Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 22

Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 22
22 Tfminn Laugardagur 25. júlí 1992 Líkamsfegurð er í ættinni Það hefur enginn, sem séð hefur hina gífurlega vinsælu mynd Basic Instinct, efast um fegurð þeirra Sharon Stone og Leilani Sarelle, sem lék ástkonu þeirrar fyrrnefndu í myndinni. Svo við víkjum að þeirri síðarnefndu þá er hún ekki eini fjöl- skyldumeðlimurinn sem vakið hef- ur athygli fyrir líkamsburði. 27 ára gamall bróðir dömunnar, Victor, hefur getið sér gott orö fyrir sinn kropp og hefur starfað að því að fækka fötum. Sagan segir að döm- urnar gersamlega tryllist þegar Vic- tor tínir af sér spjarirnar, næstum því allar. Á innfelldu myndinni má sjá þær Sharon Stone og Leilani Sarelle í einu atriði í Basic Instinct. Leynisystir Davids Bowie Iman, eða Annette Jones, býr nú í skugga píramídanna í Egypta- landi og hefur engin samskipti við hálfbróður sinn David Bowie. Hún segir hann hafa skorið á þau samskipti og vilji ekkert af sér vita. Það hefur ekki farið hátt að David Bowie á hálfsystur, múslima sem býr í skugga pframídanna í Egyptalandi. Þau eru samfeðra en hún fæddist á meðan fyrra hjónabandi föður David Bowie stóð og var hún skírð Annette Jones. Hún er núna múslimi og heitir Iman, sama nafni og eigin- kona Davids Bowie. Hún fluttist til Egyptalands fyrir 30 árum, giftist verkfræðingi og tók þá hina nýju trú. Iman, áður An- nette Jones, segist aldrei geta hætt að hugsa um David. „Ég baðaði hann, skipti um bleiur á honum og klæddi hann. Þegar allt kemur til alls þá er hann litli bróðir," sagði Iman. Lífsstfll systkinanna er ekki á nein hátt líkur. David lifir í vellyst- ingum enda hefur hann gífurlegar tekjur, en systir hans Iman býr í venjulegri íbúð í Kairó með þremur bömum sínum og ellefu bamabörn- um. „Síðast sá ég hann þegar hann var 15 ára, en þá flaug ég til Eng- lands til að heimsækja ættingja mína, en David lét eins og ég væri ekki til. Þegar ég sá hann rifjuðust upp okkar samskipti í æsku, hvemig ég annaðist hann og ég ætlaði að faðma hann, en það komu enginn viðbrögð frá David. Ég var sár og skyndilega rann það upp fyrir mér að hann hafði útilokað mig úr huga sínum, allt frá því að ég fór að heim- an þegar hann var níu ára.“ Iman segist ekki eiga von á því að fá að faðma David að sér aftur. Hún hefur fylgst með fréttum af bróður sínum, safnað úrklippum úr blöðum og geymt myndir af honum. Hún á eina spólu með David, en hún segist ekki getað hlustað á hana því hún þoli ekki tónlistina sem hann leikur Ertu að fara í útilegu og ert tjaldlaus? Sportleigan gegnt Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík hefur um ára- bil leigt út tjöld og á því hefur eng- in breyting orðið. Tíminn kannaði hvað kostaði að leigja tjöld yfir verslunarmannahelgina, þ.e.a.s. í nætur og er það sem hér 2ja manna 3.300 3-4manna 4.200 5 manna 5.400 GOÐAFOSS ALDEYJARFOSS ÁSBYRGI DIMMUBORGIR DETTIFOSS Veríö velkomin á félagssvæöi okkar, sem býöur upp á marga fegurstu staði landsins Við bjóðum þjónustu okkar á HÚSAVÍK í: K.Þ. Matbæ (matvöruverslun) K.Þ. Miðbæ (fatnaður - ferðavörur - íþróttavörur o.fl.) K.Þ. Smiöjunni (vélavarahlutir - byggingavörur - verkfæri o.fl.) Söluskálanum Naustagili (matur - drykkur o.fl. o.fl.) I útibúum að: Fosshól við Goðafoss - Laugum, Reykjadal - Reykjahlíð við Mývatn og Ásbyrgi, sem öll veita ferðamönnum margvíslega þjónustu. ESSO þjónusta. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.