Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöamtstjóri: Oddur Óiafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
1. maí
í dag er fyrsti maí, baráttudagur launafólks um
heim allan.
Saga íslenskrar verkalýðshreyfingar er samofin
framfarasögu þessarar aldar. Það væri fróðlegt við-
fangsefni fyrir sagnfræðinga og áhugavert að
reyna að gera sér grein fyrir þjóðfélagsþróunni á
íslandi á þessari öld, ef þessarar fjöldahreyfingar
hefði ekki notið við.
Svar fæst seint við slíkri spurningu. Það ætti þó
að vera ljóst að ekki síst er það barátta verkalýðs-
hreyfingarinnar, sem hefur tryggt félagsleg rétt-
indi og velferðarþjóðfélag á íslandi.
Þegar framþróun verður í félagsstarfi og hug-
sjónir rætast, vex þeim oft ásmegin sem telja sér
best borgið utan stéttarfélaga og treysta á mátt
sinn og megin. Þegar kreppir að, sjást átakanleg
dæmi um það hve réttindalausir og varnarlausir
þessir einstaklingar eru. Þátttaka í verkalýðsfélög-
um byggir á því að fórna nokkru, en njóta þess
ávinnings sem máttur samtakanna hefur í för með
sér, leggja saman kraftana til átaka.
Samtök launafólks á íslandi hafa staðið í erfiðum
samningum undanfarið um kaup og kjör sinna fé-
lagsmanna. Enn er þeim ekki lokið. Þessir samn-
ingar hafa verið háðir við mjög erfiðar aðstæður.
Atvinnuleysisdraugurinn er í dyragættinni og rík-
isstjórnin hefur gert atlögu að þeim réttindum,
sem áunnist hafa á löngum tíma, meðal annars
fyrir baráttu launamanna í landinu. Samningarn-
ir hafa í ríkum mæli snúist um að halda áunnum
réttindum. Það er með eindæmum að margra
mánaða samningaþóf þurfi til þess að fá yfirlýs-
ingu stjórnvalda á borð við þá, að á samningstím-
anum verði réttur til atvinnuleysisbóta og fæðing-
arorlofs á almennum vinnumarkaði ekki skertur,
eða stofnuð verði samstarfsnefnd um atvinnumál í
hraðvaxandi atvinnuleysi. Skipulega hefur verið
skapað andrúmsloft kvíða og barlóms, og samn-
ingar um kaup og kjör við þær aðstæður reyna á
styrk verkalýðshreyfingarinnar.
Hátíðisdagurinn 1. maí er til þess að fylkja liði og
efla samstöðuna.
í tæknivæddu þjóðfélagi 21. aldarinnar verður
við nýjar aðstæður að glíma fyrir hreyfingar
launafólks. Það er nöturleg þverstæða að öryggis-
leysi einstaklinganna vex í þjóðfélögum þar sem
stjórnendur hrósa sér mest af frelsi þeirra og
framtaki. Öryggisleysi hins venjulega launamanns
í sálarlausri og tilfinningalausri auðhyggju er al-
gjört.
Til þess að þjóðfélag framtíðarinnar verði réttlátt
þjóðfélag þar sem jafnræði ríkir, þarf öfluga og
samhenta hreyfíngu launafólks. Megi fýrsti maí
efla samheldni og samhug.
Tíminn óskar öllu launafólki og samtökum þess
til hamingju með daginn.
N orrænt átak í
þágu lífs
Eftir hrun kommúnismans í
Austur- Evrópu hefur fengist
staðfesting á svartsýnustu
grunsemdum um mengun og
yfirvofandi skaðræði sem lífrík-
inu er búið af völdum kjarn-
orkuvera austur þar.
Á meðan kalda stríðið stóð yfir
beindust sjónir manna aðallega
að hættunni sem stafar af
kjarnorkuvopnum og var af-
vopnun mál málanna og haldnir
voru fundir og ráðstefnur um
fækkun kjarnorkuvopna, sem
fjölgaði í öfugu hlutfalli við
samninga um fækkun þeirra.
Áróðursmaskínur kommún-
istaríkjanna tóku sér einkaleyfi
á friðarvilja og handbendi
þeirra erlendis börðust hat-
rammlega gegn kjarnorku í lýð-
ræðisríkjunum og eru einhverj-
ir enn æpandi hásum rómi við
sama heygarðshorn.
Þegar vinstrivillimennskunni
slotaði byggðist heimsfriðurinn
ekki lengur á ógnarjafnnvæg-
inu og leyfir maður sér að trúa
því að raunveruleg afvopnun sé
hafin og að hætta á átökum
risavelda með gjöreyðingar-
vopnum sé liðin hjá.
Atómógninni ekki
bægt frá
En kjarnorkuógnin er enn yfir-
vofandi því komið er upp á yfir-
borðið, sem reyndar var ætíð
vitað, að svokölluð friðsamleg
notkun kjarnorkunnar getur
verið fullt eins hættuleg og
beiting atómvopna í hernaði.
Kjarnorkuver til rafmagns-
framleiðslu eru út um allar
trissur. Yfirleitt kvað ör-
yggisbúnaður þeirra í
sæmilegu lagi og séð er fyr-
ir eyðingu geislavirkra úr-
gangsefna.
í óteljandi atómstöðvum sem
kommúnistar smíðuðu á þáver-
andi yfirráðasvæði sínu er þessu
öðruvísi farið. Kjarnakjúfarnir
og umbúnaður þeirra er yfir-
leitt hrákasmíð og er þetta orð-
ið jaskað og úr sér gengið og
hafa stórslys hlotist af og dæmi
eru um að orkuverum í ná-
munda margra stórborga hefur
verið lokað næstum samdægurs
og marxiskir fáráðlingar létu af
yfirstjórn þeirra.
Atómstöðvar eru ekkert einka-
mál þeirra sem þær reka eða
nýta orkuna sem þær framleiða.
Banvæn geislun og úrfelli tekur
ekkert tillit til landamæra eða
hvort landsvæði eru þéttbýl eða
strjálbýl. Atómstöðvar eru flest-
ar í þéttbýli og í námunda við
stórborgir því að tæknikratar
og orkuspámenn spara dýrar
línulagnir um langan veg.
Hættan af lekum og úr sér
gengnum atómstöðvum er aug-
ljóslega fjölþjóðlegt vandamál
og verður að leysa sem slíkt ef
freista á þess að koma í veg fyr-
ir magnaðri stórslys en sögur
fara af.
Baráttan að hefjast
Nú hefur Samband norrænu
félaganna sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem skorað er á ríkis-
stjórnir Norðurlanda að beita
sér fyrir sameiginlegu átaki á
alþjóðavettvangi um að lagt
verði fram fé og mannafli til að
allt verði gert sem unnt er til að
gera nauðsynlegar öryggisráð-
stafanir í austur-evrópskum
kjarnorkuverum.
Það liggur í hlutarins eðli að
það er mikið hagsmunamál
allra Norðurlandabúa að svo
verði búið um hnúta að kjarn-
orkuver valdi ekki óbætanleg-
um skaða á tilvist lífríkisins og
er hættan augljósust í atóm-
stöðvum í austanverðri álfunni
og eru mörg veranna í næsta
nágrenni Norðurlanda.
í allri umræðu um alþjóðamál
og samvinnu ríkja og bandalaga
er umræðuefnið að einskorðast
æ meira við markaði og við-
skiptamál. Það er um tolla, eft-
irgjöf á gjöldum, niðurgreiðslur
og auðlindanýtingu og umfram
allt fjármagnshreyfingar með
tilheyrandi breytingum á eigna-
hlutdeild heima og heiman.
Evrópubandalag og bandalag
Eystrasaltsríkja, EFTA, EES,
innri markaður og sameiginleg-
ur gjaldmiðill er allt að súrrast
inn í sömu markaðs- og pen-
ingahyggjuna, sem er sá mön-
dull sem alþjóðasamstarf snýst
um.
Enn eru verk að
vinna
Norðurlandaráð og samstarf
norrænna þjóða, sem byggir á
sameiginlegri menningu og
landfræðilegum aðstæðum og
ekki síst samtvinnaðri sögu, á
nú allt að vera að fara í hundana
vegna þess að aðrar Norður-
landaþjóðir eru að undirbúa
nánara samstarf suður á bóg-
inn.
Þá hljóp það fyrir
brjóstið á mörgum þegar
íslendingar þóttu ekki
sjálfsagðir þátttakendur í
laustengdum samtökum þjóða
sem liggja að Eystrasalti og
töldu það merki um óbeit þeirra
ríkja á íslandi. Hins vegar finnst
okkur eðlilegt að Finnar og Sví-
ar skipti sér ekkert af náinni
samvinnu eyríkja Norður-Atl-
antshafsins um sameiginlega
hagsmuni í þeim heimshluta.
Enginn vafi leikur á að þorri
fólks á Norðurlöndum er
hlynntur norrænu samstarfi og
samvinnu á flestum sviðum og
að Norðurlöndin komi fram
sem heild í tilteknum málum
gagnvart öðrum svæðum
heimsbyggðarinnar. Ekki er síð-
ur mikilvægt að þjóðirnar
hlynni að sameiginlegum
menningararfi og efli sam-
kennd á þeim sviðum.
Nú hefur Samband norrænu
félaganna gengið fram fýrir
skjöldu til að vinna að sameig-
inlegu verkefni á alþjóðavett-
vangi. Það að bægja frá hættu af
atómstöðvunum er eitt mikil-
vægasta hagsmunamál sem er
sameiginlegt með Norðurlönd-
um og mörgum fleiri þjóðum.
Markmiðið er ekki skæklatog
um markaði og viðskiptavild
eða hvernig á að græða sem
mest hver á öðrum, heldur
varðar það sjálfan lífsgrundvöll-
inn.
Ef árangur næst og verður til
þess að gera framtíðina ögn
bjartari er til mikils að vinna og
samnorrænt átak mun styrkja
samvinnu frændþjóðanna um
langa framtíð hvað sem gróða-
pungum markaðshyggjunnar
líður.
OÓ