Tíminn - 08.08.1992, Qupperneq 1

Tíminn - 08.08.1992, Qupperneq 1
waSm Laugardagur 8. ágúst 1992 145. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Álit Sigurðar Líndals um að lög um stjórn fiskveiða brjóti í bága við stjórnarskrána rædd á ríkisstjórnarfundi: Davíð vill takmarka völd Þorsteins Pálssonar Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra fram álit, sem Sigurður Líndal lagaprófessor hefur samið, en þar setur Sigurður fram þá skoðun að 3. gr. laga um stjórn fiskveiða stangist á við 69. gr. stjómarskrár íslands. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra segir að ef þessi túlkun sé rétt kalli það á víðtæk- ar breytingar á ýmsum öðmm lögum þar sem sambærílegt vald er fært frá Alþingi til ráðherra. ar rétt að álit Sigurðar um landbún- aðinn vakti ekki sömu athygli og það hefur enginn farið með það inn í ríkisstjórn,“ sagði Þorsteinn. Sigurður Líndal sagði í samtali við Tímann að sú gagnrýni sem sett væri fram í álitinu um valdaframsal Alþingis í hendur framkvæmdavald- inu ætti við um marga lagabálka. Hann sagðist í sjálfu sér ánægður með að ríkisstjórnin væri farin að ræða gagnrýni sína. Hann tók jafn- framt skýrt fram að álitinu væri ekki ætlað að vera innlegg inn í núver- andi deilur um stjórn fiskveiða. -EÓ Það var Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri og fýrrverandi alþing- ismaður, sem óskaði eftir áliti Sig- urðar. Álitið sendi hann síðan for- sætisráðherra sem tók það til sér- stakrar umræðu í ríkisstjóminni í gær. í 3 gr. laganna um stjórn fiskveiða segir: „Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða ver- tíð úr þeim einstökum nytjastofn- um við ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimild- ir til að veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn.“ Þessa grein telur Sigurður vera í ósamræmi við 69. gr. stjórnarskrár- innar, en þar segir: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til.“ Sigurð telur engan vafa leika á að með ákvörðun um há- marksafla séu lögð bönd á atvinnu- frelsi manna og því beri að taka slíka ákvörðun á Alþingi með lagaboði. Að fela ráðherra að taka slíka ákvörðun með útgáfu reglugerðar sé ekki í samræmi við lög. Þorsteinn Pálsson sagði eðlilegt að skoða þetta álit Sigurðar í fullri al- vöru. Það eigi menn ætíð að gera þegar prófessorar við lagadeild Há- skólans gefi lögfræðilegt álit. Þor- steinn sagði hins vegar að þetta álit komi nokkuð á óvart því fræðimenn hafi hingað til ekki túlkað þetta stjórnarskrárákvæði svona þröngt. „Mér sýnist í fljótu bragði að ef þetta yrði almennt talið rétt túlkun þá myndi þetta hafa víðtæk áhrif, ekki bara á löggjöfina um stjórn fiskveiða heldur nánast um alla löggjöf um atvinnumálefni í landinu. Ekki síður til að mynda á löggjöf í landbúnaði, iðnaði, að því er varðar umhverfis- og hollustuvernd. Þetta myndi því hafa aiveg grundvallarbreytingar í för með sér í íslenskri stjórnsýslu. Það eru tvær leiðir færar, ef menn eru þeirrar skoóunar að þetta sé rétt túlkun, annaðhvort er að gangast í það að breyt. !lri þessari löggjöf og færa allt þetta nld inn á Alþingi sem nú er í höndi : einstakra ráðherra eða þá að brey stjórnarskránni." ’nrýni Si^ ,-ðar á framsal lög- gjafarvaldsins í hendur fram- kvæmdavaldinu er ekki ný af nál- inni. Hann hefur margoft gagnrýnt þá tilhneigingu Alþingis að koma sér hjá því að taka ákvarðanir sem hann segir að því beri að taka, en fela ráðherrum að taka þær í formi reglugerða. Síðastliðið vor kom út eftir Sigurð rit um stjórnkerfi bú- vöruframleiðslunnar. Þar er sett fram sú skoðun að með búvörulög- unum frá 1985 hafi 67 gr. stjórnar- skrárinnar verið brotin. Þrátt fýrir töluverðar umræður í fjölmiðlum um þetta álit var það ekki rætt í rík- isstjórninni. í riti Sigurðar er rætt í sérstökum kafla um framsal valds frá löggjafan- um til framkvæmdavaldsins. Eitt af þeim dæmum sem þar eru tekin er einmitt lög um stjórn fiskveiða (4.gr.). Sigurður gagnrýnir þar að ráðherra skuli falið svo víðtækt vald í reglugerð eins og raun ber vitni. Þorsteinn var spurður hvort sú staðreynd að þetta álit Sigurðar Lín- dals hafi verið rætt í ríkisstjórninni skömmu eftir að tekin var umdeild ákvörðun um heildarkvóta á næsta fiskveiðiári sýndi ekki að verið væri að koma höggi á hann persónulega. Þorsteinn sagðist ekki vilja taka undir það. „Persónulega þá væri það mikill léttir ef Alþingi vildi deila þessari ábyrgð með sjávarútvegsráð- herranum. Eg lít ekki svo á að það sé hægt að persónutengja þetta álita- efni. Það er eins hálögfræðilegt og nokkuð getur verið. Það er hins veg- Slglt á Fossvogi Ljósmynd: Sigursteinn Ólafur Ragnar er búinn að sitja við það í heila viku að lesa gamlar fundargerðir Alþýðubandalagsins. Hann fann ekkert um Sovét: Alþýðubandalagið talaði ekki við Kremlarbændur Alþýðubandalagið hefur tekið þá ákvörðun að gera opinberar allaf fund- argerðir framkvæmdastjómar, miðstjómar og landsfundar flokksins. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði á blaða- mannafundi í gær þar sem þessi ákvörðun var kynnt að ekkert í þessum fundargerðum benti til að forystumenn Alþýðubandalagsins hefðu brot- ið þá stefnumörkun flokksins frá árinu 1968 að slíta öll samskipti við sovéska kommúnistaflokkinn og fylgiflokka hans. Ólafur Ragnar og Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri AI- þýðubandalagsins, hafa setið við það í heila viku að lesa fundar- gerðir helstu stofnana Alþýðu- bandalagsins allt frá árinu 1968. Þeir segjast ekkert hafa fundið í gögnum sem bendi til að Alþýðu- bandalagið hafi haldið uppi tengslum við sovéska kommún- istaflokkinn. Þegar Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjórnmálaflokki wmmmmmmmmamm árið 1968 var ákveðið í fram- kvæmdastjórn flokksins og á landsfundi að hafa engin sam- skipti við Sovétríkin og valda- flokka eða stjórnir þeirra ríkja sem stóðu að hernaðarinnrásinni í Tékkóslóvakíu sumarið 1968. Ól- afur Ragnar sagði að gögnin sem nú hafa verið lögð fram sýndu að Alþýðubandalagið hefði staðið við þessar stefnumörkun og ekkert benti til að gerð hefði verið tilraun til að breyta henni. Einar Karl sagði greinilegt á fundargerðun- um að menn hafi vakað yfir sam- þykkt flokksins frá 1968. Boðum, frá kommúnistaflokkum sem stóðu að árásinni í Tékkóslóvakíu um heimsóknir og önnur sam- skipti, hafi verið hafnað. Ólafur Ragnar sagði að sjálfsagt hafi verið í Alþýðubandalaginu, og örugglega utan þess, einstaklingar sem vildu hafa samskipti við Sov- étríkin og sovéskir sendiráðsmenn hafi örugglega haft uppi tilburði til að koma slíkum samskiptum á. Hafi verið gerðar tilraunir til að koma á formlegum tengslum milli Alþýðubandalagsins og sovéska kommúnistaflokksins þá hafi þær mistekist. Þær hafi ekki einu sinni komist það langt að vera ræddar inn í stofnunum flokksins. Ólafur Ragnar tók skýrt fram að hann tæki ekki ábyrgð á samskipt- um sem gamli Sósíalistaflokkur- inn (forveri Alþýðubandalagsins) hefði haft við Sovétríkin. Hann sagðist ekki líta svo á að það væri hlutverk forystumanna Alþýðu- bandalagsins í dag að gera þau samskipti upp. í fundargerðunum kemur hins vegar fram að Alþýðubandalagið sendi fulltrúa á þing kommúnista- flokka Júgóslavíu og Rúmeníu. Jafnframt voru allmikil tengsl milli Alþýðubandalagsins og vinstri sósíalista á Norðurlöndum. Einnig fóru alþýðubandalags- menn í tvær ferðir til að hitta kommúnista í Frakkland og Grikkiandi. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.