Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 25

Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 25
Laugardagur 25. júlí 1992 Tíminn 25 Lögreglan var fljót á vettvang. RÁÐNING Á KROSSGÁTU sínum snæaim í klefa með honum í fangelsinu og sá fékk að heyra eftir- farandi sögu. Eric vissi sem var að bílskúr Ho- opes fjölskyldunnar var ávallt opinn. Hann læddist því þar í gegn og inn í húsið og upp á efri hæðina. Hann fór fyrst inn í herbergi Lou- ise. Þar tók hann kodda og setti fyrir andlit sofandi konunnar í þeim til- gangi að kæfa hana. En hann komst fljótt að því að það er hægara sagt en gert að kæfa fullorðna konu. Þegar hann tók koddann frá andliti hennar byrjaði hún að æpa. Hann tók þá exi sem hann hafði verið svo forsjáll að hafa með sér og sló hana sjö sinnum í höfuðið. Naut þess að myrða vini sína Þótt undarlegt megi virðast and- aði Louise enn að því loknu. Hann greip því til þess ráðs að skera hana Til vinstri er gömul mynd af Eric Motis úr safni lögreglunnar. Sú aö ofan var tekin viö réttarhöldin. á háls. Hann sagði að enn hefðu heyrst í henni hryglur þegar hann fór út herbergi hennar. Eric sagði klefafélaga sínum að hinn 14 ára gamli Danny hefði verið steinsofandi þegar hann læddist inn til hans. Hann kvaðst ekki muna hvort hann hefði skorið Danny á háls líka. „Það var erfitt að drepa Danny,“ sagði hann og bætti því að Danny hefði einnig öskrað. Þá var aðeins Doug eftir. Þegar Eric kom að herbergi hans, sá hann Doug setjast upp í rúminu, kveikja á útvarpinu og leggjast síðan út af aft- ur. Eric faldi sig og beið þess að Doug sofnaði aftur. Þegar hann hélt svo vera lagðist hann á fjóra fætur og skreið inn í herbergið. Skyndilega settist Doug upp í rúminu, hallaði sér fram og greip um úlnlið Erics. Sá greip þá til ham- arsins og sló Doug þar til hann sleppti takinu. Á leiðinni út leit hann inn til Dannys og sá að hann hafði skriðið fram úr rúminu og niður á gólfið, en hann var örugglega dáinn. Þegar hann kom að herbergi Lou- ise brá honum í brún. Konan andaði enn. Honum gramdist þessi þrjóska og réðst á deyjandi konuna og nauðgaði henni. „Af hverju þurftirðu að drepa þau?“ spurði klefafélaginn. „Hvernig átti ég að geta gengið um húsið og tekið það sem ég vildi annars?" spurði Eric á móti. „Hvernig leið þér eiginlega?" spurði klefafélaginn aftur. „Ég leit bara á þau og brosti og hló,“ svaraði Eric. „Ég naut hverrar mínútu út í ystu æsar.“ Morðinginn játar allt fyrir rétti Nú var allt fengið sem þurfti til að ákæra Eric fyrir morðið. Bfll fjöl- skyldunnar var í hans höndum ásamt öðrum verðmætum sem hann hafði stolið í húsinu. Og játn- ingin sem hann Iét lokka út úr sér í fangaklefanum tók af allan vafa. Þegar hann kom fyrir rétt játaði hann strax á sig allar sakir. Hann ját- aði hiklaust að hafa myrt þau Lou- ise, Daniel og Douglas Hoopes, hafa nauðgað Louise og rænt fjölskyld- una að því loknu. Dómarinn kvaðst ekki geta skilið hvernig á því stæði að vel gefinn piltur úr miðstéttarfjölskyldu hefði framið slíkan verknað. „Það er nær alltaf hægt að finna einhverja ástæðu," sagði hann. „En í þessu tilfeili er engin útskýring, engin ástæða, enginn tilgangur. Það er eflaust eitthvað að gerast í huga hans. Svona gerist ekki bara. Við komumst til tunglsins og getum hringsólað umhverfis Mars, en við getum ekki fundið hvaða sálsýki liggur að baki verknaði sem þess- um,“ sagði dómarinn að lokum. Eric Motis hlaut þrjá dóma upp á ævilangt fangelsi sem hann skyldi afplána hvern á eftir öðrum, án nokkurra möguleika á reynslulausn. Sökum þess hversu ungur hann var er hann framdi morðin og einn- ig sökum þess að dómarinn var þess fullviss að honum hefði ekki verið sjálfrátt ákvað hann að dæma hann ekki til dauða. HJÓLHÝSI TIL SÖLU Upplýsingar í síma 91-46457. Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfri. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. Tónlistarskólakennarar Athugið að atkvæðagreiðsla um nýgerða kjara- samninga fer fram vikuna 23.-29. júlí. Kjörgögn hafa verið send til félagsmanna. Kjör- skrá liggur frammi á skrifstofu Kennarasam- bands íslands, Grettisgötu 89. Takið afstöðu. Stjórn Félags tónlistarskólakennara. Bændur — Verktakar Til sölu gott eintak af MF 70 vélgröfu árg. ‘74. Skipti á pallbíl eða seljanlegum bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 97-31416 — 985- 28216. Heimasími á kvöldin 97- 31216. SONDUNÆRING, NÆRINGARDRYKKIR OG INNRENNSLISLEGGIR Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala óskar eftir tilboðum i Sondunæringu, næringardrykki, innrennslisleggi (katetera) og aðra fylgihluti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 28. ágúst 1992 kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK Útboð Norðurlandsvegur um Öxna- dalsheiði 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum i lagn- ingu 3,6 km kafla á Norðuriandsvegi á Öxna- dalsheiði. Magn 112.000 m3. Þar af bergskeringar 20.000 m3. Verki skal lokið 1. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 28. þ.m. Tilboðum skal skila á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 10. ágúst 1992. Vegamálastjóri ________________________________________J Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.