Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. júní 1992 Tíminn 5 Samstaða betri en örvænting Jón Kristjánsson skrifar Þau viðhorf, sem skapast hafa í þorsk- veiðum íslendinga með áliti Hafrann- sóknarstofnunar um þorskafla upp á 190 þúsund tonn á fiskveiðiári, hafa skyggt á aðra þjóðmálaumræðu þessa dagana, sem von er. Þær spurningar, sem vakna, eru ákaf- lega erfiðar viðfangs, en þó er hollt fyrir hvern og einn að glíma við að leita svara. Spurningarnar, sem krefjast svara, eru meðal annars þessar: • Hafa vísindamennirnir rétt fyrir sér, á að fara eftir þeirra ráðleggingum eða ganga lengra í veiðum? • Hefur fiskveiðistjórnun síðustu ára brugðist? • Hvernig á þjóðin að bregðast við nið- urskurði aflaheimiida í þorski um nær 1/3 og tekjutapi af þeim sökum upp á 10 milljarða króna? Svörin við þessum spurningum liggja ekki í augum uppi, og það er ekki til ein- falt svar við neinni þeirra. Það er einnig ljóst að það er stórvarasamt að einfalda hlutina um of í þessu stórmáli og skella skuldinni af því hvernig ástandið er, á einn ákveðinn þátt mála. Það er alveg ljóst að margir samverkandi þættir eru ástæðan fyrir því að við stöndum nú í þessum sporum. Ráðgjöfina ber að taka alvarlega Einfaldast væri fyrir sjávarútvegsráð- herra að segja að ráðgjöf vísindamanna sé tóm vitleysa, það sé nógur fiskur í sjónum, og leyfa meiri veiðar en Haf- rannsóknarstofnun leggur til. Slíkt er þó ekki ábyrg afstaða, og ég held að yfir- gnæfandi meirihluti og jafnvel allur þorri stjórnmálamanna sé þeirrar skoð- unar að fullt mark beri að taka á þessum aðvörunum. Hafrannsóknarstofnun hefur yfir mjög færu starfsliði að ráða, sem hefur viðað að sér mikilli þekkingu, sem allt of mikil áhætta er að snið- ganga. Hitt er þó jafnvíst að mikið vantar á að sá banki þekkingar, sem þarf til þess að vita vissu sína um hið flókna lífríki hafs- ins, sé til staðar. Ýmsir líffræðilegir þættir, sem varða það hvernig stendur á að hrygningin tekst ekki sem skyldi, eru í óvissu. Kenningar um slíkt eru ótal margar, og eins og gefur að skilja eru al- þýðuskýringar um slíkt lífshagsmuna- mál fjölmargar. Ein slík, sem ég hef heyrt, er til dæmis sú að moldrok og mistur af landi, sem leggst yfir uppeldis- stöðvar þorskseiðanna þegar þau eru á viðkvæmasta stigi, gangi af þeim dauð- um. Skýringar og tilgátur af þessu tagi eru ótalmargar og fullvíst er að brýn þörf er á að efla rannsóknir á þessum líf- fræðilega þætti. Þetta breytir því þó ekki að fullt mark er takandi á Hafrannsóknarstofnun. Annað væri ekki ábyrg afstaða. Deilumar um kvótann Þá er komið að stórdeilumálinu um fiskveiðistjórnun síðustu ára. Margir hafa tilhneigingu til þess að kenna kvótakerfinu um allt sem aflaga fer. Slíkt er hættuleg einföldun á málum. Það ber að hafa í huga fyrst og fremst að kvótakerfið í dag er mála- miðlun milli ólíkra hags- muna. Sjó- menn hafa ákveðna hags- muni, sem eru afar mismun- andi innan greinarinnar. Sjómenn á smábátum halda fram sínum hagsmun- um, sem eru aðrir en sjómanna á stærri bátum og togurum. Fiskvinnslan hefur aðra hagsmuni en útgerðin, og hags- munir einstakra byggðarlaga og land- svæða stangast á. Kvótakerfið var fyrst tekið upp árið 1984, og ný lög voru sam- þykkt í ársbyrjun 1988, með gífurlegum átökum á Alþingi. í ársbyrjun 1991 var síðan núverandi löggjöf samþykkt með afar veigamiklum breytingum frá hinni fyrri, svo að núverandi kerfi hefur að- eins verið í gildi í eitt og hálft ár. Það er einkenni á allri umræðu um fiskveiðistjórnun, sem hefur verið gífur- lega mikil, að enginn, hversu mikið sem kvótakerfið hefur verið gagnrýnt, hefur getað bent á aðra leið, sem sætti hina ólíku hagsmunahópa við sinn hlut. Það ber að hafa í huga að kvótakerfið, eins og það var fyrir 1991, var ekki jafn hentugt til þess að stýra heildarveiði eins og þau lög, sem nú eru í gildi. Veigamestu ástæðumar eru þær að kerfið er nú aðeins eitt. Það er aflamark. Sóknarmarkið var sett á sínum tíma til þess að ná fram málamiðlunum, og jafnframt aðrar reglur um báta undir 10 tonnum en sýnu stærri. Þetta hefur nú verið sniðið af, þannig að auðveldara á að vera að stjórna undir þessu kerfi. Það er því ljóst að skynsamlegasta leiðin er að þróa það áfram. Vandamálið er hin mikla umframgeta flotans og það að stýra afla þannig að sjávarútvegurinn geti áfram haldið uppi atvinnu í þeim byggðarlögum, sem byggja allt sitt á þessum atvinnuvegi beint. Öll byggðar- lög í landinu gera það, þó með óbeinum hætti sé. Örvænting er verst Þá er komið að þeim þætti, hvernig á að bregðast við. Það fyrsta er að örvænta ekki. Það verður að ganga að þessu máli með því hugarfari að það séu til leiðir út úr vandanum. Ef litið er yfir tillögur Haf- rannsóknar- stofnunar, kemur í ljós að ástandið er ekki svo slæmt, að þeirra dómi, í ýmsum öðr- um nytjastofn- um hér við Iand en þorskinum. Ástand þeirra er þannig að auka má veiði á ýmsum þeirra. Allar slíkar leiðir verður að kanna til hlítar, ásamt því að huga að öllum möguleikum til veiða, sem ekki hafa verið nýttir til þessa. Þar kemur margt fleira til, veiðar á djúpslóð og veiðar á fjarlægum miðum, svo að eitt- hvað sé nefnt. Hafrannsóknarstofnun leggur til eilít- ið meiri veiði af ufsa, ýsu og grálúðu heldur en á síðasta fiskveiðiári, og óbreytta veiði af karfa, en allt eru þetta góðkunningjar sjómanna og fisk- vinnslufólks. Hins vegar er þorskurinn verðmætastur, og hann er einnig uppi- staðan í fiskvinnslu í ýmsum byggðar- lögum á vestan- og norðanverðu land- inu. Það skapar vanda, sem verður að bregðast við sérstaklega. Þessu áfalli verður að jafna meðal þjóðarinnar, og það getur enginn verið stikkfrí af þeim viðbrögðum sem þarf að hafa. Það vekur einnig vonir að tiltölulega vel lítur út með loðnuveiði, og góð sfld- arvertíð getur miklu bjargað. Síðasta vertíð var afar léleg, einnig vegna mark- aðsmálanna og hve söltun á Rússlands- markað fór seint af stað. Hvalveiðar skal heíja á ný Þá er ótalið það ráð að hefja hvalveiðar á ný. Það var reyndar ein þungamiðjan í áliti flokksþings Alþýðuflokksins um viðbrögð. Það hníga öll rök að því að það eigi að hefja veiðar. í hinu flókna lífríki hafsins er hvalurinn áhrifamikill, og fjölgun hans getur haft mikil áhrif á við- gang þorskstofnsins. Hitt verða menn þó að gera sér ljóst að það að byrja hvalveiðar á ný mun kosta átök á alþjóðavettvangi, og þá má ekki kikna í hnjáliðunum. Þetta er sagt hér vegna þess að greinarhöfundi eru í fersku minni átökin um hvalamálið á Alþingi og víðar í þjóðfélaginu. Það munaði ekki nema hársbreidd að við yrðum undir í því máli og legðum upp laupana fyrir fullt og allt. Ég man vel eftir umræðunni um það að þrjóska Halldórs Ásgrímssonar í hvalamálinu væri að koma utanríkisversluninni á kaldan klaka. Mótstaða okkar og bar- áttuþrek í málinu var afar lítið orðið á tímabili, en Halldór og hans menn í sjávarútvegsráðuneytinu og Hafrann- sóknarstofnun á sínum tíma gáfust ekki upp. Því getur flokksþing Alþýðuflokks- ins og fleiri nú ályktað um það að eitt ráðið til þess að auka útflutningstekj- urnar sé að taka upp hvalveiðar á ný. Eg er sammála því, en þá verða menn að vera tilbúnir til þess að berjast. Þetta mál er hins vegar skólabókardæmi um að menn eiga ekki að berast með vindi í stjórnmálum. Allir þurfa að vera með Það eru sem betur fer ýmis ráð til þess að bregðast við vandamálunum í sjávar- útvegi. Þessi atvinnuvegur hefur mikið þanþol, og fyrir 25 árum heyrði ég fyrst talað um endimörk vaxtarins í grein- inni. Aldrei hefur verið eins áríðandi og nú að gera sem mest verðmæti úr þeim afla, sem kemur upp úr sjó, og njóta bestu kjara á erlendum mörkuðum fyrir aflann. Þar er ætíð verk að vinna. Til þess að ráða fram úr þessum vanda- málum þarf samstöðu og styrk, og allir yóðfélagsþegnar þurfa að vera með í æssari baráttu, líka þeir sem betur mega sín og telja sig ekki þurfa brauðs að biðja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.