Tíminn - 22.02.1992, Page 5

Tíminn - 22.02.1992, Page 5
Laugardagur 22. febrúar 1992 Tíminn 5 Gengiö hefur á meö ódæma öldugangi síöan Viöeyjarför hin síöari var farin. Með brauki og bramli Jón Helgason skrifar Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða trúi ég hann svamli, hinn gamli. Við danska er hann djarfur og hraustur, dreifði hann þeim d flæðarflaustur með brauki og bramli. Þannig var kveðið um Viðeyjarför fyrir um 450 árum. Djarfir og hraustir viku formenn núver- andi stjórnarflokka sér á rústir Viðeyjar- klausturs á sl. vori og sannarlega hefur gengið á með brauki og bramli hjá þeim síðan. Þeir fóstbræður hafa á þessum mánuðum svamlað um íslenskt þjóðfélag og með aðstoð sálufélaga sinna látið gus- urnar ganga í allar áttir og lítt skeytt um hverjir fyrir þeim hafa orðið eða hver áhrif gusugangsins yrðu. Það munu fáir núorðið efast um að með þessu atferli séu núverandi stjórnarflokk- ar að gjörbreyta íslensku samfélagi. Verið er að hrinda í framkvæmd kenningum um blessun markaðslögmáls fjármagns- ins, sem hingað til hefur verið trúaratriði fámenns sértrúarhóps. Þeir virðast hafa fengið byr í seglin við skipbrot hins sósí- alíska stjórnkerfis í Austur-Evrópu, þegar þeir, sem tekið hafa þar við völdum, hafa séð þá leið eina að kúvenda algerlega yfir í óhefta frjálshyggju. Ýmislegt bendir þó til að það haldreipi, sem þessar þjóðir telja sig hafa fundið og gripið dauðahaldi í, reynist hálmstrá eitt. Óhætt er a.m.k. að fullyrða að meginþorri íslensku þjóð- arinnar sé sammála um að aðgerðir ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar við að fram- kvæma þessar hugsjónir Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hafi valdið hér þungum áföllum. Svo þungum brot- sjóum hefur stjórnarflokkunum tekist að koma af stað með gusugangi sínum að enn er ekki séð fyrir hve mikið þeir kaf- færa af þeim verðmætum, sem þjóðin hefur unnið hörðum höndum við að skapa á liðnum áratugum. Þung alda Þung er aldan sem fallið hefur á íslenskt atvinnulíf og hófst með vaxtasprengju ríkisstjórnarinnar þegar í maímánuði, en hefur síðan haldið áfram að rísa, síðast með lagasetningu stjórnarflokkanna á Al- þingi eftir áramótin um auðlindaskatt á sjávarútveginn og greiðslu frá fyrirtækj- um, sem reyna að halda áfram rekstri, á vinnulaunum vegna gjaldþrota annarra. Þar bætir einnig í vindinn viðhorf stjórnarflokkanna að atvinnulífið eigi að sigla án alls stuðnings ríkisvaldsins um þennan ólgusjó stjórnarstefnunnar, hversu úfinn sem hann verður af hennar völdum. Það á ekki að valda ríkisstjórn áhyggjum þótt allt reki á reiðanum í at- vinnulífinu. Það er einnig í samræmi við skoðun stjórnarflokkanna að erfiðleikum í efnahagsmálum skuli mæta með sam-' drætti á öllum sviðum þjóðfélagsins. Greitt fyrir iðjuleysi Sem dæmi má nefna að Alþingi fjallar nú um breytingu á vegaáætlun í sam- ræmi við niðurskurð fjárlaga, þar sem al- mennar framkvæmdir Vegagerðar ríkis- ins eru dregnar saman um 20%. Áður hefur ver- ið dregið úr slíkum fram- kvæmdum þeg- ar þensla hefur verið of mikil í efnahagslífi og eftirspurn eftir vinnuafli. Þarna er um að ræða framkvæmdir sem eru margar mjög arðbærar með full- um framkvæmdakostnaði. Nú standa vinnuvélar ónotaðar og fjöldi atvinnu- lausra vex, svo að viðbótarkostnaður við að nýta slíkt ástand til aðkallandi fram- kvæmda er lítill. En ríkisstjórnin sér það eitt ráð að greiða mönnum fyrir að halda að sér höndum. Ört versnandi hagur Sjávarútvegsráðherra tekur að vísu dýf- ur öðru hverju og skýrir frá ört versnandi hag sjávarútvegsins, en forsætisráðherra bregst hart við þegar minnst er á hags- muni atvinnulífsins og segir að það liggi ekki mikið á fyrir ríkisstjórnina að huga að slíku, enda orðinn svo hrifinn af for- tíðarrannsóknum sínum að hann telur þarfara að nota tímann til að láta ljós sitt skína á því sviði vítt um heim. Og sjávar- útvegsráðherra finnur þá ráðið snjalla að láta atvinnuvegina lifa á umræðum í framtíðarvandanefnd sem hann hefur skipað. Þar með virðist hann telja að vel sé fyrir öllu séð. Harkalegar breytingar Þau eru líka að verða þung áföllin sem menntakerfið fær á sig, þar sem stjórnar- flokkarnir segjast vera að búa í haginn fyrir framtíðina með því að minnka kennslu á öllum stigum skólakerfisins. Þar er farin þveröfug leið við þá sem farin var á fyrri hluta þessarar aldar, þegar þjóðin var að berjast úr fátækt til bjarg- álna. Sú leið hefur skilað þjóðinni jafnari og betri lífskjörum en í flestum öðrum löndum allt fram á síðasta ár. Nú skal hins vegar horfið frá þessari árangursríku þróun, þó að allir hérlendis og flestir er- lendis, aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn á íslandi, eru sammála um að góð menntun sé mikilvægari for- senda en nokkru sinni fyrr fyrir góðum lífskjörum. Það verða því kaldar kveðjur sem þeir nem- endur fá á k o m a n d i hausti, sem nú er sagt að vofi yfir að komi að lokuðum skóla- dyrum og verði vísað í hóp von- svikinna at- vinnuleysingja. Dirfska og hreysti stjórn- arflokkanna gagnvart nemendum kemur Iíka fram í harkalegum breytingum þeirra á lánasjóði námsmanna. Uggur og kvíði Mest hefur braukið og bramlið þó tví- mælalaust verið í heilbrigðismálum þar sem svo langt hefur gengið að ugg og kvíða hefur valdið hjá sjúkum og öldruð- um. Svo mikill hefur atgangurinn verið að sumir þeirra fá þá tilfinningu að vera orðnir of þung byrði fyrir þjóðfélagið og hafi af því sektarkennd, þó að þetta sé fólkið sem hefur unnið höröum höndum að því að leggja grundvöllinn að velferð- arkerfinu. Að sjálfsögðu þarf að vinna að sem bestu skipulagi í heilbrigðisþjónustu. Að því vann Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, á síðasta kjörtíma- bili. Við athugun, sem hann lét gera, kom fram að ná mætti miklum sparnaði með nánu samstarfi eða sameiginlegri stjórn Landspítala og Borgarspítala, en Sjálf- stæðisflokkurinn var andvígur þeim sparnaði. Núverandi heilbrigðisráðherra segir að pólitískan vilja skorti fyrir þess- ari leið og þá er valtað yfir aldraöar nunn- ur og samningur við þær að engu hafður, þó að engin vissa sé fyrir að það hafi neinn sparnað í för með sér. Skýjaborgir En í öllum þessum bægslagangi við að loka og skera niður virðist tilgangurinn með heilbrigðisþjónustunni allt í einu hverfa í skuggann. Við höfum unnið að því að koma upp góðu og réttlátu heil- brigðiskerfi til að þjóðin geti notið þess besta sem völ er á. Og það fækkar ekki strax sjúkum og öldruðum, þó að sjúkra- húsdeildum sé lokað. Það eykur ekki heldur þjóðartekjur, þó að biðlistar vegna aðgerða lengist og fólk verði á meðan að bíða lítt vinnufært og þjáð, ef afleiðing- arnar verða ekki enn alvarlegri. Það blæs ekki byrlega með þessari stefnu að við getum boðið útlendingum að nota framúrskarandi þekkingu íslenskra lækna á ýmsum sviðum til lækninga og heilsubótar, m.a. með nýtingu jarðvarma. Ríkisstjórnin hefur líka fyrst og fremst lagt kapp á að byggja skýjaborgir um gull og græna skóga með samningum við er- lendar þjóðir og fýrirtæki í stað þess að hlúa að íslensku framtaki. Þvert á móti hamra ráðherrar á þeirri blessun að draga sem mest úr innlendri framleiðslu sem tengist landbúnaði, svo að hægt sé að auka innflutning á vörum sem framleidd- ar eru af erlendu vinnuafli. Það verður fljótlegt á þann hátt að fjölga þeim sem fara erindisleysu til atvinnurekenda í leit að vinnu. Flestum öðrum finnst að sá hópur fari nú þegar allt of ört stækkandi, þó ekki sé bætt gráu ofan á svart með slíkri efnahagsstefnu. Óveðursský hrannast upp Það er því ekki of djúpt í árina tekið að segja að óveðursskýin hrannast upp á siglingu þjóðarinnar á því flæðarflaustri (lekabyttu) sem stefna ríkisstjórnarinnar reynist. Hver vikan, sem þeirri glæfra- siglingu verður haldið áfram, reynist þjóðinni dýr. Og verði það gert of lengi, bendir allt til að sú sigling verði að feigð- arflani fyrir afkomu margra einstaklinga og þjóðarbúsins í heild. Það er því ótrúlegt að sá stóri hluti þjóð- arinnar, sem af misskilningi studdi nú- verandi stjórnarflokka til þessarar stjórn- arstefnu, haldi því áfram fram í rauðan dauðann. m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.