Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 14
14Tfminn Föstudagur 1. maf 1992 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavlk, óskar eftlr tilboðum I gatnagerð I austurborg. Helstu magntölur eru: Útvlkkun gatnamóta er u.þ.b. 1.500 mz Lengd gatna er u.þ.b. 290 m Lengd holræsa er u.þ.b. 100 m Sfðastl skiladagur er 31. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá og meö þriðjudeginum 5. maf, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama stað fimmtudaginn 14. mal 1992 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR * Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavlkurborgar, óskar eftir tilboöum I verkiö „Nesjavallavirkjun — Undirstaöa gufuháfs". Verkiö felst I steypu á undirstööum gufuháfs og tilheyrandi jarövinnu. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.300 m3 Fylling 1.300 m3 Járnbending 4.900 kg Steynsteypa 85 m3 Verkinu skal lokiö fyrir 1. ágúst 1992. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 25.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn 19. maí 1992 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar, óskar eftir til- boöum I uppsteypu og frágang úti vegna viöbyggingar viö Hliöarskóla. Helstu magntölur eru: Mót 2.250 m2 Steypa 220 m3 Þök 760 m2 Múrklæöning veggja 300 m2 Plötuklæöning veggja 225 m2 Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 20. maí 1992 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar, óskar eftir til- boöum I viöbyggingu viö Artúnsskóla. Um er aö ræöa 430 m2 viöbyggingu. Jarövinnu er aö Ijúka. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavfk, frá og meö þriöjudeginum 5. maf gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 20. mai 1992 kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar óskar eftir til- boðum I lóöarlögun nýs gæsluvallar viö Brekkuhús I Grafarvogi. Verklok eru 15. ágúst 1992. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 20. mal 1992 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Guðmundur J. Guömundsson, formaður Dagsbrúnar: Hreyfingin þarf ekki að vera bKlaust kjaravopn í. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mjög mikill, svo mikill að honum eru vart takmörk sett. Annað mál er hins vegar hvort hreyfingin beri gæfu til þess að fylkja sér saman og beita hon- um. Það virðist vera mjög óljóst nú, vægast sagt. Hreyfingin þarf langt í frá að vera bitlaust vopn í kjarabaráttu launa- manna. Meðan hún hins vegar er jafn sundurþykk og hún er nú þá er hún vissulega ekki það kjarabaráttuvopn sem verður að krefjast af henni að vera. Það vantar mjög víða eldinn í hana og f stað þess að sækja kjark í samstöðuna og að ganga saman hönd í hönd þá hafa mál meir snúist um það undanfarið hverjir séu duglegast- ir á tölvu og í reikningi. Áttum okkur á því að lífskjör og aðstaða fólks eru ekki tölvutæk. Ég tel að verkalýðshreyfingin standi nú á vissan hátt á tímamótum: Ann- aðhvort heldur hún áfram þessu sam- stöðuleysi sínu og lognast smám saman út af, eða þá sem ég vona, að enn finnist innan hennar sterk öfl sem reisa munu hana úr öskustónni öflugri en fyrr. 2. Ég er ekki sáttur við niðurstöðu miðlunartillögunnar og hvort að Dagsbrúnarmenn muni samþykkja hana eða fella skal ég ekki um segja. Dagsbrún tók þátt í samflotinu og við teljum okkur hafa farið illa út úr því og samið langt undir okkar styrk enda þótt atvinnuleysi stórs og vax- andi hóps sé ískyggilegt sem og skerðing sem orðið hefur á atvinnu að undanfömu. Yfirvinna hefúr mjög dregist saman svo að tekjur manna hafa lækkað mjög og því er 1,7% taxtahækkun alls ófullnægjandi. Þó em ýmsir ljósir punktar í þessu, svo sem láglaunauppbótin sem að vísu hefði betur farið beint inn í taxta. Ég reikna með að menn hafi ekki treyst sér til að ganga fastar eftir kröf- um sínum af ótta við að þá skylli á ný verðbólgualda og allt yrði rifið í burtu á augabragði. Ég óttast hins vegar mjög að felli Dagsbrún sáttatillöguna og fari ein út í verkfall verði staða fé- Iagsins mjög erfið. Lendingin hlýtur því að felast f tillögu sáttasemjara og úrslitin í kjaraviðræðunum eru alger nauðvöm. Hins vegar verður verkalýðshreyf- ingin að fara að átta sig á stöðu sinni í þjóðfélaginu og sýna af sér meiri hörku og meiri samstöðu því eftir því sem hún slakar meira á klónni, því meiri hætta er henni búin og því hraðar nálgast hún dauðann. 3. 1. maí á að nota til að minna á grundvallarmarkmið vinnandi fólks; frelsi, jafnrétti og bræðralag. Vegur þessa dags er mismikill eftir löndum. Eitt sinn átti verkalýðshreyfingin að vera alþjóðleg, sem hún og er í sjálfú sér — svo alþjóðleg að fyrir fyrra stríð 1914-1918 höfðu menn trú á því að hún væri það sterk að hún gæti látið menn neita að berjast á þeim forsend- um að bræður væru þá að berjast Auk þess væm menn ekki að berjast í sína þágu, heldur í þágu þeirra afla sem væm þeim sjálfum andstæð sem sýndi sig m.a. í því að biskupar og prestar beggja vegna víglínunnar blessuðu vopnin. Ég nefni þetta sem dæmi um það hversu sterka trú menn höfðu á hug- sjónum verkalýðshreyfingarinnar og um hið alþjóðlega bræðralag. 1. maí ætti að vera okkur áminning um að keppa að markmiðum jafnréttis, bræðralags og réttlátara þjóðfélags og efla okkur í baráttumálum líðandi stundar. Þórður Ólafsson, formaður verkalýðsfélagsins Boðans í Ölfusi: Óhægara um vik aö beita afli hreyfingarinnar nú Ég tel að í kjaraviðræðunum hafi ekki verið látið reyna á styrk verka- lýðshreyfingarinnar og að hluta til er um að kenna t.d. núverandi atvinnu- ástandi. Fólk hefúr verið hikandi við að fara í hart og kannski hefur heldur ekki verið nóg gert af hálfu foryst- unnar til að brýna það. Hreyfingin er þó án alls vafa sterk ennþá en á óhægara um vik að beita afli nú en áður þar sem aðstæður em aðrar: Fólk er mjög skuldsett og því meira hikandi við að fara í langa bar- áttu en var fyrir nokkmm ámm. Þó held ég að ekki hafi nú verið fyllilega látið reyna á styrk hreyfingarinnar og þess má geta í þessu sambandi að nokkur verkalýðsfélög höfðu ekki einu sinni fyrir því að leita til félags- manna eftir verkfallsheimild. Það er alvarlegt mál og segir ákveðna sögu. Það er orðið nauðsynlegt að breyta ýmsu í skipulagi hreyfingarinnar, einkum að því leyti að það þarf að fækka verkalýðsfélögum með því að sameina þau og gera þau sem eftir verða þannig stærri og öflugri félög sem ná yfir stærra félagssvæði. Það myndi auðvelda mjög allt starf þeirra og hreyfingarinnar í heild. Nú em verkalýðsfélög allt of mörg og sem dæmi um það em fjögur félög á ekki stærra svæði en í Ámessýslu þar sem samgöngur em eins og best verður á kosið. 2. Ég er alls ekki sáttur við niðurstöðu kjaraviðræðnanna. Sáttatillagan verður lögð fram til atkvæðagreiðslu í okkar félagi og ég mun hvorki leggja til að hún verði samþykkt eða felld. Fólkið verður að ákveða þetta sjálft Meðai þess sem ég hef efasemdir um í tillögunni er að binda gengisskrán- mgu og kjarasamninga saman og ég hélt satt að segja að menn væm bún- ir að fá nóg af slíku. Þá er ég óánægð- ur með að vextir skuli ekki lækka •meira. í vaxtamálum held ég að hefði þurft að setja ákveðið niður á blað hvemig lækka skuli vextina í áföng- um allt niður í 3,5% raunvexti. Ég tel að nær hefði verið að tengja launin við vexti fremur en gengi. Annað mál er þó að hreyfingin hefði átt að rísa upp strax í júní sl. þegar vaxtahækkunin kom og fylgja málum síðan eftir. Auðvitað er það tómt mgl að sitja nú uppi með ríkisstjóm sem hreyfingin þarf að vera að berjast við hatrammri baráttu í kjarasamning- um fyrir því hvort geðdeildir eigi að vera opnar eða öldmnardeildir og þess háttar. Þetta sýnir auðvitað skelfingar- ástand og ég veit að í þessum efnum hafa ekki öll kurl komið til grafar enn. Ég er sannfærður um að ástandið í heilbrigðismálum á eftir að hríð- versna og þá verður ástæða fyrir verkalýðshreyfinguna að þjappa sér saman: Það verður stórdregið úr heil- brigðisþjónustunni og biðlistar eftir aðgerðum eiga eftir að lengjast mjög með afleiðingum sem leggjast munu þungt á atvinnureksturinn þar sem fólk verður lengur óvinnufært. Auð- vitað þarf að skoða þessa hluti og freista þess að ná fram spamaði í op- inberri þjónustu. En fyrr má nú vera að framkvæma fyrst hlutina eins og núverandi ríkisstjóm gerir, og ætla síðan að athuga afleiðingamar er frá- leitt 3. 1. maí er baráttu- og hátíðisdagur vekalýðshreyfingarinnar. Það er eng- inn vafi á að dagurinn hefur mikið gildi þótt gildi hans hafi ef til vill ver- ið meira fyrir nokkmm ámm. Það er ekkert launungarmál að hann hefur breyst eins og annað í þjóðfélaginu. Engu að síður minnumst við 1. maí þess sem áunnist hefúr, hvað kostar að halda því og fyrir hveiju þarf að berjast

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.