Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 1
HHH Laugardagur 20. júní 1992 111. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Umhverfisráðstefnan í Ríó; Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands: MaHcar upphaf nýna viö- horfa til umhverfismála Vigdís Finnbogadóttír forseti fs- lands segir að sætí íslendinga á umhverfísráðstefnunni í Ríó hefði ekki undir neinum kringumstæð- um mátt vera autt: „Það er kannski ekki tekið eftír því þegar menn eru fjarstaddir en það er tekið eftir því þegar menn eru viðstaddir, einkum ef um smáþjóðir er að ræða. Þetta er vettvangur fyrir þjóð eins og okk- ar þjóð að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri", sagði forsetí í gær. Forseti íslands sat í gær ásamt Eiði Guðnasyni umhverfisráðherra fund með fréttamönnum þar sem kynnt- ar voru helstu niðurstöður um- hverfisráðstefnu SÞ í Ríó. Forseti sagði þar m.a., að bara það eitt að allir valdamestu menn heimsins sóttu ráðstefnuna frá öllum þjóðum heims og skiptust á skoðunum væri stór sögulegur atburður: „Ég er þeirrar skoðunar að í Ríó hafi farið af stað bolti sem ekki verður stöðv- aður fyrr en ávinningur er sjáanleg- ur um allan heirn". Forseti sagðist álíta að síðar meir yrði litið til Rí- óráðstefnunnar með svipuðum Eiður Guðnason umhverfisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir for- seti islands. hætti og til leiðtogafundarins á ís- Iandi 1986; þegar honum lauk hefðu menn talið árangur af honum tak- markaðan en síðar kom glöggt f Ijós að hann var í raun upphaf nýrra tíma í samskiptum stórveldanna og í alþjóðasamskiptum. Tímamynd Ámi Bjama Eiður Guðnason umhverfisráð- herra sagðist þess fullviss að ráð- stefnan muni bera árangur sé litið til lengri tíma en sagði jafnframt: .^uðvitað hefðu margir kosið að sjá eitt og annað betur njörvað niður. En þegar 178 þjóðir koma saman og Fiskvinnslu- og útgerðarmenn á Vestljörðum fjalla um ástand og horfur í sjósókn: Þorskskerðingu mótmælt en hvatt til hvalveiða Sameiginlegur fundur Útvegsmanna- félags Vestfjarða og Félags físk- vinnslustöðva á Vestfjöröum sem haldinn var í gærdag á ísafírði hvetur til þess að hvalveiðar og veiðar á hrefnu verði hafnar hið fyrsta og ekki síðar en á næsta ári. í ályktun fundar- ins segir að öll rök mæli með nýtingu hvalastofna. Margir þeirra þoli veiðar auk þess sem ljóst sé að gríðarlegur vöxtur hvala hefur átt þátt í að skerða fískistofna við landið. Um 25 manns, fulltrúar helstu út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja á svæðinu frá Patreksfirði til Hólmavík- ur sátu fúndinn á ísafirði og voru ályktanir samþykktar samhljóða. í ályktun fundarins um þorskveiðar er hugmyndum um stórfelldan niður- skurð á aflaheimildum á þorski harð- lega mótmælt. Þar sé byggt á afar um- deilanlegum vísindalegum grunni og afleiðingamar yrðu stórfellt atvinnu- leysi, hrun fyrirtækja um allt land og lakari kjör almennings. Þar sem Vestfirðingar séu háðari þorskafla en flestir aðrir landsmenn kæmi skerðing þorskveiðiheimilda af- ar hart niður á fyrirtækjum og byggð- um þar. Verði aflaheimildir þorsks skornar niður um 1/3 þess sem veiði nam fýrir aðeins 11 árum, eða í 175 þúsund lestir, þá verði vestfirskum út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum al- gerlega ofviða að mæta því. Verði farið eftir tillögum fiskifræð- inga nú varðandi þorskveiðar á næsta fiskveiðiári sé hins vegar Ijóst að sá grunnur sem núverandi kvótakerfi var byggt á árið 1984, er algerlega brost- inn. Sá grunnur fólst í því að skipta kvóta niður á skip eftir aflareynslu þeirra næstu þrjú ár á undan. Stjórn- völd verði þá að ákveða aflamark á skip þannig að þau Iáti skipin halda upp- haflegri hlutdeild þeirra í þorskígild- um talið ásamt þeim aflahlutdeildum sem keypt hafi verið varanlega á skip- in síðan. -sá menn vinna eftir þeirri reglu að allir hafi neitunarvald þá held ég að þetta megi kallast ótrúlegt", sagði Eiður. Meðal þeirra fjölmörgu ráðherra sem hann fundaði með ræddi hann við José Goldembert umhverfis- og menntamálaráðherra Brasilíu um málefni götubarna í Rio de Janeiro og lýsti yfir áhyggjum íslenskra stjórnvalda vegna þeirra. Einnig ræddi hann um aukna samvinnu þjóðanna á sviði sjávarútvegs og nýtingu jarðvarma. Eiður átti einnig sérstakan fund með þýska umhverfisráðherranum Dr. Klaus Töpfer og ræddu þeir aukna samvinnu þjóðanna í um- hverfismálum og þá sérstaklega verndun hafsins. Eiður hefur boðið Töpfer í heimsókn til íslands en ekki hefur verið gengið frá endanlegri tímasetningu heimsóknarinnar. Þá óskuðu forsetar Eystrasaltsríkjanna sérstaklega eftir fundi með forseta íslands svo og forseti og utanríkis- ráðherra Armeníu. Helstu niðurstöður Heimsráð- stefnunnar í Ríó felast í samþykkt- um ráðstefnunnar og ber þar hæst Ríó-yfirlýsinguna sem er um rétt- indi og skyldur ríkja gagnvart um- hverfinu, framkvæmdaáætlun í um- hverfismálum sem er víðtæk áætlun um aðgerðir á öllum sviðum um- hverfis- og þróunarmála og reglur um verndun og nýtingu skóga. Einnig voru tveir alþjóðlegir sátt- málar lagðir fram til undirritunar. Þeir fjalla um verndun líffræðilegs fjölbreytileika og loftslagsbreyting- ar, sem sérstaklega hafði verið unn- ið að fyrir ráðstefnuna. 150 þátt- tökuríki ráðstefnunnar undirrituðu þá. Nefnd verður sett á laggirnar til að tryggja að framkvæmdaáætluninni í umhverfismálum verði fylgt fram og verður kosið í hana næsta vetur. -sá/GKG Ársreikningur Reykjavíkurborgar: aö var Bókfærðar skatttekjur borgar- sjóðs verða 732 nulljónum lægri en hafði verið áætlað eða 7,6%. Lækkanir eftlr álagn- ingu og afskríftir m.a. vegna gjaldþrota skipta þar mcstu. Það kemur fram í ársreikningí borgarsjóðs Reykjavfkur fyrtr árið 1991 en hann er nú í fyrsta skiptí lagður fyrir borg- arsfjórn samkvæmt sértækri reilmingsskilaaðferð. Skatttekjur samanstanda af fjórum teýustofnum: útsvör- um sem nema 198 millj., fast- eignasköttum sem eru 69 miiy., aðstöðugjöldum sem eru 462 miiy. og framlagi úr Jöfnunarsjóði sem cru 3 milfj. Samtals gerir það 732 milljón- ir. Innheimta skatttekna reynd- ist þó betri en á árlnu 1990. í skýrslunni kemur í ljós að rekstur málaflokka þ.e. almenn rekstrargjöid að frádregnum tekjum málaflokka stóðst nán- ast áætlun og var 36 milljónir kr. yfir í 6,2 miiljarða kr. veltu eða 0,6%. Hreín elgn borgarsjóðs nam tæplcga 59 miUjörðum kr. eða sem nemur 590 þús. kr. á íbúa. Hreín eign borgarsjóðs og borgarfyrirtækja var tæplega 104 milljarðar kr. Hrein eign á hvera íbúa var því um 1.040 þús. kr. Fjárhagsleg staða borgarsjóðs var í lok ársins 1991 neikvæð um rúmlega 434 mUlj. kr. eða 4 þús. kr. á íbúa. Fjárhagsleg staða Reykjavflsurborgar í hefld er híns vegar jákvæð um 2.262 mflj. kr. eða 23 þús. kr. á íbúa. -GKG. Erlent ráögjafarfyrirtæki kannaöi áhuga 100 bandarískra og japanskra fjárfesta á fjárfestingum í EFTA-ríkjum: Heimsauðvaldsins ekki freistað AðUdarrfld EFTA verða lítt aðlaðandi til fjárfestinga í augum alþjóð- legra fjárfesta ef þau sækja ekki um aðild að Evrópubandalaginu. Þetta er höfuðniðurstaða könnunar sem alþjóðlega endurskoðunar- og ráð- gjafarfyrirtækið Erast & Young gerði á viðhorfi 100 bandarískra og jap- anskra fjárfesta til fjárfestinga í ríkjum EFTA eftir EES-samninginn. Það sem skipti þá alla mestu máli varðandi fjárfestingaráform í fram- tíðinni var aðild ríkja eða umsókn um aðild að Evrópubandalaginu. Af EB löndunum virðist Frakkland hafa langmest aðdráttarafl í augum heimskapítalistanna. Áhugi á ís- landi er hins vegar ósköp smár. í fréttatilkynningu frá Emst og Yo- ung segir að EFTA-löndin verði að endurskoða allar sínar fyrri áætlanir og varpa frá sér öllum hugmyndum sínum um að þau geti haft áhrif inn- an Evrópubandalagsins án þess að gerast aðilar að því. Nýlegt sam- komulag um EES milli EB og EFTA hafi afar lítil áhrif í þá átt að auka áhuga á fjárfestingum í löndum EFTA. Könnunin var gerð meðal stjóm- enda leiðandi bandarískra og jap- anskra fýrirtækja sem hafa evrópsk- ar höfuðstöðvar. Það þykir athygli- vert m.a., að sum lönd Austur-Evr- ópu þóttu álitlegri eða a.m.k. eins góður kostur til fjárfestinga á næstu fimm ámm eins og EFTA-lönd. Þetta þýði að EFTA- löndin verði næstu árin í beinni samkeppni við láglaunalönd A-Evrópu um peninga bandarískra og japanskra fjárfesta. Þannig hafa 19% áform um að fjár- festa í Póllandi, 17% í Ungverja- landi, 16% í Tékkóslóvakíu (lönd sem öll hafa áform um að sækja um EB-aðild fyrir aldamót) og 12% í Rússlandi. Á hinn bóginn reyndust 17% með fjárfestingaráform í Svíþjóð, 16% í Noregi og Sviss og 12% í Austurríki. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar höfðu 82% bandarísku stjórnendanna og tæpur helmingur þeirra japönsku áform um fjárfest- ingar í Evrópu næstu fimm árin, fýrst og fremst í framleiðslufyrir- tækjum. Um 35% hugðu á fjárfest- ingar í Frakkiandi, 28% í Belgíu og Þýskalandi, tæplega fjórðungur í Ítalíu, Spáni og Bretlandi, 17% í Hollandi og 10% í Grikklandi og Portúgal. Þátttakendur í könnun þessari voru einnig beðnir um að neftia þau þrjú EFTA-lönd sem væru fyrirtækj- um þeirra mikilvægust. Þá loks komst ísland loks aðeins á blað; nefnt af 3% þátttakenda. Þar var Sviss aftur á móti efst á lista með 62%, rúmlega helmingur nefndi Svíþjóð, 40% Austurríki, íjórðung- urinn nefndi Noreg og 16% Finn- land. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.