Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. júnf Tíminn 3 Verður Austurstræti göngugata á ný? Tillögunni um lokun vísað til borgarráðs A fundi borgarstjórnar á fimmtudag var lögð fram tillaga frá Alþýðubanda- laginu um að loka aftur Austurstræti fyrir umferð, en undanfarna mánuði hefur verið í gangi tilraun um það hvort heppilegt sé að hafa götuna opna fyrir umferð. Verslunarmenn í miðbænum eru ekki ánægðir með tillögu Al- þýðubandalagsins, en hins vegar hafa átján þúsund Reykvíkingar skrifað undir áskorun um að götunni verði borgarráðs. Borgarfulltrúarnir Sigrún Magn- úsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Kristín Á Ólafsdóttir óskuð eftir að bókað yrði að þær tækju undir það sem feist í tillögu Alþýðubandalags- ins að loka skuli götunni fyrir bflaumferð að loknu 6 mánaða til- raunatímabili, enda hafi þær sett fram bókun um það í borgarráði ný- lega. Töldu þær það sjálfsagt að samþykkt borgarstjórnar frá 20. lokað aftur. Tillögunni var vísað til september síðastliðnum þess efnis að gatan yrði opnuð fyrir umferð í tilraunaskyni í sex mánuði yrði virt og því þyrfti ekki að flytja sérstaka tillögu um að henni ætti að loka aft- ur. Tilraunatímabilinu lauk 31.maí síðastliðinn, en gatan hefur ekki verið lokuð nema í einn dag síðan. Eins og segir hér að framan hafa um 18 þúsund Reykvíkingar skrifað undir áskorun um að götunni verði lokað fyrir umferð, en verslunareig- endur og eigendur fasteigna í mið- bænum hafa brugðist kröftuglega við. Þeir segja að umferð fólks í mið- bænum muni minnka á daginn, að verslunum muni stórlega fækka verði götunni lokað aftur. Á borgarstjómarfundinum lögðu borgarfúlltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu þar sem fram kemur að enn hafi ekki reynt á tímabundnar lokanir á góðviðrisdögum og því væri eðlilegt að láta reyna á það frekar. Einnig var það lagt til að til- lögu Alþýðubandalagsins yrði vísað til borgarráðs til ítarlegri umljöllun- ar. -PS Lánskjaravísitala hækkar: 0,62% hækkun á mánuðinum Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júlí 1992 og varð hækkun á Iánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan 0,62%. Umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin verið 7,7% fyrir síðasta mánuð, 3,8% fyrir síðustu 3 mán- uði, fyrir síðustu 6 mánuði 2,1% og fyrir síðustu 12 mánuði 3,5%. Vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júní 1992 reyndist vera 188,6 stig og hækkar um 0,1% frá maí 1992 (júní 1987=100). Þessi vísitala gildir fyrir júlí 1992. Samsvarandi vísitala mið- uð við eldri gmnn (desember 1982=100) er 603 stig. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 1,5%. Síðustu 3 mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 0,8% og sam- svarar það um 3,0% hækkun á ári. Launavísitala fyrir júnímánuð 1992 miðað við meðallaun í maí sl. er 130,0 stig eða 1,5% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launa- vísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.843 stig í júlí 1992. Leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhús- næði, sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækk- ar um 1,8% frá og með 1. júlí 1992. Þessi hækkun reiknast á þá leigu sem er í júní 1992. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í ág- úst og september 1992. —GKG. Helga Steindórsdóttir í norðlenskri sól fyrir utan íbúöarhúsiö að Fitjum. Timamynd: GKG. Ferðaþjónusta í Lýtingsstaðahreppi: Á áttræðisaldri í ferðaþjónustu Ein þeirra fjölmörgu sem opnað hafa heimili sitt ferðamönnum er Helga Steindórsdóttir að Fitjum í Lýtingsstaðahreppi. Þótt Helga sé jafngömul full- veldinu hóf hún þjónustu við ferðamenn í júní árið 1990. Að sögn Heigu hefur hún rúm opið allt árið og er rúm fyrir 12 manns. Þar að auki er boðið upp á svefnpokapláss og afar snyrtilegt tjaldstæði. Hægt er að fá morg- unverð og einnig er girðing fyrir hesta. „Hingað koma margir lslending- ar en hér hafa iíka verið Vestur- íslendingar og Svisslendingar", segir Helga. Hún er löngu hætt búskap og nýta nú synir hennar fjósið og túnið. Áður en hún hóf ferðaþjón- ustu rak hún barnaheimili, þar sem allt að 18 börn dvöldu í einu. En nú hefur Helga fundið sér annan starfsgrundvöll og það ætti ekki að væsa um ferðalanga að Fitjum. —GKG. TY t kOMMA FJOItVlt > AMN ILIIKKIIP Á LAIIGARMG! AÓalvinningurinn í Happó gengur alltaf út og gæti því orðið ríflegur með Lukkupottinum á laugardaginn. Áttu miÓa? ***gt$B» SV""lAv'i^UVVt’’

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.