Tíminn - 28.08.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Askriftarsími
Tímans er
686300
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Oöruvísi bílasala
BlLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUTIR.
MYNO HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
I ra J / ClBahriel HÖGG- DEYFAR Verslid hjá fagmönnum
i varahlutir
„ ' . Hamarshöföa 1 - s. 67-67-44
TVÖFALDUR1. vinningur
Tímmn
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992
Rætt um að reisa
spilliefnaeyðingar-
stöð hér á landi:
Ný reglugerð um slátrun búfjár. Ekkert heimaslátrað kjöt má fara út fyrir lögbýli.
Aðeins má selja sláturhússlátrað og stimplað kjöt:
En orkan
sem af hlýst
vannýtist
Kostnaður við að reisa spilliefria-
eyðingarstöð hér á iandi eru 250-
300 milljónir króna og segir Ög-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sorpu, það ekki þurfa að vera
ódýrari lausn en að flytja spilliefnin
til eyðingar erlendis eins og nú er
gerL
Ein heista ástæða þess er að hér
finnst enginn sem gæti nýtt sér þá
orku sem myndast við eyðinguna,
en erlendis er hún notuð til upphit-
unar.
Umræður eru þegar hafnar um að
koma hér upp eyðingarstöð eins og
fram kom í Tímanum iyrir
skömmu.
„Við erum alltaf að bíða eftir
einkaffamtaki hér og um daginn
var haldinn fundur með hópi þeirra
aðila sem eru stærstu framleiðend-
ur spiliiefna hér á iandi. Þeim var
kynntur búnaður sem Hekla hefur í
boði,“ segir Ögmundur.
Hann segir jafnframt afkomu
Sorpu var í jámum fyrstu sex mán-
uðina og engin aukning sé nú
merkjanleg í innstreymi af úrgangi.
—GKG.
Vöngum velt yfir skipsflökunum í Breiðafirði:
Erlendur sérfræð-
ingur kallaður til?
Hugsanlega þarf að fá hollenskan sérfræðing í gömlum skip-
um hingað til lands til að rannsaka skipsflakið sem fannst í
Breiðafirði og talið er frá 17. öld.
„Við eigum enga sérfræðinga hér
heima í þessum gömlu hollensku
skipum og því gæti vel verið að við
leitum eftir ráðgjöf erlendis frá. En
við þurfum að sjá áður hvað mikla
peninga við eigum til slíks,“ segir
Guðmundur Magnússon þjóð-
minjavörður. Náðst hefur brot úr
skipinu sjálfu með greinilegt far
eftir trénagla en einnig brotinn
diskur með munstri. Hann er mjög
vel varðveittur og þykir víst að
hann hafi verið framleiddur í Hol-
landi á tímabilinu 1650-1700.
„Þessir tveir munir gætu rennt
stoðum undir þá tilgátu að þarna
væru leyfar hollenska kaupfarsins
sem brotnaði við Flatey árið 1659,“
segir Guðmundur.
10 hlutir hafa svo náðst úr yngra
skipinu sem talið er vera fiskiskúta
frá 19. öld.
Hægt verður að skoða alla munina
í forsal Þjóðminjasafnsins fram yfir
helgi.
—GKG.
Lægra gengi á kjötstimpli
á hreindýrum en rollum?
að umdeildri kirkju
Það hvesstí allhressilega & Víg- sem vilja eldd að kirkja verði rcist
hóli í g»r þegar hr. ólafur Skúla- á þessum stað. Allt fór þó frið-
son biskup tók fyrstu skóflu- samlega fram en sóknarmenn
stunguna að nýrri kirkjubygg- segjast ætla „að fella sinn dóm“ á
ingu Digranessóknar undir vök- aðalsafnaðarfundi sem haldinn
ulurn augum sr. Þorbergs verður í september.
Kristínssonar sóknarprests sem -GKG.
og liðsnianna Víghólasamtakanna Timamynd Ámi Bjama
„Viö gerum ekkí neinar sérstakar kröfur til aðstæðna við
slátrun á lögbýlum og það er ekki fylgst sérstaklega með því,
enda er kjöt af heimaslátruðu ekki ætlað til sölu. Þegar hins
vegar er um að ræða vörur sem fara á á almennan markað, þá
hlýtur það að vera eðlileg krafa neytenda að þeir hafí ein-
hverja vissu fyrir því hvemig varan hefur verið meðhöndluð.
Trygging neytandans er kjötstimpill dýralæknis,“ segir Ólaf-
ur Valsson, dýralæknir í landbúnaðarráðuneytinu.
Hreindýraskrokkar fluttir til byggða.
Embætti yfirdýralæknis og Holl-
ustuvernd hafa gefið út nýjar og
skýrari reglur um slátrun búfjár.
„Það hefur kannski þótt að reglur
um þetta væru ekki nógu skýrar og
því er verið að ítreka þær reglur
sem um þessi mál gilda," segir Ól-
afur. Að sögn hans er nú tekið skýrt
fram hvar slátrun megi fara fram.
Kjöt sem ætlað er til sölu á al-
mennum markaði skal eingöngu
vera af dýrum sem slátrað er í lög-
giltu sláturhúsi og stimpill dýra-
læknis á að vera trygging fyrir því
að svo sé.
Ábúendum á lögbýlum utan kaup-
staða og kauptúna er hins vegar
heimilt að slátra skepnum til eigin
neyslu. Óheimilt er þeim að selja,
gefa eða yfirhöfuð að flytja afurðir
af heimaslátruðum gripum út frá
lögbýlinu. Tekið er fram í reglun-
um um að öllu óstimpluðu kjöti
eigi að farga og leitað verða aðstoð-
ar lögreglu gerist þess þörf.
Hvað með hreindýra-
kjötið?
Fyrir nokkrum dögum var sýnd
fréttamynd í sjónvarpi um hrein-
dýraveiðar og þar í var alllangt
myndskeið þar sem sýnt var er
tveir menn gerðu að hreindýra-
skrokkum. Skrokkarnir lágu í
þvögu í flutningakerru og voru
þaðan bornir inn í kofa nokkurn
þar sem þeir voru hengdir upp og
fláðir. Mennirnir tveir sem gerðu
að hreindýrunum voru peysu-
klæddir og ekki sérlega „sláturhús-
legir“ á að líta og milli fóta þeirra
og innan um hreindýraskrokkana
og -kjötið rann rakki. Þulur greindi
hins vegar frá því að von væri á
dýralækni til þess að gefa kjötinu
sjálft sakramentið — stimpilinn.
Ólafur kvaðst ekki hafa séð um-
rædda fréttamynd sem sýnd var al-
þjóð. Hann kvaðst ekki kunnugur
því hvernig farið væri með hrein-
dýrakjötið né þeim reglum sem um
það giltu.
Nú er hreindýrakjöt á boðstólum í
fáeinum verslunum og á veitinga-
húsum og synd að segja að það sé
ódýrt. Langar Ólaf sjálfan í kjöt
sem gert hefur verið að á þann hátt
Dilkakjöt í sláturhúsi.
sem sást í ofannefndri fréttamynd í
sjónvarpi?
„Fólki finnst yfirleitt sjálfsagt að
fái það óhrein hnífapör á veitinga-
húsi, þá skili það þeim eða jafnvel
standi upp og gangi yfir á næsta
veitingahús. Eg held að það hljóti
að vera alveg sama krafan hjá neyt-
endum að kjötið sem það borðar sé
hreint og ekki mengað af bakter-
íum eða óhreinindum af einhverju
tagi. Hafi meðferð kjötsins verið
með þeim hætti og þú segir að
sýnd hafi verið í sjónvarpi, þá get
ég ekki ímyndað mér annað en litið
verði á málið,“ sagði Ólafur Valsson
dýralæknir í landbúnaðarráðuneyt-.
inu. —sá