Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 20
a fJGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI Bl LAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrífs HEHH ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D • Mosfellsbn Simar 668138 6 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 ððnjvisi bílasala BÍLAR • HJÓL * BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR • BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 I HÖGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahluti Hamarsböfða 1 - s. 67-67-44 B 44 Tíminii LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ1992 Þjóðhagsstofnun reiknar aðeins um 250 milljóna króna tekjur af 70 þúsund hrossa stóði: Gefur hross helmingi minni tekjur heldur en sauðkind? Framleiðsluverðmæti afurða af hrossabúskap landsmanna er að- eins talið um 252 milljónir kr. árið 1989 í nýrri landbúnaðar- skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Á því ári töldust landsmenn eiga rúm- lega 69.200 hross á fóðrum um áramót (sem var um 135% fjölg- un frá 1963). Eftir hvert hross á fóðrum liggja því ekki nema um 3.600 kr. afurðaverðmæti (þar af 84 m.kr. fýrir 1.050 útflutt hross). Samkvæmt þessu er afurðaverðmæti eftir hvert hross minna en helmingur af framleiðsluverðmæti eftir hverja ásetta sauðkind, sem skilar að meðaltali 7.900 kr. í afurðaverði. Enda virðast 250 milijónir afar lítill afiakstur af svo stórum hrossa- stofni. Það kemur líka í ljós, þegar nánar er gluggað í forsendur að útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar á verð- mætum landbúnaðarframleiðslunn- ar að þar vantar ýmsa tekjuliði og þeirra á meðal suma helstu vaxtar- brodda síðustu ára bæði varðandi hesta og „túrhesta". Hvað hrossin snertir er þannig aðeins reiknað með kjötframleiðslu og útflutningi. Tekjur af tamningu, hestaleigu og allri innanlandssölu á hestum eru ekki að neinu leyti taldar til verð- mætis landbúnaðarframleiðslunnar. Það sama á raunar við um alla aðra þjónustu, sem bændur selja í vaxandi mæli. Þannig liggja tekjur af nýjustu atvinnugreininni, ferða- þjónustu bænda, allar utan þessara verðmætaútreikninga Þjóðhags- stofnunar. Það gera sömuleiðis tekj- ur af lax- og silungsveiði sem og fiskirækt og hið sama á einnig við um hrognkelsaveiðar og annað sjáv- arfang. Svo aftur sé snúið að hrossunum vekur það m.a. athygli hve sala hrossaafurða hefur lítið aukist við mikla stækkun bústofnsins. Þótt hlutur „malbiksbænda" í stóðinu hafi sjálfsagt farið stækkandi ættu afurðir af hrossum þeirra samt sem áður að koma inn í tölur um hrossa- útflutning eða kjötframleiðslu, nema að þeir heygji sín hross í stór- um stfl. Á 7. áratugnum, þegar landsmenn áttu að meðaltali 32.600 hross, var hrossakjötsframleiðslan um 1.000 tonn að meðaltali á ári og útflutt hross um 470 árlega. Á 9. áratugnum hefur hrossunum fjölgað í 56.600 að meðaltali. Hrossakjötsframleiðslan hefur að- eins aukist í rúmlega 1.100 tonn á ári og útfluttum hrossum fjölgað í 610 að meðaltali á ári. Seldar afurð- ir hafa því sára lítið aukist þrátt fyrir 74% meðalfjölgun í hrossastóðinu. Að hluta til skýrist þetta af því að landsmenn fjölguðu hrossum sín- um miklu hraðar á síðasta áratug heldur en 7. áratugnum. - HEl SUBARU LEGACY 2000 A VIT ÆVINTÝRA HÁFETl - Subaru Legacy er einnig fáanlegur í "Arctic útgáfunni sem er sérstaklega ætluð til aksturs við erfiðar aðstæður. Ný geysiöflug 2000 cc 16 ventla vél með MPFl fjölþættri innspýtingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.