða til að dreifa
skuldabyrðinni á hæfilegan tíma.
Aðalatriðið er að sjávarútvegurinn
geti staðið undir sínum miklu
skuldbindingum. Ég efast ekki um
að hann geti gert það ef hann fær
Halldór Ásgrímsson alþingis-
maður.
eðlileg rekstrarskilyrði. Þessi ríkis-
stjórn hefur ekkert lagt sig fram í
því og hugsar með þeim hætti um
atvinnulífið sem m.a. kom fram í
viðtali við Þröst Ólafsson, að það sé
öllum fyrir bestu að fyrirtækin verði
gjaldþrota. Það er sú stefna sem for-
sætisráðherra landsins hefur verið
dyggur talsmaður fyrir. Það er
merkilegt að Alþýðuflokkurinn skuli
taka svona sterklega undir þetta.
Ég sá að fulltrúar sveitarstjórnar á
Suðurnesjum voru að ræða við al-
þingismenn um alvarlegt ástand þar
um slóðir. Mér þætti það merkileg
tíðindi ef þessir fulltrúar hafa fengið
þau svör frá sínum alþingismönnum
að ríkisvaldinu bæri ekki að standa
við bakið á atvinnulífinu."
Telur þú að ríkisvaldið eigi að
hlaupa undir bagga með öllum fyrir-
tækjum sem standa höllum fæti?
.Auðvitað verða fyrirtæki sem ekki
er rekstrargrundvöllur fyrir að taka
afleiðingum þess. En þegar svona
gífurlegur vandi blasir við, eins og
blasti við 1988 og virðist gera núna,
þá er það ekki lengur vandamál ein-
stakra fyrirtækja heldur þjóðfélags-
legt vandamál í atvinnuvegi sem
færir okkur 80% af útflutningstekj-
unum. Menn geta einfaldlega ekki
sagt: Ja, við skulum bara sjá til hvað
gerist og byggja upp eftir gjaldþrot-
in. Slík stefna gengur ekki upp. Hún
mun verða þjóðinni dýr.“
Sjávarútvegsráðherra sagði á þingi
í vikunni að ríkisstjómin hefði falið
nefnd, sem vinnur að endurskoðun
sjávarútvegsstefnunnar, að fjalla um
rekstrarerfiðleika sjávarútvegsfyrir-
tækja og koma með tillögur um
leiðir út úr vandanum. Halldór
sagðist telja fráleitt að láta þessa
nefnd fjalla um þetta mál. „Nú hefur
annar af formönnum nefndarinnar
komið fram með sín sjónarmið. Ég
held að sé eðlilegt að hinn formað-
urinn segi sína skoðun á leiðum út
úr vandanum," sagði Halldór. Hinn
formaðurinn er Magnús Gunnars-
son, formaður nefndar atvinnurek-
enda í sjávarútvegi.
Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir tölur um
slæma stöðu sjávarútvegsfyrirtækja ekki vera neinar ýkjur:
Eg bíð eftir aðgerð-
um stjórnvalda“
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, segir að vanskil við-
skiptamanna bankans í sjávarútvegi
fari vaxandi. Staðan sé afar slæm.
Sverrir vildi ekki svara því hvaða áhrif
það hefði á stöðu bankans ef sú stefna
sem Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, hefur talað fyrir, að
láta skuldug sjávarútvegsfyrirtæki fara
á hausinn, yrði framkvæmd.
Sverrir sagðist álíta að upplýsingar
sjávarútvegsráðherra um slæma stöðu
sjávarútvegsfyrirtækja væru réttar.
Kannanir sem Landsbankinn hefði
gert á skuldastöðu sjávarútvegsfyrir-
tækja sem eru í viðskiptum við bank-
ann sýndu að staðan væri slæm og
versnaði stöðugt.
Síðan sjávarútvegsráðherra lagði sín-
ar upplýsingar fram hafa Þröstur Ólafs-
son og fleiri bent á að best sé að láta
fyrirtækin einfaldlega verða gjaldþrota,
ríkisvaldið eigi ekki að koma til hjálpar.
Landsbankinn er með um 70% sjávar-
útvegsfyrirtækja á íslandi í viðskiptum.
Tíminn spurði Sverri hvemig honum
litist á afleiðingamar ef gjaldþrotaleið-
in yrði farin. Sverrir sagðist ekki vilja
tjá sig um þetta að sinni. Honum hefði
verið bent á það í haust, þegar hann
gagnrýndi ákvarðanir stjómvalda í
sjávarútvegsmálum, að hann væri
bankastjóri en ekki sjávarútvegsráð-
herra. Sverrir sagðist bíða eftir ákvörð-
unum stjórnvalda.
Sverrir sagði að staðan nú væri ekki
ólík því sem hún var haustið 1988, en
þá náðist ekki samkomulag um að-
gerðir milli stjómarflokkanna og þá-
verandi ríkisstjórn fór frá völdum.
Sverrir sagði að aðgerðir fyrri ríkis-
stjómar hefðu einungis lengt í heng-
ingarólinni. Engin endurskipulagning
eða hagræðing hefði farið fram sam-
hliða skuldbreytingunni. Sverrir sagð-
ist hins vegar vera ósammála fullyrð-
ingu Þrastar að skuldbreytingin hefði
aukið á vandann. -EÓ
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans: Staðfestir
að staða sjávarútvegsfyrirtækja
sé slæm, en vill ekki segja neitt
um gjaldþrotaleið Þrastar Ólafs-
sonar.
BÓKAMARKAÐUR Félags islenska bókaútgefenda er nú byrjaður en markaöurínn er á 3. hæó Kringlunnar i Reykjavík.
Þessi markaður var í fysta sinn haldinn árið 1961 í Listamannaskálanum. Að sögn forráöamanna bókamarkaðarins má búast
viö talsverörí sölu að þessu sinni þrátt fyrir að bókaforlögin hafi sjálf veríö meö stóra bókamarkaði á undanförnum vikum. f fyrra
voru t.d. 100.000 bindi seld á markaöinum þrátt fyrir að foríögin hafi sjálf verið með markaði með svipuöum hætti og nú.
Sterkara að vera
móðurbróðir Davíðs
Samþykkt var í borgarstjórn í
fyrradag með 10 atkv. gegn
fimm að ráða Þorvald Lúðvðcs-
son gjaldheimtustjóra í stað
Guðmundar Vignis Jósefsson-
ar sem lætur af störfum fyrtr
aldurs saldr. Fulltrúar minni-
hlutaflokkanna í borgarstjóm
lögðu fram tillögu um að ráða
Sólveigu Guðmundsdóttur,
lögfræðing hjá Gjaldheimt-
unni. Þar sem valið stæði milli
tveggja jafnhæfra unisækj-
enda af hvoru kyni væri það í
samræmi við ákvæði jafnrétt-
Isiaganna að ráða konuna.
Spurning er hins vegar hvort
minnihiutinn hefur áttað sig á
því að Þorvaldur hefur einn
eiginleika sem vegur þyngra
en ákvæði jafnrcttislaga; Hann
er móðurbróðir Davíðs Odds-
sonar.
Ekkert slegið af
Þegar ríkisstjómin fékk fram-
an í sig síðustu skoðanakönn-
un, þar sem vinsældir hcnnar
voru komnar niður fyrir frost-
mark þjá þjóðinni, sá Davíð
forsætisráðherra að við svo
búið mátti ekki standa og tók
því Sighvat heilbrigðisrað-
herra afsíðis og bað hann að
fara aðeins hægar og dipióma-
tískar í sakirnar í niðurskurð-
inum.
Sighvatur brást hirm versti
við og harðneitaði, sagðist
hafa tekið að sér að spara
minnst milljarð og það ætiaði
hann barasta að gera með iliu
eða góðu, og ekkert rövi. -Og
svo fór Davíð til ísraels ...
Skítamál
Maður nokkur norðanlands
fékk einhverja sýkingu á dög-
unum og var gert að senda
saursýni einnar viku til rann-
sóknar suður.
Þegar vikan var liðin barst
rannsóknastofunni skókassi
og þegar meinatæknarnir iyftu
lokinu af, komu I ljós sjö iort-
ar sem var snyrtilega raðað
hlið við hlið þversum í skó-
kassanum og kyrfilega merktir
hver sínum vikudegi.
Vilja ekki kannast
við eigið afkvæmi
Sfjóraendur Landakotsspítaia
keppast nú við að þræta fyrir
það við samstarfsfólk sitt og
skt. Jósefssystur að þeir sjálf-
ir hafi átt hugmyndina að því
að breyta Landakoti í öldrun-
arspítala sem sameinaður yrði
Borgarspítalanum og segja að
það hafi veríð hugmynd Finns
Ingóifssonar, aðstoðarmanns
fyrrv. heilbrígðisráðherra,
Guðmundar Bjarnasonar.
Stjóraendurair, þeir Óiafur
öra Amarson, yfiriæknir og
formaður heiibrigðisráðs
Sjálfstæðisflokksins, og Logi
Gnðbrandsson, framkvæmda-
stjóri spítalans, kynntu þessa
hugmynd sína á fundi sem
þeir höfðu sjálfir óskað eftir
með Guðmundi Bjaraasyni
þáv. heilbrigðisráðherra og að-
stoðarmanni hans. Ráðherra
hafnaði hugmyndinni á þeirri
forsendu að hún myndi leiða
til aukins kostnaðar. Undir
það álit tók síðar hollenska
ráðgjafafyrirtækið sem Ríkis-
spítalar fengu tii að gera út-
tekt á sjúkrahúsakerfinu í
Reykjavík.