Tíminn - 03.09.1992, Side 5

Tíminn - 03.09.1992, Side 5
Fimmtudagur 3. septembeM 992 Tíminn 5 Ingvar Níelsson: Hin hliðin á milli- ríkj asamningum Mikið er rætt um millirögasamninga þessa dagana, og jafnvel enn meira skrifað um þá. Hugsjónamenn hópa sig og leggjast á eitt að sannfæra fá- brotna alþýðu um hina sönnu framtíðarsýn, sem þeir boða af fjálgieik að muni tiyggja okkur líf í samlyndi og góðum efnum um öU ókomin ár. En mál þessi eru mörg og margslungin: ECSC, NATO, Mannréttindasátt- málinn, Rómarsáttmálinn, EB, EFTA, EES, Maastricht — svo eitthvað sé nefnt Hinir fjálgu reyna að skilja þessi hugtök og rembast við að halda þeim aðgreindum í hugskotum okkar, en stórþjóðlegar skoðana- kannanir sýna að þar eiga þeir við ofurefli að etja. Allur þorri al- mennings vill sem betur fer lítið vita um þessi mál og þekkir varla muninn á EB og EFTA. Margir vita ekki að hvorri þessara stofhana ís- lendingar eiga aðild. Segir mönn- um, kannske réttilega, svo hugur að ófreskjumar tvær tengist hvor annarri á einn eða annan dularfull- an og enn óútskýrðan hátt — líkt og tvær rasskinnar. Eitt ofangreindra mála er nú mjög í brennideplinum. Er okkur tjáð — því til ágætis, að því er best verður skilið — að tugþúsundir blaðsíðna af gögnum, hver og ein þaulyfirfarin og sérfrágengin af vitrustu mönnum sjálfra stórþjóð- anna, setji því slíkar skorður að þar geti hreint ekki neitt farið úrskeið- is. Við einfeldningamir gætum því haldið að hér væri um „nokkuð gott mál“ að ræða og væri eðlileg- ast að vísustu menn okkar eigin lands væm á einu máli um það — jafnt sín á milli sem og við hina er- lendu höfunda þess. En svo er ekki. Sýnist þama sitt hverjum og greinir menn jafnvel á um hvort sjálfri stjómarskrá landsins muni vera ógnað með þessari skelfilegu uppákomu. Við lifum á tímum eldheitrar þjóðemisvakningar á heimsvísu, sem brytjar nú hverja ríkjasam- steypuna af annarri í spað. Skemmst er að minnast atburð- anna í Sovétríkjunum sálugu, þar sem sjálft samveldið hrundi fyrst, en einstök ríkjasambönd innan þess halda enn áfram að splundrast í þjóðemiskjama, með tilheyrandi vopnabraki, frændvígum og eyði- leggingu. í kjölfar alls þessa fylgdu hliðstæðir viðburðir í Júgóslavíu, með öllu því sem þar gengur nú á; þá kom Tékkóslóvakía, sem reynir að taka friðsamlega á málunum, og ekki er grunlaust um að Kan- adamenn hafi nú tekið sér númer f biðröðinni. Ttigir — ef ekki hundr- uð — þjóðemishópa víðsvegar um heiminn berjast ámm saman von- lausri baráttu fyrir sjálfsforræði, sem margir hveijir glötuðu fyrir hervaldi — aðrir þó fyrir fagurgala hugsjónamanna. Það skýtur því skökku við að sjálf menntaþjóðin, íslendingar, skuli yfirleitt Ijá máls á einhvers konar sameiningu við sér allsóviðkom- andi fólk — innan við hálfri öld eftir að hún varð fullvalda ríki og ekki nema hálfum öðmm áratug eftir að hún vann endanlegan sigur á fiskimiðum sínum. Hugsjóna- menn fullyrða að EES hafi ekki með inngöngu í EB að gera. Öðr- um þykir EES minna óþægilega á glundurdallinn, sem böm til sveita á ámm áður vom látin nota til að narra óstýrilátan nautkálfinn í fjós. Þegar kálfurinn var kominn inn fyrir dymar og búið að skjóta slag- brandi fyrir, var „lítið mál“ að koma honum á básinn. En em þetta yfirleitt „okkar mál“? Lítum ögn á aðdragandann að þeim. Tvær stórþjóðir á megin- landi Evrópu — Þjóðverjar og Frakkar — hafa eldað saman grátt silfur gegnum aldimar, og deilum- ar oftar en ekki snúist um að vinna lönd hvor af hinum. Þessar þjóðir hræðast hvor aðra, og einkum þó fortíð sína. En nú er liðin sú tíð að þjóðir geti einfaldlega hrifsað gjöf- ul hémð úr höndum nágranna sinna með hervaldi. Því verður að leita á önnur mið. Og niðurstaðan? Jú, þessir bölvaðir fslendingar hafa ekkert með allan fiskinn úr Atl- antshafmu að gera. Einmittl Og þá spyrjum við okkur hvort við yfir- leitt viljum vera aðiljar að slíku hræðslubandalagi og gera þannig brauðfæðslu Þjóðverja og Frakka, sem kemur okkur ekkert við, að „okkar málum". Ónei! Ekki viljum við það. Þjóðverjar em þó greinilega á öðm máli. Notaður sjávarútvegs- ráðherra þeirra, Wolfgang von Geldem, sem eitt sinn þáði vel- gjörðir okkar og blaðraði við það tækifæri öll ósköp um djúpstæða vináttu og sameiginlega hagsmuni þjóðanna, ógnaði fyrir skemmstu að ef við fæmm aftur að veiða hvali fengjum við hreint ekki að vera með í EB. Það var og. Til að leysa þennan hnút við Wolfgang, má leggja til að hann snúi sér fyrst um sinn að eigin vandamálum — t.d. flóttamönnum, nýnasistum og Austurevrópumafíunni, sem hann hefir ærið nóg af heimafyrir — og leiti jafriframt á önnur mið en okk- ar til að brauðfæða þessa félags- hópa, en við reynum á meðan að ráða fram úr sjávarútvegsmálum okkar eins og við best getum, án þess að tefja hann frá störfum. Þegar við höfum skipt þannig með okkur verkum um einhvem tíma, verður fróðlegt að vita hvað Wolf- gang hefir að segja um framhaldið. Hverjar em svo þær hvatir, sem hugsjónamennimir ganga fyrir? Ef að líkum lætur, heyrist rödd full- trúa smáþjóða illa lengst utan af borðsenda þar sem þungavigtar- leikmenn á borð við Helmut Kohl sitja fyrir miðju borði og kveða sér hljóðs. í slíku umhverfi er vart við því að búast að hugsjónamenn okkar velti sér mikið upp úr hreystiverkum. TVúIegra er að þeir kæfi vanmáttarkennd sína með ölvun á ýmsum stigum, í þægind- um glæstra gistihúsa og vellyst- ingum illa lýstra skemmtistaða, en láti hinn Ieiðinlega hluta tímans líða undir þjáningum fráhvarfsein- kennanna. Heima er svo sungið, líkt og þegar Garðar Hólm vantaði peninga. Höfundur var umboös- og sölumaður á alþjóðavettvangl I nsr aldarfjóröung. r MERKAR RANNSOKNIR • • IVATNAKERFIBLONDU Mikil umskipti hafa orðið á vatna- svæði Blöndu í Húnavatnssýslu hin seinni ár með tilkomu Blönduvirkjun- ar. Blanda á, sem kunnugt er, upptök í Hofsjökli og er um 130 km á lengd. Með stíflu efst í Blöndudal hefur göngufiski verið lokuð leið í ámar á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, eins og Haugakvísl, Seyðisá og Galt- ará, sem lax og sjóbleikja höfðu áður leitað í til hrygningar og uppeldis. Er talið að verulegt uppeldissvæði þess- ara tegunda í straumvatni hafi verið lagt af þegar stíflan kom til sögunnar, því lax gekk í allar heiðaámar, sem falla f Blöndu, og laxaseiði hafa fund- ist í þeim öllum. Viðamikið rannsóknar- verkefni í sambandi við virkjun Blöndusvæð- isins hefur staðið yfir í 10 ár viðamik- ið rannsóknarverkefhi í vatnakerfinu, sbr. samning Landsvirkjunar og Veiði- félags Blöndu og Svartár sem tekur til straumvatna svæðisins. Það eru sér- fræðingar Veiðimálastofnunar sem hafa haft umsjón og unnið að verkefn- inu í góðum tengslum við veiðifélag- ið, en formaður þess er Ævar Þor- steinsson, bóndi í Enni. Höfuðtilgangur rannsóknanna hefur verið að meta áhrif virkjunarinnar á fiskframleiðslu vatnakerfisins. Megin- þættir þeirra hafa verið að kortleggja uppeldissvæði seiða og kanna fisk- gengd úr sjó í Blöndu og hegðun fiskj- arins. Þannig hefur sjógenginn fiskur, lax og sjóbleikja, verið tekinn í gildm í laxastiga neðst í ánni, hjá Ennisflúð- um, og fiskur talinn og merktur m.a. til að fá vitneskju um stofnstærð. Jafnffamt em veiðiskýrslur haldnar á svæðinu. Á liðnum áratug hefur því fengist mjög glögg mynd af ástandi fiskstofna á Blöndusvæðinu og lífs- umhverfi þeirra. Miklar sveiflur í stofnstærð Einn þýðingarmesti þáttur rann- sóknanna á Blöndusvæðinu er að kanna sveiflur sem verða á fiskfram- leiðslu og veiði fyrir virkjun og miðl- un árinnar. Áætluð stofnstærð hefur á þessu 10 ára tímabili sveiflast árlega, misjafnlega mikið; lægst var hún 1989 eða 706 laxar, og hæst fór hún 1986 í 2955 laxa. Einnig er athugað hvort unnt sé að bæta með ræktun það tap sem verður vegna breytinga á svæðinu af völdum virkjunarinnar. Ljóst er að lax- og sjóbleikjustofninn, sem áður var á heiðunum, er úr sögunni sem slíkur með tilkomu stíflunnar. Fram- vegis veiða menn ekki sjóbleikju í Seyðisá, eins og algengt var að gera, eða veiða lax í Haugakvísl. Hins vegar verður fróðlegt að fylgjast með hvem- ig sjóbleikjunni reiðir af, sem kemur í gildmna í Biöndu, en í sumar hafa nú ... ..................................................................................................................... : þegar milli 400 og 500 bleikjur fengist þar og verið merktar. Áætluð stofn- stærð sjóbleikjunnar hefur verið mis- jöfn frá ári til árs á þessu 10 ára tíma- bili. Hæst komst hún 1988 eða í 1233 fiska Hátt veiðiálag í gildmna hafa komið f sumar til þessa um 700 laxar, auk þess sem nær öll laxveiðin í Blöndu fer fram á svæði í ánni neðan Ennisflúða, þ.e. fyrir neð- an laxastigann. Sumarið 1991 fengust alls 251 lax í gildmna, en veiðin í Blöndu var 568 laxar. Tálið var að um 50 laxar hafi gengið um flúðimar framhjá stiganum. í Svartá fengust 108 laxar 1991. Veiðiálag af heildar- stofni 1991 var talið vera 78% eða svipað og fimm seinustu árin þar áður. Útrennsli frá virkjuninni fellur í Blöndu hjá Eiðsstöðum eða gegnt Ey- vindarstöðum og sameinast þar yfir- fallsvatninu frá stíflunni, sem fær á hverjum tíma að fara gömlu leiðina um farveg Blöndu. Það er dálítið skondið að sjá hversu útfallsbúnaður- inn hjá Eiðsstöðum lætur lítið yfir sér, miðað við umfang þessa mikla mann- virkis sem virkjun Blöndu er. En það er ekki allt sem sýnist, því frárennslis- skurðurinn og farvegur Blöndu þar niður af er hvorki meira né minna en um 10 metrar á dýpt. Á sínum tíma, þegar talað var um að virkja Blöndu, var einnig inni í mynd- inni að nýta upptakakvíslar Vatnsdals- ár niður í Vatnsdal. Frá því mun hafa verið horfið með tilliti til umhverfis- vemdar; líklega hefur Vatnsdalurinn verið talinn sú gersemi að ekki mætti rýra neitt þar, eins og eðlilegt er. Nú hefur það gerst að menn telja, að vatnsmagn í ám, sem falla til Vatns- dalsár, sé meira en menn eiga að venj- ast. Er talið að það stafi af leka úr Blöndulóninu. Sé þetta rétt, gætir þannig áhrifa af virkjun Blöndu í Vatnsdalsá. Fyrir nokkru var undirrit- aður á ferð á þessum slóðum og sá þá að vatnsmagn var mikið og gott í Vatnsdalsá bjá Stekkjarfossi, sem er fyrir landi Forsæludals og Gríms- tungu. Þar var á sínum tíma byggður öflugur laxastigi, svo að laxinn komst eftir það að Dalfossi, sem er í 40 km fjarlægð frá sjó. Einar Hannesson Stekkjarfoss í Vatnsdalsá. Laxastiginn sést til hægri á myndinni. (Myndir: Einar Hannesson) Gildran efst f laxastiganum hjá Ennisflúöum I Blöndu. Á kistunni stend- ur Friöjón Viöarsson, sérfræöingur á Veiöimálastofnun. Útrennslisbúnaöur Blönduvirkjunar við Blöndu hjá Eiösstööum. vinstri sést yfirfallsvatn frá stlflunni, sem fellur um farveg Blöndu. 77/

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.