Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 11

Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 11
lOTÍminn Laugardagur 22. febrúar 1992 Laugardagur 22. febrúar 1992 Tíminn 11 | Æ'AFUm, SEM I/ hér fer á eftir, er ritaður af Sveini P Jónssyni, er iöngum var kenndur við trésmiðjuna Völund og var sem kunnugt er stofnandi hennar og víðfrægur athafanmað- ur. Sveinn var prýðisvel ritfær og hafði af mörgu frásagnarverðu efni að taka úr reynslu eigin ævi. Það sannar það er hann hefur ritað um æskuár sín undir Eyja- fjöllum, en hann var fæddur á Steinum, sem var heilt sveitaþorp fyrir síðustu aldamót. í þessum kafla fjallar hann þó aðeins um sjó- róðra og fiskimennsku undir Eyjafjöllum um aldamótin. Kaflinn er fenginn úr ritgerð hans „40 ára minningar um sjóferðir undir Eyjafjöll- um og Vestmannaeyj- um“. Beðiö lags í flæöarmálinu á Víkursandi. Aðdragandi róðr- anna og fyrirkomu- lag þeirra Það var æði ólíkt undir Fjöllunum og t.d. í Vestmannaeyjum, þar sem hver og einn getur sofið vært og rótt, þar til hann er kallaður af formanni sínum. Undir Eyjafjöllum verður hver og einn að vera vakandi á sama hátt og formaðurinn í Eyjum; hver og einn þar á að kalla sjálfan sig. Það voru kallaðar sjóvomur, þeg- ar veður var gott, áttin norðlæg og lítið brim, en frá engum bæ sást þó hvort sjór var dauður eða ekki. Það kom því þráfaldlega fyr- ir, að bæjum sem voru lengst frá vörunum (það voru kallaðar varir þar sem skipin voru í sandinum og róið var frá, t.d. Holtsvarir, Út- fjallavarir, Austurfjallavarir, Mið- bælisvarir) riðu sjómenn í sand- inn, eða á næstu bæi við varirnar, og höfðu ekkert upp úr nema ferð- ina. Fór mörgum sinnum á sömu leið. Það kom líka fyrir og ekki svo sjaldan á morgni dags, ef sjólægt var, að veifa sást í sandinum (vör- unum). Það var það sama sem kall um það að nú væri róandi. Þá ruku allir, sem veifuna sáu, upp til handa og fóta, tóku sinn reiðhest, skinnklæði, sjófæri, sjóvettlinga og sjóskó, og þeystu á stað, og hver þótti bestur sem fyrstur var kominn að sínu skipi. Stundum varð ekkert úr þessu annað en ferðalagið, og sandstöður. Að öðru leyti fór hver og einn að heiman frá sér svo tímanlega þegar á róðr- um stóð, að hann væri kominn að skipi sínu laust áður en lagljóst var, eða laust fyrir sólaruppkomu, því mjög þótti það fiskisælt að vera kominn á fiskimið, eða til fiskjar við sólarupprás. Það var ekki víst þó einhver veif- aði, að sjórinn væri fær (dauður) þegar til kom. Eins var það að þó í róðrum stæði, og farið væri frá sjónum dauðum að kvöldi, gat á honum verið svo mikill morgung- úll, að engu tali varð við hann komið. Sjálfsagt hefði hann orðið blíðari hefði mönnum þá hug- kvæmst að gefa honum inn nóg af lýsi, en í þá daga var það ekki upp- götvað að lýsi ætti svo vel við þess- konar morgungúia. Sandstöðurnar voru taldar leið- inlegar, máski margra klukkutíma í kulda og stormi og jafnvel rign- ingu. Þó heyrði ég mest talað um kuldann. Menn tóku því til bragðs að glíma, fljúgast á, stökkva eða halda á sér hita á annan hátt. Var þetta óþægilegt í ægisandi, en á öðru var ekki völ. Formenn og aðrir höfðingjar, svo sem bita- menn, lögðu lítið upp úr þeirri ungmennaskemmtun. Þeir voru eiginlega alltaf að „bræða hann“. Svo var kallað. Þá hljóp hver að sínum keip (stað) og var þá skipið sett niður að flæðarmáli. Þar lá það á hliðinni, meðan allir skinn- klæddu sig. Ef sjór var sem kallað var vatnsdauður, fór enginn (ekki einu sinni frammístyðjendur) nema í skinnbrókina, og auðvitað sjóskóna. Þeir voru úr útlendu skinni, voru aðeins verptir en opnir í báða enda. Þegar sjór var hálf slæmur, fóru ávallt framm- ístyðjendur í skinnstakkinn líka. Þeir máttu til. En þrátt fyrir þetta allt, var ekki kálið sopið, því oft var það svo, að þegar niður að sjónum kom bar meira á briminu, og svo hafði hann það til að brima með útfalli. Oft varð úr því róður og allt fór vel. En fyrir kom, að skipið var sett aftur upp á kamp og allir fóru úr sínum sjófötum, tóku hesta sína (sem biðu) og riðu heim og þetta gat endurtekið sig, jafnvel næsta dag. Róöurinn úr landi Fyrst gætir formaður og aðrir að því að allt sé með, t.d. stýri, stýris- sveif, ífæra, hnallur, seilar, og önnur bönd, sömuleiðis möstur og segl, sérstaklega ef búist var við að fara út á Holtshraun. Þá var neglan rekin, en þó mun hafa komið fyrir að það gleymdist þar til á flot var komið. Hver ár var reist upp við sinn keip, sömuleiðis mönnum raðað. Þessir skyldu vera frammístyðjendur, þessir undir árum — róa út — en þeir sem eft- ir voru skyldu vera við skutinn og ýta. Allir þurftu að vera samtaka, ekki síst þeir, sem áttu að róa út. Allir geta skilið hvað hent gat á stjórnlausu skipi, ef einn sem róa átti kæmi ekki út ár sinni fyrr en seint og síðar meir, ég tala nú ekki um, ef hann í staðinn fyrir að róa áfram ræki árina í og átakið yrði alveg öfugt við átak hinna. Þetta kom nú samt fyrir, og Ifka það að um leið og ræðarinn stökk upp í þá datt hann á hausinn ofan í kjal- sog. En oftast var unun að horfa á þá vinna. Nú er skipið sett svo neðarlega sem má og svo er beðið eftir lagi. Það var talið eitt af því allra nauð- synlegasta hjá hverjum formanni undir Eyjafjöllum, að vera góður að taka lagið. Menn reyndust æði misjafnir í því eins og öllu öðru. Þegar talað er um lag, þá leiðir það af sjálfu sér að þar er líka ólag, lagið er á milli ólaga. Allir sjó- menn og margir aðrir vita að í hverju ólagi eru þrjár öldur, þrír sjóir. Þegar dálítið brim var sáu menn þrjá fyllingarsjói koma nokkuð langt frá Iandi. Þeir komu nær og nær, og féllu á (Eyrunum) grynningunum. En sé dágott hlið, falla þeir ekki á milli eyra fyrr en við sandinn. Þetta eru kallaðir landsjóir. Það er víst talið ófrávíkj- anlegt lögmál að í ólaginu séu þrír sjóir. Þegar þeir eru komnir í land, ræður lagið og stundum er það ekki lengra en svo að tilviljun ræður hvort hægt er að komast á flot. Ég held að lögin hafi verið dá- lítið mislöng. Öldurnar í ólagi voru líka misstórar, og ég held að því stærri sem sjóarnir voru, því betra lag hafi komið á eftir. Það var mjög nauðsynlegt að taka vel eftir hvernig ólögin höguðu sér, ekki síður en lögin. En það man ég, að formaðurinn kailaði ávallt um leið og þriðji sjórinn í ólaginu féll og hann reið undir skipið. Ef allt gekk vel, var skipið komið á flot áður en næsti sjór féll, því þó hann væri smærri en ólagssjór- inn, þá var betra að verða ekki framan í honum. Þegar á flot var komið var hættan liðin hjá, því út- rifin voru vanalega hættulaus í því brimi. Það fyrsta sem gert er eftir að á flot er komið, er að lesa sjóferða- mannsbænina og við þá athöfn taka allir ofan höfuðfötin. Sú at- höfn endaði, að mig minnir með því, að formaðurinn gerði kross- mark yfir skipið. Þegar róið var út á Holtshraunið var um að gera að ná í nokkrar ýs- ur í beitu, annars varla tiltök að fara í hraunið. Ekki man ég hvað það tók langan tíma að róa út á hraunið, ég held einn klukkutíma. Þar er fjörutíu faðma dýpi, og víða hraun í botn- inum. Ef skipið bar út af þessum vana bletti og lenti í hrauni, þá var alltaf hætta á að missa færi og þótti það mikill skaði. Þegar út í hraunið kom var fyrsta verkið að skera ýsuna í beitu. Hún var flött eins og vanalega er gert til söltunar, svo er hún skorin í köntuð stykki svo sem 1 þuml. á kant og látin 4-6 stk. á hvern ön- gul. Þetta á svo langan að gleypa. Þegar færið kemur við botn er tek- ið grunnmálið sem kallað er. Ön- gullinn er allt að faðmi frá sökk- unni — sem vanalega var blý- sakka, því að járnsakka þótti ófiskileg. Á Holtshrauni var vanalega að- eins um löngu að ræða; þar kom varla fyrir að þorskur drægist, enda var veiðiaðferðin mjög ólík; eiginlega var beitt fyrir lönguna eins og fyrir hákarl og svo var ekki keipað, heldur var fyrir kyrru. Að- ferðin að keipa er að krækja fisk- inn á, en aðferðin við lönguna var að láta hana gleypa beituna með önglinum. Maður sá ekki í botn en fann þegar langan var að narta í beituna, og þá |á við að maður segði við félaga sína: „Hafið þið ekki hátt.“ Maður þorði varla að anda. Svo festist fiskurinn og þeg- ar farið var að draga, fannst hvort á færinu var langa, lúða eða skata. Lúðan spriklaði af öllum mætti, skatan hékk eins og slytti, en langan hljóp upp á það síðasta með færið og það fannst stundum ekki hvort hún var á færinu, en í þeim svifum skaut henni kannski upp töluvert laust frá skipinu. Þá vanalega föst á færinu. En líka kom það fyrir, að hún var laus og liðug að öðru leyti en því, að kút- maginn stóð eins og strókur útúr henni og hamlaði því að hún gæti komist niður nema hann rifnaði, sem fyrir kom. Það var ekki margbreytt líf þarna á hrauninu. Allir sem undir færi voru Iágu eins og skata út á borð- stokkinn, og voru eins veiðilegir og kisa er, ef smáfugl er í nánd. Allir voru með hugann við hvað gerðist í botninum og svo var ná- kvæmnin mikil, að þeir þóttust vita þegar afæta var búin að naga alla beituna af. Þá drógu þeir upp færið og beittu á ný. í þessum kringumstæðum var það oft, að þeir, sem í andófi voru, urðu að halda Iífinu í öllum mannskapn- um. Þeir höfðu lítið að gera, að- eins að halda skipinu í horfi og sjá um að ekki ræki, en það var lítið erfiði, því vanalega var logn. Ég fór stundum í andóf, bæði leiddist mér þessi kyrrláti veiðiskapur, og svo var þörf á að fjörga karlana upp. Það lá við að menn sofnuðu ef allir þögðu, því fiskurinn var það ævinlega tregur. Oft var tekið það ráð, að heita þeim, sem fyrst drægi, fallegri stúlku. Það gerði ég svikalaust og þeim ekki af lakara taginu, þetta lífgaði mikið upp. Fyrir þá drætti, sem sérstaklega höfðu mikið gildi, urðu að vera í boði prinsessur. Þegar þessi aðferð var viðhöfð voru allir fiskar taldir. Það gerðu andófsmennirnir, og höfðu þá nóg að gera, oft varð ég að gera þetta einn. Þessir dýrustu drættir mynduðust þannig: Andófsmenn telja fiskinn; hlutir eru 17; einn dregur og fær stúlku fyrir, annar dregur og fær sama, svo eru komnir fimmtán fiskar og vantar því ekki nema tvo. Nú var mikill spenningur og það kallað að greiða frá, ryðja veginn fyrir þann næstnæsta og kallað að reka í, sem sé að fylla töluna (fylla hlut- inn). Sá sem dró næsta fisk, þann fyrsta í öðrum hlut (t.d. í áttunda hlut ef komnir voru áður sjö hlut- ir) fékk þriðja og mesta dráttinn, og var það kallað að hafa uppund- ir (byrja á næsta hlut). Þetta hafði hreint ekki lítið gildi til dægra- styttingar. Margt var og masað á svona túrum, og væri það skráð, yrði það stór bók. Mér var sagt að ísleifur í Skógum, langafi minn, hefði einu sinni leikið það að leggjast ofan í kjöl á skipinu og syngja (hann var talinn mikill söngmaður), auðvitað eins hátt og hann gat. Sagt var að öll hin skip- in hefðu þá róið í land, og haldið að það væri hafmeyja sem ætlaði sér að svæfa þá alla með söng sín- um og sökkva svo skipunum með öllu saman. Það var einu sinni hjá Þórði á Rauðafelli. Frammímenn voru að tala við andófsmann (hann var fremur einfaldur, en góður sjó- maður þó) og sögðu: að hann hefði eiginlega mestu völdin á skipinu, því hann gæti snúið því eftir vild. Þá kallar hann: „Þórður minn, má ég taka full völd?“ Þetta gerði mikla lukku eins og til var ætlast, allir hlógu nema Þórður, hann hló aldrei, aðeins brosti. Lendingin Þegar formaður segir: „Hankið uppi“, er því tafarlaust hlýtt, því formaður á skipi er mesti ein- valdsherra í heimi. Enn þann dag í dag er formanni ávallt hiýtt. Þegar formaður ákveður að fara í land er það vitanlega af gildum og góðum ástæðum og þá langoftast af eftir- töldum ástæðum, t.d. við Fjallas- andinn: Sjó að brima, skipið hlaðið af fiski, enginn fiskur, komið kvöld, eða þá stormur. Oft hefir mér fundist það undar- legt, að þegar maður var að draga fisk (nógan fisk sem kallað var) næstum hvern eftir annan á 40 faðma dýpi, og það stóra Iöngu eða stóran þorsk eða þá lúðu eins og ávallt var á Holtshrauni, þá varð maður aldrei þreyttur eða fann það ekki. Og þegar róið var heim hlöðnu skipi, hversu langt sem var, fann maður heldur ekki til þreytu. Aftur á móti, þegar ekki varð vart, t.d. kippa þurfti og auð- vitað draga upp færið fisklaust, kveið maður fyrir því erfiði og al- veg eins að róa heim tómu skipi. Það ætti þó að vera minna erfiði. En sá er munurinn, að í öðru til- fellinu er maður ánægður en í hinu óánægður. Mikið eru þeir sælir, sem ávallt eru ánægðir við vinnu sína. Á heimleið af Holtshrauni var sjaldan leitað, en ég held því nær alltaf, þegar róið var út á hraunið. Fyrir það fyrsta til að ná í beitu og svo að vita hvort fiskur var við sandinn. Nær landi bjuggust þeir við þorski en dýpra ýsu. Þarna úti á Holtshrauni sást á öldunum hvort eða hvað mikið brim var, og eins og áður er minnst á, ef sjó var að brima, var róið eins og hægt var, annars eins og gengur og gerist. Þegar inn undir kom var fyrst aðgætt hvern- ig rifið leit út. Ef ekkert var til fyr-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.