Tíminn - 08.08.1992, Page 6

Tíminn - 08.08.1992, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 8. ágúst 1992 Persónufrelsið er það dýrmætasta í mannlífinu Hér á landi er nú staddur þýsk- ur tryggingafræðingur, herra Horst Ullmann frá Numberg. Hann kom hérfyrst áríð 1983 og var koma hans þá liður í undir- búningi hátíöar til minningar um þýska nátturufræðinginn Alfred Wegener og leiðangur hans til Grænlands á ámnum 1930-1931. Þar létu Wegener og nokkrír manna hans lífiö, en leiðangurinn skipar eigi aö síö- ur hinn merkasta sess í vísinda- sögu aldarínnar. Herra Ullman man tímana tvenna og rekur hann hér á eftir æviferíl sinn í stuttu máli og sitthvaö um það verkefni er hann geröi aö meg- inmarkmiöi sínu á efrí árum að Ijúka — aö koma upp veglegri töflu á Grænlandi Wegener til heiöurs og mönnum hans. Herra Ullman hefur starfaö lengi að þessum rannsóknum og margt komiö í Ijós sem hann hefur rekist á. Þar á meöal eru nokkrar myndir af fslandi teknar úr loftfarínu Graf Zeppelin er þaö fór hér yfir áríö 1930 á leiö sinni til Norðurpólsins. „Ég er fæddur í Zwickau í Saxlandi ár- ið 1918, en faðir minn var af gömlum saxneskum ættum og móðir mín frá Thuringen," segir herra Ullmann. „Fæðingarborg mín taldist til A- I»ýska- lands eftir stríðið og þar voru TVabant- bflamir smíðaðir, sem A- Þjóðverjar komu akandi á yfir landamærin fyrir tæpum þremur árum sem öllum er í fersku minni. En Zwickau var ekki minni bflaborg á árunum fyrir stríðið og þá voru bflamir veglegri. Á æskuár- um mínum vom framleiddar þar Horch- bifreiðamar frægu, en upphafs- maður að smíði þerra var hugvitsmað- urinn August Horch. Þetta vom glæsi- legar, átta strokka bifreiðar sem brátt náðu heimshylli. En svo seldi August Horch verksmiðjumar og stofnsetti nýjar og þar fór hann að framleiða bfla undir nafninu Audi, sem er latneska orðið fyrir Horch (ísl. „heyrðu"). Auk þessara tveggja verksmiðja vom þama líka tvær minni verksmiðjur, Wanderer og DKW, en allar fjórar sameinuðust í eitt félag, ,Auto Union“ árið 1934, en þá hafði harðnað á dalnum í bifreiða- iðnaðinum vegna kreppunnar. Merki ,Auto Uniorí' var hringimir fjórir sem — segir herra Horst Ullmann, aldraður Islands- vinur og áhugamaður alla ævi um norðurslóðir. Hann kom hérfyrst 1983 vegna undirbúnings að minningarhátíð á Grænlandi um leiðangur Weg- eners erfarinn var 1930-1931. nú em merki Audi- bifreiðanna. Hver af hringjunum táknaði eina af gömlu verksmiðjunum í Zwickau. Erfiö ár Ég rek þessa sögu hér vegna þess að sem ungur maöur starfaði ég mikið við þennan bflaiðnað, sem var aðals- merki heimaborgar minnar. Sjálfur vann ég iengi í verksmiðjunum til þess að safna fé svo ég gæti hafið laganám við háskólann í Leipzig. Ég hóf námið skömmu fyrir stríð og aðalgrein mín átti að verða ríkisréttarfræði. En þegar að ég hafði lokið fyrsta námsárinu skall stríðið á og þar með var búið með námið í bili. Ég gerðist hermaður og þegar ég að stríði loknu vildi hefja nám að nýju fékk ég ekki inngöngu í Leipzigháskóla — af pólitískum ástæð- um að mér var tjáð. Ég hafði þó aöeins þjónað í hemum sem óbreyttur her- maður, var til dæmis ekki sjálfboðaliði, svo þeir höfðu engar haldbærar ástæð- ur. En nú laut allt rússneskum yfir- völdum og þótt ég sendi inn þrjár um- sóknir um skólavist og legði fram mót- mæli í saxneska menntamálaráðuneyt- inu þá kom það allt fyrir ekki. Ég reyndi þá að sækja um í Dresden, en þar var sama sagan. Þegar kom fram á árið 1948 var ég farinn að hugsa til þess að komast burt af sovéska hemámssvæöinu og það tókst mér. Ég fór til Berlínar sem þá var enn opin borg og tók lest þaðan að landamærum Saxlands og Bayem. Við konan mín settum farangur okkar í bamavagn og komumst með vagninn yfir landamærin fram hjá rússnesku vörðunum. Hjartað sló nú heldur bet- ur hratt í brjóstinu á okkur á leiðinni og mikið vorum við fegin þegar við komum að bóndabæ í Bayem og gát- um sett okkur í samband við yfirvöld vestan megin. Leiöin lá nú til Númberg og þaðan til Erlangen og til þess að gera langa sögu stutta þá tók ég að nýju til við laganám mitt þar og einbeitti mér nú að tryggingalögum. Langur aöskilnaöur Skilnaðurinn við heimahagana var sár og í Zwickau bjó faðir minn enn á okk- ar gamla heimili. Voru öll tormerki á að ég gæti heimsótt hann, þar sem ég hafði yfirgefið landið af pólítískum ástæðum. Mér tókst þó að heimsækja hann nokkmm sinnum með því móti að ég útvegaði mér skilríki sem kaup- sýslumaður og fór á kaupstefnuna í Leipzig. Þaðan hélt ég tii Zwickau og gat heilsað upp á hann. En á þeim tíma varð hver húseigandi í A-Þýskalandi að halda bók, svonefnda „Hausbuch", sem í vom skráðir allir gestir sem í húsið komu og sérstaklega utanlands frá. Lögreglan fór svo yfir bækumar. Þetta var eiginlega verra en hjá nasistunum áður. Því var þetta hættulegt og ég þorði aldrei að vera nætursakir hjá pabba. Einhver gat hafa Ijóstrað upp um komu mína og þá hefði verið hægt að handtaka mig og fangelsa. Um síðir var lokað fyrir þennan möguleika á heimsóknum mínum til Zwickau þegar reglur um skilríki á Leipzig kaupstefn- una vom hertar mikið. Eftir það kom ég ekki til Zwickau í 35 ár. Mér var þó leyft að vera við útför föður míns en til- kynnt um leið að ég skyldi aldrei reyna að koma aftur heim. Um leið og það fréttist árið 1989 að múrinn væri fallinn og allir Trabant- amir komu streymandi vestur yfir ætl- aði ég strax að fara heim til Zwickau. En þá máttu menn ekki fara frá V- Þýskalandi austur yfir, þótt þeir að austan mættu fara vestur. Svo var það í fjóra mánuði. Persónufrelsiö dýrmætast En í byrjun árs 1990 kom ég að nýju heim. Það var sár og hryggileg sjón. Borgin var í svo mikilli niðumíðslu og það var greinilegt á fólkinu að það hafði búið við þröng kjör og langvar- andi undirokun. Þegar ég nú kem til Reykjavíkur í annað sinn eftir níu ár (ég kom fyrst 1983) og lít framfarimar þá verður mér hugsað til þess hvflíkur munur er á þessari þrifalegu borg með öllum hennar nýtískulegu og fallegu húsum og strætum og svo borginni þar sem ég ólst upp og áður var svo fögur. Þar hefur aðeins orðið afturför. En fegurst er samt að sjá og verða vitni að því frelsi sem íslendingar njóta. Persónufrelsið og lýðréttindin em það sem dýrmætast er og dásamlegast í mannlífinu. Það er mér vel ljóst sem bæði hef þekkt undirokun stjómar nasisma og síðar kommúnisma og séð þær afleiðingar sem þetta hefur á mannssálina. Noröurslóðir Ég starfaði við tryggingamál í Númberg frá því er ég lauk námi mínu og allt þar til ég dró mig í hlé og fór á eftirlaun árið 1981, en þá var ég 63 ára gamall. Að vísu er eftirlaunamarkið 65 ára, en nýjar reglur gerðu mér kleift að hætta fyrir þann tíma. Þar með gat ég farið að sinna áhugamálum mínum, sem eru ferðalög og þá einkum ferða- lög um norðurslóðir, sem ég hef tekið sérstöku ástfóstri við. Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin og Spitzberegen að auki. í tengslum við þennan áhuga minn á norðurslóðum vil ég nú geta þess að ég hafði um langt árabil haft afar mik- inn áhuga á leiðangrinum sem Alfred Wegener og félagar hans fóm til Grænlands á ámnum 1930-1931, en í þeim leiðangri sannaði Wegener lan- drekskenningu sína. Sem menn munu vita fórst hann á Grænlandsjökli í leið- angrinum og nokkrir manna hans með honum. Fór ég nú að vinna að því að sett yrði upp minningartafla um Wegener og leiðangur hans á Græn- landi og skyldi henni komið fyrir á eyj- unni Umanak, en þar hafði hann aðal- bækistöð sína áður en lagt var til at- lögu við jökulinn. Var það þvf aðeins ári eftir starfslok mín, árið 1982, að ég heimsótti Grænland í fyrsta skipti. Þar kannaði ég eftir því sem tök vom á slóðir Wegeners og átti viðtöl við marga Grænlendinga og Dani. Á Uma- nak naut ég ágætrar leiðsagnar og Reykjavík. Séð yfir miðbæinn, Örfirisey og sundin. Hér að ofan og til hliðar eru myndir sem teknar voru úr loftfarinu Graf Zeppelin er það flaug yfir ísland í Norðurpólsför sinni sumarið 1930.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.