Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. júní 1992 Tíminn 11 Kevin Maxwell hefur ekkert rifaö seglin, og hér er hann á leiö á skrifstofu sína í City. Hann vinnur nú aö þvíaö endurreisa fjár- málaveldi fööur síns, en hvaðan koma peningarnir til þess? ur Maxwells. Bústjórar höfðu gert áætlun um að selja innbú hússins, en við það var hætt eftir að Betty stóð á því fastar en fótunum að húsgögn og listaverk væri allt hennar persónulega eign, og þar með líka utan seilingar. Svo virðist sem tvær vinnustúlk- ur hafi verið látnar fara, en enn er þar filippseyski kokkurinn og ráðskona. Undirleiga til fyrrum Maxwellfyrirtækis á lóð hússins, sem nú er í hollenskri eigu, þýðir að ólíklegt er að hún þurfi að flytja sig um set fyrr en 1994. Jafnvel þá væri franska eignin enn fyrir hendi, en hún var keypt í fyrra- sumar með þriggja miíljóna sterl- ingspunda láni frá fyrirtæki sem Ian og Kevin stjórna, og er þar með mögulega utan seilingar bú- stjóranna Ifka. Allt virðist þetta fjarri því, sem Betty tjáði sig um í viðtali við Van- ity Fair-tímaritið fyrr á þessu ári. „Eg er í miklum fjárhagsþrenging- um. Það er búið að stöðva eftir- launagreiðslur til mín frá MGN (Mirror Group Newspapers). Eina manneskjan, sem hefur í raun og veru misst eftirlaunin sín, er ég. Það hefur verið haldið áfram að borga öllum hinum,“ sagði hún í viðtalinu. „Erfðaskrá mannsins míns hefur verið gerð upptæk. Ég hef engu komið undan vegna þess að mér datt aldrei f hug að hann myndi skilja mig eftir allslausa," hélt hún áfram. „Það er sagt að ég eigi 500.000 pund, en það er ósatt, ég á ekkert." Mánuði eftir að þetta var birt kom í ljós að hún hafði lagt fram 930.000 pund af eigin fé til að að- stoða við að greiða gífurlegan lög- fræðikostnað Kevins og Ians til að verja stöðu þeirra fyrir þingnefnd, þar sem þeir neituðu að svara nokkurri spurningu. Það var líka í sama mánuði, sem endanlega voru stöðvaðar greiðsl- ur til 240 eftirlaunaþega frá E.J. Ariiold í Leeds og 5000 hjá Max- well Communication til viðbótar fengu tilkynningar um að greiðsl- ur til þeir.ra yrðu „innan viö helm- ing“ framvegis. Frá og með fyrsta næsta mánaðar hafa þær greiðslur verið minnkaðar um 70%. í þeirra hópi er Ivy Needham, 66 ára, sem var í fararbroddi hópsins frá Leeds í förinni til þingsins. Hún er nú skráð biind, en vann áð- ur í prentfyrirtækinu Petty and Sons, sem Maxwell tók yfir 1972. „Ég vildi gjarna hitta synina og segja þeim hvað mér finnst, en mest af öllu langar mig til að hitta konuna hans,“ segir hún. „Maður- inn minn dó fyrir tveim árum, en hann skildi mig ekki eftir sem milljónamæring. Hún á þriggja milljóna kastala í Frakklandi, Ke- vin Maxwell á hús hérna, en það eina sem ég á hér er bæjaríbúð og engin eftirlaun." Hún var yfirmaður mötuneytis- ins, þegar Maxwell tók fyrirtækið yfir, og tók til máltíð handa hon- um, þegar hann kom í fyrsta skipti í prentsmiðjuna. Hún segist muna eftir því að hann hafi kysst hana á kinnina og sagt: „Það verður alltaf starf hérna handa þér, Ivy mín.“ „Ég vildi núna óska að ég hefði eitrað fyrir hann.“ Vandaður og góður eldhússtóll Mikið úrval tii af eldhússtólum IIOIJjIIM BTLDSHOFÐA 20 - S: 1)1-681199 ÆT VELAR SEM SKILA ARANGRI Árangursnk heyverkun krefst nútíma véla- kosts. DEUTZ-FAHR heyvinnuvélar eru fáan- legar fyrir hvaða verkun heys sem er. • Sláttuþyriur — vinnslubreiddir 1,65m, 1,85m og 2,10m — með eða án knosara. • Diskasláttuvélar—vinnslubreiddir 2,10m, 2,40m og 2,80m — með eða án knosara. • Fjölfætlur — vinnslubreiddir 4,40m, 5,20m, 6,40m og 7,60m — drag- eða lyftu- tengdar með eða án vökvabúnaðar. • Stjömumúgavélar — vinnslubreiddir 3,30m, 3,70m, 4,20m, 6,0m og 7,1 Om. • Rúllubindivélar með föstu baggahólfi 1,2m eða 1,5m, fáanlegar með eða án skurðarbúnaðar og forþjöppu. • Aðrar heyvinnuvélar — stórbaggabindi- vél, hefðbundnar bindivélar, sjálfhleðslu- vagnar o.fl. Bændur, nú er rétti tíminn til að tryggja sér réttu heyvinnuvélamar. Hafið samband við okkur sem fyrst. ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500 Bændur! KVERNELAND rúllu- pökkunarvélar ÞRJÁR Á HAGSTÆÐU VERÐI Við eigum þrjár gerðir af KVERNELAND SILAWRAP rúllupökkunarvélum á mjög hagstæðu innkaupsverði Kvemeland 7512DL er með sjálfvirkum tengi- og skurðarbúnaði, þannig að hún byrjar aö vefja næsta bagga án þess að manns- höndin komi þar nærri. Snúningsborðið er vel op- ið, svo hey safnast þar ekki fyrir. Hún er með telj- ara og barkastýringu inni I ekilshúsi. Verö kr. 597.000,- + vsk. Kvemeland 7515 er með sama búnaöi, en auk þess meö vökvastýröum sleppi- sporöi, sem hlifir filmunni þegar baggarnir falla af. Þá er hún með tölvu I ekilshúsi, sem stýrir pökk- un. Þessi vél notar bæði 50 og 75 sm filmu. Verö kr. 710.000,- + vsk. Að auki bjóðum við 7581 vélina. Hún er tengd á þrí- tengi og fæst með eða án hjóla. Henni er ekiö að hliö baggans, sem er mun þægilegra en þegar bakka þarf að honum, og slöan er bagganum velt upp á vélina. Þetta er ódýr en vönduð vél. Verö kr. 435.000,- + vsk. Kvernelandsvélarnar eru mest seldu rúllupökkunarvélarnar hérlendis og hafa verið lengst á markaðnum. Þær hafa verið prófaðar á Hvanneyri. Þar sem verksmiöjurnar anna ekki eftirspurn er vissara aó panta vélar strax, til aó tryggja afhendingu fyrir slátt. Tvímælalaust bestu kaupin á markaönum. Mlésúdftq HÖFÐABAKKA 9 . 112 REYKJAVIK . SIMI 91-634000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.