Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 25 júlí 1992 Tíminn 9 skipti og byggt töluvert af bygging- um sem eru til leigu gegn mjög lágu gjaldi. Fyrirtæki geta einnig fengið lóðir og byggt sjálf og það hafa mörg gert. Heildarfjárfesting er orðin um 120 milljarðar. Á þeim fimm árum, sem liðin eru frá því að þetta átak hófst, hafa 135 fyrirtæki sest að í þessum iðngörð- um. Var velta þeirra á sl. ári samtals um 160 milljarðar króna og starfs- menn yfir 23000. Þar eru ýmis stór- fyrirtæki, eins og t.d. tölvufyrirtæk- ið ACER, sem mun orðið eitt hið stærsta í heimi. Flest fyrirtækin eru hins vegar smá. Við heimsóttum eitt slíkt fyrirtæki, sem er að heíja göngu sína. Það hefur ungur maður stofnsett. Hann bjó 16 ár í Banda- ríkjunum, en ákvað að snúa heim, enda góð kjör í boði. Hann leigir 3000 m2 á, eins og fyrr segir, mjög hagkvæmu verði. Hann fékk ágæt lán frá sérstökum þróunarbanka. Á Taiwan er slíkt ekki forboðið eða kallað fortíðarvandi seinna meir, heldur sjálfsagt. Hann hyggst fram- leiða tæki sem tengir saman mörg tölvunet og á að vera miklu hrað- virkara en þau sem nú bjóðast. Þessi maður hefur doktorsgráðu í sinni grein og hafði unnið á þessu sviði í mörg ár hjá IBM og öðrum fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Hjá fýrirtækinu störfuðu 10 manns. Það ríkti mikil bjartsýni, enda aðstaða öll hin ákjósanlegasta. Eins og fyrr segir er svæði þetta í tengslum við tækniháskóla. Við heimsóttum hátæknirannsókna- stofu, sem þar er verið að byggja. Hún er á sviði hálf-leiðara og minn- iskubba og mun verða sú fullkomn- asta í heimi. Rannsóknaráðið hefur þegar lagt 50 milljónir dollara eða hátt í 3 milljarða ísl. kr. í rann- sóknastofu þessa. Útflutningur Taiwan er að verða ein mesta við- skiptaþjóð heims. Að því að efla út- flutning vinna tveir aðilar, Útflutn- ingsskrifstofa utanríkisráðuneytis- ins og Útflutningsmiðstöð landsins. Þessar tvær stofnanir vinna að sjálf- sögðu mjög náið saman. Þær hafa sett upp útflutningsskrifstofur um heim allan, sem vinna að því að kynna landið og framleiðslu þess. Sú, sem sinnir íslandi, er í Kaup- mannahöfn. f Brussel heimsótti ég eina slíka. Hún var bæði stór og glæsileg. Athyglisverðust er þó Útflutnings- miðstöð sú sem reist hefur verið í höfuðborginni Taipei. Ég hitti stofnanda og framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar, dr. Wu. Þótti mér mikið til þess manns koma. Hann vissi augsýnilega að hverju ber að stefna. Honum hafði tekist að sann- færa stjórnvöld og iðnrekendur um það að byggja ætti í Taipei glæsilega sýningarhöll fyrir útflutningsfram- leiðsluna. Og glæsileg er höllin, sú glæsilegasta sem ég hef séð. Útflutningsmiðstööin. Hótelið til vinstri, skrifstofubyggingin til hægri og sýningarhöllin að baki. Gólfflötur byggingarinnar virðist álíka stór og fótboltavöliur. Á jarð- hæðinni eru stöðugar sýningar í viku eða tvær á einhverjum ákveðn- um sviðum. Þar taka þátt bæði inn- lendir og erlendir framleiðendur. Síðan eru 7 hæðir, og eins konar svalir, mjög stórar og breiðar, þar sem stöðugt sýna fleiri þúsund framleiðendur útflutningsvarnings á ’fóiwan. Á þessum stað er unnt að fá allar upplýsingar um útflytjendur og komast í samband við langflesta þeirra. Þarna sýna fyrst og fremst smærri fyrirtækin, þau stóru hafa sínar eigin miðstöðvar. í tengslum við sýningarhöllina er stór skrifstofubygging, þar sem fjöl- mörg fyrirtæki hafa aðsetur. Stórt og afar glæsilegt hótel er jafnframt nýlega opnað nokkur skref frá sýn- ingarstaðnum. Dr. Wu kvað Félag iðnrekenda á 'feiwan hafa samþykkt að leggja fram fjármagn til reksturs þessarar hallar og það gerðu allir, jafnvel þeir stóru sem ekki sýna þar, eins og t.d. olíuefnaiðnaðurinn, skipa- iðnaðurinn o.fl. Stjórnvöld greiddu fýrst og fremst stofnkostnaðinn. Vafalaust á slíkt skipulegt átak í út- flutningi stóran þátt í því að Tai- wan-búar eiga nú stærsta gjaldeyr- isvarasjóð í heimi, eins og fyrr seg- ir, og útflutningurinn eykst hröð- um skrefum. Tengsl vió ísland Taiwan-búar leggja á það mikla áherslu að auka tengsl sín við Vest- ur-Evrópu. Hingað til hafa þeir fýrst og fremst selt til Bandaríkj- anna, en nú eykst útflutningur til Vestur-Evrópu hraðar. í þessu sam- / útflutningsmiðstöðinni. Steingrímur ásamt Eddu Guðmundsdóttur og leiðsögukonu. Rætt við forsætisráöherra Taiwan, Hau Pei Tsua. bandi hafa þeir meðal annars leitað eftir tengslum á íslandi. Hingað til lands kom ráðherra með fylgdarliði fýrir um það bil ári. Honum tókst ekki að fá viðtal við íslenska ráð- herra og þótti það undarlegt. Þeir hafa jafnframt boðið ýmsum íslend- ingum að heimsækja Taiwan, meðal annars borgarstjóranum í Reykja- vík. Flugleiðir hafa umboðsmann á Taiwan. Hann hitti ég og virtist mér hann afar áhugasamur og duglegur. Honum er kappsmál að auka við- skipti við ísland. Meðal annars reyndi hann að fá vatn á flöskum frá íslandi, en gekk illa. Loks þegar hann komst í samband við útflytj- anda, reyndist verðið tvöfalt hærra en á hinu fræga vatni franska fýrir- tækisins Perrier. Fisk borða Tai- wan-búar mjög mikið, eins og Aust- urlandabúar almennt. Þeir kaupa nokkurn fisk frá fslandi, en vilja fá meira. Einkum spurðu þeir mjög um grálúðu. Vafalaust má auka viðskipti á milli landanna verulega. Það þyrftu ís- lenskir út- og innflytjendur að skoða. Þeir gætu kynnt sér slíkt til að byrja með hjá skrifstofu Taiwan í Kaupmannahöfn, London eða Brus- sel, svo einhverjir staðir séu nefnd- ir. Heimsóknir til Taiwan yrðu jafn- framt velkomnar og áreiðanlega vel undirbúnar. Eins og fýrr segir á Taiwan mikinn gjaldeyrissjóð. Ég ræddi lítillega um hugsanlegt samstarf ríkjanna við að þróa fiskveiðar þar sem á slíku er þörf, til dæmis í austur- hluta Síberíu. Á því virtist mér verulegur áhugi. Við íslendingar myndum þá leggja fram þekking- una, en Taiwan- búar fjármagnið. Sjávarútvegurinn í viðræðum við formann og að- stoðarráðherra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráði Taiwan kom fram mikill áhugi á samstarfi við íslend- inga á sviði sjávarútvegsins. Tai- wan-búar eiga á annað þúsund skipa úthafsflota. Miðin í kringum eyjuna munu, að því er þeir segja, vera að mestu fullnýtt, en þeir veiða hins vegar um heim allan. Ég yrði ekki undrandi þótt töluverður markaður væri fyrir íslenska tækni- þekkingu í þessum sjávarútvegi Tai- wan-búa, t.d. fýrir vogir frá Marel, svo eitthvað sé nefnt. Slík tengsl þyrftu að komast á. Nióurstöóur og lokaoró ’faiwan er nokkurn veginn eins langt frá íslandi og unnt er að kom- ast. Staðreyndin er hins vegar sú að vegalengdir skipta orðið litlu máli. Að því leyti er Taiwan eins nálægt nú og Bandaríkin voru fyrir nokkr- um áratugum. Þótt Taiwan sé marg- falt fjölmennara land en ísland, er það þó tiltölulega lítil eyja og að ýmsu leyti er auðveldara að eiga viðskipti og samskipti við Taiwan en við risaveldin. Eins og fyrr segir má vafalaust þróa ýmiss konar viðskipti við landið. Mikilvægast þykir mér þó að af Tai- wan-búum getum við íslendingar mikið lært. Þar er ríkisvaldinu ekki þróun atvinnulífsins óviðkomandi, eins og þeir segja ráðherrarnir hér. Af Tciiwan-búum getum við lært hvernig gott samstarf og fram- leiðslunet innan atvinnulífsins er skipulagt og hverju slíkt samstarf fær áorkað, og ekki síður hvernig ríkisvaldið og atvinnulífið geta — og að mínu mati eiga — að vinna saman, ekki sfst hjá smáþjóð. Það hefur sýnt sig á Taiwan að þannig sameinað ríkisvald og atvinnulíf lyftir Grettistaki, sem einstakir framleiðendur, sundraðir og hver í sínu horni, fá ekki við ráðið. Á Taiwan er einkaframtak í at- vinnulífinu í hávegum haft. En hin- ir litlu einkaaðilar viðurkenna hins vegar staðreyndirnar og leggja áherslu á samstarf innbyrðis og samvinnu við hið opinbera. Hér á íslandi eigum við fjölmarga kosti á ýmsum sviðum atvinnulífs, sem á að þróa með skipulegu átaki og góðu samstarfi, í svipuðum anda og gert er á Taiwan. Um það ætla ég að ræða síðar. Höfundur er formaður Framsóknar- flokksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.