Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 25
Tíminn 25
Föstudagur 1. maí 1992
byssu og Dori hafði látist samstund-
is.
Ránmorð
Enga aðra áverka var að sjá á lík-
inu. Ekkert benti til þess að Dori
hefði reynt að verjast morðingja
sínum á nokkurn hátt.
Lögreglan taldi ekki að morðing-
inn hefði valið Dori úr sérstaklega,
heldur hefði reynt að fá samband
við kvenkyns fasteignasala sem
hefði viljað sýna honum hús. Þær
upplýsingar fengust að maður
nokkur, sem kvaðst vera viðskipta-
jöfur í tímaþröng, hefði hringt
sama dag á fleiri fasteignasölur.
Þar sem upplýst var talið hvernig
morðinginn hefði valið sér fórnar-
lamb, var spurningin nú hvers
vegna.
Greinilegt var að um kynferðis-
glæp var ekki að ræða. Líkið var
fullklætt og engin ummerki um
nauðgun eða barsmíðar.
Hinn möguleikinn var rán. Dori
hafði haft handtösku sína meðferð-
is, þegar hún fór að sýna húsið, og
taskan hafði ekki fundist. Eigin-
maður hennar skýrði frá því að Dori
gengi sjaldan með mikið reiðufé á
sér, en hún hefði aftur á móti verið
með greiðslukort, bankakort og
ávísanahefti.
Lögreglan lét bankana því strax
vita og bað um að strax yrði látið
vita ef greiðsiukort, bankakort eða
ávísanahefti Dori yrðu notuð.
Illur fengur...
Viðbrögðin voru skjót. 500 dollarar
höfðu verið teknir út af bankareikn-
ingi Dori klukkan tuttugu mínútur
yfir þrjú morðdaginn, aðeins tutt-
ugu mínútum eftir að síðast hafði
sést til Dori. Daginn eftir var tekið
út úr banka í Nevada og daginn þar
á eftir út úr banka í Carson City.
En í bankanum í Nevada var falin
myndavél, sem sýndi hver hafði tek-
ið út á bankakortið.
Myndin sýndi stórvaxinn mann
milli fertugs og fimmtugs, skeggj-
aðan og gráhærðan.
Hvorki samstarfsmenn Dori á fast-
eignasölunni né eiginmaður henn-
ar þekktu manninn á myndinni.
Ekki fannst heldur mynd af honum
í skjalasöfnum lögreglunnar.
Lögreglan vissi að tíminn var
naumur og að slóð mannsins kóln-
aði með hverrri mínútu. Það var því
gripið til þess ráðs að birta myndina
í fjölmiðlum og leita þannig á náðir
almennings með upplýsingar.
Vingjamlegur bangsi
Fljótlega bárust upplýsingar um að
maðurinn á myndinni væri að öll-
um líkindum John Alden Colwell,
42 ára og fjögurra barna fráskilinn
faðir. Sá, sem hringdi, kvaðst varla
trúa að John væri eftirlýstur fyrir
morð. Hann sagði að John væri
fyrrum kaupsýslumaður og manna
glaðlyndastur og varla væri vitað til
að hann hefði talað illa um nokkurn
mann, hvað þá meira.
Við nánari rannsókn kom í ljós að
John hafði áður starfað á fasteigna-
sölu, en þar sem hann hafði verið
gífurlega feitur hafði bak hans gefið
Ráðning á
krossgátu
i 3BB aaH BBai
■EC QBS □
■SESDHBlESSfi
£ BBB QE3 QQSl
□aöaÐ'daEana'na'a
Þessi mynd sýnir glögglega líkamsburði Johns Colwell, og augljóst að
Dori Greene hafði lltið I hendurnar á honum að gera.
sig og hann hafði orðið að fara á
sjúkrahús í megrun og bakskurð.
Þegar hann kom aftur af sjúkra-
húsinu, hafði hann ætlað aftur til
starfa á fasteignasölu, en þá hafði sú
starfsgrein dregist saman í heima-
bæ hans og enga vinnu þar að fá.
Hann hafði síðan reynt fyrir sér í
Sakamál
ýmsum störfum, en var atvinnulaus
þegar síðast var vitað.
Einnig kom í ljós að maður, sem
lýsingin átti við, hafði skellt sér á
hóruhús í Carson City og hafði sóað
þar fé á báða bóga. Vændiskonurnar
skýrðu frá því að hann hefði sagst
vera viðskiptajöfur og ætti nóga
peninga.
Morðinginn
handtekinn
Lögreglan fékk nú handtökuskip-
un á John Colwell og hélt heim til
hans. Hann vildi fyrst ekki koma út,
en þegar lögreglan gerði sig líklega
til að ráðast inn í húsið kom hann
út, berfættur með hendur fyrir ofan
höfuð.
í húsinu voru einnig tveir aðrir
menn. Aðspurðir kváðust þeir ekk-
ert vita um Dori Greene, né heldur
um stolin greiðslukort. Þeir kváð-
ust bara vita það eitt um John Col-
well að hann væri fyrirmyndar ná-
ungi. Að yfirheyrslu lokinni var
þeim sleppt.
En það sama var ekki hægt að segja
um John Colwell sjálfan. Hann var
handtekinn og fluttur til yfir-
heyrslu.
John Colwell neitaði að segja orð
nema lögfræðingur hans væri við-
staddur, og því var hann úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald og beðið með
frekari yfirheyrslur.
Handtaka Colwells vakti gífurlega
athygli. Nágrannar hans og fyrrum
samstarfsmenn hefðu ekki orðið
meira undrandi þótt jólasveinninn
sjálfur hefði verið handtekinn fyrir
morð. Allir, sem lögreglan talaði
við, báru honum mjög vel söguna
og sögðu að annaðhvort væri lög-
reglan að gera reginmistök eða þá
að John Colwell hefði hreinlega
misst vitið, því þessi verknaður væri
ekki í neinu samræmi við þá per-
sónu sem fólk taldi hann vera.
John var ekki samstarfsfús, hvorki
við verjanda sinn né saksóknara.
Það kom því öllum á óvart, þegar
hann venti sínu kvæði í kross og
ákvað að játa á sig morð að yfir-
lögðu ráði og rán.
Jólagjafír handa
böraunum
Við játninguna kom í Ijós að Col-
well hafði ekki þekkt Dori Greene,
hafði reyndar aldrei séð hana fyrr en
hann mælti sér mót við hana í tóma
húsinu við Tasmaníuveg.
Hann játaði að eina erindið, sem
hann hefði átt við hana, var að kom-
ast yfir fjármuni hennar og
greiðslukort. Síðan greip hann til
þess ráðs að myrða hana til þess að
koma í veg fyrir að hún gæti kært
hann og borið á hann kennsl.
Hann upphóf síðan mikinn sorgar-
söng um féleysi sitt, kvaðst vera
staurblankur og hefði gripið til
þessa óyndisúrræðis til þess að geta
keypt jólagjafir handa börnunum
sínum fjórum.
Saksóknari sagði að vissulega
hljómaði þessi saga sorglega — það
er að segja þangað til hugsað væri
til þess að John Colwell hefði eytt
góðum hluta ránsfengsins í áfengi
og vændiskonur á hóruhúsi.
Þrefaldur
dauðadómur
Lögreglunni tókst aldrei að finna
kúluna, sem Dori hafði verið skotin
með. En Colwell benti á morðvopn-
ið, sem hann hafði selt kunningja
sínum skömmu eftir ódæðið.
Dómarinn hafði hlustað á fram-
burð Colwells án athugasemda. En
að honum loknum kvað hann upp
yfir honum þrefaldan dauðadóm,
þannig að ólíklegt má teljast að
morðinginn stórvaxni gangi laus í
framtíðinni.
TOSHIBA
Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem
þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á
Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá
Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara.
Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ?
Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og
kjörum, sem allir ráða við!
///’
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 g 622901 og 622900
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK ■ SÍMI632340 • MYNDSENDIR 623219
Hverfaskipulag borgarhluta 6,
Breiðholtshverfa
Orðsending frá Borgarskipu-
lagi til íbúa og hagsmunaaðila
Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er að hefjast vinna við
hverfaskipulag borgarhluta 6, Breiðholtshverfa. íbúar
og aðrir hagsmunaaðilar í Breiöholti eru hvattir til
þess að koma ábendingum á framfæri við Borgar-
skipulag um það sem þeir telja að betur mætti fara í
borgarhlutanum, t.d. varðandi umferð, leiksvæði og
önnur útivistarsvæði, stíga eða byggð. Þær munu
verða teknar til gaumgæfilegrar athugunar og metnar
með tilliti til heildarskipulags borgarhlutans.
Ábendingum óskast skilað munnlega eða skriflega
fyrir 1. júní 1992 til Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur,
deildarstjóra hverfaskipulags, eða Ágústu Svein-
björnsdóttur, arkitekts, á Borgarskipulagi Reykjavík-
ur.
Fjarskiptaeftirlitið
verður lokað
fimmtudaginn 30. apríl 1992 vegna flutninga.
Opnaö verður aftur mánudaginn 4. maí að Malarhöfða 2
(hvíta húsið fyrir ofan Ingvar Helgason hf.).
Sími: 682424. Fax: 682429.