Tíminn - 03.09.1992, Síða 1
Biskup Islands óskar eftirfundi í samstarfsnefnd kirkju og Alpingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar
um Kjaradóm og kjaranefnd:
Herra Ólafur Skúlason biskup telur að frumvarp ríkisstjórnarinnar
um Kjaradóm og kjaranefnd sé algjörlega óviðunandi fyrir presta-
stéttina. Hann hefur óskað eftir fundi í samstarfsnefnd Alþingis og
kirkjunnar, sem í eiga sæti biskup, forseti Alþingis og fulltrúar frá
öllum stjómmálaflokkum, til að ræða þetta mál. Hann hefur enn-
fremur boðað fund í Kirkjuráði til að ræða efni frumvarpsins.
Fjármálaráðherra mælti fyrir
frumvarpi sínu um Kjaradóm og
kjaranefnd í gær. Frumvarpið gerir
ráð fyrir að Kjaradómur úrskurði
einungis um launakjör forseta fs-
lands, alþingismanna, ráðherra,
hæstaréttardómara og héraðsdóm-
ara. Kjaranefnd er hins vegar falið
að úrskurða um launakjör annarra
embættismanna og starfsstétta sem
Kjaradómur hefur fram til þessa úr-
skurðað um. Fjármálaráðherra
skipar þrjá menn í kjaranefnd, þar
af einn samkvæmt tilnefningu for-
seta Alþingis.
Geir Waage, formaður Prestafélags
ísland, hefur harðlega gagnrýnt
frumvarp ríkisstjórnarinnar og sagt
að það sé algjörlega óviðunandi fyr-
ir prestastéttina. Ólafur Skúlason
sagðist taka undir gagnrýni Presta-
félagsins. „Þetta hefur valdið okkur
miklum vonbrigðum. Prestafélagið
er ekki búið að vera nema eitt ár
undir Kjaradómi. Nú er þessu bara
svipt í burtu með ótrúlegum hætti.
Það er algerlega óviðunandi að
kjaramál presta skuli vera sett beint
undir fjármálaráðherra. Með þessu
er verið að stíga stórt skref aftur á
bak,“ sagði biskup.
í frumvarpinu segir að kjaranefnd
skuli greina á milli fastra launa fyr-
ir dagvinnu og launa fýrir annað
sem starfmu fylgir. Hún skuli kveða
á um hvernig greiða skuli fyrir sér-
stök tilfallandi störf sem starfinu
fylgja og kveða á um önnur starfs-
kjör. Ólafur sagðist ekki vita fyrir
víst hvað nákvæmlega felist í þessu
ákvæði. Sú spurning vakni hvort við
ákvörðun um launakjör presta eigi
að taka tillit til hlunninda sem ein-
stakir prestar á Iandsbyggðinni
njóta og hvort eigi að endurskoða
greiðslur fyrir öll aukaverk. Ólafúr
sagðist hafa rætt við kirkjumálaráð-
herra um málið, en hann hefði ekki
haft nægar upplýsingar til að geta
veitt svör um þetta atriði.
Frumvarp ríkisstjómarinnar gerir
ráð fyrir að kjaranefnd úrskurði um
launakjör biskups íslands. Ólafur
Skúlason sagðist hafa talið að þetta
virðulega embætti, sem er eitt elsta
embætti Iandsins, nyti þeirrar virð-
ingar að um launakjör þess væri úr-
skurðað af sama aðila og úrskurðar
um launakjör æðstu embætta þjóð-
arinnar.
Formaður Prestafélagsins hefur
látið hafa það eftir sér að ef þetta
Fangi í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri klippti
sig út um vírnet á fangagarði aðfaranótt sunnudags:
Samfangarnir upp-
Aðfaranótt laugardags strauk fangi þess víridippur eða ámóta verkfæri.
úr fangagcymslum Iögreglunnar á Ekki er nákvæmlega vitað hvernig
Akureyri, en taliö er að hann hafi hann komst yfir slíkt verkfæri, en
klippt sig út um vímet á fanga- lögreglan a Akureyri telur líklegt að
geymslum. Ekki uppgötvaðist um hann hafi komist yfir það viö heim-
flóttann fyrr en daginn eftir, er sam- sókn konu sinnar daglnn áður. Hún
fangar hans fóru að spyrjast fyrir hafi hlaupið út í bíl tH að ná í peysu
um manninn. Talið er flóttinn hafi handa manninum sínum og tnögu-
átt sér stað um ld. 00.45 aðfaranótt legt að í henni hafl verið víridippur.
sunnudags, en þá sáu lögreglumenn Ekki uppgötvaðist um flótta
til manns á hlaupum frá lögreglu- mannsins fyrren einhvern tímann á
stöðinni í átt að verksmiðjuhúsum sunnudag, þegar samfangar manns-
þar skammt frá. Hann var með poka ins fðru að spyrjast fyrir um hvar
og héldu lögregiumenn að hann hann væri. Voru þá fangamir taldir
hefði verið að brjótast inn í bflLa. Var og kom i Ijós að einn vantaói. Tæp-
hann eltur, en hann hvarf lögregi- um sólarhring eftir flóttann gaf
unni sjónum skömmu síðar. fanginn sig fram hjá lögreglunni í
Að sögn Erlings Pálmasonar, yfir- lieykjavík, en henni hafði þá ekki
lögregluþjóns á Akureyri, er málið borist tilkynning um flóttann. Er
ekki að fullu rannsakað, fór fanginn maðurinn nú vistaður í Utla
út um vímet sem er yfir fangagarð- Hrauni, en fangavistin á Akureyri er
inum, en þar hafði verið kDppt gat á eldd sú fyrsta hjá manninum því
netið. Lfldegt er taliö að hann hafi hann hefúr áður setið í varðhaldL
kiippt gat á netið og hafl notað ti! -PS
frumvarp verði að lögum í núver-
andi mynd neyðist kirkjan til að
skoða hvort ekki fari best á því að
lýsa kirkjuna eða einstakar sóknir
fríkirkju og skilja þannig að ríki og
kirkju. Ríkið eigi ekki kirkjuna
heldur þjóðin. Ólafúr sagði að ef
frumvarpið verði að lögum verði
kirkjan að velta fyrir sér hvernig
hún eigi að bregðast við. Hann
sagðist hins vegar vera á móti því að
skilja að ríki og kirkju. Hann sagði
að núverandi samband ríkis og
kirkju væri báðum aðilum til hags-
bóta. -EÓ
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í gær.
Tímamynd Ámi Bjama
Ríkisendurskoðun gleymdi að leggja 2,6 milljarða við ríkissjóðshallann:
12 milljarða halli
Sé beitt sömu aðferð við útreikn-
inga á halla ríkissjóðs á þessu ári
og Ríkisendurskoðun gerði í
fyrra em horfur á að halli rflds-
sjóðs verði um 12 miiljarðar, en
ekki 9,5 milljarðar. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, hefur bent á þetta
og að hans sögn hefur Sigurður
Þórðarson ríkisendurskoðandi
staðfest að skilningur hans sé
réttur.
Undanfarin ár hafa endurskoð-
endur deilt um það hvort færa
eigi fjárskuldbindingar til gjalda
á því ári sem þær falla til eða á
þeim árum sem þær koma til
greiðslu. Ríkisendurskoðun hef-
ur viljað færa fjárskuldbindingar
strax til gjalda, en í ráðuneytis-
menn í fjármálaráðuneytinu hafa
flestir viljað gera það síðar.
í fyrra gaf Ríkisendurskoðun út
tvær skýrslur um stöðu ríkisfjár-
mála það ár. Sú fyrri kom út í
janúar og var gerð að ósk nýrrar
ríkisstjómar sem þá tók við völd-
um. Þá taldi stofnunin að hallinn
á ríkissjóði stefndi í að verða 12,2
milljarðar. Tekið var skýrt fram
að fjárskuldbindingar vegna ný-
gerðs búvörusamnings að fjár-
hæð 2 milljarðar króna séu þar
taldar með. í nóvember birti Rík-
isendurskoðun aðra skýrslu um
ríkisjóðshallann. Þar er spáð
sama halla og jafnframt tekið
fram að fjárskuldbindingar vegna
búvörusamnings séu inni í upp-
hæðinni.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um afkomu ríkissjóðs fyrstu sex
mánuði þessa árs, sem kom út í
vikunni, segir að hallinn á ríkis-
sjóði stefni í að verða 9-9,5 millj-
arðar. Fyrir utan þá tölu er síðan
getið um fjárskuldbindingar sem
ríkissjóður hefur yfirtekið. Þar er
um að ræða 1,7 milljarða lán
Framkvæmdasjóðs íslands sem
ríkissjóður hefur yfirtekið og lán-
taka vegna uppkaupa á fullvirðis-
rétti í sauðfjárrækt að fjárhæð
942 milljónir. Ólafur Ragnar seg-
ir eðlilegt að telja þessar fjár-
skuldbindingar með þegar hall-
inn er reiknaður út, líkt og Rflcis-
endurskoðun gerði í tveimur
skýrslum í fyrra. Hann sagði að
ríkisendurskoðandi hafi staðfest í
samtali við sig að þessi skilningur
sinn sé réttur. Því sé eðlilegt að
bæta 2,6 milljörðum við töluna
sem Ríkisendurskoðun setti fram
í niðurstöðukafla sínum. Hallinn
verður þá 11,64 milljarðar til
12,14 milljarðar.
Að auki bendir Ríkisendurskoð-
un á í skýrslu sinni að fjármála-
ráðuneytið hafi lækkað vaxta-
gjöld sín um 170 milljónir með
þvf að breyta bókhaldsaðferðum.
Stofnunin gagnrýnir þessa bók-
haldsaðferð. Bæta má því 170
milljónum við áætlaðan halla rík-
issjóðs.
Heildarspá Ríkisendurskoðunar
um hallann á ríkissjóð á þessu ári
er því nánast sú sama og spáin á
síðasta ári, eða að hallinn verði
rúmir 12 milljarðar. -EÓ