Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 29
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn 29
Félagsfundur
Félag hárgreiðslu- og hár-
skerasveina heldur félags-
fund vegna nýgerðs kjara-
samnings og sáttatillögu rík-
issáttasemjara mánudaginn
4. maí 1992 kl. 19.00 í Baðstofunni, Ingólfsstræti
5. Að fundi loknum geta félagsmenn tekið þátt í
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka
þátt í atkvæðagreiðslunni.
Allsherjar-
atkvæða-
greiðsla
Vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkis-
sáttasemjara fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í
Ingólfsstræti 5 sem hér segir:
Strax að loknum félagsfundi Félags hárgreiðslu- og
hárskerasveina mánudaginn 4. maí n.k.
Þriðjudaginn 5. maí frá kl. 8.00-20.00.
Miðvikudaginn 6. maí frá ki. 8.00-16.00.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt
í atkvæðagreiðslunni.
s-var^.
LqtUi
%
Ff.
ooo w
..../
Allsherjar-
atkvæða-
greiðsla
Vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkissátta-
semjara fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Ingólfsstræti
5 sem hér segir:
Strax að loknum félagsfundi Félags starfsfólks í veit-
ingahúsum mánudaginn 4. maí n.k. og stendur til kl.
21.00.
Þriðjudaginn 5. maí frá kl. 8.00-20.00.
Miövikudaginn 6. maí frá kl. 8.00-16.00.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni.
Félagsfundur
Uj * » “f'
i7* a a 1r- í i __ _r_f ' _e_sas_■_
OOO w
%
Félag starfsfólks í veitingahús-
um heldur félagsfund vegna ný-
gerðs kjarasamnings og sáttatillögu
ríkissáttasemjara mánudaginn 4.
maí 1992 kl. 17.00 í Baðstofunni,
Ingólfsstræti 5. Að fundi loknum geta félagsmenn
tekið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu.
LötUl
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt
í atkvæðagreiðslunni.
Félags-
fundur
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudag-
inn 4. maí n.k. kl. 20:30 á Hótel Sögu, Súlnasal.
Fundarefni:
Miölunartillaga ríkissáttasemjara kynnt
Að fundinum loknum hefst allsherjaratkvæðagreiðsla um tillög-
una.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Þriöji maöur Mandyar er alþjóölegi sorpeyöingarjöfurinn Ron Foreman. Hún segist hafa mikinn áhuga
á viðskiptum hans þó að hún komist engan veginn yfir aö fylgjast með þeim öllum. En hann sé viöriö-
inn valdaviöskipti sem líkist valdastjórnmálum og þau séu gifurlega spennandi.
Bjartsýnismanneskj-
an Mandy Rice-Da-
vis á sína blómatíma
Fyrir u.þ.b. 30 árum varð feikna-
hneyksli í Bretlandi þegar upp
komst að varnarmálaráðherrann,
John Profumo, hafði verið í tygj-
um við gleðikonuna Christine Ke-
eier samtímis því sem hún var
lagskona sovésks sendiráðsfull-
trúa. Auðvitað varð breski ráð-
herrann að segja af sér með
skömm, en athygli fjölmiðla
beindist ekki síður að konunni og
fví umhverfi sem hún hrærðist í.
þær umræður blandaðist starfs-
systir hennar, Mandy Rice-Davis,
og þar bar vel í veiði fyrir fjöl-
miðlamenn því Mandy var ófeim-
in og hafði ekkert á móti því að
láta á sér bera. Hún var þess
vegna óspör á yfirlýsingar og
blaðraði stöðugt.
Síðan er mikið vatn runnið til
sjávar og ferill Mandyar hefur ver-
ið fjölskrúðugur en hún hefur
staðið af sér allar raunir með
glans og nú brosir lífið virkilega
við henni. Hún er orðin 47 ára og
býr í hjónabandi með þriðja
manni sínum, kaupsýslujöfrinum
Ken Foreman, sem hefur auðgast
af alþjóðlegri sorpeyðingu. Þau
eiga heimili bæði á Miami og í
London og eru á sífelldum ferða-
lögum milli landanna. „Ég veit að
ef gluggatjöldin eru rauðbleik
þegar ég vakna um morguninn er
ég á Miami en ef þau eru rósótt er
ég í London," segir Mandy og seg-
ist annars taka með sér Coleman’s
sinnep, Ryvita hrökkbrauð og
reyktan lax frá London, en frá Mi-
ami Key lime sýróp til að búa til
Key lime böku og 30 únsu bað-
sápuflöskur, þær séu óþolandi litl-
ar í Englandi. Þá sé hún fljót að
eiga heima á hvorum staðnum
sem er.
Mandý er orðin rithöfundur og
er nú að vinna að þriðju skáld-
sögu sinni. Hún segist ganga afar
skipulega til verks, gera heima-
vinnuna sína í byrjun vikunnar
svo að hún geti farið í vélritun um
næstu helgi. Ef eitthvað beri út af
með skipulagið fari allt í vaskinn.
Það getur því vel farið svo að hún
Mandy undirbýr nú brúökaup dóttur sinnar Dana af kappi. Þær
mæögur eru mjög nánar og gengur varla hnífurinn á milli þeirra.
verði arftaki Barböru Cartland
með tímanum.
Um þessar mundir er Mandy
önnum kafin við að undirbúa
brúðkaup dóttur sinnar úr fyrsta
hjónabandinu, Dana, en hún
verður nágranni mömmu sinnar á
Miami. Mandy segir gaman að búa
á Miami, veðrið gott og mannlífið
fjölbreytt með suður-amerísku
ívafi, sem gefi fólki aukið um-
burðarlyndi. Aftur á móti sé Kali-
fornía óþolandi!
Mandy er sæl og sátt við tilver-
una nú, enda segist hún vera
bjartsýnismanneskja. Hún hafi
hengt upp í eldhúsinu kjörorðið
sitt: Bjartsýnismanneskja er sú
sem ekki veit allar staðreyndirnar
enn. „Þannig er ég,“ segir hún.