Tíminn - 08.08.1992, Page 13

Tíminn - 08.08.1992, Page 13
Laugardagur 8. ágúst 1992 Tíminn 13 Kent Allan Day létti á samvlsku sinni á dálitið einkennilegan hátt. sönnun kvöldið sem Ann Granstaff var myrt. Fyrstu morðin tvo leystust tiltölu- lega fljótlega en lögreglumenn grunaði að annað yrði uppi á ten- ingnum með það þriðja. Enn gekk óþekktur morðingi laus í litla bæn- um. Nágrannar og vinir Ann voru nú spurðir í þaula um einkalíf hennar og einkum hvort hún ætti einhverja óvini. Ekkert kom í Ijós sem bent gæti til þess hver morðinginn væri. Ann var kona sem einbeitti sér svo að starfi sínu að varla var hægt að segja að hún ætti einkalíf. Hún bjó ein með mjóhundi sem hún átti. Yfirleitt batt hún hann fyr- ir utan húsið um miðnætti og hafði hann úti yfir nóttina. Þegar morðið var framið hafði hundurinn verið bundinn í eldhús- inu sem, að sögn þeirra sem til þekktu, var mjög óvenjulegt. Hund- ur þessi var sérstakur að því leyti að hann hafði, því miður, verið taminn á þann hátt að hann gelti aldrei. Jafnvel þegar lögreglan kom á stað- inn og blóðlyktina lagði um húsið steinþagði hundurinn. bærust úr öllum áttum, stöku vit- leysingur játaði á sig morðið, en allt reyndist þetta vera út í bláinn. Loks í júní árið 1985 barst lögregl- unni bréf sem leysti málið. í bréfinu var því haldið fram að morðinginn héti Kent Allen Day og væri nú fangi í fylkisfangelsinu í Indiana. Bréfið var undirritað MAS. og innihélt mjög nákvæma lýsingu á morðinu og staðháttum öllum. Bréfritari hélt því fram að Day hefði játað fyrir sér að hafa framið morðið. Þar sem Day var í fangelsi voru hæg heimatökin að nálgast og fá af hon- um fingraför og blóð-, munnvatns- og sæðisprufur. Öll sönnunargögn sem aflað var á þennan hátt renndu stoðum undir það að bréfritarinn hefði rétt fyrir sér. Lögregla og saksóknari veltu því lengi fyrir sér hver bréfritarinn væri. Ekki fannst neinn í tengslum við Day sem átti upphafsstafina M.A.S. en bréfið var svo ítarlegt að menn voru farnir að halda að bréfritari kynni jafnvel að vera samsekur og hafa verið viðstaddur er morðið var framið. Vísbending í pósti Það fór sem lögregluna grunaði. Rannsókn málsins varð löng og erf- ið. Það vantaði ekki að vísbendingar RÁÐNING Á KROSSGÁTII Undarleg játning Rithandarsérfræðingar könnuðu nú bréfið og umslagið sem það barst í. Og sú rannsókn leiddi til niður- stööu sem enginn hafði átt von á. Það var sem sé Day sjálfur sem hafði skrifað bréfið. Kent Allen Day hafði átt í útistöð- um við lögin frá því hann var ung- lingur. Hvort sem það voru innbrot, falsanir, eiturlyfjasala eða líkams- árásir gat Day státað af nokkurri reynslu. Hann hafði margsinnis af- plánað fangelsisdóma en var varla kominn út fyrir múrana er hann hóf fyrri iðju á nýjan leik. Day játaði aldrei að hafa myrt Ann Granstaff nema í bréfinu örlagaríka. Þegar mál hans kom fyrir rétt hrúguðust sönnunargögnin upp gegn honum. Fingraför hans fund- ust á gluggasyllunni þar sem brotist hafði verið inn í íbúð Ann og víðar í íbúðinni. Sæðis- og munnvatnsprufur stemmdu við sæði og munnvatn sem fannst á líki Ann. Og síðast og ekki síst voru það nákvæmar lýsing- ar hans á ódæðinu sem hann hafði skrifað í bréfinu til lögreglunnar. Aldrei fékkst skýring á því hvað hafði fengið hann til að sakfella sjálfan sig á þennan hátt. Getur voru þó leiddar að því að þó svo að Day væri ekki sakleysið uppmálað væri þessi óhugnanlegi glæpur meira en jafnvel samviska hans fékk staðið undir. Barátta upp á líf og dauða Við réttarhöldin bar vitni meina- fræðingur sem lýsti atburðum eftir því sem hann gat lesið úr ummerkj- um á líkinu og í húsinu. Hann sagði að Ann hefði margsinn- is verið stungin með bitlausum hnífi en engin stungan hefði reynst ban- væn. Ein stungan hafði þó lent á slagæð og orðið til þess að Ann missti lítra af blóði. Á líkinu fundust einnig sár sem bentu til hatrammr- ar baráttu ungu konunnar fyrir lífi sínu. Á ummerkjum á hálsi líksins mátti sjá að er Day reyndi að kyrkja hana hafði henni tekist að losa snúruna þrisvar af hálsi sér, en morðingjan- um tókst ávallt að koma henni á hana aftur. En smám saman missti Ann Gran- staff mátt sökum blóðmissis. Þannig að þegar Day tókst að koma snú- runni um háls hennar í fjórða skipt- ið tókst honum ætlunarverk sitt. Eftir að vitnaleiðslum var lokið fór saksóknari fram á það að Kent Allen Day yrði dæmdur til dauða. Hann hefði framið morð er hann framdi annan alvarlegan glæp, nauðgun. Það tók kviðdómendur tvær og hálfa klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að Day væri sekur. Erfíð ákvörðun Eftir að kviðdómur hafði komist að þessari niðurstöðu var honum falið að taka ákvörðun sem reyndist hon- um öllu erfiðari. Það var að ákveða refsingu yfir morðingjanum. Kviðdómi var skýrt frá því að um þrjá kosti væri að ræða. í fyrsta lagi dauðarefsingu, í öðru lagi ævilangt fangelsi og þriðji og síðasti kostur- inn var tímabundin fangavist. Eftir nokkurra klukkustunda sam- ráð sneri kviðdómur aftur í dómsal- inn og spurði dómarann hvort Day ætti möguleika á náðun ef dómur- inn yrði ævilangt fangelsi. Dómar- inn kvaðst ekki geta svarað spurn- ingu þeirra. Samkvæmt lögum Kentuckyfylkis er óheimilt að gefa kviðdómendum í málum þar sem dauðarefsing kemur til greina upplýsingar um mögu- leika á náðun. Ekki varð þetta til að gera kviðdómendum ákvörðunar- tökuna léttari. Greinilegt var að kviðdómendur gátu ekki komið sér saman um hvaða refsingu Day skyldi hljóta þó svo að þeir hefðu ekki átt í vandræð- um með að úrskurða hann sekan. Dómarinn lýsti því yfir að ef þeir kæmu sér ekki saman um refsingu yrðu réttarhöldin dæmd ógild. f ljós kom að allir kviðdómendur utan einn vildu dauðarefsingu. Aðal- áhyggjuefni kviðdómenda var hvort Day gæti hlotið reynslulausn og slyppi að nýju út í samfélagið. Að lokum var komist að þeirri nið- urstöðu að hæfileg refsing væri lífs- tíðarfangelsi og 360 ára fangavist þar ofan á fyrir nauðgunina og fyrri afbrot sem Day átti óuppgerð. Heilsugæslustöð á Eskifirði Tilboð óskast I byggingu og fullnaðarfrágang á húsi fyrir heilsu- gæslustöð á Eskifirði. Húsið er timburhús á steyptum grunni, ein hæð, 510 m2, og lltil ris- hæð 150 m2. Verktími ertil 15. apríl 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vík, til og með fimmtudeginum 27. ágúst nk. gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriöjudaginn 1. sept- ember 1992. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK Auglýsing um verkleg próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989, um verkleg próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa. Ráð- gert er að prófin verði haldin á tímabilinu 16. nóv- embertil 11. desember 1992. Þeir, sem hafa hug á að þreyta prófraunir þess- ar, sendi Prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o tjármálaráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 10. september nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976, um lög- gilta endurskoðendur, með síðari breytingum. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönn- um í september nk. Reykjavík 7. ágúst 1992 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu viö fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Óskars Bjartmarz Björn Stefán Bjartmarz Gunnar Bjartmarz Hilmar Bjartmarz Freyr Bjartmarz afa- og langafabörn Helga Elsa Jónsdóttir Sólveig Fanney Steindórsdóttir Þórdís Katla Sigurðardóttir Margrét Hjálmarsdóttir J ----------------------------\ Eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi Jón Jónsson frá Klausturseli Útgarði 6, Egilsstöðum verður jarösunginn frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsiö á Egilsstöðum. Guðrún Aðalsteinsdóttir Sigurður Jónsson Hrafnkell Á. Jónsson Aöalsteinn I. Jónsson Jón H. Jónsson Rósa Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir og barnabörn Sigurlaug Jónsdóttir Ina G. Gunnlaugsdóttir Sigríður M. Ingimarsdóttir Ólafía Sigmarsdóttir fris D. Randversdóttir Bjami S. Richter Dagur Emilsson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Sveins Vilhjálms Pálssonar frá Sléttu I Fljótum Dalbraut 25 Kristín Þorbergsdóttir böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.