Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn 15
Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannaféiags ríkisstofnana
Launþegar ósamstiga og
hafa mjög misjöfn kjör
í.
Verkalýðshreyfingin er ekki nógu
samstiga og mörg ólík sjónarmið uppi
innan hennar. f yfirstandandi samn-
ingaviðræðum héldu td. sumir því
fram að vegna atvinnuleysisins væru
ekki skilyrði til að fara í harðar aðgerð-
ir. Þá hafa félagar í verkalýðshreyfing-
unni mjög mismunandi laun og vitað
mál að sumir hafa fjórum til fimm
sinnum hærri laun en þeir lægst laun-
uðu.
Hálaunafólk og láglaunafólk greinir á
um aðferðir. Það er td. athyglisvert að
til eru verkalýðsfélög sem eru á móti
hátekjuskatti þótt vitað sé að innan
þeirra sömu félaga séu margir lágt
launaðir.
Það er mjög nauðsynlegt fyrir verka-
lýðshreyfinguna að finna leiðir til að
sameinast og tryggja að laun verð
mannsæmandi. Þá verður að taka mið
af heildinni og ekki setja það fyrir sig
þótt þeir hæst launuðu séu ekki
ánægðir. Ég vil benda á að innan SFR
eru laun mjög lág. Þar getur varla
nokkur talist með há laun, en meðal-
taxtalaun eru um 70 þúsund kr.
Verkalýsðfélögin eru eina tækið sem
fólk hefur til að réttur þess sé virtur og
auðvitað verða þau að vera vakandi og
hvetjandi í baráttunni. En þau eru ekki
ein í heiminum og sú hræðslupólitík
sem hefur verið rekin nú um hríð er
svo megn að dregið hefur úr krafti
fólks í bili. En það kemur dagur eftir
þennan dag og ég er sannfærð um að
fólk mun rísa upp og mótmæla því
óréttlæti sem beitt hefur verið varð-
andi launamál þess og réttindi. Athuga
verður að atvinnuleysisgrýlan vofir yf-
ir og ekkert er æskilegra fyrir atvinnu-
rekendur en hæfilegt atvinnuleysi.
An verkalýðshreyfingarinnar hefðu fá
velferðarmál komist í framkvæmd hér
Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða
Þjóðarsáttarvíxill fram-
lengdur án vaxtagreiðslu
á landi því hún hefur barist fyrir maigs
konar réttindum fólki til handa, auk
þess að beijast fyrir bættum launum.
Nei, ég er ekki sátt, en þessi samn-
ingalota var um margt óvenjuleg því
aldrei var í raun fjallað um kröfugerð
félaganna og ekki hægt að segja að
skipst væri á skoðunum um þau mál.
Við f SFR höfum farið á átta samninga-
fundi á undanfömum mánuðum og
fengum ávallt sömu svörin hjá samn-
inganefnd ríkisins á þá leið að það yrðu
engar kauphækkanir á þessu ári. Jafn-
ffamt var boðað að með breytingum á
lögum yrðu ýmis réttindi tínd af okkur
sem um er fjallað f lögum um réttíndi
og skyldur opinberra starfsmanna, svo
sem biðlaunaréttur, veikindaréttur og
fæðingarorlof. Þá var stefnt að því að
fækka starfsfólki á stofhunum með því
að koma á vinnuhvetjandi kerfi. Það
má segja að með þessari niðurstöðu sé
fengin viðurkenning á að réttindi séu
virt Þetta er hrein vöm.
3.
1.
Styrkur Alþýðusambands íslands
liggur í þeim innbyrðis skilningi
sem ríkir innan þess á hverjum
tíma. Nú um þessar mundir er ekki
vilji hjá þeim sem einhverju hafa
náð í sína kjarasamninga umfram
aðra að leggjast á sveif með öðrum
til að ná því sama.
Sáttmála um launahlutfall fólks í
Alþýðusambandi íslands bráðvant-
ar til þess að hægt sé af heiðarleika
og skynsemi að sameinast í mark-
vissri baráttu og beita sameigin-
legu afli til þess að ná fram leið-
réttingum í launamálum.
Enn ríkari ástæða er að gera slík-
an sáttmála ef beita á stærra sam-
floti fyrir vagninn eins og reynt var
nú í því langa samningaþófi sem
nú er lokið. Þar komu líka fram
ólíkar áherslur og titringur vegna
varðgæslu um sérmál hvers launa-
hóps fyrir sig.
Samtök launafólks eru, þrátt fyrir
ýmsa veikleika, brjóstvörn þeirra
sem höllum fæti standa í þjóðfé-
laginu og þörfin fyrir sterk samtök
verkafólks er ekki minni í dag en
áður, þau eru jafnvel þýðingar-
meiri en nokkru sinni því að aðför-
in að kjörum launamannsins hefur
aldrei verið Iymskulegri en einmitt
í dag.
2.
Þegar farið var af stað í nýafstaðn-
ar kjaraviðræður vissum við að við
myndum aldrei ná miklu í þetta
sinn. Mín von var samt sú að við
gætum náð einhverjum samnings-
atriðum til jöfnunar á kjörum. Þar
nefndum við t.d. orlofsmálin, líf-
eyrismálin og ýmsa þætti sem aðr-
ir hópar innan ASÍ hafa inni í sín-
um samningum en almennu félög-
in; Iðja, Sókn og aðrir slíkir hópar
hafa ekki. í þessum efnum náðist
enginn árangur.
Kostir samningsins nú eru hins
vegar þeir að í erfiðu efnahags-
ástandi meðal þjóðarinnar höfum
við varðveitt stöðugleika. Ég lít svo
á að hér séu menn enn einu sinni
að framlengja víxilinn sem við
skrifuðum upp á með þjóðarsátt-
inni og við erum ekki enn búin að
fá borgaða vextina af þeim víxli.
Þess vegna hljótum við ennþá að
eygja þá von að þetta skili okkur
árangri enda held ég að það væri
enginn tilgangur í því hjá verka-
fólki að sætta sig við skertan kaup-
mátt áfram öðruvísi en að eiga ein-
hverja von. Þess vegna, þegar talað
er um verkalýðshreyfinguna sem
ónýtt tæki í kjarabaráttunni, verða
þeir jafnframt að meta hvernig
málin snúa að fólki hverju sinni.
Ég gef mér það nú að menn hafi
sameinast um þá forsendu að fara
varlega og það endurspegla þessir
samningar. Sú skoðun heyrist að
menn hafi gefist upp á því að beita
afli hreyfingarinnar en að mínu
viti endurspeglar niðurstaðan ekki
það að menn hafi sagt sem svo: —
Við viljum fá miklu meira en við
gáfumst upp við það vegna þess að
fólk vildi ekki standa með okkur.
Ég neita í það minnsta að trúa því
og tel að miklu fremur hafi verið til
staðar ákveðin tilfinning fyrir
ástandinu í þjóðfélaginu sem ráðið
hafi ferðinni.
Ég hins vegar var andsnúinn
þeirri aðferð að fá fram miðlunar-
tillögu frá sáttasemjara heldur
skrifa undir þann samning sem við
töldum að við gætum bestum náð
og leggja hann síðan undir dóm
umbjóðenda okkar og standa síðan
eða falla með þeim dómi. Ég álít
það vera gríðarlega hættulegt for-
dæmi að sáttasemjari komi fram
með miðlunartillögu án þess að
um átök á vinnumarkaði sé að
ræða.
Þá er annað sem ég tel varasamt í
þessum samningum og öðrum á
undan honum en það er að semja
um sérstakar láglaunabætur. í
fyrsta lagi er töluverð skömm að
því að þurfa þess. í öðru lagi erum
við með því að stefna að því að
koma öllum töxtum Alþýðusam-
bandsins undir það að vera lág-
launataxtar sem þurfi sérstaka
uppbót. Þetta er þróun sem ég vara
eindregið við.
3.
1. maí hefur gildi sem baráttudag-
ur verkafólks eins og áður. Ef til
vill hefur mikilvægi þess að vita af
samstöðu fólks um mest allan
heim þennan dag fjarlægst eitt-
hvað í þeim þjóðfélagsbreytingum
sem átt hafa sér stað á síðustu ára-
tugum.
Samhygðin er þó enn sem betur
fer ríkur þáttur í sál og sinni fólks
og þessi dagur mun áfram sem
hingað til skerpa á þeim þáttum í
mannlegum samskiptum sem best-
ir eru og þannig færa okkur nær
takmarkinu um betra líf frelsis,
jafnréttis og bræðralags.
Fýrsti maí hefur sögulega þýðingu
fyrir verkafólk. Dagurinn eykur á sam-
stöðu fólks bæði heima fyrir og milli
landa því vinnandi menn eiga í svip-
aðri baráttu um allan heim, baráttu
fyrir auknum mannréttíndum og
bættum kjörum. Á þessum degi
hvarflar hugurinn að því hve nauðsyn-
legt er fyrir verkafólk að vinna saman.
Einmitt á þessum degi hljótum við að
finna til samstöðu með því verkafólki
sem mest er kúgað í heiminum og
mótmæla sérstaklega þeirri bama-
þrælkun sem á sér stað víða um heim.
BÆNDUR
Vorvinnutæki
Eigum fyrirliggjandi:
• Bögballe, eins og tveggja skífa, áburðardreifara
fyrir tilbúinn áburð.
• Ávinnsluherfi (slóðadraga), vinnslubreidd 3 m
og 3,6 m.
• Hankmo hnífaherfi, vinnslubr. 3 m.
• Kuhn jarðtætara, vinnslubreidd 1,8 m og 2,05 m.
Gerið pantanir strax hjá okkur eða umboðsmönnum.
HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-670000