Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn 9
* ;
-
L
Vinnan er frumþörf. Atvinnulaus
maður er óhamingjusamur, vonlaus
og örvæntingarfuliur. Þar sem mein-
semd atvinnuskortsins hefur náð að
grafa um sig eru mannleg eymd og
óhamingja þrúgandi. Þar er gróðrar-
stía ofbeldis, aukinnar fíkniefna-
neyslu og menningarleysis. Atvinnu-
leysið verður aldrei metið í glötuðum
vinnutíma, atvinnuleysisdögum eða
skertum launum.
Þegar atvinnu skortir, ganga at-
vinnurekendur á lagið. Svipan er á
lofti yfir höfði launafólks. Verkalýðs-
hreyfingin verður að mæta atvinnu-
rekendum af fullri einurð og hörku.
Atvinnurekendur mega ekki komast
upp með að nota atvinnuleysið sér til
framdráttar á kostnað launafólks.
Full atvinna fyrir alla. Um þessa
kröfu verður barátta verkalýðshreyf-
ingarinnar að snúast á næstu mán-
uðum. Sýnum þjóðarstolt. Með því
að kaupa í auknum mæli íslenskar
vörur og framleiðsiu sköpum við at-
vinnu og viðhöldum íslenskum at-
vinnufyrirtækjum.
Þjóðarauðinn
til fólksins
Fyrirhyggjuleysið hefur allt of
lengi ráðið ferðinni í atvinnumálum
þjóðarinnar. Blind ofljárfesting hefur
átt sér stað í ýmsum greinum at-
vinnulífsins og af þessu súpum við
seyðið. Við lýsum ábyrgð á hendur
þeim stjórnmálamönnum, sem stað-
ið hafa fyrir bruðli og gæluverkefn-
um sem kostað hafa allt samfélagið
offjár. Gróðafíkn hefúr ráðið of miklu
í íslensku atvinnulífi. Gegndarlaust
okur hefur fært fjármuni svo millj-
örðum skiptir frá launafólki og fyrir-
tækjum til fjármagnseigenda, en
með því móti hefur verið grafið und-
an stoðum atvinnulífsins.
Hvergi annars staðar verður þetta
augljósara en í rússnesku rúllettunni
um þjóðarauðinn: fiskinn í sjónum
— atvinnu verkafólksins — sem
skipin sigla með úr landi á degi hverj-
um. Eign þjóðarinnar gengur kaup-
um og sölum. Það, sem þjóðin á, er
fært til eignar hjá fjölskyldum út-
gerðarmannanna og síðan er sjó-
mönnum, fiskverkafólki og öðrum
launamönnum í sjávarútvegi
skömmtuð kjörin úr hnefa.
Við krefjumst þess að þjóðarauður-
inn verði aftur færður í hendur eig-
anda síns. Fólkið á fiskinn. Við krefj-
umst ábyrgðar. Við sættum okkur
ekki við að skammsýnir stjómmála-
menn leiki sér að fjöreggi þjóðarinn-
ar.
Burt með skattsvikin
Árum saman hafa íslenskir launa-
menn horft upp á botnlaus og blygð-
unarlaus skattsvik þeirra, sem hafa
haft aðstöðu til að stela úr hinum
sameiginlega sjóði okkar. Það er
sorgleg staðreynd að veikburða til-
raunir stjómvalda á undanförnum
árum til að stöðva þjófnaðinn hafa
runnið út í sandinn. Ekki nóg með
það, heldur hefúr launafólk þurft að
horfa upp á skattsvikara og óprúttna
atvinnurekendur, sem skipuleggja
gjaldþrot eigin fyrirtækja til að
sleppa við skuldbindingar sfnar. Hve
lengi eigum við að sætta okkur við að
aðeins hluti þjóðarinnar borgi vel-
ferðina? Hve lengi? Hve lengi?
íhugum vandlega hvert
skref í Evrópumálum
Á síðustu ámm hefur mikil um-
bylting átt sér stað í Evrópu. Evrópa
er um þessar mundir að sameinast
pólitískt og efnahagslega. íslensk
verkalýðshreyfing verður að fylgjast
grannt með breytingunum, því kjör
okkar og réttindi munu verða fyrir
áhrifum af samrunanum í Evrópu,
hvort sem við eigum þar aðild eða
ekki. Hin rétta leið í þessu efni er
vandrötuð fyrir litla þjóð, sem vill
halda sjálfstæði sínu, en um leið
halda lífskjömm eins og þau gerast
best í nálægum löndum. Hvert skref
þarf að stíga fram á við að vandlega
athuguðu máli og að höfðu samráði
við þjóðina alla.
F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík
Þórunn Sveinbjömsdóttir
Vignir Eyþórsson
Björk Jónsdóttir
Sigurður Bessason
Hildur Kjartansdóttir
Grétar Hannesson
Hafsteinn Eggertsson
F.h. Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja
Guðmundur Þorkelsson
Margrét Tómasdóttir
F.h. Iðnnemasambands íslands
Ólafur Þórðarson
rkalýðsfélaga, ICFTU
lýðshreyfingu eins og öðmm mann-
réttindum.
Við teljum okkur skuldbundin til
þess að berjast fyrir jöfnum rétti
karla og kvenna allstaðar — í fjöl-
skyldunni, á vinnustaðnum, í verka-
lýðsfélaginu og annars staðar í þjóð-
félaginu.
Við trúum því að ósvikinn, varan-
legur friður sé undir því kominn
hvernig tekst til með útbreiðslu
frelsis, lýðræðis og félagslegs rétt-
lætis í heiminum. Við viljum efla
undirstöður friðar, öryggis og af-
vopnunar, sem og alla skipulega
starfsemi til þess að fyrirbyggja
styrjaldir og borgaraskæmr.
Við viðurkennum að þjóðir
heimsins em innbyrðis háðar hvað
umhverfismál, stjómmál og efna-
hagsmál varðar. Við berjumst gegn
náttúmspjöllum, viljum stuðla að
sjálfbærri þróun og atvinnu. Mesta
alþjóðlega auðlindin er vinna fólks-
ins, sem undir hæfilegu félagslegu
skipulagi og á sanngjörnum launum
getur útrýmt fátæktinni. Við krefj-
umst þess að öllu verkafólki sé sýnd
sú virðing og sú reisn sem því fólki
ber.
Við styðjum sjónarmiðin, sem
koma fram í Sáttmála Sameinuðu
þjóðanna, eins og við styðjum al-
þjóðlegt samstarf, sem byggir á virð-
ingu fyrir verkalýðshreyfingu og
öðrum mannréttindum allstaðar.
Útbreiðsla þessarar undirstöðu lýð-
ræðislegs frelsis til allra þjóða
heimsins er eini ömggi grunnurinn
til þess að halda jafnvægi milli full-
veldis þjóðríkis og aðkallandi alþjóð-
legs samstarfs. Þannig má mynda
friðsamleg samskipti milli allra
þjóða og til þess að eyða félagsleg-
um, efnahagslegum og stjórnmála-
legum ójöfnuði, sem enn sundrar
íbúum jarðarinnar.
Við höfum, allt frá stofnun sam-
takanna árið 1949, barist gegn hvers
konar stjórnmálalegri og efnahags-
legri kúgun og stundum haft sigur.
Við getum ekki slakað á í baráttunni
á meðan miljarðar verkafólks og
barna þeirra em enn föst í neti fá-
tæktar, kúgunar og misnotkunar,
jafnframt því að hungursneyð, sjúk-
dómar, stríð og ósætti ógnar þeim.
Við hvetjum verkafólk alls heimsins
til þess að leggja þessum málstað lið
og að sækjast eftir aðild að frjálsum
verkalýðsfélögum, sækjast eftir að-
ild að og styrkja Alþjóðasamband
frjálsra verkalýðsfélaga. Saman tekst
okkur að gera heiminn að ömggu
athvarfi fyrir börnin okkar og kom-
andi kynslóðir.
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavlkur,
óskar eftir tilboðum I viögeröir og viöhald utanhúss á Iþróttahúsi Árbæjar-
skóla.
Helstu magntölurem:
Spmnguviðgerðir 250 m
Háþrýstiþvottur 680 m2
Sílanbööun 680 m2
Málun flata 680 m2
Málun glugga 622 m
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavfk,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin veröa oþnuö á sama staö fimmtudaginn 14. mal 1992, kl. 15.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Skólaskrífstofu Reykjavlkur,
óskar eftir tilboðum I viögerðir og viöhald utanhúss á iþróttahúsi Álftamýr-
arskóla.
Helstu magntölur em:
Sprunguviögeröir 290 m
Fúgun milli steins og trés 210 m
Háþrýstiþvottur 708 m2
Silanböðun 708 m2
Málun flata 1.248 m2
Málun glugga 1.974 m
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 13. mal 1992 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavlk,
óskar eftir tilboöum I hreinsun holræsa og niöurfalla.
Hreinsun holræsa u.þ.b. 300 klst.
Hreinsun niöurfalla u.þ.b. 4.000 stk.
Síöasti skiladagur er 30. september 1992.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tllboöin verða opnuö á sama stað þriöjudaginn 19. mal 1992 kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
|j) ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavlk,
óskar eftir tilboöum I gerö malbikaöra gangstiga vlös vegar I borginni.
Helldarmagn er u.þ.b. 18. þús. m2.
Sföastl skiladagur er 1. október 1992.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofú vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá
og meö þriðjudeginum 5. maf, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboöin verða opnuö á sama staö miövikudaginn 13. mal 1992 kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
Sendum viðskiptavinum okkar
og öllu launafólki árnaðaróskir á
hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí.
Krin^Umni S-12 Siim (iSHSXS