Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. júní 1992 Tíminn 13 Á heimili sínu aö Mett- mannstrasse 71 nauögöi „ Vampýran" ungri stúlku. ekkert leyndarmál, þar sem hún væri merkt með krossi. Með bréfinu fylgdi handskrifað kort af Pappendelleskógi og á merkta staðnum fannst líkið af ungri stofústúlku, sem hafði verið rist á kviðinn. Skelfingin í Dússel- dorf magnaðist nú um allan helm- ing. En það hindraði Vampýruna ekki í því að halda áfram á sömu braut. Þann 21. ágúst réðst hann á, nauðgaði og stakk á hol 18 ára gamla bamfóstru, klukkustund eftir að hann hafði myrt 35 ára gamla af- greiðslustúlku og lauk næturverk- inu með því að reka hníf í bakið á grænmetissala. Grænmetissalinn lést, en konumar lifðu báðar af. Nú gekk endanlega fram af íbúum borg- arinnar. Þúsundum saman söfnuðust borgarbúar saman fyrir utan aðal- stöðvar lögreglunnar. Þeir bmtu rúðurnar með múr- steinum og kröfðust þess að morð- inginn fyndist. Þann 24. ágúst, þremur dögum síðar, fundust tvær litlar stúlkur sem höfðu verið limlestar á hræði- legan hátt. Daginn eftir fékk lög- reglan í fyrsta skipti vísi að lýsingu á morðingjanum. Lotte Schulte, 28 ára gömul, hafði gripið til þess ráðs að drekkja ástarsorg, sem hún hafði lent í, á næstu krá. Þá gaf sig að henni huggulegur maður um fer- tugt, sem bauðst til þess að hressa hana við. Þau höfðu farið saman á markað, ekið um í hringekjum og skotið í mark og eftir það farið í gönguferð meðfram fljótinu. Þar hafði hann dregið upp hníf og stungið hana á hol. Hún lifði árásina af. Huggulegur maður um fertugt! Þetta gat svo sannarlega átt við ansi marga. Lögreglan vann að málinu myrkr- anna á milli, en afrekaskrá „Vampýr- unnar“ lengdist með hverjum deg- inum í september, október og nóv- ember. RÁDNING Á KROSSGÁTU „Ég þarfnast blóðs" Tilfinningar borgarbúa — sem höfðu breyst frá skelfingu yfir í reiði og þaðan yfir í harða gagnrýni á lög- reglu og kröfur um að hún fyndi morðingjann — viku nú fyrir alger- um viðbjóði. Fimm ára gömul stúlka fannst sundurstungin og Sakamál móðir hennar fékk bréf — eða rétt- ara sagt tvö bréf — frá „Vampýr- unni“: „Kæra frú, ég vona að þú fyrirgef- ir mér, en ég verð að fá blóð á sama hátt og aðrir hafa óstjómlega löng- un í áfengi." Móðirin missti vitið og lauk ævi sinni á geðveikrahæli. Á þeim tíma, sem þessir atburðir áttu sér stað, var allt Þýskaland und- irlagt af baráttunni milli nasista og kommúnista. En í Dússeldorf hugs- uðu menn aðeins um hina hrylli- legu „Vampýru“. Hjátrúin fékk byr undir báða vængi: Var það djöfúllinn sjálfur, sem hafði snúið aftur til jarð- ar til að undirbúa heimsendi? Hvemig gat venjulegur maður óhindrað framið hina hryllilegustu glæpi mánuð eftir mánuð? Lögregl- an sjálf tók að efast. Allir þýskir rannsóknarlögreglumenn voru sett- ir í það að elta „Vampýruna" uppi, en það var eins og hún gufaði upp eftir að hafa framið glæpi sína. Glæpamenn aðstoða við rannsóknina En nú brá svo við að hópar at- vinnuglæpamanna tóku sig saman til þess að veita lögreglunni alla þá aðstoð, sem þeir mögulega gátu. Jafnvel harðsvímðustu glæpamenn höfðu fullkomna fyrirlitningu á „Vampýmnni" og hinum tilgangs- lausu morðum. Hver var þessi „ósýnilegi" einfari? Lögreglan handtók hvern mann- inn á fætur öðrum, en allir reyndust þeir saklausir. Það var fyrir hreina tilviljun, sem lögreglan komst loks á slóð „Vampýmnnar". Gömul kona, sem hafði leigt ungri stúlku herbergi, gat ekki ham- ið forvitni sína og opnaði þau bréf, sem stúlkunni bámst eftir að hún flutti. Eitt þessara bréfa var frá vin- konu stúlkunnar, sem skýrði frá hræðilegri reynslu sem hún hafði orðið fyrir. Hún hafði farið heim með huggulegum manni um fer- tugt, sem hafði boðið henni upp á te. Skyndilega réðst maðurinn á hana og nauðgaði henni. Hann hafði hót- að því að kyrkja hana og ógnaði henni með hnífi. Hún hafði lokað augunum, sannfærð um að hún væri næsta fómarlamb Vampýmnn- ar. Þá spurði maðurinn hana hvort hún vissi hvar hún væri stödd. „Nei,“ svaraði stúlkan. „Og þú ætlar ekki að kæra mig fyrir lögreglunni?" sagði hann þá. „Nei,“ svaraði hún aftur. „Farðu þá!“ sagði maðurinn. „Vampýran" handtekin Þetta vom einu mistökin, sem Vampýmnni urðu á, og hann fékk að greiða þau dým verði. Lögreglan gat þakkað bréfinu og hnýsni gömlu konunnar fyrir að hún fann loks Peter Kúrten, Mettmannerstrasse 71. Huggulegi maðurinn um fertugt neitaði í fyrstu öllum sakargiftum, en þegar hann var látinn hitta þau fórnarlömb sín, sem lifað höfðu af árásir hans, brotnaði hann saman. En hvers vegna hafði hann gert þetta? Hann var giftur, hafði góða vinnu. Allir sálfræðingar og afbrota- fræðingar Þýskalands voru settir í málið. Niðurstaðan var einróma: Maðurinn var heill á geði! Hann var fyllilega ábyrgur gerða sinna, sem enginn gat þó fundið nokkra skýr- ingu á. „Ég gat ekki stillt mig,“ var hans eina skýring. „Ég var setinn af djöfl- inum sjálfum!" En kviðdómurinn við réttarhöldin trúði ekki á djöful- inn, og Peter Kúrten var dæmdur til dauða. „Biðjið fyrir sálu minni“ Nóttina áður en taka skyldi hann af lífi, skrifaði hann til allra lifandi fómarlamba sinna og grátbað þau um að biðja fyrir sálu sinni. Hann var hálshöggvinn í Köln þann 8. júlí 1931. Á sama tíma var annar maður að undirbúa athafnir, sem ekki einu sinni Peter Kúrten hefði tæpast get- að gert sér í hugarlund. Nafn hans var Adolf Hitler, og hann drap ekki bara tvö heldur hundmð þúsunda barna fyrir augunum á mæðmm þeirra. Þýska leikstjóranum Fritz Lang fannst „Vampýran" og verk hennar svo hræðileg, að hann gerði um það hina frægu kvikmynd „M — fyrir morð“. Sú kvikmynd skaut öllum heiminum skelk í bringu. Hún sýndi hvað getur gerst þegar menn sleppa „djöflinum" í sjálfum sér lausum. óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnis þriðju- daginn 23. júní 1992 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 1 stk. Volvo 240 GLE fólksbifreið bensín 1989 1 stk. Saab 900 I fólksbifreið bensín 1989 1 stk. Toyota Camry fólksbifreið bensin 1986 1 stk. Toyota Corolla fólksbifreið bensín 1986 1 stk. Mazda 929 fólksbifreið bensín 1984 1 stk. Daihatsu Charade fólksbifreið bensín 1990 1 stk. Lada Samara fólksbifreið bensín 1987 1 stk. Ford Econoline XLT 14 farþega 4x4 bensín 1985 1 stk. Daihatsu Feroza (skemmdur) 4x4 bensín 1990 1 stk. Toyota Hi Lux Doublecab4x4 diesel 1988 1 stk. Nissan Double cab 4x4 diesel 1985 2 stk. Ford Econoline E-150 sendibifreiðar bensin 1985-87 4 stk. Mazda E2000 sendibifreiðar bensín 1986-87 3 stk. Toyota Hi Ace sendibifreiðar bensín 1985 1 stk. Volvo N10 meö krana vörubifreið diesel 1982 1 stk. Mercedes Benz 1622 vörubifreið diesel 1983 Til sýnis hjá Sementsverksmiðju ríkisins við Sævarhöfða: 1 stk. Scania Vabis LS111 S42 dráttarbifr. diesel 1979 Til sýnis hjá Síldarverksmiöju ríkisins, Siglufirði: 1 stk. Volvo F-10 vörubifreið diesel 1981 1982 1986 1952 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri: 1 stk. BMW 320 (skemmdur) fólksbifreið bensín 1 stk. Subaru E-10 bensin Til sýnis hjá Vegagerö ríkisins, Grafarvogi: 1 stk. vatnstankur á festivagni 19000 lítra Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5: 1 stk. færiband Tilboöin verða opnuð að skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboöum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK BAGGAGREIP FRÁ KVERNELAND til afgreiðslu strax SILAGRIP baggagreipin fer betur með baggana við lestun og hleðslu og hlífir umbúðunum. Verð kr. 68.000.- auk vsk. PANTIÐ STRAX OG TRYGGIÐ TÍMANLEGA AFGREIÐSLU. HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVIK • SIMI 91-634000 --------------------------------------------------Á í Eiginkona mín Þorgerður Karlsdóttir lést að heimili sínu, Steinum 6, Djúpavogi, 16. júní s.l. Útförin hefst frá Djúpavogskirkju mánudaginn 22. júni kl. 2 e.h. Jarðað verður á Hofi. Fyrir hönd aðstandenda Elís Þórarinsson __________________________________________________/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.