Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. júlí 1992
Tíminn 7
„Strákarnir okkar" gáfu sér tima til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndatöku á æfingu í fyrradag fyrir átök-
in í Barcelona. Tímamynd Sigursteinn
Ólympíuleikarnir 1992 settir á laugardaginn:
Ísland-Brasilía ekki sýnt beint
Leikur íslenska karlalandsliðsins í
handknattleik við Brasilíu í hádeg-
inu á mánudaginn verður ekki
sýndur beint í Ríkissjónvarpinu,
þar eð ekki tókst að fá það í gegn að
sögn forráðamanna íþróttadeildar-
innar.
Ólympíuleikarnir verða settir á
laugardaginn með tilheyrandi há-
tíðahöldum og hægt verður að fylgj-
ast með þeim í Ríkissjónvarpinu.
Á sunnudagsmorgun kl.8:00
keppir Helga Sigurðardóttir í skrið-
sundi en úrslitasundið fer fram
kl.16:00.
Ragnheiður Runólfsdóttir keppir
í 200 m bringusundi á mánudaginn
kl. 9:00 og fer úrslitasundið fram kl.
17:00. Hægt verður að fylgjast með
frammistöðu þessara beggja sund-
kvenna í Ríkissjónvarpinu.
Sigurður Bergmann keppir í júdó
(95 kg flokki) kl.14:30 á mánudag-
inn. Undanúrslit í keppninni verða
kl.19:40 og úrslit verða kl.20:04.
—GKG.
Ungmennafélag íslands flytur:
Þjónusta aukin við
félögin úti á landi
sé mismunandi aðferðum. Við höf-
um beitt ýmsum aðferðum hérna
heima og þeir hafa beitt sömu að-
ferðum og einnig öðrum aðferð-
um, sem við höfum ekki haft tök á
að beita. Þeir hafa líka gert ennþá
meira en við í að skoða gögnin of-
an í kjölinn, þ.e. hversu ábyggileg
þau eru. Þar sem við erum fremur
fáliðaðir, var gott að fá utanað-
komandi athugun á þessu.
í sjálfu sér vorum við aldrei í
vafa um að það væri rétt sem við
vorum að gera, en auðvitað var
styrkur f að fá þessa staðfestingu.
John Pope var ekki einn um þetta,
það voru ýmsir þekktir menn sem
tóku þátt í þessu, eins og t.d. dr.
John Shepherd og fleiri, og þeir
komast að sömu niðurstöðu og við
um ástand þorskstofnsins. Allar
aðfelðir, sem við höfum reynt,
hafa, gefið svipaða niðurstöðu. Við
höfum beitt s.k. tímagreiningarað-
ferð, sem er allólík aflaháðu að-
ferðinni, og það fer líka saman. Þá
hefur verið beitt þessari aflaháðu
aðferð, bæði með aflaskýrslum og
án og einnig með rallí og án og svo
sitt í hvoru lagi; þetta ber öllu
meira eða minna saman, þannig
að í okkar huga fór ekki á milli
mála hvemig ástandið var.“
Víkjum að öðru, hafa samskipti
og samráð við sjómenn breyst
með árunum?
„Já, ég er ekki frá því, en það fer
eftir því hvað við förum langt aftur
í tímann. Ef ég fer nógu langt aft-
ur, þá var ástandið mjög gott hér
áður fyrr. Við áttum ekkert rann-
sóknaskip og fórum í túra með
fiskiskipum, eða það vom leigð
fiskiskip. Við áttum þess vegna
mjög gott persónulegt samband
við sjómenn, sem leiddi af sér að
þeir áttu góða innsýn í hvað við
vorum að gera, að minnsta kosti
þessir menn og það spurðist svo
út. En svo verða þáttaskil upp úr
1970, en þá gerist tvennt í einu.
Áður fyrr miðuðust okkar rann-
sóknir mikið við að finna leiðir til
að auka afla og við vorum gjaman
í fiskileit. Svo breytist þetta þegar
fer að ganga á stofnana. Síldar-
stofnamir voru í slæmu ástandi og
við sáum líka hvert stefndi með
fleiri stofna. Allt í einu þurftum við
að söðla um og fara að mæla með
takmörkuðum afla, ekki aukn-
ingu. Á sama tíma fáum við okkar
fyrstu rannsóknaskip, Árna Frið-
riksson og Bjarna Sæmundsson,
og hefjum rannsóknir á okkar eig-
in skipum og missum þá þetta
beina samband sem við höfðum átt
við sjómenn. Þó hélst nú áfram
gott samband hjá vissum mönn-
um, en við fórum að finna fyrir því
að það vantaði þessi góðu sam-
skipti sem áður höfðu verið. Tog-
araraliíið hófst síðan árið 1985, þá
voru fengnir milli 10 og 20 valin-
kunnir skipstjórar úr hverjum
landsfjórðungi til þess að leggja á
ráðin um hvernig við gerðum
þetta. Þeir höfðu svo aftur sam-
band við skipstjórnarmenn, sem
vel þekktu til á hverju svæði. Við
gerðum okkur grein fyrir, að þeir
þekktu veiðistaði við landið miklu
betur en við, vegna mikillar og
langrar reynslu. Þeir voru fengnir
til að velja helminginn af stöðvun-
um og hinn helmingurinn var val-
inn með tilviljunarkenndri aðferð.
Að okkar mati hefur þetta reynst
mjög vel og hingað til hefur rallíið
gefið þær upplýsingar sem við
væntum af því. í því fáum við vísi-
tölu yfir stofninn, sem er notuð í
okkar stofnstærðarmati, en fyrst
og fremst erum við að fá upplýs-
ingar um nýliðun.
Við gerum okkur fyllilega grein
fyrir að gögn af eins árs fiski eru
vafasöm, en af tveggja ára fiski eru
þau orðin nokkuð ábyggileg. Það
hefur sýnt sig að það er alveg hægt
að rekja tveggja ára árganga úr
rallíi, þangað til þeir koma aftur
inn í veiði fjögurra til fimm ára.
Þannig höfum við sannfærst um
það að rallíið gefur okkur ábyggi-
íegar nýliðunartölur.
Upp á síðkastið hefur hvað eftir
annað verið hamrað á því, að það
sé ekkert að marka rallíið hvað
stofnmatið snertir, vegna þess að
flskurinn hagi sér öðruvísi o.s.frv.
Þetta byggist nokkuð á misskiln-
ingi. Þessar stöðvar eru settar inn-
an svokallaðra tilkynningarskyldu-
reita og það var passað upp á, að
það væri alltaf einhver lágmarks-
fjöldi af togum í hverjum reit.
Stöðvar voru settar þéttar, þar sem
mátti vænta meiri afla samkvæmt
langtímareynslu. Hins vegar eru
það mörg tog f öðrum reitum, að
aukin fiskgengd í þeim færi ekki
framhjá mönnum. Reitirnir hafa
svo sama vægi í útreikningum.“
Ýmsir hafa haldið því fram að
botnveiðarfæri eyðileggi botninn
og þar með hrygningarstöðvar og
því verði rallíið ómarktækt Er
það svo?
„Þessu hefur skotið upp kollin-
um nokkuð oft á síðustu áratug-
um. Það er alveg ljóst að botnveið-
arfæri hreyfa eitthvað við botnin-
um, en að það skemmi það sem við
erum að sækjast eftir er allt annað
mál; við erum að sækjast eftir
fiski. Við skulum hafa í huga að
ennþá hrygnir fiskur á Selvogs-
banka og mikið er búið að toga þar
í gegnum tíðina. Fiskur hrygnir
ennþá í Norðursjó og þar koma
bæði góðir og lélegir árgangar. Þar
er búið að stunda togveiðar síðan
löngu fyrir aldamót. Þannig kann
botninn að hafa breyst frá upphafi,
en það er ekki að sjá að það hafi
haft áhrif á viðgang fisksins."
Takið þið mið af alþýðukenn-
ingum gamalla sjómanna um
hvernig fiskurinn hagar sér?
„Ég ætla ekki að gera lítið úr
þeim fræðum, því menn voru ákaf-
lega glöggir á þessum tíma. Þá
lifðu menn með náttúrunni og
þurftu að kunna á hana og höfðu
ekki tæki til að leiðbeina sér. Ég
hef þekkt mjög veðurglögga menn
ogþetta fer saman.
Ég veit ekki til að við höfum far-
ið sérstaklega ofan í kjölinn á
þessu, en án þess að ég hafi nokk-
ur dæmi á takteinum get ég stað-
fest að margar af athugunum þess-
ara eldri manna eiga vissulega við
rök að styðjast.
Ég veit um eldri menn sem
höfðu með sér hitamæli á sjó,
dýfðu honum í og vissu upp á hár
hve sjórinn þyrfti að vera heitur til
að hægt væri að setja veiðarfæri í
sjó. Þeir spáðu líka mikið í straum-
ana og það vita líka nútíma fiski-
menn, að straumar og sjávarhiti
hafa mikil áhrif á veiðanleika fisks.
Það er gömul saga og ný.“
Einnig hafa verið uppi kenning-
ar um að fiskar fældust vélarhljóð
í skipum og jafnvel að þeir forð-
uðust bergmál dýptarmæla.
Hvaða skoðun hefur þú á þessu?
„Það kann vel að vera, en ég hef
sjálfur ekki gert úttekt á því. Þessi
tæki hafa verið notuð lengi og ég
held að þau skipti ekki meiri sköp-
um nú en áður. Hins vegar eru
tæki orðin mun öflugri, sérstak-
lega vélar í skipum, en ég held að
það hafi ekki beint áhrif á afla-
brögð, þó ég ætli ekkert að fortaka
það. Hér áður fyrr þegar t.d. síld
óð, þá pössuðu menn að fara ekki
með vélknúna skipið allt of nærri,
til að fæla hana ekki niður áður en
hægt væri að kasta.
Að lokum: Það hefur komið
fram að undanfarin ár hefur verið
veitt mun meira af þorski en þið
hafið mælt með.
„Það er alveg öruggt að það hef-
ur verið veitt meira en við höfum
mælt með undanfarin ár, svo veru-
lega munar, einmitt í þorskinum.
Hvað suma aðra stofna snertir, t.d.
ýsu og ufsa, hafa menn haldið sér
þokkalega við það sem við höfum
mælt með, enda er ástandið þar
ekki svo slæmt núna.“
Er þá óhætt að veiða meira úr
þeim stofnum?
„Að mínu mati er minni áhætta
tekin með því að veiða eitthvað
umfram tillögur okkar úr þessum
stofnum, heldur en að veiða mikið
umfram tillögur okkar í þorskin-
um. Ég er sannfærður um að því
fylgir mikil áhætta," sagði dr. Jak-
ob Magnússon að lokum.
-BS
Ungmennafélag íslands flytur í
Hreyfllshúsið að Fellsmúla 26
þann 1. október nk., en félagið hef-
ur hafst við að Öldugötu 4 síðan ár-
ið 1986.
„Okkur vantar stærra húsnæði,
bæði fyrir þjónustumiðstöðina og
fyrir félaga okkar úti á landi sem
koma í bæinn og þurfa að gista,"
segir Hörður Óskarsson, skrifstofu-
stjóri hjá félaginu. .Aðkoman á
Ámi G. Jensson, umdæmisúti-
bússtjóri Landsbankans á Aust-
urlandi.
Landsbankinn á Eskifirði:
Umdæmis-
útibússtjóri
fyrir
Austurland
Ami G. Jensson hefur verið ráðinn
umdæmisútibússtjóri Landsbank-
ans á Eskifirði. Hann mun hafa
umsjón með og bera ábyrgð á starf-
semi annarra útibúa Landsbankans
á Austurlandi.
Stofnað var til umdæmisútibússtöð-
unnar vegna nýs skipulags bankans
á útibúum utan Reykjavíkur. Árni
hefur verið útibússtjóri bankans á
Eskifirði. Hann hóf störf í veðdeild
bankans í júní 1951 og starfaði í
endurskoðun, eftirliti útibúa og var
útibússtjóri í Neskaupstað. Árni er
59 ára.
-BS
Öldugötunni er líka vond, sérstak-
lega fyrir rútur og svo eru fá bíla-
stæði.“
Eignin á Öldugötunni er 450 fer-
metra einbýlishús á þremur hæð-
um, sem metið er á um 24 milljónir.
Það hefur nú þegar verið selt. Hæð-
in í Fellsmúlanum er 600 fermetrar
og kostar svipaða upphæð og Öldu-
gatan.
Starfsemi Ungmennafélags ís-
lands er í blóma að sögn Harðar, t.d.
hafa fjögur ungmennafélög verið
sett á stofn nýlega.
„Hreyfingin er í sókn og hún
höfðar til fólks út um allt, því það
eru ekki eingöngu stundaðar íþrótt-
ir heldur svo margt annað eins og
leiklistarstarfsemi og skógrækt,"
segir Hörður að lokum.
—GKG.
ígræðsla sérstakra insúlínfruma gerir
insúlínsprautur óþarfar:
Góö von fyrir
sykursjúka?
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa grætt frumur úr briskirtH í
fimm sjúklinga með þelm góða árangri að sjúklingamir þurfa
ekki á insúlínsprautum að halda eftir aðgerðina þrátt fyrir að
þeir hafa engan briskirtil.
Frá þessu er greint í New Eng- raun þeim voru þó tveir sjúklingar
land Joumal of Meditíne sem út sem fengu yfír 400.000 fnimur.
kom í gær. Um var að ræða rann- Dr. Kathryn Pyzdrowski, sem
sókn sem gerð var á fimm sjálf- starfar við háskólann í Minnesota,
boðaliðum en þeir þjáðust allir af segir að aðgerð sem þessi hafi verið
sársaukafullum bólgum í briskirtli. reynd áðnr með góðum árangri. En
í briskirilinum eru frumur sem hún er í forsvari fyrhr þessari til-
stundum eru kallaðar „Langer- raun nú.
hanscyjar" (islets), en það er af- Dr. Pyzdrowski sagði að þótt að-
markaður frumuhópur í brisi þar gerð sem þessi haf! verið reynd áð-
sem insúlínmyndun fer fram. In- ur hafi tídd verið alveg ljóst hver
súlínið heldur sfðan blóðsykur- hinn raunverulegi árangur hafi ver-
magni í jafnvægi. ið. Sá möguleiki hafi verið fyrir
Þar sem taka þurftl brisið úr hendi að brisið hafi tídd verið fiar-
sjúklingunum þessum óttuðust íægt algjöriega í fyrri aðgerðum og
menn auðvitað að þeir yrðu að fá því alltaf leikið vafi á því hvort ein-
insúlínsprautur það sem effir er hveijar leifar brisins hafi séð um
ævinnar. Meðan á aðgcrðinni stóð stjórn á sykurmagni blóðsins.
tóku læknar frumur úr brisinu og Dr. Clyde Barker og Dr. Ali Naji,
sprautuðu því sfðan beint i æð sem starfa við læknaháskóiann í
sjúkiinganna í þeirri von að frum- Pennsylvaníu, segja að þessl rann-
urnar finndu sér samastað í líkam- sókn sem nú er greint frá sýni ótví-
anum. rætt að hægt sé að græða með góð-
Nú hefur verið fyigst með þess- um árangri innsúlínfrumur í fólk.
um sjúklingum í eitt tH sjÖ og hálft Hinar fgræddu frumur haldi áfram
ár eftir þvf hver í hlut á. Ekki einn starfi sínu þótt ekki sé hægt að tala
einastí þehra hefur þurft á insúlínl um fullkomlega eðlilega starfseml.
að halda þrátt fyrir að brisið er far- Talið er að ígræðsla þessara
ið veg allrar veraldar. Þeim sjúk- „Langerhanseyja" geti einn góðan
lingum sem fengu flestar „insúlín- veðurdag orðið tíl þess að koma
frumur" (islets) vegnaði best eftír sykursjúkum mjög tíl góða eða
aðgerðina. Vísindamennirnir drógu jafnvei að hægt verði að koma f veg
þá ályktun að best væri ef sjúkling- fyrir sjúkdóminn og jafnvel Íækna
ur fengi um 265.000 frumur. í til- hann alveg. —Reuter/Krás.