Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 25. júlí 1992
Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ:
Friður um ákvörðunina svo
hjólin haldist gangandi
að ná sáttum um þetta mál.
Magnús gegnir formennsku í tveim
nefndum um sjávarútvegsmál, ann-
ars vegar nefnd skipaðri af stjórnar-
flokkunum, sem fjalla á um al-
menna stéfnumörkun í sjávarútvegi,
og hins vegar nefnd sem fjalla á um
breytingar á núverandi fiskveiðifyr-
irkomulagi. Þröstur Ólafsson er
einnig formaður beggja nefndanna,
þannig að um tvær „tvíhöfðanefnd-
ir“ er um að ræða. Magnús segir að
lítið hafi verið starfað í nefndinni
um breytingar á fiskveiðifyrirkomu-
laginu, því áhersla hafi verið lögð á
að keyra áfram vinnu í nefndinni
um sjávarútvegsstefnuna. Nú sé
meiningin að byrja vinnu í nefndun-
um að fullum krafti í ágúst og
Magnús segist vonast til að þær skili
af sér fljótlega í haust.
-BS
Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, styður
framkomnar tillögur sjávarútvegsráðherra um veiðar næsta árs og úthlut-
un Hagræðingasjóðs. Hann segir lífsspursmál að ná fríði um þá ákvörðun
hve mikið skal veiða, því síðar þurfi forystu í að leiða þá vinnu, sem verður
að eiga sér stað til þess að komast í gegnum fyrirsjánlegar þrengingar án
„Það er gífurlega mikilvægt að ná
sáttum um þetta mál,“ segir Magn-
ús, „og geta komið frá ákvörðun um
úthlutun á kvóta Hagræðingasjóðs
og einhvern veginn að jafna áfallið
milli manna. Vegna þess að þegar
þetta allt saman er yfirstaðið þá
þurfum við að takast á við næstu
vandamál. Það sem við ákveðum
núna er efnislega, miðað við núver-
andi upplýsingar, ef til vill það sem
við þurfum að lifa við næstu þrjú ár-
in. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf
að fara ofan í hvaða aðgerðir þarf að
fara í til þess að halda atvinnulífinu
gangandi. Menn gleyma því gjarnan
í allri þessari umræðu að við erum
ekki að fara úr 265 þús. tonna þorsk-
veiði niður í 190 þús. tonn, heldur
erum við að fara úr 350 þús. tonn-
um niður í 190 þús. tonn. Við veidd-
um yfir 300 þús. tonn bara fyrir ári.
Öll fjárfesting og skipulag, sem
menn hafa verið að vinna með innan
sjávarútvegsins, hefur miðað við það
að auðlindin myndi geta gefið um
350 þús.tonn."
Magnús segir að þegar ákvörðun
hafi verið tekin, hver svo sem hún
verði, þá þurfi að ræða vandamálin
Magnús Gunnarsson, formaður
Vinnuveitendasambands íslands.
sem augljóslega verði framundan.
Því þurfi að skipta upp í tvennt, ann-
ars vegar það sem ríkisvaldið getur
gert til að hjálpa við að halda hjól-
unum gangandi fyrir atvinnulífið í
heild, ekki aðeins sjávarútveginn,
því þrengingar sjávarútvegs þýði
þrengingar alls atvinnulífs í land-
inu. Hins vegar þurfi menn í öllu at-
vinnulífinu að huga að aðgerðum
sem miða að sparnaði og aukinni
hagkvæmni. „Öðruvísi komumst við
ekki í gegnum þetta," segir Magnús.
Hann segir að eftir allar þær um-
ræður sem átt hafi sér stað undan-
farið sé mikið ábyrgðarleysi að taka
ekki tillit til þess sem fiskifræðingar
segi. Hann sér ekki aðra leið en að
úthluta aflaheimildum Hagræð-
ingasjóðs til skipa, þó það kosti auk-
inn halla á ríkissjóði. Það sé auðvit-
að ekki æskilegt, en mikilvægara sé
Nýju ratsjárstöðvarnar á Gunnólfsvíkur- og Bolafjalli:
2 nýjar stöðvar
vígðar á árinu
Ratsjárstofnun tók tvær nýjar ratsjárstöðvar í notkun í byijun janúar þessa
árs og eru þær staðsettar á Bolafjalli og Gunnólfsvíkuríjalli.
Um 12 starfsmenn vinna við hvora
stöð og hafa þeir lögheimili á Bol-
ungarvík, Þórshöfn og jafnvel í
Reykjavík og á Akureyri. 2-4 menn
eru á vakt í hvert skipti og sjá þeir
um viðhald búnaðar í byggingunum
sem og viðhald fjarskiptabúnaðar.
Unnið er samfleytt í 6 daga og að því
loknu er 8 daga frí.
Framkvæmdir hafa hafist við að
reisa íbúðarhús á Bolungarvík fyrir
starfsmenn stöðvarinnar á Bolafjalli
og eiga þau alls að vera átta talsins.
Fjögur hús eiga að vera tilbúin vorið
1993.
Nauðsynlegt var að byggja ný hús
en að sögn Ólafs Kristjánssonar,
bæjarstjóra í Bolungarvík, er mikil
húsnæðisekla á staðnum og líður
ekki sá dagur að ekki sé spurst fyrir
um húsnæði.
Ólafur vonast til að þess að starfs-
menn ratsjárstöðvarinnar flytji með
sér nýja menningarstrauma og miðli
Bolvíkingum af þekkingu sinni.
„Það er að sjálfsögðu mjög gott fyr-
ir bæjarfélagið að fá nýtt fólk hing-
að," segir Ólafur.
Starfsmönnum ratsjárstöðvanna á
Höfn og Stokksnesi er einnig boðið
upp á húsnæði en ekki hefur verið
tekin nein ákvörðun um hvort svo
verði einnig á Þórshöfn.
Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri
hjá Ratsjárstofnun, segir nokkuð vel
hafa gengið að komast upp á Gunn-
ólfsvíkurfjall í vetur en þar er jafnan
hvasst og því erfitt að komast þang-
að.
„Það eru alltaf dálitlir erfiðleikar en
þetta hefur gengið," segir Guðjón.
„Vegirnir eru í góðu lagi, það er bara
þetta venjulega viðhald."
í hygfíju er að taka í notkun hug-
búnaðarstöð á Keflavíkurflugvelli
árið 1995, þar sem unnið verður úr
upplýsingum frá ratsjárstöðvunum.
—GKG.
Raunasaga Díönu selst vel hér á landi:
Húsmæður í úthverfum
lesa bókina um Díönu
Bókin „Díana“ eftir Andrew Morton hefur selst vel hér á landi en hún kom
í bókaverslanir á fimmtudaginn var. Bókin olli miklu fjaðrafoki þegar hún
kom út í Bretlandi og hefur vakið athygli út um allan heim.
Almenna bókafélagiö gefur bókina
út í þýðingu Sigríðar Ástríðar Ei-
ríksdóttur og er hún gefin út í 3.500
eintökum.
Ekki þótti forráðamönnum útgáf-
unnar ráðlegt að bíða til jóla með að
gefa bókina út, þar eð þá gæti áhugi
almennings hafa dalað á einkamál-
um prinsessunnar.
Á fimmtudaginn seldust u.þ.b. 10
eintök af bókinni í Pennanum í Hall-
armúla og er það afar gott miðað við
það að ekki er mikið keypt af bókum
á þessum árstíma. Einnig hefur mik-
ið verið hringt og spurt um hana.
í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar í
Kringlunni var það sama upp á ten-
ingnum, fólk var forvitið um bókina
og gott þótti að 4-5 eintök seldust
þar á fyrsta degi.
Díönuáhuginn virðist vera hverfis-
skiptur því í Bókaverslun Eymunds-
sonar í Austurstræti hafði bókin lítið
selst en aftur á móti á Eiðistorgi var
salan góð. Aö sögn einnar af-
greiðslustúlkunnar eru það heima-
vinnandi konur úr úthverfunum
sem kaupa bókina: „Það eru ekki
karlmennirnir sem kaupa hana, það
er kvenfólkið.“
Eins og kunnugt er orðið segir bók-
in frá ýmsum vandamálum Díönu,
prinsessu af Wales, líkamlegum sem
andlegum, og sýnt fram á að hjóna-
band hennar og Charles prins sé alls
ekki eins mikill tangó á túlípönum
og það hefur litið út fyrir að vera.
Það er líklega þessi sameiginlegi
reynsluheimur kvenna undir þrúg-
andi ógn karlveldisins, sem íslensk-
ar húsmæður finna við lestur bókar-
innar um Díönu og geta samsamað
sig við í sumarleyfinu.
—GKG.
Halonnotkun hefur minnkað á íslandi um 60% — en ekki vegna
w verndunar ósonlagsins heldur mettunar markaðarins:
Óþörf halonslökkvitæki
seld um gervallt land?
Halon slökkvitæki. Frá 1. janúar 1995 veröa
slík tæki bönnuð meö öllu. Þau eru nú talin
vera mun fleiri á landinu en nokkurn tímann
var þörf fyrir.
„Þessi mikla notkun halon hand-
slökkvitækja hér á landi bendir til
þess að mikið af duglegum sölu-
mönnum hafi verið á ferðinni og
er ljóst að mikið af halonslökkvi-
tækjum er í umferð þar sem engin
þörf er fyrir slíkan búnað og nóg
til af öðrum og heppilegri slökkvi-
búnaði. Framundan er því mikið
starf við að kalla inn þessi slökkvi-
tæki þegar að því kemur að notk-
un þeirra verður alfarið bönnuð
og er fyrirsjáanlegur talsverður
kostnaður við að eyða efnunum."
Það er Sigurbjörg Gísladóttir,
deildarverkfræðingur mengunar-
varna Hollustuverndar ríkisins,
sem upplýsir um þessi umfangs-
miklu kaup landsmanna á halon
(ósoneyðandi) handslökkvitækj-
um í grein í blaði Landssambands
slökkviliðsmanna. Hún segir nú
liggja fyrir drög að reglugerð sem
geri m.a. ráð fyrir því að þegar frá
næstu áramótum verði óheimilt
að selja eða fylla á halonslökkvi-
tæki og jafnframt að búast megi
við að notkun þessara efna verði
alveg bönnuð frá ársbyrjun 1995.
í grein Sigurbjargar kemur einn-
ig fram athyglisvert dæmi um það
hvernig grátbroslegur raunveru-
leiki getur leynst bak við tölur
sem í fljótu bragði benda til glæsi-
legs árangurs í mengunarvörnum
og umhverfisvernd.
Halonnotkun á íslandi minnkaði
um 60% frá árinu 1986 til 1990
sem — í ljósi fjölþjóðasamþykkta
um 50% samdrátt fyrir 1985 —
lítur þetta út sem mjög góður ár-
angur, en það er ekki allt sem sýn-
ist: „Halonnotkunin hefur ekki
minnkað vegna þess að íslending-
ar séu orðnir svo meðvitaðir um
skaðsemi halonslökkvimiðla fyrir
umhverfið, heldur er búið að setja
upp halonslökkvibúnað á flestum
stöðum þar sem slíkt var talið
æskilegt," segir Sigurbjörg.
Hún rekur hvernig stöðugt hefur
verið unnið að því að hertum regl-
um um notkun ósoneyðandi efria
á undanförnum árum, undir for-
göngu Umhverfismálastofnunar
SÞ. Undirritun Vínarsáttmálans
1985 hafi verið fyrsti áfanginn.
Með Montrealbókuninni við sátt-
málann árið 1987 hafi verið sam-
þykkt að draga skipulega úr notk-
un ósoneyðandi efna. Þar voru til-
greind þrjú halonefni (1211, 1301
og 2402) og fimm klórflúorefni
(CFC: 11, 12, 113, 114 og 115). ís-
lendingar voru meðal þeirra sem
staðfestu aöild að Vínarsáttmálan-
um og bókuninni.
Ákvæði Montrealbókunarinnar
hafi síðan verið hert verulega þeg-
ar hún var tekin til endurskoðun-
ar á fundi í London árið 1990. Auk
þess sem öðrum sambærilegum
klórflúorefnum var hætt á bann-
efnalistann skyldi notkun þeirra
og fyrrnefndu efnanna minnkuð í
áföngum (frá 1986) um 50% fyrir
1995, um 85% fyrir 1997 og alger-
lega hætt fyrir árið 2000.
Þessi endurskoðaða bókun tekur
gildi nú um næstu mánaðamót
þar sem nægilega margar þjóðir
hafa nú staðfest hana. En skilyrði
er að 67% af notendum bannefn-
anna hafi staðfest samkomulagið.
Montrealbókunin verður þó enn
tekin til endurskoðunar á fundi í
Kaupmannahöfn í nóvember nk„
að sögn Sigurbjargar. Aukin vitn-
eskja um líkur á eyðingu óson-
lagsins af völd-
um klórflúor-
efna og halona
geri það að verk-
um að aðildar-
þjóðir sam-
þykktarinnar, en
þeirra á meðal
eru allir fram-
leiðendur hal-
ona, muni
leggja til að
ákvæði bókun-
arinnar verði
enn hert veru-
lega. Þær tillög-
ur sem nú séu
ræddar og lík-
legt að nái fram
að ganga miðist
við það að notk-
un bannefnanna
hafi dregist
saman um 85%
fyrir ársbyrjun
1994 og að notkun efnanna verði
hætt fyrir 1. janúar 1995 eða 1996.
Þó sé rætt um reglur um undan-
þágur fyrir einstaka lífsnauösyn-
lega notkun.
ísland sem og hinar Norður-
Iandaþjóðirnar hafa lýst yfir
stuðningi við að notkun bannefn-
anna verði hætt frá ársbyrjun
1985. Að sögn Sigurbjargar hefur
„ósonnefnd" umhverfisráðuneyt-
isins kannað notkun ósoneyðandi
efna hér á landi og unnið að til-
lögugerð um nauðsynlegar að-
gerðir til þess að draga úr notkun
þeirra. Liggi nú fyrir drög að
reglugerð um bann við notkun
klórflúorefna og halona, sem gert
sé ráð fyrir að taki gildi með
haustinu.
Gangi það eftir verður frá 1. janú-
ar nk. bannað að selja eða fýlla á
halonslökkvitæki og sömuleiðis
að setja upp ný halonslökkvikerfi.
Og frá 1. janúar 1995 verður bann-
að að fylla á halonslökkvikerfi.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin
nái eingöngu til nýrra halona,
þannig að hugsanlega verði heim-
ilað að fylla endurunnið halon á
slökkvikerfi eitthvað lengur.
- HEI