Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. júnt 1992 Tíminn 17 Staða heilbrigðisfulltrúa (framkvæmdastjóra heilbrigðis- eftirlits) á Norðurlandi vestra er hérmeð auglýst laus Umsóknir með upplýsingum sendist formanni svæðisnefndar í pósthólf 83 á Sauðárkróki fyrir 20. júlí n.k., en hann og formenn heilbrigðis- nefnda á svæðinu veita frekari upplýsingar. Sauðárkróki 18. júní 1992 Héraðslæknirinn Norðurlandshéraði vestra HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ Gæslufólk .. að Sogni í Ölfusi Stöður gæslufólks að Sogni í Ölfusi eru lausar til umsókn- ar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum við gæslu á geðdeildum, stofnunum fyrir þroskahefta eða í fangelsum. Gert er ráð fyrir að starfið á stofnuninni hefjist í október nk., en umsækjendur þurfa að gera ráð fyrir að fara áður í allt að eins mánaðar námsdvöl erlendis. Umsækjendur búsettir í Ölfushreppi ganga fyrir að öðru jöfnu. Umsóknarfrestur um stööurnar er til 30. júní 1992. Um- sóknir skulu sendast til skrifstofu Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. Allar upplýsingar um stöðurnar eru gefnar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 12. júní 1992 -------------\ Útboð Skálholtsvegur, Skeiðavegur- Helgastaðir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 6,1 km kafla á Skálholtsvegi, frá Skeiðavegi að Helgastöðum. Helstu magntölur: Burðarlag og fyllingar 20,000 m3. Verkinu skal lokið 1. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Selfossi og Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera), frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 6. júli 1992. Vegamálastjóri Skógræktarferð framsóknarmanna í Norðurlandi eystra verður laugardaginn 20. júní n.k. Gróðursett verður að lllugastöðum í Fnjóskadal kl. 14-17. Grillveisla í Vaglaskógi að lokinni gróðursetn- ingu. Mætum öll og tökum þátt í skógræktinni. Stjórn KFNE. Tvær mynda Jade. Jade Jagger heldur myndlistarsýningu Það var margt frægra gesta samankomið við opnun mynd- listarsýningar Jade Jagger, dóttur Micks og Biöncu, og unnusta hennar, Piers Jack- son. Sýningin var haldin í hús- næði fyrrum bílaverkstæðis í Suður- Kensington, sem lista- mennirnir tóku á leigu. Að sögn sýndi Jade þar sömu viðskipta- hæfileika og hinn frægi faðir hennar, því ella hefðu þau þurft að borga listsýningarsal stórfé fýrir að fá að sýna verk sín. Á sýningunni voru í kringum 20 verk, sem kostuðu á milli 200.000 og 300.000 ísl. krónur hvert. Helmingur verkanna seldist strax, enda gestirnir ekki í hópi þeirra sem þurfa að herða sultarólina í krepputali tíunda áratugarins. Þar mátti vitanlega sjá for- eldra Jade, lávarðarhjónin af Astor, söngkonuna Kate Bush, Mary, dóttur Pauls McCartney, og fleiri og fleiri. Jade og Piers eru bæði tví- tug og eiga von á sínu fyrsta barni um þessar mundir. Þau hafa hvorugt stundað listnám, en að sögn virðast verk þeirra undir áhrifum ýmissa frægra málara. Jade virðist sækja í verk impressíonista á borð við Gauguin og Matisse, en Piers fremur í nútímalistamenn eins og Hockney og Warhol. „Það má vera að fólki finnist ég vera að gera út á nafnið hans pabba, en mér finnst verkin okkar fyllilega standa fýrir sínu. Þau eiga að vera fólki til augna- yndis, eins og falleg motta eða teppi," segir Jade. Jade og Piers viö eitt verka hans. Listapariö er tvftugt og á von á sínu fyrsta barni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.