Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 20., júní 1992 Tíminn 7 L-..."---J Butttíase \ j 70 Macrusvs besolax LJ-----1 Isgali Stétthali. 69 MACRfkOS SUPESTKIS Buttuase Snarphali. Háfur. Halldór Pétur Þorsteinsson er eini starfsmaður bankans. „Ég vinn við skrifborðið og svara í símann og síðan fer ég í gallann og inn í frysti, tek úr honum og skoða fiskinn." Aflakaupa- bankinn er til húsa í húsi Hafrann- sóknarstofnunar við Skúlagötu og þar er einnig Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins, en segja má að bankinn sé starfræktur innan þeirrar stofnunar. Starfsmenn þar eru Halldóri innan handar ef vinna þarf fisk eða gera ein- hverjar tilraunir, þá leggjast allir á eitt með að hjálpa. „Fyrstu tegundimar sem mest bar á fyrsta árið voru gulllax og tindaskata. Verkefnið gekk út á að bjóða frystitog- urunum flatt verð, 15 krónur fyrir kflóið af öllum þeim aukaafla sem þeir kæmu með að landi. Við höfðum frysti- aðstöðu og gátum safnað upp lager þótt lítið magn kæmi í einu. Þannig var safnað magni sem raunhæft var að fara með f vinnslu. Sjólastöðin í Hafn- arfirði var á þessum tíma í sjólax- vinnslu og fljótlega fóm þeir að geta boðið hærra verð í gulllaxinn, þannig að okkar hlutverk varð þá að vísa mönnum veginn, hvert þeir ættu að selja aflann. Þegar togarar fóm svo að sækja grálúðu á djúpslóð, fór að bera á öðmm tegundum í aukaafla, til dæmis Ianghala. Upphaflega var þetta á ein- faldasta hátt, við fengum aflann heil- frystan og óslægðan, en við emm stöð- ugt að læra og segja má að bankinn sé enn að slíta barnskónum. Nú er verið að vinna Ieiðbeiningar til togaramanna um hvernig best er að forvinna aflann um borð og hvernig er best að koma honum í verð. Til dæmis var upphaf- Iega komið með tindaskötuna heil- frysta, en reyndin er sú, að það er miklu betra að barða hana úti í sjó og koma með hana blokkfrysta með skráp. Þá er miklu auðveldara að grípa til hennar og þýða hana upp og vinna þegar að tækifæri gefst. Nytjafiskar? - Vegna þorskbrests tala menn nú mikið um vannýttar fískitegundlr. Er um slikar tegundir að rœða og hvað er vitað um stofna þeirra umhverfís landið? „Það em ýmsar tegundir. Við emm þá helst að tala um gulllax, langhala, geir- nyt, sem sjómenn nefna rottufisk, tindaskötu og ýmsar háfategundir. Þeirra á meðal em svartháfur, gljáháf- ur, þorsteinsháfur og gíslháfur. Síðan ná nefna búrfisk, stinglax, rauðserk og Iýsu, sem er oft fleygt. Og ekki má gleyma hrognkelsunum, það er að segja kvenfisknum, grásleppunni, henni er fleygt og einungis hrognin hirt. Reyndar er Hstinn yfir fisktegund- ir að breytast dag frá degi, það em allt- af að bætast við nýjar tegundir sem við höldum að megi nýta einhvern tímann í framtíðinni. Stærsta vandamálið er að við vitum ekkert um stofnstærðir neinna af þessum tegundum sem nefndar hafa verið. Ég er ekki fiski- fræðingur og get því ekki metið stofn- stærðir. Ég hef sent spumingalista til Hafrannsóknarstofnunar, en þar em menn varkárir og geta eðlilega ekki gefið upplýsingar um stofna, þar sem litlar rannsóknir liggja enn að baki. Mig gmnar að töluvert megi veiða af Ianghala, gulllaxi og tegund sem enn er ónefnd, en það er svokallaður Iitli karfi. Síðast en ekki síst vil ég nefna allar þessar háfategundir, þær má nýta bæði af skipum sem veiða á djúpslóð og einnig af línu- og snurvoðabátum sem em að veiðum upp við landið. Sjó- menn á línubátum þekkja háfinn mjög vel, þeir hafa oft fengið hann á hvem einasta krók, þegar þeir eru komnir of djúpt. Um leið og sjómenn verða háfs varir færa þeir sig á önnur mið. Það em aðallega tvær tegundir lang- hala hér við land, snarphali og slétt- hali. Nú er farið flokka þessar tegundir þótt sáraiítill munur sé á bragði af holdi og fiski, þá er mikill munur á hreistri þeirra, snarphalinn mun gróf- ari. f blokk er þetta mjög hvítur og fal- legur fiskur og ætti að geta komið inn á markaði eins og hoky eða hokinhali, sem er vel þekktur á mörkuðum er- lendis. Hoky er ekkert betri matfiskur en Ianghalinn og því ætti hoky frá Norður-Atlandshafi, þ.e. langhali, vel að geta komist inn á markaði. Þetta er bara spurning um markaðssetningu. Gulllaxinn er smár fiskur, stærri en sfld, en ekki ósvipaður í Iaginu. Hann er best fallinn til framleiðslu á fisk- mamingi. Hann hefur beingarð eins og síldin og því er erfitt að nota hann sem matfisk. í marningi er hann úrvalsfiskur því hann þolir mjög vel tvífrystingu, þann- ig að þó hann sé frystur úti í sjó, þýdd- ur í landi og búinn til mamingur og síðan frystur aftur kemur það ekki nið- ur á samloðun. Háfurinn er, eins og áður sagði, í afia grunnslóðarbáta. Hann er yfirleitt um 80 - 100 cm. langur. Hann er víða þekktur matfiskur er- lendis, til dæmis í Portúgal, Spáni, Englandi, Frakklandi og víðar. Við höf- um aftur á móti alltaf litið á hann sem óætan fisk og jafnvel gengið þær sögur að hann væri eitraður, sem er náttúm- Iega algjör fiarstæða. Þetta er úrvals matfiskur, ég segi kannski ekki að hann geti komið í stað ýsunnar, en sem hátíðamatur eða veislumatur, þá mundi ég nefna háfinn, hann kom mér mjög á óvart þegar ég bragðaði hann fyrst. Annar mjög bragðgóður fiskur er stinglaxinn, sem er djúpsjávarfiskur. Langhalann er ég búinn að borða svo oft að hann er orðinn mér hversdags- Iegur. Langhalinn gæti vel komið í stað ýsunnar sem matfiskur hér á Iandi. > Verða þessar tegundir áfram að- eins aukaatti eða er hœgt að gera sér mat úr þeim? „Það er alveg víst að þegar kreppir að verður farið að leita á önnur mið í auknum mæli. Þetta hefur eingöngu verið aukaafli hingaðtil, en í framtíð- inni er alveg víst að farið verður að reyna að selja þennan fisk af einhverri alvöru. Ég heyri það á mönnum þessa dagana, sem hringja og spyrjast fyrir, að það er mikill áhugi á bátum að fara að gera út á þessar vannýttu tegundir eins og háfinn. Enda sýnir verð á mörkuðum erlendis að fyrir háf má fá mun meira en menn höfðu ímyndað sér. Kflóið af heilum, ísuðum háfi hef- ur farið á um 150 krónur undanfarið. Það er því engin ástæða til að henda honum. - Ég sé fyrir mér í framtíðinni að minni frystihús gætu sérhæft sig í vannýttum tegundum og þá yrði hand- verkið aftur hafið til virðingar. Hingað Stinglax. til hafa engir hér á landi kunnað hand- brögðin við háf. í þeim húsum sem verkað hafa háf hafa það yfirleitt verið Englendingar sem hafa kennt hand- brögin. Þekkingin hefur sem sagt ekki verið fyrir hendi, en ég sé íyrir mér að hún byggist upp í framtíðinni." -Það liggja þá peningar í þessu og ónýttir markaðir? „ Já,já, það liggja peningar í þessu. f svona ástandi eins og nú er gerist það þó ekki í einu vetfangi að við finnum tegundir sem koma í staðinn fyrir þorskinn. Það gerist smátt og smátt og eftir einhver ár verður þetta orðinn hluti af hefðbundinni veiði. Markaðim- ir eru nálægt okkur. Má þar nefna Belgíu, Frakkland, England og Dan- mörku, en þar hefúr fengist í nokkrum tilfellum hærra verð fyrir háf en ég nefndi áðan. Síðan er það innanlands- markaðurinn. Við verðum með vikuna 19.-26. júní með kynningu í 20 veit- ingahúsum, 10 á Reykjavíkursvæðinu og 10 vítt og breytt um Iandið, svo kallaða Furðufiskaviku. Þar verður boðið upp á þrjá furðufiska. Þar má fyrst nefna langhalann, sem er nú ef til vill þekktastur, hinn umtalaða háf og svo stinglax. Á veitingastöðunum ligg- ur frammi bæklingur, kynning á átak- inu, matseðill og tillögur að uppskrift- um á þessum þremur fiskum. í framhaldi af þessari viku verður síð- an boðið upp á þessar fisktegundir í einhverjum stórmörkuðum og hjá þeim fisksölum, sem sýna málinu áhuga. Fólk getur þá sjálft farið að prófa sig áfram með matreiðslu á þess- um furðufiskum.“ -Getur þú nefnt mér fíeiri furðu- físka? „ Júlíus Geirmundsson er nú nýkom- inn úr leiðangri með hafrannsóknar- menn þar sem fundust milli 80 og 90 tegundir af fiski. Þó eflaust sé ekki nema brot af því matfiskur eru þeir einhverjir. Við vitum því miður sáralít- ið um ýmsa fiska sem eru á djúpslóð, en það á eftir að koma betur í Ijós. Til dæmis var togarinn Runólfur frá Grundarfirði um páska að leita fyrir sér á búrfiskslóðum suðaustur af Vest- mannaeyjum. Hann fékk um tíu tonn í hali af afla og þar af voru um fimm tonn búrfiskur og Ianghali, sem hann hirti, hin fimm tonnin voru svo fiskur sem menn kunnu varla að nefna. Mikið var um trjónufisk sem virðist skyldur geirnyt. Þessum afla var hent, en skip- stjórinn hafði samband við Aflakaupa- bankann og þótti miður að þurfa að henda þessu, þar sem ekki borgaði sig að hirða þetta magn fyrir 15 krónur á kfló eins og bankinn borgar. Honum var bent á að setja þennan fisk í gáma og reyna að selja í Frakklandi. Það var gert þótt ekki væri verðið þar mjög hátt. En víst er að það eru margir furðufiskar í sjónum, við eigum bara eftir að læra að nýta okkur þá“, sagði Halldór Pétur Þorsteinsson bankastjóri Aflakaupabankans að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.