Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. maí 1992 Tíminn 13 Guðmundur Þ. Jónsson, formaöur Landssambands iðnverkafóiks: Launþegahreyfing er sterk i. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er ekki í fjötrum og honum er hægt að beita. Hins vegar er það alltaf matsatriði hvenær á að beita honum og hvort skilyrði séu slík að skyn- samlegt sé að gera það. Hreyfingin er sterk f sinni kjarabaráttu sem sést í þeim samningum sem við höfum nýlokið við að gera. Þrátt fyrir að við séum með mjög fjandsamlega ríkis- stjóm þá tókst okkur samt, meira að segja án þess að beita hörðu, að knýja fram nokkra stefnubreytingu. Ríkisstjómin dregur bæði nokkuð í land með þær aðgerðir sem hún fyr- irhugaði og gaf jafnframt ákveðnar yfirlýsingar sem, ef hugur fylgir máli, eru okkur nokkurs virði. Það er mjög óvenjulegt og segir nokkuð um þessa ríkisstjórn að það þurfi í kjarasamningum að berjast sérstak- lega við hana fyrir því að varðveita svo sjálfsagða hluti eins og öldrun- arhjúkmn og að halda opinni barna- geðdeild þar sem veik börn fá þá umönnun og læknishjálp sem þeim er nauðsynleg. Nú er ég ekki að segja að ég sé sér- lega sáttur við útkomuna úr samn- Siguróur T. Sigurðsson, formaður verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfiröi: Hreyfingin þarf að taka sig á og brýna vopn sín í. Ég held ekki að hreyfingin sé mátt- laust vopn. Hins vegar verður að viður- kenna að hreyfingin er ekki nógu af- gerandi. Hin seinni ár hefur dregið til þeirra tíðinda að hún er að veikjast Fýrir þjóðarsáttarsamningana hafði þjóðin búið við, og býr enn við, glæp- samlegt okurkerfi. Hér á ég við það sem snýr að hinum almenna launa- manni, td. húsaleiga: Maður með 40- 50 þúsund á mánuði í dagvinnutekjur þarf að borga 40-60 þúsund í húsaleigu ef hann á ekki þak yfir höfuðið. Við náðum verðbólgunni niður og það er eingöngu að þakka launþegum og því hafði fólk nú talsverðar væntingar um að njóta ávaxta þess. Guð hjálpi okkur ef farið verður út í það að keppa um krónutöluna aftur, en það var ein- mitt óttinn við það sem hélt í hinn al- menna mann og verkalýðshreyfinguna að fara ekki út í harðan slag sem myndi aðeins verða svarað af stjómvöldum með gömlu aðferðunum að hleypa öllu út í verðlagið þannig að allir stæðu verr að vígi á eftir. Þetta er fyrst og fremst ástæða niðurstöðunnar nú og hún að sínu leyti sýnir vissan styrk. En því er ekki hægt að mótmæla að verkalýðs- hreyfingin hefur verið töluvert veik. Hún þarf að stokka upp hjá sér. Hún þarf að taka til og brýna busana. 2. Ég er alls ekki sáttur við niðurstöðuna nú og það sem felst í miðlunatrillögu sáttasemjara. En miðað við ástandið í atvinnumálum nú og raunar á öllum sviðum þjóðfélagsins þá verð ég að leggja til að við látum þetta yfir okkur ganga. En ég vil líka geta þess að við munum nota fyrsta tækifæri til að leið- rétta þá kaupmáttarskerðingu sem nú þegar er orðin og ég legg sérstaka áherslu á að leiðréttur verði sá mikli launa- og lífskjaramunur sem er í land- inu. Það hefúr verið ýjað að því að brátt verði tvær þjóðir í landinu en það er nú þegar orið. Það búa nú þegar tvær þjóðir hér. Annars vegar eru menn sem eiga fjármagn og þurfa ekkert að borga af því, menn sem geta stjómað því hvað mikið þeir gefa upp til skatts. Hins veg- ar eru það við hinir og af okkur er tek- ið bæði til að mennta böm hinna og að ingaviðræðunum. Við hefðum getað farið í verkfall. Við hefðum kannski getað barist meira áfram. En þá verðum við líka að meta til hvers það hefði leitt á öðrum sviðum. Vor- um við að setja verðbólguna í gang? Hefði betri kaupmnáttur náðst? Er atvinnuástand nú með þeim hætti aö við hefðum getað náð betri ár- angri? Nú eru nokkur þúsund manns á atvinnuleysisskrá sem þá hefði tapað því Iitla sem það hefur haft meðan á verkfalli stæði. Alla þessa þætti þurfum við að vega og meta og það lýsir ekki á neinn hátt veikleika verkalýðshreyfingarinnar að geta metið hlutina kalt og rólega. Þvert á móti sýnir það styrk hennar. Út af fyrir sig er það rétt að fólk er öðruvísi statt fjárhagslega nú en var fyrir nokkrum áratugum þegar fólk var mjög eignalítið og átti ekkert til að missa. Nú er fólk mjög skuldsett og því fylgja vissir erfiðleikar. En það kemur í sjálfu sér ekki í veg fyr- ir hugsanleg átök, enda má gera ráð fyrir því að reikna megi með að slík átök muni skila einhverju til fram- tíðarinnar. Ég lít svo á að niðurstað- an nú sýni miklu fremur styrk okkar en veikleika. 2. Þegár við gerðum þjóðarsáttar- samninganá árið 1990 sögðumst við ætla að sækja meira í næstu samn- ingum. Þá var reiknað með að verð- bólga færi niður, vextir lækkuðu og það yrði efnahagslegur stöðugleiki. Þetta hefur allt gengið eftir nema að okkur tókst ekki að bæta kaupmátt launa nema að okkur tókst nú í fyrsta sinn í langan tíma að verja það sem við vildum helst verja — kaupmátt hinna lægst launuðu. Hinir sem eru betur settir verða að bíða og eiga að geta það. 1. maí hefur sama gildi fyrir mig og hann hafði þegar ég byrjaði að taka þátt í kröfugöngum dagsins. Dagur- inn er baráttudagur og dagur þar sem verkafólk kemur saman og Iítur yfir farinn veg og strengir sín heit til framtíðarinnar. Þótt umbrot hafi verið í heiminum að undanfömu þá hefur innihald 1. maí ekki breyst fyrir mér. Dagurinn er enn í fullu gildi sem baráttudagur verkalýðsins eftir sem áður. halda þeim sjálfum uppi. 3. 1. maí mun áfram halda gildi sínu. Við þurfum að koma saman og finna að enn getum við staðið saman og sett fram sameiginlegar kröfur. Hins vegar ber þess að geta að það er orðinn mjög takmarkaður áhugi hins almenna launamanns fyrir deginum. Það er því hlutverk okkar í verkalýðshreyfing- unni að reyna að efla áhuga fólks. 1. maí í mínum huga heldur sannarlega gildi sínu. BÆNDUR Massey-Ferguson dráttarvélar Eigum enn fyrirliggjandi Massey-Ferguson dráttarvélar á verði síðasta árs. Pantið strax og tryggið ykkur vel búnar vélar á mjög góðu verði. Massey-Ferguson — mest selda vélin á Islandi. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn. THUðsúrffiq HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-670000 ssindola VenbAxia LOFTRÆSIVIFTUR GLUGGAVIFTUR - VEGGVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI: 81 46 70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.